Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík 1946 var meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn í mikilli hættu. Upplausn í kjölfar styrjaldar, verðbólga, gerðar- dómslög og bandalag Sovétríkj- anna og bandamanna vesturveld- anna hafði búið vinstri öflum undir forystu Socialistaflokksins betri jarðveg fylgisaukningar, en nokkru sinni áður. Sjálfstæðismenn snerust fyrst til varnar og síðan öflugrar sókn- ar gegn vinstri öflunum undir forystu Bjarna Benediktssonar, þáverandi borgarstjóra. Meðal nýmæla í þeirri kosningabaráttu var prófkjör um val frambjóðenda á bæjarstjórnarlista Sjálfstæðis- flokksins. Auður Auðuns, ung húsmóðir og iögfræðingur, valdist þá í framboð ásamt fleiru góðu fólki og með samhæfðu átaki sjálfstæðismanna og bæjarbúa var sigur unninn. Mér er minnisstætt hve miklar vonir voru þá bundnar við þátt- töku Auðar Auðuns í stjórnmál- um. Það er ánægjulegt eftir 35 ár að líta yfir farinn veg og stað- reyna að allar þær vonir hafa ræzt með glæsibrag. ---X----- Auður Auðuns átti góða að, dóttir Margrétar G. Jónsdóttur og Jóns Auðuns Jónssonar alþm. á ísafirði. Stjórnmálabaráttan var harðvítug í gamla daga og einkum var viðbrugðið, að ísfirðingar stæðu sízt öðrum að baki í þeim efnum. Jón Auðunn Jónsson alþm. var mikilsvirtur og auðvitað í bardaganum miðjum í þá daga. Slík reynsla í föðurgarði gat bæði hvatt og latt dóttur hans til stjórnmálaþátttöku. Segir það væntanlega nokkra sögu um skapgerð Auðar Auðuns, að hún haslaði sér völl á vettvangi stjórnmálanna, þegar þátttaka kvenna á þeim vettvangi heyrði til undantekninga og var raunar al- gert brautryðjendastarf. Auður Auðuns tók fyrst ís- lenzkra kvenna embættispróf í lögfræði 1935 og vann iögfræði- störf m.a. á ísafirði og á vegum mæðrastyrksnefndar í Reykjavík samhliða heimilisstörfum. Eftir að Auður Auðuns varð bæjarfulltrúi varð hún fyrst var- amaður í bæjarráði en aðalmaður frá 1952 og þar til 1970. I fræðsluráði Reykjavíkur sat Auður frá 1947 til 1970 og lengst af sem formaður ráðsins. Á þess- um árum'var mest fjölgun nem- enda í skólum borgarinnar og flest nýmæli tekin upp í skólastarfi. Skipti því miklu máli að njóta festu Auðar Auðuns sem for- manns fræðsluráðs. Ég man, þegar ég var fyrst kosinn bæjarfulltrúi 1954, að Auð- ur Auðuns þótti sjálfkjörin forseti bæjarstjórnar, fyrsta og eina kon- an, sem það embætti hefur skipað. Auður Auðuns gegndi starfi for- seta borgarstjórnar með þeim hætti að andstæðingar jafnt sem samherjar báru óskorað traust til sanngirni hennar, stjórnsemi og dómgreindar. Forseti borgarstjórnar hefur til skamms tíma verið ásamt borgar- stjóra fulltrúi höfuðborgarinnar og borgarbúa erlendis sem innan- lands t.d. við gestamóttöku. I því starfi naut reisn og glæsimennska Auðar Auðuns sín ákaflega vel, en Auði er lagið fyrirvaralaust að bregða fyrir sig jafnt alvöruorðum og gamanmál- um, ef því er að skipta, hvort tveggja af stakri smekkvísi. Við starfsfélagar forsetans í borgarstjórn vorum stoltir að eiga slikan oddvita og kynnast þeirri virðingu, er hún naut. í nóvembermánuði 1959 var Auður Auðuns borgarstjóri, eina konan sem því starfi hefur gegnt. Auður gegndi þá borgarstjóra- störfum í menntamálum, heil- brigðis- og félagsmálum, en það féll í minn hiut að vera borgar- stjóri fjármála- og verklegra framkvæmda. Ymsir spáðu ekki vel fyrir slíku samstarfi, en það er skemmst frá að segja, að frá mínu sjónarmiði féll ekki skuggi á samstarf okkar Auðar það ár, sem þessi starfs- skipting hélzt. Ég geri mér grein fyrir, að það var Auði Auðuns að þakka. Siðan störfuðum við Auður áfram saman, um áratugaskeið, hún sem forseti borgarstjórnar og ég sem borgarstjóri. Ég fæ seint fullþakkað samstarfið, þann stuðning og styrk, sem forseti borgarstjórnar veitti mér þá sem borgarstjóra. Það fór ekki fram- hjá okkur reykvísku borgarfull- trúunum, að í nágrannalöndum okkar sumum var samkomulag borgarstjóra og forseta borgar- stjórnar misgott en því var ekki til að dreifa hér sem betur fór. ---X----- Auður Auðuns gaf ekki kost á sér til endurkjörs í borgarstjórn 1970. En varaþingmaður hafði hún einnig verið 1947 og 1948, og síðan kosin þingmaður Reykvíkinga 1959 og allt til 1974 er hún hvarf frá þingmennsku að eigin ósk. Þegar Jóhann Hafstein myndaði ríkisstjórn sína 1970 varð Auður Auðuns dómsmálaráðherra, fyrsta og eina íslenzka konan, sem gegnt hefur ráðherrastörfum. Hlutur Auðar Auðuns sem þing- manns og ráðherra var ekki síðri, en á vettvangi borgarmála. Hvergi lét hún hlut sinn eftir liggja og beitti sér fyrir margvíslegum þjóðþrifa- og mannúðarmálum. Allir, sem vinna með Auði Auðuns, kynnast fljótt festu, kjarki og glöggskyggní hennar, sem byggð er á víðtækari þekk- ingu á mönnum og málefnum. Auður Auðuns er hreinskilin og hreinskiptin og vísar allri tvö- feldni og tvínóni á bug með einarðri háttvísi. ----X---- Stjórnmálasagan mun skipa Auði Auðuns veglegan sess meðal íslenzkra forystumanna. En auk þess verður ekki framhjá því gengið, að Auður Auðuns hefur tvímælalaust sérstöðu í íslenzkri stjórnmálasögu, vegna þess hve oft hún verður til þess að marka nýja áfanga í stjórnmálaþátttöku kvenna og með hvíiíkum sóma henni tekst það. Fyrsti lögfræð- ingurinn, fyrsti forseti borgar- stjórnar, fyrsti borgarstjórinn og fyrsti ráðherrann úr hópi ís- lenzkra kvenna. Fordæmi Auðar hefur aukið konum kjark og mönnum aimennt skiining á nauðsyn þess að nýta þá hæfileika, sem í landsins börnum búa, konum jafnt sem körium. Svipur Sjálfstæðisflokksins hefði verið annar og minni, ef Auður Auðuns hefði ekki verið meðal þeirra, sem voru í fylk- ingarbrjósti. Fyrir atbeina hennar og skynsemi flokksmanna má með sanni halda fram þeirri staðreynd, að svo stóð lengi vel, að Sjálfstæð- isflokkurinn var sá stjórnmála- flokkur á íslandi, sem sýndi kon- um mest traust til pólitískra trúnaðarstarfa. Þessi afstaða Sjálfstæðisflokksins var og rökrétt, og halda verður hana í heiðri þar sem grundvöllur sjálfstæðisstefnunnar, einstakl- ingsfrelsið, er jafnrétti í reynd. ----X---- Það er undravert hve mikið starf liggur eftir Auði Auðuns á opinberum vettvangi, þótt ekki sé einnig höfð i huga heimilis og húsmóðurstörf hennar. Auður Auðuns var gift Her- manni Jónssyni, fulltrúa tollstjóra og hæstaréttarlögmanni, er lézt 1969. Börn þeirra eru: Jón, kvik- myndagerðarmaður, Einar, skipa- verkfræðingur, Margrét, forn- leifafræðingur, og Árni, kennari. Á þessum hátíðisdegi í lífi Auðar Auðuns veit ég að ham- ingjuóskir streyma til hennar og fjölskyldu hennar. Margir eiga henni gott upp að unna og þakk- arskuld að gjalda. I nafni sjálfstæðismanna vil ég sérstakiega þakka Auði Auðuns fyrir fórnfús forystustörf í þágu sameiginlegra hugsjóna og per- sónulega þakka ég lærdómsríkt samstarf, hollráð og vináttu um leið og ég óska Auði Auðuns allra heilla í framtíðinni og vona að við megum njóta starfskrafta hennar sem lengst. Geir Ilallgrimsson í tilefni af sjötíu ára afmæli Auðar Auðuns sendir Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, henni árnaðaróskir og þakkar frábært samstarf í áratugi. Auður var formaður Hvatar 1967—1968, hún hefur gegnt margvíslegum trúnaðarstörfum fyrir félagið og er enn virk í félagsstarfinu. Hún á að baki langa starfsævi á vettvangi lands- mála og félagsmála, reynsluforði hennar er mikill og til hennar má jafnan leita um hollráð. Slíkur bakhjarl er ómetanlegur í félags- lífi. í kjölfar skipulagsbreytinga Sjálfstæðisflokksins, laust eftir miðjan fjórða áratuginn, hófu konur í röðum sjálfstæðismanna að mynda með sér samtök. Fram- sæknar konur urðu fyrstar til og stofnuðu Hvöt 19. febrúar 1937 og á næstu tveimur árum voru stofnsett átta önnur félög sjálf- stæðiskvenna viðsvegar um land- ið. Nú mynda þessi félög og mörg önnur, er síðar hafa komið til skjalanna, landssamtök. Lög Hvatar hafa jafnan tekið mið af skipulagsreglum Sjálfstæð- isflokksins og félagið starfað und- ir merkjum hans. Stjórnir setja siðan starfsreglur og voru þær fyrstu lítið breyttar í þrjá áratugi. Þegar Auður varð formaður, var það hennar fyrsta verk að endur- skoða félagslög Hvatar og standa fyrir breytingum, sem tryggðu markvissa endurnýjun fólks í for- ystu félagsins. Þannig taldi hún félagið betur uppfylla það mark- mið að vera vettvangur fyrir konur í flokks- og félagsstarfi og jafnframt stuðla að framgangi kvenna á vettvangi þjóðmála. Þessara breytinga sér á margan hátt stað í félagsstarfinu, fjöldi nýrra kvenna hefur komið til starfa, með nýjar hugmyndir og starfsaðferðir og félagið í heild orðið með nútímasniði. Sjálf er Auður brautryðjandi — og öðrum konum lýsandi fordæmi — á sviði menntunar og í stjórn- málastarfi. Þegar hún tók stúd- entspróf 1929, var sá hópur kvenna ekki stór, er þann flokk fyllti. En er Auður lauk embætt- isprófi í lögum frá Háskóla ís- lands 1935, var hún fyrst kvenna er það gerði. Auður á að baki aldarfjórðungs setu í borgarstjórn Reykjavíkur, þar af forseti borgarstjórnar í fimmtán ár. Hún sat óslitið á Alþingi sem þingmaður Reykvík- inga í sextán ár, hún var fyrst kvenna hér á landi til að gegna starfi borgarstjóra og embætti ráðherra. Hér hefur verið getið um þau atriði, sem mynda augljósa tinda á starfsævi Auðar og sem munu skipa henni sess í sögunni sem brautryðjanda og forystumanni. En ævinlega er örðugt, að sjá fyrir, hvar þau spor markast er mestu varða, þegar fram líða stundir. Saga baráttumannsins Auðar Auðuns fyrir réttindum kvenna til jafns við karla á öllum sviðum þjóðlífsins er lítil skil í ,þessu samhengi. Tveggja áratuga starf sem lögfræðingur Mæðrastyrks- nefndar, starf um árabil hjá Kvenréttindafélagi íslands, starf að bættri sifjalöggjöf, almanna- tryggingalögum, framfærslulög- gjöf og ótal margt annað, er til samans hefur þokað fram jafnt og þétt bættri stöðu fólks, verður ekki síður þungt á metunum. En að hverju sem Auður Auð- uns hefur gefið sig og á hvaða vettvangi sem er, hefur farið heilsteyptur sjálfstæðismaður, kurteis kona og einbeitt, með fágaðan lífsstíl, sem lyfti hverju máli er hún gaf sig að. Samtök sjálfstæðiskvenna vilja fyrir sitt leyti staðfesta viðhorf sín til starfa Auðar Auðuns með því að efna til bókaútgáfu henni til heiðurs, og er sú bók væntanleg í sumarbyrjun. Björg Einarsdóttir form Hvatar. Frú Auður Auðuns fyrrverandi ráðherra er 70 ára í dag. Þær eru áreiðanlega ófár sjálfstæðiskon- urnar víðsvegar um landið, sem hugsa hlýtt til Auðar í dag á þessum tímamótum í lífi hennar. Það eru eflaust ekki margir Is- lendingar sem ekki þekkja nafnið Auður Auðuns og það ekki að ástæðulausu. Auður braut ung af sér fjötra hinna hefðbundnu kvennastarfa og hélt ótrauð inn á námsbraut, sem áður hafði verið eingöngu skipuð karlmönnum. Hún lauk sinu námi með glæsi- brag í lögfræði og lét ekki þar við sitja. Það voru fleiri vegir sem þessa dugmiklu konu fýsti að kanna, vegir sem fáar kynsystur hennar höfðu áður fetað. Hún virðist hafa hugsað réttilega að stjórnmál eru ekki einangrað fyrirbæri heldur þáttur í hinu daglega lífi, lífsbarátta okkar allra. Inn í slíka baráttu hlutu konur að eiga erindi ekki síður en karlar. Auður náði langt á sviði stjórnmálanna og hefur löngum verið annáluð af þeim sem með henni hafa unnið, fyrir dugnað, festu og ósérhlifni í þeim málum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur. Það kom líka á daginn að flokkur hennar, Sjálfstæðisflokk- urinn, treysti henni fyrir viða- miklum verkefnum og ábyrgðar- stöðum. Hún er fyrsta og eina konan hingað til sem gegnt hefur embætti borgarstjóra í Reykjavík og ráðherraembætti. Það hefur stundum verið haft á orði að málflutningur kvenframbjóðenda fyrir kosningar sé of einhliða. Þeim hætti til að karpa um stöðu konunnar í þjóðfélaginu en láti sig litlu skipta þjóðfélagsmál al- mennt. Þessi fullyrðing á ekki við um Auði Auðuns, hún hefur alla tíð farið hér bil beggja, látið sig varða öll þjóðfélagsmál og tekið á hverju máli af festu, glöggsýni og stillingu. En hún hefur heldur ekki gleymt að leggja hönd á plóginn í baráttu kvenna fyrir auknum jafnréttindum. í fjölda ára starfaði Auður með Kvenrétt- indafélagi íslands og lætur enn í dag ekki sitt eftir liggja. Auður hefur frá fyrstu dögum Landssambands Sjálfstæðis- kvenna verið þar í fararbroddi og átti sæti í stjórn sambandsins frá stofnun þess 1958 og sem formað- ur frá 1973-1975. Landssamband Sjálfstæðis- kvenna sendir Auði Auðuns hug- heilar árnaðaróskir á þessu merkisafmæli og lætur fylgja með þá ósk að við megum enn um ókomin ár njóta nærveru hennar og heilræða. F.h. Landssambands Sjálf- stæðiskvenna, Margrét S. Einarsdóttir, formaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.