Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS Jóel Jóelsson stendur hér hjá rústum gróðurhússins. Ljósm. Mbl. Ól.K.M 200 fermetra gróður- hús gjöreyðilagðist „HÚSID laxóist á hliðina og brotnaði siðan niður. Það er gjörónýtt ok eitthvað brotnaði af glerjum i öðrum húsum vegna fjúks á glerbrotum, en það er hægt að la«a“ saj{ði Jóel Jóelsson garðyrkjubóndi í Mos- fellssveit í gær, en 200 fermetra líróðurhús gjöreyðilagðist hjá honum i óveðrinu i fyrrakvöld. í húsinu voru sex þúsund páskaliljur og sagði Jóel, að þær lægju undir rústunum og ásamt 6 þús. páskaliljum væru allar ónýtar. Við spurður Jóel, hvort hann gæti nefnt tölur um það fjár- hagslega tjón, sem hann hefði orðið fyrir. „Þetta er mikið tjón. Það myndi kosta um það bil 10 millj. gkr. að byggja nýtt hús, en þetta var reyndar gamalt. Gróð- urhús fást hvergi tryggð og eru því ekki bætt. Eg ætla ekki að reyna að byggja nýtt í staðinn fyrir það ónýta." Jóel sagði í lokin, að sér fyndist athugunar- efni, hvort Viðlagatrygging, sem fólki bæri skylda til að greiða í árlega, ætti ekki að koma til móts við fólk sem yrði fyrir fjárhagslegu tjóni vegna slíkra náttúruhamfara sem þessara. Kjósarsýsla: „Eitthvað mun líka hafa fokið af sumarbústöðum“ Kiðafelli Kjos. 17. febrúar. TJÓN varð á flestum bæjum í Kjós í óveðrinu sem geisaði á mánudags- kvöldið og aðfararnótt þriðjudags- ins. Járn fuku af húsum, m.a. á Tindastöðum. Morastöðum, Eyjum og á Hálsi. Eitthvað mun líka hafa flokið af sumarbústöðum. Á Botnsá fauk nýbyggt brúargólf, sem var um 70 m. hærra en gamla brúin, og ók fólksbifreið framaf og lenti i Botnsá. Þótt ótrúlegt kunni að virðast slasaðist ökumaður ekki alvarlega. Hér hjá mér á Kiðafelli fór ein hliðin af risinu á hlöðunni og stofuglugginn hreinlega sprakk inní stofu til mín með miklum hávaða. Það gerðist rétt eftir að rafmagnið fór í gærkveldi. Rafmagnslaust hef- ur verið hér í sveitinni síðan og verður áfram, því á Kleifunum hér skammt frá eru farnir 5 staurar á Kjósarlínunni. Staurar munu hafa farið víðar um Kjós. Þetta er langversta veður sem hér hefur komið í manna minnum, oft hefur það nú verið slæmt, en aldrei eins og í fyrrakvöld og gærnótt. — Hjalti. Akranes: Mikið tjón á hafnargarðinum Akranesi 17. febrúar. ÞESSI stórskaðastormsveipur. sem gekk yfir landið i gærkvöldi og nótt, er vissulega sá harðasti, sem farið hefur hér yfir Akranes. Hann olli miklu tjóni á mannvirkjum, en slasaði þó engan að öðru leyti en þvi að kona fauk og féll og meiddist litilsháttar. Þakskifur fuku af mörgum húsum og hurfu af sumum með öllu. Gróðurhús og skjólgarðar skemmdust mikið og rúður brotnuðu. Mest tjónið varð þó á grjótgarði utanvert við aðalhafnargarðinn sem hefur verið hlaðinn til skjóls fyrir sjógangi á undanförnum árum. Yzti hluti hans hvarf í hafið og flattist út í sandinn með öllu og er það talið tugmilljóna tjón. Skip, sem voru í höfninni urðu þó ekki fyrir neinum skakkaföllum. Stór olíutankur við Sementsverksmiðjuna beyglaðist og lagðist inn í einni vindhviðunni. Bíl var ekið ofan í Botnsá við brúna, en pallur hennar, gólfið, hafði fokið af rétt áður. Hér á Akranesi var rafmagns- laust öðru hvoru í gærkvöldi, en Andakílsárstöðin reyndist þó furðu traust og óaðfinnanlegur orkugjafi í þessu mikla veðri. Björgunarsveitir og lögreglan voru á ferðinni til ðryggis og aðstoðar fram eftir nóttu. Þakplata úr áli lenti hér á blettinum hjá undirrituðum í einni af verstu vindhviðunni um miðnætt- ið. Gæti hún hafa komið alla leið frá Reykjavík, þvtekki er vitað um álklæðningu á húsum úr jæirri átt, sem hún kom fljúgandi. — Júlíus. Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi, sagði í samtali við Mbl. í gær, að tjónið hefði orðið á hafnar- garðinum þegar lágt var í sjó. Menn hefðu grun um að ástæður þess að garðurinn gaf sig nú fremst væru óveðrið, sem gerði í desember. Þá rofnaði stórt skarð í garðinn og líklegt væri að þá hefði einnig orðið bilun fremst á garðinum. Það væri 40—50 metra kafli, sem hefði farið nú, en þetta hefði verið rammgerð- asti hluti garðsins og björgin allt að 15 tonn á þyngd. Hann sagði að menn frá Vita- og hafnamálastofn- un væru væntaníegir til að líta á garðinn og leggja á ráðin um viðgerð. Engar varabirgðir eru til af grjóti og því gæti viðgerð dregist fram á sumar. Borgarfjörður: Gífurlegt tjón í öllum hreppum BorK«rflrfll. 17. fFbrúiir. IIÉR f Borgarfirði varð gífurlegt tjón í óveðrinu og á það jafnt við um alla hreppa Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu. Það er sama hvar ég hef keyrt i gegnum í dag, alls staðar hafa þakplötur og húshlutar tekizt á loft i óveðrinu og á flestum bæjum hafa menn haft i nógu að snúast i dag við að dytta að þvi, sem gekk úr lagi i vcðrinu. í gróðurhúsahverfinu að Klepp- járnsreykjum í Reykholtsdal varð mikið tjón og 2 gróðurhús lögðust nánast saman er A-endi gekk inn. Öll gróðurhús í hverfinu eru meira og minna skemmd og þá um leið plöntur í uppeldi í húsunum. Eig- endur húsanna, sem skemmdust mest eru þeir feðgar Bernharð Jóhannesson og Jóhannes Jónsson. Bernharð sagði mér í dag, að í hans húsum hefðu 2 þúsund af -5 þúsund tómatplöntum eyðilagst, en það þýðir að hann sendir 8—10 tonnum minna af tómötum á markað á bezta sölutímanum í maí og júní í sumar heldur en hann hafði ráðgert. Ef litið er á eina einstaka sveit þá hefur Bæjarsveitin orðið harðast úti. Á Fossatúni varð gífurlegt tjón, hlaða fauk alveg niður að jörðu og veggir liggja flatir og af hlöðunni við hliðina fauk allt járn þannig að berar sþerrurnar standa eftir. Helmingur járns á fjósi fauk í veðrinu, hluti af fjárhúsþaki, hluti af geymslu, 4 rúður brotnuðu í íbúðarhúsi og þar fukp plötur af þaki og hluti álklæðningar á íbúðar- húsinu. Sem dæmi um veðurhaminn þá sjást för á álklæðningunni eins og eftir skot úr haglabyssu, en skæðadrífu af smásteinum rigndi yfir klæðninguna. í bæjarsveitinni má telja upp bæjarröðina, alls staðar varð eitthvað tjón og víða mjög mikið. Hjá Hesti brotnuðu 4 rafmagns- staurar auk staurasamstæðu hjá Vatnshömrum, sem kurlaðist í sundur. Þá veit ég um fjóra síma- staura, sem brotnuðu í Lundareykj- ardal, en þó varð heldur minna tjón þar en víða annarsstaðar. Ef litið er á tjón í öðrum sveitum Borgarfjarðar þá eru útihús að Vatnsenda í Skorradal mikið skemmd. Hlaða lagðist saman þar og opnaðist inn í fjárhús, þar sem féð var nýrúið og nýbaðað. Að Þverholti í Álftaneshreppi fór þak af húsum. í Munaðarnesi fór þakhluti af íbúðarhúsi Þórðar Kristjánssonar, umsjónarmanns með orlofshúsunum. Suðurhluti þaksins sviptist af þannig að í dag hefur snjóað inn hjá honum. Að Kvíum í Þverárhlíð urðu verulegar skemmdir og að Norð- tungu fór ný hlaða mjög illa. Að Síðumúla í Hvítársíðu fauk hluti af þaki og sömuleiðis á húsi einu í Reykholti. Að Hvanneyri fauk bíll og þegar ég kom út í morgun sá ég rafmagnsstaur í ljósum logum, en 2 staurar brunnu í látunum. Þá brotn- uðu rúður í heimavist bændaskólans og hluti af þaki nautastöðvar Bún- aðarfélags íslands fauk í veðrinu. Að Skejlabrekku í Andakíl fór þak í heilu lagi af fjósi og kurlaðist það niður túnið eins og það hefði lent í hakkavél. í Borgarnesi varð ekki mikið tjón, þó er ljóst að þar urðu skemmdir á íbúðarhúsum og helmingur þaks leikskólans fauk. Skemmdir urðu á Borgarpakkhúsinu og sendiferðabíll tókst á loft og lenti á öskubíl staðarins. Rafmagnslaust hefur verið að miklu leyti í öllu héraðinu síðan í gærkvöldi og því um leið hitaveitu- laust á Hvanneyri og í Borgarnesi, en mörg hús á þessum stöðum hafa verið tengd við Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. — Ófeigur. Ólafsvík: Öll vinna lá niðri í gærdag Ólaísvfk 17. fi'bruar STERKVIÐRI var hér mikið. en þe> hefur það gerst áður og jafnvei meira en var nú. Skemmdir urðu samt nokkrar og helst þær, að skreiðarskemma með nokkru af skreið lagðist saman. Skemman sjálf er ónýt talin og skreiðin illa farin, en skemman lagðist saman undan veðrinu. Raf- magnslaust var í alla nótt, en í morgun var rafmagn í 2 til 3 tíma, en síðan aftur straumlaust. Er ekki vitað hvenær rafmagn kemst á að nýju, en nú er það skammtað og fá þorpin á Snæfellsnesi rafmagn nokkra tíma í senn. Bátar voru flestir komnir inn um klukkan 10 í gærkvöld og voru engir erfiðleikar á ferðinni hjá þeim. Vinna lá her alveg niðri í dag vegna rafmagnsleysis þar sem atvinnufyr- irtækin fengu ekki rafmagn. - Helgi. Grundarfjörður: Allt fór á tjá og tundur að Naustum Grundarfirði, 17. febrúar. MIKLAR skemmdir urðu á íbúðar- húsinu á Naustum I Eyrarsveit þegar gluggar mót suðri brotnuðu en þar er stofan. Veðurofsinn var slíkur. að hurðarhúnaður gaf sig og allt fór á tjá og tundur i íbúðarhúsinu. Bóndinn á Naustum. Páll Torfason, var staddur í Grundarfirði þegar ósköpin gengu yfir og var kona hans heima með börnin. Hlaðan á bænum fór svo að segja 1 heilu lagi og er tjón Páls tilfinnanlegt. Hér í þorpinu urðu verulegar skemmdir enda varð veður mjög hvasst. Rúður brotnuðu í húsum, járnplötur fuku af húsum og fóru vinnuflokkar um þorpið í dag til að vinna að viðgerðum. Þá gjöreyði- lagðist nýlegur bíll. Hann kastaðist yfir á lóð næsta húss og er. Fleiri bílar fuku hér í Grundarfirði en skemmdir urðu ekki miklar. Allt rafmagn fór af þorpinu klukkan 17.30 í gær og kom rafmagn ekki fyrr en undir klukkan átta í kvöld. — Emil. Stykkishólmur: Skemmdir á um 20 húsum Stykkishólmi 17. frbrúar. VEÐRIÐ hér tók að versna mjög kvöldmatarleytið, en það var ekki fyrr en siðar að menn áttuðu sig á veðurhæðinni og var kallað á hjálparsveitir um miðnættið. Um það bil 20 hús hafa skemmst af völdum veðursins meira eða minna og má segja mestar skemmdir á fiskgeymsluhúsi sem nánast splundraðist. Milli 30 og 40 menn unnu við ýmiss konar aðstoð og lagfæringar, trésmiðir, björgunarsveitir og slökkviliðið og náðu þeir að forða miklum skemmdum. Rafmagn fór af um kl. 19 í gærkvöld. Var þá sett í gang dísilrafstöð, sem ekki hefur verið notuð lengi, en hún annar ekki öðru en nauðsynlegri þjónustu. Hafa því sumir ekki haft rafmagn frá því í gærkvöldi og eru hús nú að kólna upp. Fáir bílar hafa skemmst og má það undarlegt heita þar sem nokkur umferð var. Frá sveitunum í kring berast þær fregnir, að þök hafi fokið af útihúsum. — Fréttaritari. Hellissandur Hellisíiandi, 17. febrúar. IIANN var stinningshvass hérna á Ilellissandi. en varla mikið meira en það. Þá má segja að veðrið hafi farið framhjá okkur að þessu sinni. Hér varð ekkert tjón sem nokkru nemur i veðrinu og bátarnir, sem flestir voru i Vikurál, héldu inn til Patreksfjarðar. Það var allt í lagi hjá þeim biessuðum. — Rögnvaldur. Dalasýsla: Staðarhóls- kirkja fauk í heilu lagi KIRKJAN að Staðarhóli i Saurhæ í Dölum fauk i heilu lagi af grunni sinum í óveðrinu og skall á félags- heimilinu þar skammt frá. Kirkjan skemmdist verulega og svo fór einnig um félagsheimilið. Þá skemmdist verzlunarhús Saur- bæinga og almennt talað, þá urðu miklar skemmdir i Dalasýslu. „Það sem er þó fréttnæmt 1 þessu er, að fréttir um skaðana víðs vegar um sýsluna bárust ekki til Almanna- varnanefndarinnar á Búðardal fyrr en seinni partinn i dag,“ sagði Skjoldur Stefánsson i Búðardal i gær i samtali við Mbl. Allar samgOngur innan sýslunnar lágu að miklu leyti niðri og þá var simasamband mjog erfitt. Almannavarnanefnd undir for- ustu Péturs Þorsteinssonar sýslu- manns var kölluð út undir miðnætti þegar veðrið var að rjúka upp. Veðurofsinn náði hámarki í Dölum um miðnætti. Að minnsta kosti 20 ibúðarhús í Búðardal og nágrenni urðu fyrir tjóni. Skemmdir urðu á Grunnskólanum í Búðardal og sama gilti um Laugaskóla. Víða um sveitir í Dölum urðu skemmdir en þó mestar að Svína- koti í Miðdölum. Þar fauk þakið af nýlegum fjárhúsum og hvarf út í veður og vind. Bóndinn á bænum hafði nýlega lokið vetrarrúningi. Björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir miðnætti og í gær var unnið að viðgerðum eftir skemmd- irnar. Látrar: Ótíð frá því í miðjum desember Látrum. 17. febrúar. HÉR hefur verið allsherjar ótiðar- timabil frá miðjum desembermán- uði og er þessi kafli einn sá versti, sem ég man. Veðrið í nótt var þó ekki mjög slæmt hjá okkur. Snarp- ar hryðjur dundu þó yfir og um og eftir miðnættið var veðurhseðin kringum 11 vindstig. Ekki er vitað til að nein sérstök óhöpp eða slys hafi orðið hér i sveitinni. Hins vegar eru vegir viðast ófærir og er nú reynt að opna. í vetur hafa vegir iðulega verið lokaðir, tekist hefur kannski að opna i 1 til 2 daga, en siðan hefur allt lokast á ný i marga daga og sem fyrr segir er þetta einn versti harðindakafli, sem ég man í lengri tið. — Þórður. Patreksfjörður: Fólk flytur úr húsum vegna snjóflóðahættu Patreksfiröi. 17. febrúar. HÉR var mikill stormur í gær- kvöldi og í nótt, en enginn ofstopi. Hins vegar er hér meiri snjór núna en siðastliðin 30 ár og hefur snjónum kyngt niður síðustu daga. Utarlega i þnrpinu er 2—300 metra langur kafii, sem ekki er byggt á vegna snjóflóðahættu. Undanfarna daga hefur fólk óttast snjóflóð úr fjallinu og jafnvel flutt úr húsum sinum vegna þess. Fyrir nokkrum dögum féll snjóflóð úr fjallinu, en það var lítið og olli engum skaða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.