Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 • Björn Björnsson lætur sig ekki muna um aö renna sér á einu skiði i brekkunum á Akureyri. Ljosni. s«r. Einfættur á skíóum „ÁIIUGINN varð að báli á vetrarólympíuleikum fatl- aðra í Norejfi sl. vetur,“ sagði Björn Björnsson, ungur Akureyringur, sem við undirritaðir hittum að máli í Illíðarfjalli um helgina. Björn er einn af fáum einfættum mönnum á landinu sem stundar skíðaíþrótt- ina af miklum áhuga. „Útbúnaðurinn úr drasli“ Eg byrjaði á þessu í mars í fyrra en þá var ég nýkominn heim af vetrarólympíuleikunum í Noregi, en þangað fór ég ásamt Þresti Guðjónssyni sem er þjálfari minn. Við fórum á leikana til þess að kynna okkur skíðaíþróttir fatlaðra og útbúnað þann sem þeir nota. Þegar heim kom smíðaði ég ásamt Guðmundi Gíslasyni félaga mín- um, sem á við svipaða fötlun og ég að stríða, líkan útbúnað og má segja að hann hafi aðallega verið úr „drasli". Áður hafði Guðmund- ur þó verið á skíðum hérna en þá var hann á einu skíði og notaði skíðastafi, en í þessum nýja út- búnaði okkar settum við lítil skíði neðan á hækjur og notuðum það sem stafi, og svo erum við á einu skíði. Aðspurður sagði Björn að hann teldi að það hefði ekki verið erfiðara fyrir sig að læra á skíði heldur en þá sem eru ekki fatlaðii;. Maður er nefnilega orðinn svo vanur því að vera á hækjum, en með því kemst á visst jafnvægi í líkamanum. Maður þreytist mjög fljótt svona á einu skíði og einnig er erfitt að fara í toglyfturnar, annars þarf ég ekki að kvarta yfir aðstöðunni því mér gengur vel að nota stólalyftuna hérna í fjallinu. Ég hef fundið það að fólk er mjög jákvætt í minn garð og ef ég t.d. stoppa í miðri brekku til að hvíla mig þá kemur það iðulega fyrir að fólk stoppar og rabbar við mig. Að vísu ráku margir upp stór augu þegar ég var að byrja en það er nú bara eðlilegt. Að mínu mati eru fatlaðir alltof lítið í íþróttum. Okkur í íþróttafé- lagi fatlaðra gengur oft illa að ná til fólks sem hefur lent í slysum og fatlast og einnig annars fatlaðs fólks. Það er sennilegt að fólkið sé hrætt við nafnið á félginu og halda að íþróttafélag fatlaðra sé einhver aumingjasamtök, en það er öðru nær. Ég held að aðalmálið fyrir fatlað fólk, sem hefur áhuga á að stunda íþróttir, sé að það velji íþrótt við sitt hæfi og sem það hefuráhuga á. Allir fatlaðir hafa möguleika á að stunda einhverja íþrótt því það er til fjöldinn allur af íþróttum sem hægt er að bjóða þeim uppá. Ef þetta fólk finnur ekkert við sitt hæfi þá má bara reyna að búa til nýja íþrótt handa því. „Harka og keppni númer eitt“ I dag er ég ekki á skíðum með keppni fyrir augum ég geri þetta bara fyrir sjálfan mig því mér finnst þetta mjög gaman, enda fer ég oft á skíði. Ég hef möguleika á að fara erlendis t.d. á vetrar- ólympíuleikana, en þar á ég engan möguleika á að verða framarlega en það skiptir ekki mestu máli heldur hitt að fá að vera með. Erlendis eru mjög margir í þeim flokki sem ég er í, þ.e.a.s. þeir sem hafa misst af fæti. Þar af eru margir „super" skíðamenn og hjá þeim er harkan og keppnin númer eitt. Á Ólympíuleikunum í fyrra sá ég að það skiptir ekki máli fyrir þessa kappa þó af þeim dyttu gervihandleggir þegar þeir voru að keppa, þeir héldu ótrauðir áfram og náðu svo í handleggina þegar þeir voru komnir í mark, sagð Björn að lokum. Hart barist á Þorramótinu ÞORRAMÓTIÐ á skíðum var haldið á ísafirði um helgina og var keppni mikil og hörð. Á laugardaginn fór fram keppni í stórsvigi og sigraði Einar V. Kristjánsson i karlaflokki, fékk tímann 122.45 sekúndur. Annar varð Elías Bjarnason Ak. (124,26) og Valþór Þorsteinsson. Akureyri (125,00), varð þriðji. I kvennaflokki sigraði Ásdis Al- freðsdóttir R. á 103,62. Önnur varð Ilrefna Magnúsdóttir Akur- eyri, en Halldóra Björnsdóttir varð þriðja. Á sunnudaginn var síðan keppt í svigi og sigraði Árni Þór Árna- son, tími hans var 87,98. Annar varð Valþór Þorsteinsson Akur- eyri, en Guðmundur Jóhannsson ísafirði, varð þriðji. Hrefna Magn- úsdóttir varð hlutskörpust í kvennaflokki, samanlagður tími hennar var 91,95. Ásdís Alfreðs- dóttir varð önnur og Ásta Ás- mundsdóttir þriðja. í alpatvíkeppni karla sigraði Einar V. Kristjánsson, Valþór Þorsteinsson varð annar og Elías Bjarnason þriðji. I kvennaflokki sigraði Hrefna Magnúsdóttir, Ás- dís Alfreðsdóttir varð önnur og Halldóra Björnsdóttir þriðja. Það var einnig keppt í göngu. í flokki 20 ára og eldri sigraði Haukur Sigurðsson, Þröstur Jó- hannsson varð annar og Halldór Matthíasson þriðji. í flokki 17—19 ára pilta sigraði Einar Ólafsson, Ágúst Grétarsson varð annar og Róbert Gunnarsson varð þriðji. Finnur Gunnarsson sigraði í flokki 15—16 ára, Garðar Sigurðs- son í flokki 13—14 ára, Anna Gunnlaugsdóttir í flokki 19 ára kvenna og eldri, Rannveig Helga- dóttir í flokki 16—18 ára og Sigurlaug Guðjónsdóttir í flokki 13-15 ára. Rijvers tekur vio landsliðinu Vinningur fyrir 11 rétta var 1.075 kr. Tveir með 12 rétta kr. 37.650.- í hlut í 24. leikviku Getrauna komu fram tveir seðlar með 12 réttum og var vinningur fyrir hvora röð kr. 37.655.-. Þá reyndust 11 réttir í 30 röðum og var vinning- ur fyrir hverja kr. 1.075.-. Þar sem annar „tólfarinn" kom upp á kerfisseðli 16 raða, var hann einnig með 11 rétta í 4 röðum og heildarvinningur fyrir seðilinn kr. 42.000 tæpar. Þegar leikir í ensku bikarkeppn- inni og deildakeppninni rekast á, verða deildarleikirnir að víkja. Vegna jafnteflisleikja í 4. umf. bikarkeppninnar um daginn, varð að setja seðilinn upp með 6 leikjum úr 2. deild, þar sem prenta verður seðla með ca. 3 vikna fyrirvara. Sama verður upp á teningnum varðandi leikina 7. marz er 6. umferð bikarkeppninn- ar fer fram, því að fátt verður um fína drætti í 1. deildinni þann dag. HOLLENSKA knattspyrnusam- bandið hefur ráðið Kees Rijvers til þess að sjá um hollenska landsliðið og vera eftirmaður Jan Schwartkruis. Rijvers, sem er fyrrum landsliðsmaður, þjálfar belgíska 1. deildar félagið Ber- ingen um þessar mundir og mun hann fljótlega yfirgefa hina belg- isku félaga sina. Rijvers lék áður með Nac Breda, Feyenoord og St. Etienne í Frakklandi. Hann þjálfaði síðan hjá Tvente áður en hann tók við liði PSV Eindhoven, þar sem hann var við stjórn í 7 ár. Úrslitaleikur Fram og ÍBK er í kvöld FRAM OG ÍBK eigast við i 1. deild íslandsmótsins i körfu- knattleik i kvöld. Fer leikurinn fram i Hagaskólanum og hefst hann klukkan 20.00. Hér er um hreinan úrslitaleik i deildinni að rseða, mótinu er að ljúka og lið þessi eru lang efst. Hafa þau bæði tapað fjórum stigum. Þetta er fjórða og siðasta viðureign lið- anna á mótinu að þessu sinni, ÍBK vann Fram i báðum leikjun- um í Keflavik, en siðast er liðin mættust i Hagaskólanum burst- aði Fram lið ÍBK. Auk þess hefur Keflavikur-liðið tapað einum leik gegn Þór norður á Akureyri. Það má fastlega gera ráð fyrir hörku- leik tveggja ágætra liða, sem bæði myndu sóma sér vel í úrvalsdeildinni. Getrauna- spá MBL. Morgunblaðið Sunday Mirror Sunday People Sunday Express News of the World Sunday Telegraph SAMTALS 1 X 2 Brighton — Liverpool 1 2 2 2 2 2 1 0 5 Everton — Coventry X 1 X 1 X X 2 4 0 Ipswich — Wolves 1 1 1 1 1 1 6 0 0 Leeds — Sunderland 2 1 X 1 2 X 2 2 2 Man.city — Man.Utd. 2 1 1 1 1 1 5 0 1 Middlesbr. — Stoke X 1 1 1 1 1 5 1 0 Nott. Forest — Arsenal 1 X X X X 1 2 4 0 Southampton — WBA X X 1 1 1 2 3 2 1 Tottenham — Leicester 1 1 1 X 1 1 5 1 0 Bristol City — QPR X 2 1 2 X 2 1 2 3 Derby — Orient X 1 1 1 1 1 5 1 0 Sheffield Wed. — Swansea 1 X 1 1 1 X 4 2 0 Athugasemd við „Arhus féir Vcgna skrifa íþróttafréttarit- ara Mbl. um kappleik þann er fram fór i Árósum hinn fjórða dag febrúar 1981 og ummæli þeirra/hans um íslenskan leik- mann er leikur með Árhus KFUM, öðru liðinu cr tók þátt í téðri kcppni, óska ég undirritað- ur eftir að fá þessa athugasemd birta á íþróttaopnu Mbl. Til að gæta fyllstu sanngirni í garð Símonar Unndórssonar, leik- manns danska handknattleiksliðs- ins Árhus KFUM, vil ég gera eftirfarandi athugasemdir við skrif ykkar um hlut Símonar í kappleik Árhus við AGF. I. Rétt er það í umræddri frétt, að fyrir þennan kappleik var mikið gert úr hlutverki Símonar og það ekki að ófyrirsynju. Eins og íþróttafréttariturum ætti að vera kunnugt af heimildum sínum, B.T. 4. febrúar 1981, þá varð Símon að hlíta þeim reglum að megao ekki keppa með 1. deildarliði Árhus fyrstu sex mánuðina eftir komu sína til Danmerkur. Þess í stað keppti hann með varaliði félagsins og var aðal markaskorarinn. Einnig æfði hann með aðalliðinu. Eins og kemur fram í frétt þeirri í B.T., sem þið vitnið í að hluta, þá rann þessi sex mánaða biðtími út 4. febrúar sl. og strax sama dag taldi Árhus KFUM sig hafa þörf fyrir Símon í aðalliði sínu. II. Þið segið, íþróttafréttaritar- ar, ég nefni ykkur báða þar sem fréttin er ómerkt og ég veit því ekki hvor ykkar samdi hana, að Símon hafi ekki komið mikið við sögu, „skoraði aðeins eitt mark og var meira að segja rekinn út af í tvær mínútur". Rétt er að pilturinn skoraði eitt mark og var rekinn út af í tvær mínútur. Þar með er sagan ekki öll. Þannig var Símon inná allan fyrri hálfleik og stóð sig mjög vel í vörninni og í sókn var hann greinilega ógnandi, vörn AGF riðlaðist, sem sést best á marka- hlutfalli fyrri hálfleiks, og voru hafðar góðar gætur á Símoni. En í seinni hálfleik var hann ekki settur inná fyrr en allt var komið í óefni hjá Árhus-liðinu, en það var of seint, liðið var útbrunnið. Leiknum lauk með jafntefli eins og kunnugt er. Einkennilegar innáskiptingar þjálfara liðsins vöktu furðu manna, svo ekki sé meira sagt. Hann lét útkeyrða menn spila, þó augljóst væri að þeir væru „sprungnir á limminu". Það er víst víðar en á Islandi, sem þjálfurum eru mislagðar hendur við innáskiptingar. III. íþróttafréttaritarar, væri ekki ráð að afla sér betri heimilda áður en þið sláið upp frétt, í stað þess að koma með órökstudd ummæli um menn og málefni. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna, Árni Ilallgrímsson. 12. febrúar 1981. Athugasemd ÞAÐ eina sem fram kom í umræddri frétt Mbl. var að Ar- hus hafi tapað niður unnum leik, fallið fyrir vikið í 2. deild, Símon Unndórsson hafi skorað eitt mark í leiknum og verið rekinn af leikvelli í tvær mínútur. Ekk- ert nema staðreyndir og ekki snefill af „órökstuddum ummæl- um“. — m- A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.