Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 19 ÓVEÐRIÐ OG AFLEIÐINGAR ÞESS Rafmagnsskömmtunin í höfuðborginni: Skemmdir urðu milli Geitháls og Elliðaáa RAFMAGN var skammtað til skiptis í hin ýmsu hverfi Reykjavíkur og á Reykjanesi í gær, meðan unnið var að viðgerðum á skemmdum er urðu í fár- viðrinu í fyrrinótt. Við- gerð lauk milli klukkan 16 og 17 í gær og var hætt að skammta rafmagn klukkan 16.30. Björn Haraldsson kerfis- stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær, að bilun hefði orðið á linunni milli Geitháls og Ell- iðaáa, en samkvæmt upplýs- um ingum Morgunblaðsins fuku járnplötur á línuna í óveðrinu. Sagði Björn að á meðan á viðgerð stóð hafi þurft að taka línuna út, og til skömmtunar varð að grípa þar sem ekki var unnt að flytja nægilegt raf- magn inn í borgina á þeim tíma. Heita vatninu hleypt á Breið- holtshverf i á ný Á SJÖTTA tímanum í gærdag var heitu vatni á ný hleypt á Breiðholtshverfin í Reykjavík en þar hafði þá verið heita- vatnslaust i tæpan sóiarhring vegna bilunar. Jóhannes Zöega hitaveitustjóri tjáði blaðamanni í gær að einhvern tima tæki að koma öllu í samt lag aftur og vildi hann sér- staklega benda fólki á að tæma loft af ofnum í íbúðum sínum því kerfið væri meira og minna fullt af lofti. Jóhannes Zoega sagði að allar dælur Hitaveitunnar hefðu farið úr sambandi um níuleytið á mánudagskvöldið þegar rafmagnið fór af og komust þær ekki í gang aftur fyrr en í gærmorgun. Afleið- ingarnar urðu þær að allir heitavatnsgeymar tæmdust. Engu að síður fengu öll hverfi vatn nema Breiðholts- hverfin og var ástæðan sú að þenslustykki í safnæð við Stekkjabakka í Breiðholti fór í sundur og lauk viðgerð ekki fyrr en síðdegis í gær. Tæring var í þenslustykkinu og þegar það kólnaði gaf stykkið sig með fyrrgreindum afleiðingum. En á meðan á viðgerð stóð var rafmagn flutt um streng frá Korpustöðinni að Borgar- túnsaðveitustöðinni um sæ- streng, og síðan þaðan í nýju aðveitustöðina við Barónstíg. Með þessu móti sagði Björn að fengist hefði einn þriðji þess rafmagns sem borgin þarfnað- ist, en alls væri rafmagnsnotk- un 74 til 75 megawött um miðjan daginn á þessum árs- tíma. Björn sagði að gamla Elliða- árstöðin væri nú í gangi og hefði verið það að undanförnu í orkuskortinum, og í gær var varaaflsstöðin við Elliðaár einnig keyrð. Járnplöturnar fuku viða i óveðrinu eins og sjá má. I.jósm, Mbl. AS. Ástand raforkumála eftir fárviðrið: Ðilanir í öllum landshlutum og víða enn rafmagnslaust UM SEXTÍU menn hafa unnið og vinna enn að viðgerðum á raf- magnslinum viða um land, eftir óveðrið i fyrrinótt. Vel gekk að gera við í gærdag og í gærkvöldi. en þó er enn víða um að ræða bilanir sem ekki hefur unnist timi til að gera við, bseði vegna veðurs og manneklu. enda takmörk fyrir Strætisvagnar Reykjavikur: Milli 10 og 20 vagnar skemmdir MILLI 10 og 20 vagnar Strætis- vagna Reykjavikur skemmdust i óveðrinu á mánudagskvöldið, en i 7 vögnum brotnuðu framrúður, þaklúgur fuku af 8 vögnum og afturrúður hrotnuðu i nokkrum vögnum. Hættu vagnarnir akstri undir kl. 11 um kvöldið. — Strax þegar vagnarnir fóru að skemmast ákváðum við að hætta að aka og var síðan unnið að viðgerðum alla nóttina á verkstæði okkar við slæm skilyrði þar sem rafmagn var af skornum skammti, en menn reyndu að koma nýjum rúðum í við ljós frá rafgeymum. Og okkur tókst að koma nægilega mörgum vögnum af stað í morgun til að halda áætlun nokkurn veg- inn, sagði Eiríkur Ásgeirsson for- Löndunin gekk vel úr Karlsefni LOKIÐ VAR að landa úr togaran- um Kalsefni í Cuxhaven i gær. Samtals seldi skipið 268,1 lest fyrir 1.386 þúsund krónur. meðalverð á kíló 5,17 krónur. Vel gekk að landa úr skipinu og kom ekki til mót- mæla v-þýzkra sjómanna eins og jafnvel hafði verið búist við. A fimmtudag landar togarinn Bjarni Herjólfsson i Cuxhaven. stjóri SVR í samtali við Mbl. í gær. Sagði hann fjarskiptasamband við vagnana hafa dottið út þegar rafmagnslaust varð. — Við sáum okkur ekki fært að aka lengur, enda mikil slysahætta þegar svo hvasst er að fólk getur hreinlega fokið undir þá og illa sést til í myrkrinu, enda fauk einn starfs- maður hér eftir stæðinu og undir vagn, en hann slapp þó ómeiddur. þvi hve vinnuflokkar halda lengi út í einu. að þvi er Guðjón Guð- mundsson rekstrarstjóri hjá Raf- magnsveitum ríkisins tjáði blaða- manni Morgunblaðsins i gær- kvoldi. Guðjón sagði einnig hafa valdið erfiðleikum. hve símasamhand hef- ur verið erfitt, en af þeim sokum hefur bæði reynst erfitt að sam- stilla aðgerðir og fá upplýsingar um bilanir. Byggðalínurnar sagði Guðjón hafa farið út eins og flestar aðrar línur, einkum vegna veðurofsans er orsakaði samslátt í mesta hamnum. Bilanir voru þó einnig víða, en unnt reyndist þó að hleypa straum á flestar byggðalínurnar, nema Vest- fjarðarlínu frá Glerárskógum í Dölum og línuna milli Vatnshamra í Borgarfirði og Hrútatungu. Á þeiri línu hefðu reynst brotnar tvær staursamstæður neðarlega í Borgar- firði. Veðurhæðinni hefði einnig verið um að kenna, því ísing hefði engin verið. Á Vestfjarðarlínunni frá Glerárskógum í Mjólká sagði Guðjón vitað um eina staursam- stæðu brotna, í Gilsfirði. Það gerði þó í sjálfu sér ekki mikið til í augnablikinu, vegna þess að línan frá Mjólkárvirkjun norður til ísa- fjarðar hefði brotnað mikið þannig að orkan kæmist ekki frá virkjun- inni. Þyí væru keyrðar dieselstöðvar á svæðinu og óvíst hvenær viðgerð gæti farið fram. Viðgerðum í Borgarfirði átti hins vegar að ljúka í nótt, ef veður leyfði. Á Reykjanesi var rafmagnslaust vegna samsláttar fram undir kl. 9.30 í gærmorgun, nema hvað Grindavík hafði rafmagn frá Svartsengi. í sveitum Borgarfjarðar var í gær vandræðaástand, miklar skemmdir um nær allan Borgarfjörð á dreifi- veitunum, og lítið samband var Tveir bílar ónýtir eft- ir eldsvoða TVEIR bílar eru ónýtir eftir elds- voða, sem varð í bílskúr húss við Stórahjalla í Kópavogi um ellefu- leytið sl. mánudagskvöld. Bílarnir voru af gerðinni Chevrolet Malibu árgerð 1979 og gamall Taunus. Slökkvistarf gekk erfiðlega vegna ofsaveðurs. Tjónið er metið á annað hundrað þúsund krónur. komið á í gærkvöldi. Sunnan Skarðsheiðar voru sveitir einnig rafmagnslausar að verulegum hluta, aðeins kominn straumur á inn Hvalfjörð. Skemmdir er þarna um að ræða fremur en samslátt á línum, sín ögnin á hverjum stað og viðgerðir tafsamar. Ekki er búist við straum á þessar línur fyrr en síðdegis í dag að sögn Guðjóns. Á Snæfellsnesi urðu ekki miklar skemmdir nema hvað aðallínan frá Vatnshömrum til Vegamóta bilaði, en viðgerð lauk undir kvöld í gær. Rafmagnslaust varð þó ekki á þessu svæði vegna keyrslu dieselvéla, heldur aðeins skömmtun. í Dölum var einnig rafmagnslaust fram á dag í gær, í Húnavatns- sýslum voru miklar rafmagnstrufl- anir,skárra ástand var í Skagafirði, ekki urðu umtalsverð óhöpp á Norðurlandi eystra. Á Austfjörðum varð að grípa til olíustöðva vegna slitinna lína, og ekki kom til vandræðaástands, ekki kom til rafmagnsleysis í Austur- Skaftafellssýslu, en víða á Suður- landi var rafmagnslaust í gær vegna bilana og samsláttar á línum, ein- kum á sveitaveitunum. Þéttbýlis- staðir fengu hins vegar rafmagns flestir í gærmorgun. Skemmdir á flug- skýlum og vélum Þessi flugvél fór i ótimabæra flugferð í óveðrinu og hafnaði á hvolfi i snjóskaíli. Ljósm. Mbi. Kristján örn Eliasson. — VIÐ vorum með fjóra menn af vaktinni i störfum og auk þeirra voru kallaðir út starfs- menn vélaverksta'ðis og tré- smiðjunnar til aðstoðar. en nokkrar skemmdir urðu á flug- vélum og flugskýlum, sagði Guðmundur Guðmundsson slökkviliðsstjóri á Reykjavik- urflugvelli í samtali við Mbl. — Ein flugvél fauk og lenti á hvolfi og urðu á henni talsverð- ar skemmdir, þá fauk hluti af hurð á flugskýli 1, syðri endan- um, en flugvélarnar sluppu þó við skemmdir. Hins vegar fauk flugvélarflak á svokallað Andra- skýli og braut af því hurðina. Lenti hún á flugvélum, sem þar voru inni og skemmdi þær nokkuð. Þetta eru helstu skemmdirnar, en auk þess má nefna rúðubrot á skrifstofu- byggingu flugmálastjóra, og skúrar, sem verið var að smíða undir radíóvita, fuku um koll.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.