Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 17 Polanski og Redford nefndir til Oskarsverð- launa fyrir leikstjórn Hollywood, 17. febrúar. — AP. KVIKMYNDIRNAR „Coal Miner’s Daughter”. „The Elephant Man“, „Ordinary People“, „Raging Bull“ og „Tess“ hafa verið tilnefndar til Óskarsverðlauna i ár. Robert de Niro (Raging Bull), Robert Duvall (The Great Santini), John Hurt (The Elephant Man), Jack Lemmon (Tribute) og Peter O’Toole (The Stunt Man) voru tilnefndir til óskarsverðlauna fyrir besta aðalhlutverk karlmanns í ár. Mary Tyler Moore (Ordinary People), Ellen Burstyn (Resur- rection), Goldie Hawn (Private Benjamin), Gena Rowlands (Gloria) og Sissy Space (Coal Miner’s Daughter) voru nefndar til verðlauna fyrir besta kven- hlutverkið. Meðal þeirra sem voru til- nefndir til að hljóta óskarsverð- launin fyrir bestu leikstjórnina voru Roman Polanski (Tess) og Robert Redford (Ordinary people). Er þetta í þriðja sinn sem Polanski er tilnefndur til Óskarðsverðlauna en aðrir ieik- stjórar voru tilnefndir í fyrsta skipti, þar á meðal Redford. Er það talið einkenna tilnefninguna í ár hversu margir eru nefndir í fyrsta skipti. Jason Robards, sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir aukahlut- verk 1976 og 1977 hefur verið tilnefndur til verðlauna fyrir aukahlutverk í ár fyrir að leika auðkýfinginn Howard Huges í kvikmyndinni „Melvin og How- ard“. 1 Meðal þeirra laga sem voru tilnefnd er lag Dolly Parton úr kvikmyndinni „Nine to Five“. Þær kvikmyndir sem hlutu flestar tilnefningar eru „The Elephant Man, The Story of a Deforme Man’s Search for Dign- ity“ og „Raging Bull", alls 8 hver. Óskarðsverðlaunin verða afhent í Hollywood 30. mars nk. Noregur: Ríkisstjórnin reynir að komast að samkomulagi við samana Frá Jan Erik Lauré, fréttarLara Mbl. í Ósló, 17. febrúar DEILAN UM byggingu Alta- orkuversins í Norður-Noregi heldur áfram af fullum krafti. í dag og á morgun ræðir ríkis- stjórnin við fulltrúa samanna og reynt verður að finna lausn sem báðir aðilar geta sætt sig við. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún vilji veita sömum ýmis réttindi og stuðla að þvi að lífskjör þeirra verði bætt en segir jafnframt að ekki komi til greina að hætta við byggingu orkuvers- ins. Ekki er talið líklegt að samarnir gangi til samninga við rikisstjórnina ef ekki verður hætt við byggingaráætlunina. Sérstök samanefnd hefur starf- að á vegum ríkisstjórnarinnar en ekki orðið mikið ágengt. Stjórnin hyggst ráða bót á því með því að ráða formanninn til heilsdags- starfs. Einnig vill stjórnin að réttindi sama verði tryggð í stjórnarskrárlögum og hefur þeg- ar lýst sig reiðubúna að styðja það að samar stofni með sér nokkurs konar fulltrúaráð svipað sama- þinginu svokallaða í Finnlandi. Þá vill ríkisstjórnin einnig binda endi á hungurverkfall sam- anna 5 í Ósló. Einn þeirra hefur svelt sig í þrjár vikur og í gær var hann lagður inn á sjúkrahús, þar sem hann var orðinn mjög mátt- vana vegna vannæringar. Hann liggur á gjörgæsludeild. Samarnir hafa sagt að þeir ætli að halda hungurverkfallinu áfram þar til þeir deyja. Það eina sem geti fengið þá til að hætta sé það að ríkisstjórnin hætti við byggingu Alta-orkuversins. Páfi á Filippseyjum — Jóhannes Páll páfi 2. kom i gær til Filippseyja og var mjög vel fagnað af þarlendum. Páfi sagði i sjónvarpsræðu skömmu eftir komuna að mannréttindabrot væru aldrei réttlætanleg, jafnvel ekki við mjög óvenjulegar aðstæður. Þótti sem með þessum ummælum væri sniðið að stjórn Marcosar á Filippseyjum. sem hefur sætt harðri gagnrýni kaþólsku kirkjunnar í landinu fyrir að virða ekki mannréttindi andstæðinga sinna. Páfi verður sex daga á Filippseyjum, en heldur þaðan til Guam og Japans. Á myndinni má sjá páfa veifa til mannfjölda á götum Manila i (Simamynd-AP) Spánn: Tefst embættis- taka Sotelos? Madrid, 17. febrúar. — AP. ALLT VAR með kyrrum kjörum í Baskahéruðum Spánar í dag, en þar hafa verið viðtæk mótmæli undanfarna þrjá daga vegna dauða ungs Baska. sem lögreglan hefur verið sökuð um að hafa pyndað til bana. Fimm lögreglu- foringjar voru handteknir i dag vegna rannsóknar málsins. Um 140 meðlimir í aðskilnaðar- samtökum Baska, ETA, sem sitja í fangelsum, hafa verið í hungur- verkfalli frá því um helgina. Enginn þeirra hefur enn þurft á sérstakri læknisaðstoð að halda. Mál þetta er talið geta valdið Sotelo verðandi forsætisráðherra erfiðleikum í spánska þinginu og jafnvel tafið fyrir því, að hann hljóti staðfestingu þingsins í emb- ætti forsætisráðherra. Búist er við að Sotelo ávarpi þingið á morgun og að atkvæðagreiðsla um emb- ættistöku Sotelos fari fram á föstudag. prfiðustu vinnudeilur Ihaldsstjórnarinnar Frá Einari K. Guófinnssyni fréttaritara Mbl. í London, 17. feb. LEIÐTOGAR breskra námumanna hafa gengið á hólm við ríkisstjórn ihaldsflokksins i erfiðustu vinnudeilu sem stjórnin hefur staðið frammi fyrir. Námuverkamcnn i Suður-Wales lögðu niður vinnu i dag, allir sem einn. Búist er við að félagar þeirra i Skotlandi, Derbyshire og Kent-héraði fylgi á eftir á mánudag. Einn leiðtogi námumanna sagði í blaðaviðtali: „Eg vona að aðrir muni styðja okkur í þessu verkfalli.“ Kolanámur í Bretlandi eru þjóðnýttar og eru undir stjórn sérstakrar nefndar. Fyrir nokkru tilkynnti hún fyrirhug- aða lokun allmargra náma. Leið- togar námuverkamanna tóku þeim tíðindum strax illa. Einn hinn kunnasti þeirra, hinn rót- tæki Arthur Scardill, sagði að ef Thatcher kastaði stríðshanskan- um myndu þeir grípa hann. Lokanir á námum eru svo sem ekki nýjar af nálinni. En undan- farin ár hafa þær gengið frið- samlega fyrir sig. Á síðustu sex árum hefur námumannasam- bandið fallist á lokun 40 náma. Lokun náma er líka ofboð eðli- legur hlutur. Námur hafa ákveð- inn líftíma. Þegar ekki svarar kostnaði að nýta þær er eðlilegt að hætta vinnslu þeirra. Heims- markaðsverð á kolum og birgða- söfnun heima fyrir ræður öllu um hversu lengi borgar sig að nýta þær. Svipuð lögmál gilda auðvitað um aðra orkuvinnslu, svo sem oliuboranir. Af þessum ástæðum var ljóst fyrir þó nokkru að loka þyrfti allmörgum námum í Bretlandi. En fyrir nokkru tóku yfirmenn kolanámanna ákvörðun um að hætta starfsemi þeirra fyrr en áætlað hafði verið. Kolabirgðir hafa aldrei verið meiri Sir. Derek Ezra stjórnarfor- maður bresku kolanámanna sagði að nauðsynlegt væri að draga úr framleiðslunni þar sem eftirspurn eftir kolum hrykki ekki til að mæta framleiðslunni. Nú eru um 37 milljóna tonna kolabirgða í Bretlandi og er það algjört met. Birgðasöfnun á sama tíma og vextir eru háir veldur vandræðum. Ekkert útlit er fyrir að verð á kolum hækki og eftirspurn fer minnkandi. „Það er því ekki annað að gera en draga úr framleiðslunni," sagði Sir Derek. Kolanámuverkfall er býsna al- varlegt fyrir Breta. Orka er að verulegu leyti framleidd með kolum og því verða heimili og fyrirtæki illa úti í kolanámu- verkfalli. Óbein áhrif kolanámu- verkfallsins á efnahagslífið eru þar af leiðandi miklu meiri en hin beinu. Þrennt er það í viðbót sem gera mun brag þessa verkfalls sérstæðan. Hið fyrsta er að kolanámu- menn eru ekki samstiga nú. í Wales urðu þeir fyrstir til enda ljóst að þeir verða fyrst fyrir barðinu á lokununum. Kola- námur eru reknar þar með bullandi tapi. Samkvæmt opin- berum tölum þarf að greiða 7,8 sterlingspund (um það bil 11.800 gkr.) með hverju tonni sem þar er framleitt. I Derbyshire er hagnaður af hverju tonni sem unnið er á milli 4 og 5 sterlings- pund (6—7.500 ísl. gkr.). Annað er að vofa fortíðarinn- ar hangir yfir verkföllunum. Öllum er í fersku minni að deila Edward Heaths 1974 var upp- hafið að endalokum ríkisstjórn- ar hans. Og hið þriðja er að Joe Gorm- ley hinn hófsami leiðtogi námu- verkamanna, mun hætta fyrir aldurs sakir innan tíðar. Hat- römm kosningabarátta er nú hafin innan námumannasam- bandsins og líklegt að frammá- menn sem vilja setjast í sæti Gorleys reyni að sýna hæfni sína með kröfuhörku á hendur ríkis- stjórninni. Líta á verk- fallið sem hápólitískt David Howell orkumálaráð- herra hefur boðað til fundar með deiluaðilum á morgun en ljóst er að námumannaleiðtogarnir koma ekki í neinum sáttarhug. Vitað er að ríkisstjórnin hefur á prjónunum félagsmálapakka af margvíslegri gerð en þeim hefur Gormley hafnað með fyrirlitningu. „Ef þeir halda sig geta keypt okkur til fylgis þá fara þeir villir vegar," segir hann. Hinir róttækustu meðal námuverkamanna líta á verk- fallið sem hápólitískt. Kommún- istinn Michael McGahey, sem er leiðtogi skoskra námuverka- manna, segir að ef námumenn njóti stuðnings stáliðnaðar- manna og starfsmanna járn- brautanna geti þeir skapað þannig ástand að verkföllin árið 1974 virðist hreinn barnaleikur. McGahey og félagi hans, fyrr- nefndur Scardill, hafa líka talað um að mikilvægt væri að skapa þannig ástand að ríkisstjórnin neyddist til að segja af sér svo unnt væri að koma til valda ríkisstjórn Verkamannaflokks- ins er aðhylltist hreinræktaðan sósíalisma. Margrét Thatcher, forsætisráðherra, skoðar eina af kolanámum Bretlands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.