Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR 40. tbl. 69. árg. MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Á STRANDSTAÐ Netaflækjan í skrúfu Heimaeyjar VE 1 varð þess valdandi að báturinn hraktist stjórnlaus upp í Þykkvabæjarfjöru. Frá óveðrinu og afleiðingum þess segir í máli og myndum á blaðsiðum 2, 3,18.19. 22, 23, 24, 25 og baksiðu. Ljómnynd rax. Howell orkumálaráðherra um verkfall í brezkum kolanámum: „Óhjákvæmilegt er að loka 20 námum“ I»ndon. 17. febrúar. — AP. UM 30 þúsund brezkir námamenn af 230 þúsund lögðu niður vinnu i dag til að mótmæla áformum um að loka 20 námum i landinu, sem ekki er lengur hagkvæmt að reka. Thatcher forsætisráðherra boðaði i dag að ráðherrar hennar myndu á morgun eiga fund með leiötogum námamanna og embættismönnum kolanámufyrírtækis brezka ríkis- ins. Upphaflega átti ekki að halda þennan fund fyrr en á mánudag, en honum hefur nú verið flýtt vegna verkfallanna. Thatcher sætti í dag harðri gagnrýni þingmanna verka- mannaflokksins fyrir meðferð hennar á málinu, en hún vísaði algerlega á bug öllum hugmynd- um um að kolanámuverkfallið mundi hafa áhrif á stjórn hennar. David Howell orkumálaráðherra sagði í dag í þinginu, að óhjá- kvæmilegt væri að loka þeim námum, sem um ræddi. Yngsta náman af þeim, sem nú er ráðgert að loka, var tekin í notkun árið 1882. Það voru námamenn í Suður- Wales, sem fyrstir lögðu niður vinnu í dag, en námamenn í Kent fylgdu í kjölfarið. Starfsbræður þeirra í Derbyshire og Skotlandi hafa einnig hótað verkföllum, en allsherjaratkvæðagreiðsla verður i samtökum námamanna á fimmtudag, um hvort boða skuli yerkfall í kolanámum um land allt. Joe Gormley leiðtogi sam- bands námamanna hafði hvatt menn til að fresta verkföllum fram yfir atkvæðagreiðsluna en árangurslaust. Margir leiðtogar námamanna telja að komast megi hjá því að loka námum í Bretlandi með því að banna innflutning á kolum frá öðrum löndum. Sjá nánar á bls. 17 i Mbl. i dag. Kania í skyndiheim- sókn til A-Í>ýzkalands Varsjá, 17. febrúar. AP. KANIA, leiðtogi pólska kommún- istaflokksins. fór í dag í óvænta heimsókn til A-Þýskalands og átti fund með Erich Honecker leiðtoga a-þýzkra kommúnista. Er talið að Kania hafi viljað greina starfsbróður sinum frá áformum hinnar nýju rikisstjórn- ar i Póllandi og reyna að sann- færa hann um að pólski kommún- istaflokkurinn geti einn ráðið við þau vandamál sem við er að fást innan landamæra Póllands. Kania fór i sömu erindagjörðum til Prag fyrir tveimur dögum og ræddi þá við Gustav Husak leið- toga tékkneska kommúnista- flokksins. Seint í kvöld bárust fréttir um að stjórnin í Póllandi hefði samið við stúdenta, sem verið hafa í verkfalli, um að skrásetja megi sjálfstæð stúdentafélög. Var í kvöld búist við því að með þessu yrði endi bundinn á verkföll stúd- enta í landinu. Bændur í Rzeszow létu í kvöld í ljósi bjartsýni um að samkomulag næðist á morgun í deilu þeirra og stjórnvalda og sjö vikna verkfalli þeirra lyki þar með. Sögðust bændurnir sætta sig við alls- herjarumbætur í landbúnaði en draga til baka kröfur um sjálfstætt verkalýðsfélag og launahækkanir. Stanislaw Kania Mikið mann- fall í E1 Salvador San Salvador. Briissel. 17. fcbrúar. — AP. ÞRJÁTÍU og sjö manns biðu bana i átökum milli hersins i Ei Salvador og vinstri sinnaðra skæruliða á siðasta sólarhring. Alls hafa um 13 þúsund manns látið lífið í borgarastyrjöldinni i landinu undanfarna 14 mánuði. Ríkisstjórn Ronald Reagans í Bandaríkjunum telur að ríki í Austur-Evrópu og Kúba standi að baki skæruliðunum í E1 Salvador. I dag var tilkynnt í Brússel, að Efnahagsbandalag Evrópu hefði frestað að senda hjálpargögn og fjármuni til landsins, þar til fullyrðingar Bandaríkjastjórnar um þessi mál hafa verið kannaðar. Miklar umræður fara nú fram í Brússel milli fulltrúa Efnahags- bandalagsins og Bandaríkjanna um ástandið í E1 Salvador. Reagan kynnir ráðstafanir WashinKton. 17. febrúar. — AP. RONALD Reagan Bandaríkjafor- seti mun í kvöld kynna þjóð sinni væntanlegar efnahagsráðstafanir sínar, en eftir þeim hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim. Sjónvarpsræða forsetans hefst kl. 02 að íslenzkum tíma aðfaranótt fimmtudags. Enn blaðaverk- fall í Svíþjóð Stokkhólmi. 17. fcbrúar. — AP. NOKKUR hundruð blaða- menn í Svíþjóð héldu áfram verkfalli í dag hjá sjö af stærstu dagblöðum landsins. Verkfallið bitnaði harðast á síðdegisblöðunum. sem sam- lagt gefa út nær milljón eintök daglega við eðlilegar aðstæður. Blaðamenn höfnuðu í gær málamiðlunartillögu sátta- semjara, sem útgefendur höfðu fallist á. Sáttasemjarar höfðu í dag ekki boðað til nýrra funda og ríkisstjórnin hefur ákveðið að hafa ekki afskipti af deilunni a.m.k. ekki fyrsi stað. ^etta er í fyrsta sinn svin hlaðamenn í Svíþjóð, sem alls eru um 11 þúsund talsins, fara í verkfall.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.