Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
15
Skarðsbók
Islenskt lögbókarhandrit frá 14. öld
En um haustið 1979 kom Sverrir
Kristinsson, framkvæmdastjóri
Bókmenntafélagsins, að máli við
mig og bauð fram fjárhagslegan
stuðning til að ljósprenta handrit
í eðlilegum litum. Okkur var
Sverrir að góðu kunnur og tilboð
hans virtist vera mjög álitlegt.
Eftir nokkrar viðræður varð
niðurstaða sú að við Arnamenn
gerðum formlegan samning við
Sverri um litprentun Skarðsbókar,
og síðan hugsanlega fleiri hand-
rita. Sett var á fót fimm manna
útgáfustjórn, þar sem Árnastofn-
un á þrjá fulltrúa, en Sverrir
Kristinsson eða útgáfufyrirtæki
hans tvo, og síðan er forstöðumað-
ur Árnastofnunar aðalritstjóri
verksins. Af hálfu Sverris sitja í
útgáfustjórn dr. Kristján Eldjárn,
fyrrverandi forseti íslands, og
Sigurður Líndal, prófessor og for-
seti Bókmenntafélagsins, en af
hálfu Árnastofnunar handrita-
fræðingarnir Jón Samsonarson
magister, dr. Ólafur Halldórsson
og Stefán Karlsson magister.
Daglega umsjón með undirbúningi
og framkvæmd útgáfunnar hefur
styrkþegi Árnastofnunar, Guðni
Kolbeinsson.
Fullyrða má að útgáfusamning-
urinn sé mjög hagstæður fyrir
Árnastofnun. Hún hefur meiri-
hlutavald varðandi alla tilhögun
útgáfunnar — en raunar hefur
aldrei reynt á beitingu þess valds,
því að útgáfustjórnin vinnur sam-
an af fullkominni eindrægni.
Sverrir Kristinsson stendur
straum af öllum kostnaði við
verkið, og auk þess hefur hann
sjálfur unnið af frábærum dugn-
aði að öllum undirbúningi þess:
Hann hefur samið við verktaka,
séð um alla efnisöflun og verið á
látlausum þönum milli vinnustaða
eftir þörfum."
Ef þessari útgáfu Skarðsbókar
verður vel tekið mun ágóði renna
beint til litprentunar annarra
fornhandrita, fagurra ,og merkra.
Ritröðin ber heildarheitið „íslensk
miðaldahandrit — Manuscripta
Islandica Medii Aevi“, eins og
segir í upphafi, og verður Skarðs-
bók fyrsta bindið.
Þau handrit sem þegar hefur
verið ákveðið að prenta næst á
eftir Skarðsbók, eru eftirtalin:
(2) Nikulássaga, skinnbók nr.
16 4to í Konungsbókhlöðu í Stokk-
hólmi. Saga þessi er eftir Berg
Sokkason ábóta á Munkaþverá í
Eyjafirði sem uppi var á fyrri
hluta 14. aldar. Handritið er
skrifað um 1400 og er skreytt
forkunnarfögrum myndum.
(3) Skarðsbók postulasagna.
Þetta handrit, sem skrifað er um
eða laust eftir miðja 14. öld, var að
hálfu eign kirkjunnar á Skarði, en
hvarf þaðan með ókunnum hætti í
byrjun 19. aldar. Löngu síðar kom
bókin fram á Englandi, og keyptu
íslensku bankarnir hana á upp-
boði í Lundúnum 1965. Bókin er
snoturlega skrifuð og prýdd lát-
lausum, fögrum myndum.
(4) Konungsbók Eddukvæða.
Eddukvæðin eru flest aðeins varð-
veitt í þessari bók sem skrifuð er
af ókunnum hagleiksmanni á síð-
ari hluta 13. aldar.
(5) Flateyjarbók, stærsta ís-
lenskt handrit sem varðveist hef-
ur, alls 225 blöð og stærð þeirra
42,5x29 sm. Efnið er einkum kveð-
skapur og sögur um Noregskon-
unga. Flateyjarbók var skrifuð
seint á 14. öld fyrir norðlenskan
höfðingja, Jón Hákonarson í Víði-
dalstungu. Ritarar voru tveir
prestar, Jón Þórðarson og Magnús
Þórhallsson, og hefur Magnús
einnig „lýst“ bókina, þ.e. skreytt
hana með fögrum upphafsstöfum
og myndum. Nafn sitt dregur
bókin af því að hún var um
tveggja alda skeið í eigu bænda í
Flatey á Breiðafirði.
Með þessari útgáfu Skarðsbókar
rætist gamall draumur norrænu-
fræðinga og handritafræðinga,
sem og annarra er unna fornum
fræðum íslenskum. Eins og komið
hefur fram standa vonir til að
fyrstu eintök Skarðsbókar verði
fullbúin 21sta apríl nk. en þá eru
liðin 10 ár frá heimkomu fyrstu
handritanna úr vörslu Dana.
Þangað til mun Skarðsbók seljast
áskrifendum á krónur 4.693, eftir
þann tíma á 5.634 krónur, en
félagsmönnum Hins íslenska bók-
menntafélags mun áfram gefast
kostur á áskriftarverðinu. Upplag
Skarðsbókar getur orðið 1000 ein-
tök.
- J.F.Á.
Lýsingar Skarðsbókar
Elstu handrit íslensk sem varðveist
hafa, frá 12. og 13. öld, eru með fáum
undantekningum lítið skreytt, en þess
ber að gæta að frá þeim tíma höfum
vér aðeins ófullkomna mynd af hand-
ritaeign þjóðarinnar þar eð svo mikið
hefur farið forgörðum. En þegar hinn
gotneski stíll berst hingað undir lok 13.
aldar hefst blómatími íslenskra hand-
rita, enda er upp þaðan miklu meira
varðveitt af heillegum bókum. Flestar
hinar fegurstu skinnbækur vorar eru
frá 13. öld, en frábærar skreytingar
hafa einnig varðveist frá 15. og 16. öld.
Og íslendingar kunnu enn að skrifa og
skreyta handrit fagurlega allt fram á
þessa öld, þótt pappír væri
þá fyrir löngu kominn í stað
bókfellsins.
Um íslenskar handritalýs-
ingar segir sænski fræði-
maðurinn dr. Rune Norberg
í Kulturhistorisk Leksikon
for nordisk middelalder
(undir Illuminering). v\ hin-
um gotneska stíl skapast á Islandi
bókmálverk sem að ríkdómi og sér-
stæðum stíl bera af því er þekkist
annars staðar á Norðurlöndum. Upp-
runans er líklega að leita í norskum og
enskum bókskreytingum, en á íslandi
gerðist það sem merkilegt má kalla, að
allar miðaldir og langt fram á síðari
tíma hélst sá grundvöllur sem á var
byggt fyrir öndverðu. Menn héldu fast
við forn stílbrögð og litasamstæður, og
oft sjást rómanskir drættir við hlið
hinna gotnesku, en árangurinn verður
samt sem áður ferskur og nýstárlegur."
Um Skarðsbók Jónsbókar segir Hall-
dór Hermannsson meðal annars í bók
sinni Icelandic Illuminated Manu-
scripts (bls. 25): „Fegurst allra skinn-
bóka, og jafnframt frumlegust að gerði,
er AM 350 fol., hin svonefnda Skarðs-
bók. í henni er full tylft smámynda og
að auki fjölmargir stórir og smáir
upphafsstafir breytilega skreyttir og
litaðir. I skreytingum þessum kemur
fram sérstakt dálæti listamannsins á
mannsandlitum sem hann notar til að
fylla auða fleti í stöfunum. Hinar
rómönsku skreytingar eru einkar fín-
legar og haglega dregnar, og listamað-
urinn blæs nýju lífi í gömul mynstur
með nýju og fjölbreyttu laufskrúði og
klukkublómum ... Og þá eru dýrin ekki
síður snillilega mynduð, hvort sem um
er að ræða raunveruleg dýr eða ein-
hverjar furðuskepnur. Undir myndun-
um er grunnur í breytilegum litum,
mynstraður af smáum ferningum með
depli í miðju ... Mennirnir á myndun-
um eru ólíkir því sem ella sést í
íslenskum handritum, að undanteknum
þeim sem virðast vera stælingar eftir
Skarðsbók. Þeir eru framandlegir að
útliti, oftast grannvaxnir með mjóa
útlimi, og býsna oft kasta þeir aftur
höfðinu. Búningarnir sýna, að minnsta
kosti á mörgum myndanna, tísku sam-
tímans."
Og Jón Helgason prófessor segir í
Handritaspjalli sínu (bls. 70): „Það er
eitt bríarí þess manns er upphafsstaf-
ina dró, og raunar fleiri skrifara, að
þar sem stafir hafa lögun til þess, eru
oft teiknuð í þá mannsandlit, og má þar
ímynda sér að maður horfist í augu við
marga vora landa sem uppi voru fyrir
600 árum. Þess er enn að geta um
Skarðsbók, sem fátítt er, að hún segir
sjálf til um aldur sinn; aftarlega í
henni er yfirlit um heimsaldra og sagt
að 1363 ár séu liðin af þeim aldri sem
hófst með burði Krists.“
í Skarðsbók eru 157 blöð. í bókinni
eru 430 lýstir upphafsstafir, þar af 15
með meiri háttar myndskreytingu.