Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 39 Rikharður Hrafnkelsson fór á kostum í LauKardalshoIlinni i gærkvöldi, sýndi alls kyns kúnst- ir og skoraði hvað eftir annað frábærar körfur. Hlutur hans var mikill i stórleik Valsmanna gegn nýbökuðum íslandsmeistur- um UMFN. Njarðvik fékk á baukinn íslandsmeistarar Njarðvíkur i körfuknattleik mættu ofjarli sin- um i Laugardalshöllinni í gær- kvöldi. er liðið mætti Vals- mönnum. Þó svo að leikur UMFN bæri mikinn keim af því að hann skipti ekki máli, duldist það engum. að Valsmenn léku við hvern sinn fingur og léku á köflum þann besta körfuknatt- leik sem ætla má að íslensk lið séu fær um að sýna. í sókn hittu Valsmenn, með Rikharð Hrafn- kelsson í broddi fylkingar, þegar þeim bar svo við að horfa og í vörn hirtu þeir Pétur Guð- mundsson og Brad Miley flest fráköst. í stuttu máli, þá átti Njarðvík aldrei möguieika. Loka- tölur urðu 92—74 og staðan i hálfleik var 44—30. Njarðvíkingar byrjuðu hörmu- lega, sérstaklega var snillingurinn Danny Shouse miður sín, en hann lék þarna sinn lakasta leik í vetur. Hittni hans og annarra leikmanna að Gunnari Þorvarðarsyni undan- skildum, var bókstaflega léleg. Þannig náði Valur strax 14 stiga forystu, 20—6, og hélst sú forysta til leikhlés. í síðari hálfleik dró enn í sundur og var lengst af þetta 16—20 stiga munur. Það voru Valsmenn sem léku þennan leik eins og meistarar en ekki lið UMFN. Ríkharður Hrafnkelsson fór á kostum og skoraði margar stórglæsilegar körfur og þeir Pétur Guðmunds- son og Brad Miley áttu stórleik bæði í sókn og vörn. Hefur báðum farið geysilega fram síðustu vik- urnar, ekki síst Miley. Kristján Ágústsson og Jón Steingrímsson léku einnig vel þegar þeir voru inni á og það gerðu einnig Torfi og Jóhannes. Lið UMFN var heillum horfið að þessu sinni og því auðveld bráð frísku liði Vals. Gunnar Þorvarðarson var eini leikmaður liðsins sem að lék eins og hann á að sér. Jónas stóð þó vel fyrir sínu og Arni Lárusson var góður í fyrri hálfleik. Stig Vals: Ríkharður Hrafn- kelsson 24, Pétur Guðmundsson 16, Brad Miley 15, Kristján Ágústsson 14, Jón Steingrímsson 10, Torfi Magnússon og Jóhannes Magnússon 6 stig hvor. Stig UMFN: Danny Shouse 20, Gunnar Þorvarðarson 18, Jónas Jóhannesson 8, Árni Lárusson 8, Þorsteinn Bjarnason og Guðsteinn Ingimarsson 7 hvor, Jón Viðar Matthíasson 3, Valur Ingimundar- son og Brynjar Sigmundsson 2 hvor. — gg. Þrir leikmenn skoruðu yfir 100 mörk — leikmenn FH voru í 84 mínútur utan vallar ÍSLANDSMÓTINU i handknattleik er nýlokið eins og menn vita. Það er einnig kunnara en frá þarf að segja. að Víkingur varð meistari. Áður hefur Morgunblaðið skýrt frá því hve mörg vítaköst markverðir 1. deildar gerðu sér lítið fyrir og vörðu. Þá hefur einnig verið frá því greint, að Sigurður Sveinsson hafi sett nýtt markamet, auk þess sem hann sigraði í einkunna- keppni blaðsins. Ý mislegt fleira markvert kemur í ljós ef litið er á hráar tölur í sambandi við mótið. Það er til dæmis merkilegt að athuga hve marga leikmenn hvert lið um sig hefur notað. en slikt segir oft sína sögu um gengi liða. Þá er gaman að velta því fyrir sér hvaða lið hafa sankað að sér flestum brottvisunarmínútunum og hvaða einstaklingur hafi reynst brotlegastur. Rennum nú yfir hvert lið fyrir sig og látum tölurnar tala sinu máli: Víkingur Víkingar notuðu 15 leikmenn allt mótið, en eins og kunnugt er, var mest keyrt á 8 leikmönnum á þeim bæ, aðrir komu inn á endrum og eins en voru aldrei í byrjunarliði. Víkingar voru utan vallar í alls 74 mínútur. Mjög báru af í vaskleikanum þeir Steinar Birgisson (22 mín), Þor- bergur Aðalsteinsson (16 mín) og Árni Indriðason (14 mín), en samtals voru þeir utan vallar í 52 mínútur, eða sem nemur næstum heilum leik. Auk þess fengu Þorbergur og Steinar hvor sína útilokun. Markhæstir hjá Víking voru þessir: Þorbergur AAalstrins.son 79/7 Steinar Birgisson 56 Páll Björgvinsson 54/12 Árni IndriÖason 33/15 ólafur Jónsson 23 Guömundur GuAmundsson 23 / Gunnar Baldursson var næst markhæsti leikmaður 1. deildar og einn af þremur sem fór yfir 100 mörk. Hinir voru Axel Axelsson og Sigurður Sveins- son. Þróttur Þróttarar notuðu aðeins 12 leimenn og fór ekkert lið í 1. deild niður fyrir þá tölu. Enda stóðu Þróttarar sig vonum fram- ar. Leikmenn Þróttar voru utan vallar í alls 50 mínútur. Páll ÓLafsson, landsliðsmaður, bar þar hæst með 18 mínútur, en harðjaxlinn Magnús Margeirs- son var rekinn út af í alls 16 mínútur. markhæstir hjá Þrótti voru annars þessir: Sigurður Sveinsson 135/25 Páll Óiafsson 66 Ólafur H. Jónsson 30 Jón ViAar Jónsson 21 Lárus Lárusson 20 Valur Valsmenn notuðu aðeins 13 leikmenn, einum meira en lið Þróttar. Og Valsmenn urðu einn- ig einu sæti neðar en Þróttur. Valsmenn voru utan vallar í heila klukkustund, auk þess sem að tveir leikmanna liðsins hrepptu hvor sína útilokun. Þor- björn Guðmundsson var kóngur í ríki sínu hjá Val, safnaði að sér 18 mínútum og annarri útilokun- inni. Þorbjörn Jensson var utan vallar í 14 mínútur, en það var Jón Pétur Jónsson, sem nældi einnig í útilokun. Markhæstir hjá Val voru þessir: Þorbjörn GuAmundsson 53/11 Bjarni GuAmundsson 53 Brynjar HarAarson 44/20 Steindór Gunnarsson 42 Stefán Halldórssson 39/13 FH FH-ingar notuðu alls 18 leik- menn, flesta í deildinni ásamt liði Fram og botnliði deildarinn- ar, Fylki. FH-ingar voru dugleg- ir að safna brottrekstrarmínút- um, komu í sarp þeirra heilar 84 mínútur. Eigi færri en fimm leikmenn liðsins náðu 10 mínút- um eða meira í brottrekstrum, aðalmaðurinn var Sæmundur Stefánsson með 16 mínútur, auk þess sem hann tryggði sér einu útilokunina sem féll FH í skaut. Guðmundur Árni Stefánsson var utan vallar í 12 mínútur, sem er vel af sér vikið í aðeins 5 leikjum. Þá voru þeir Gunnar Einarsson, Kristján Arason og Guðmundur Magnússon utan vallar í 10 mínútur hver. Mark- hæstir hjá FH voru eftirtaldir: Kristján Arason 86/44 Sæmundur Stefánsson 34 Geir Hallsteinsson 33 Gunnar Einarsson 29 GuAmundur Magnússon 26 ValgarA ValgarAsson 25 Haukar Haukarnir notuðu aðeins 14 leikmenn, sem er lítið miðað við hve neðarlega liðið hafnaði. Haukarnir voru einnig með prúðasta móti, voru aðeins utan vallar í 34 mínútur. Og enginn náði heilum tug mínútna. Hörð- ur Harðarson komst þó næstur því, hann náði 8 mínútum plús einni útilokun. Sigurgeir Mar- teinsson var rekinn þrívegis út af, eða í 6 mínútur. Markhæstir voru: HörAur HarAarson 68/28 Július Pálsso 40/4 ViAar Simonarson 33/12 Karl Initason 32 Árni Hermannsson 29/2 Fram Engan hafði órað fyrir í upp- hafi mótsins að lið Fram ætti eftir að vera í fallhættu í 1. deild. En sú varð raunin. Liðinu gekk afar illa í mótinu framan af og vann ekki leik. Nú er ljóst að liðið þarf að taka þátt í 3-liða keppni ásamt KR og Haukum um fallsætið. Og útilokað er að spá nokkuð um gengi liðsins í þeirri keppni svo jöfn á hún án efa eftir að verða. Alls notaði lið Fram 18 leikmenn í mótinu. Leikmenn Fram voru utan vallar í 68 mínútur alls í mótinu Axel Axelsson hlaut flestar brottvísanir, samtals 18 mínút- ur. Erlendur Davíðsson var í öðru sæti með 14 mínútur. Síðan kom Björgvin Björgvinsson með 12 mínútur. Markhæstu leikmenn Fram: Axel Axelsson 100/48 Atli Hilmarsson 45 BjörKvin Bjoncvinsson 44 Hannes Leifsson 42/2 Theodór GuAfinnsson 22 Jón Árni Kúnarsson 14 KR Lið KR byrjaði mótið mjög vel. Liðið var mjög óheppið að sigra til dæmis ekki Víking í fyrri leik liðanna. En þeim leik lyktaði með jafntefli 11—11. Mikið heppnisjafntefli hjá Vík- ingum. En er líða tók á mótið gekk KR illa. Liðið missti stór- skyttuna Alfreð Gíslason sem meiddist og gat ekki leikið með. Nú þarf KR að leika aukaleiki um fallsætið í 2. deild. Leikmenn KR fengu aðeins brottvísanir í 46 mínútur. Þrír leikmenn voru útaf í 10 mínútur í það heila í mótinu. Þeir Friðrik Þorbjörns- son, Konráð Jónsson og Jóhann- es Stefánsson. Markahæstu leikmenn KR voru. KonráA Jónsson 72/5 AlfreA Gislason 61/17 Jóhannes Stefánsson 37 Björn Pétursson 35/13 Haukur Ottesen 33/5 Haukur Geirmundsson 26 Fylkir Lið Fylkis hafði ekki erindi sem erfiði upp í 1. deild. Allt mótið út í gegn var liðið mjög slakt og náði sér aldrei á strik.- Liðið var nú mun lakara í öllum leik sínum en undanfarin ár. Alls notaði liðið 18 leikmenn allt mótið en hjá þeim liðum sem illa gengur eru jafnan notaðir marg- ir leikmenn. Besti maður liðsins í heildina var án efa markvörð- urinn Jón Gunnarsson bráðefni- legur og getur náð langt. Þá átti Gunnar Baldursson góða leiki. Þjálfari Fylkis var Stefán Gunn- arsson fyrrum Valsmaður. Fylk- ismenn voru utan vallar í 76 mínútur alls í mótinu. Þar var fremstur í flokki Andrés Magn- ússon með 18 mínútur og eina útilokun. Á hælum hans er Einar Ágústsson með 16 mínút- ur og tvívegis í mótinu var hann útilokaður. Stefán Gunnarsson var rekinn útaf í 10 mínútur samanlagt. Markahæstu leikmrnn Fylkis voru þessir: Gunnar BlOndal 104/28 Einar Ágústsson 44/2 Stefán Gunnarsson 27 örn Hafsteinsson 26 Ásmundur Kristinsson 20 KKþr. Enginn var rekinn oftar af leikvelli en Vikingurinn harð- skeytti. Steinar Birgisson, enda gaf hann aldrei þumlung eftir i vörninni. Fimleikar Fimleikafélagið Björk er eina félagið i Hafnarfirði, þar sem eru iðkaðir fimleikar. Þar eru starfandi 5 stúlkna- flokkar á aldrinum 5—17 ára og einn drengjaflokkur á aldrinum 5—11 ára. Hið árlega innanfélagsmót félagsins fimmtudaginn 19. febrúar i íþróttahúsinu við Strandgötu i Hafnarfirði kl. 19.00. FH stendur best að vígi ÞRÁTT fyrir að 1. deildar- keppninni i handknattleik karla sé lokið er enn keppt í öðrum flokkum á fullri ferð. Næsti leikur i 1. deild kvenna er á laugardag i Hafnarfirði kl. 14.00 en llaukar mæta KR. í siðasta leik i deildinni sigruðu Vals- stúlkurnar Þór frá Akur- eyri með miklum yfirburð- um, 25—5. Baráttan í deild- inni er á milii FH. sem er i efsta sæti, Vais og Fram. Og búast má við þvi að loka- spretturinn hjá liðunum verði sérlega mikið spenn- andi. Staðan i 1. deild kvenna er nú þessi: FH 10 8 1 1 196:130 17 Valur 11 7 2 2 171:131 16 Fram 9 7 0 2 167:119 14 Víkingur 10 4 3 3 134:131 11 KR 9 4 1 4 116:125 9 Akranes 10 2 2 6 107:171 6 Haukar 10 1 2 7 115:140 4 Þór, Ak. 11 1 1 9 148:207 3 Everton áfram EVERTON sigraði South- ampton i aukaleik i 5. umferð ensku bikarkeppninnar i knattspyrnu, en leikið var i Liverpool í gærkvöldi. Að sögn fréttaskeytis AP skoraði Eamon O'Keafe sigurmark Everton. sem mætir Manchest- er City i G. umferð. Þrir leikir fóru einnig fram i 1. deild. Úrslit urðu sem hér segir: Ipswich — Middlesbr. 1—0 Cr. Palace — Coventry 0—3 Man. Utd. — Tottenham 0—0 Þá sigraði Wrexham Oldham 3-1 i 2. deild. Skíðafréttir Svigmót Víkings Svigmót VikinKs i flokki unKlinica sem halda átti um slAustu holjfi var frestaA vegna veAurs. óvíst or hvenær keppni i unKlinKaflokki for þvi fram. on um næstu heljfi verAur keppt i flokki harna or fuilorAinna. MótiA verAur haldiA í SieggjubeinaskarAi ojf verAur koppt i flokki harna á iaugar- dax on I flokki fullorAinna á sunnu- da*f. Bikarmót Unglinga á Húsa- vík Um na-stu helici fcr fram á liúsavik, fyrata Rikarmót vetrarins I alpaitrcin- um i flokki uniclinira. Kcppt vcrður i stúrxviici á lauKardaK <>K sviifi á sunnudag. Ficstir bcstu kcppnismcnn landsins i flokki unKlinKa munu taka þátt i mótinu. Firmakeppni sktðaráðs Reykjavíkur Á morKun fimmtudaK. fcr fram vcrðlaunaafhcndinK firmakcppni SklðaráAa Rcykjavikur. scm haidin var i Bláfjóllum 8. fcbrúar sl. VcrA- launaafhcndinKÍn vcrAur I 1-eifshóð. Hútel LoftlciAum <>k hcfst kl. 26.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.