Morgunblaðið - 18.02.1981, Side 21

Morgunblaðið - 18.02.1981, Side 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 21 fllot'jjit Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Auglýsingastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Tveir og átta Hásetarnir í stjórnarliðinu eru ráðherrum sínum erfiðir eins og dæmin sanna. Guðrún Helgadóttir setti allt á annan endann út af'Gervasoni. Eggert Haukdal setti upp háa fjárhæð fyrir stuðning sinn við framleiðslugjald á iðnaðarvörur. Stefán Valgeirsson hefur sett afarkosti út af togara fyrir Þórshöfn. í öllum þessum tilvikum hefur ríkisstjórnin látið undan þrýstingi. Forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen mun hafa staðið gegn því, að fiskverð hækkaði jafn mikið og raun varð á. Um hádegisbilið síðastliðinn Iaugardag stóðu mál þannig, að svo virtist sem forsætisráðherra yroi ekki þokað í afstöðu sinni. Hann hafði meirihluta ráðherra á bak við sig. Hins vegar vildu formenn stjórnarflokkanna, sjávarútvegsráðherra Steingrímur Hermanns- son og félagsmálaráðherra Svavar Gestsson, hækka fiskverð meira en meirihluti ráðherranna. Þeir voru tveir á móti átta í hádeginu á laugardaginn, þegar efnt var til fundar þar sem forsætisráðherra ræddi við hagsmunaaðila um fiskverðið. Á þeim fundi nefndu fulltrúar fiskseljenda, að þeir myndu geta samþykkt, að fiskverð hækkaði um 18% frá 1. janúar og um 6% frá 1. mars. Forsætisráðherra taldi sig ekki geta fallist á þetta, hann hélt fast við þá ákvörðun meirihluta ráðherra, að frá 1. janúar skyldi fiskverð hækka um 16% og 5% frá 1. mars. I kjölfar þessa hádegisfundar með forsætisráðherra blasti við, að sjómenn myndu sigla skipum sínum til hafnar í því skyni að mótmæla meirihlutaákvörðun ríkisstjórnarinnar og fyrirmælum forsætisráðherra til oddamanns í yfirnefnd verðlagsráðs. Nú þótti stjórnarliðum góð ráð dýr. Formenn stjórnarflokkanna þeir Steingrímur og Svavar tóku sig til og söfnuðu liði meðal hásetanna á stjórnarskútunni til að kúga meirihlutann í ríkisstjórninni. Á þingflokksfundi framsóknarmanna var samþykkt, að gengið skyldi að tillögu fiskseljenda. Símleiðis voru þingmenn Alþýðubandalags- ins fengnir til að samþykkja annað en meirihluti ríkisstjórnarinnar með forsætisráðherra í broddi fylkingar hafði lagt til. Ekki fer neinum sögum af því, að málið hafi verið rætt frekar í ríkisstjórninni eða símleiðis hafi verið kannað, hvort ráðherrarnir átta, sem mynduðu meirihluta í henni vildu eitthvað um málið segja. Fiskverðsákvörðun var hespuð af á stuttum fundi og jafnvel hinir málglöðustu af ráðherrunum sögðust ekki vilja ræða um gang málsins. Þeir Steingrímur Hermannsson og Svavar Gestsson hafa greinilega lært af þeim Guðrúnu Helgadóttur, Eggerti Haukdal og Stefáni Valgeirssyni. Sem tveir af ráðherrunum tíu er þeim betur ljóst en nokkrum öðrum, hvaða ráðum skuli beitt til að ná málum fram á stjórnarskútunni. Þar eru skoðanir manna eins og hross í augum hrossakaupmanna. Meirihlutaskoðun í ríkisstjórninni lendir í minnihluta eftir eitt símtal. Vilji hásetanna er augljóslega allt sem þarf. Hvenær verður farið að taka mark á Ólafi R. Grímssyni? Sovésk heimsókn Um nokkurt skeið hefur það tíðkast, að sovéskir togarar og rannsóknaskip leiti til hafnar í Reykjavík til að hvíla áhafnir og sækja vatn og vistir. Þessi skip eru hér undir handarjaðri Sambands íslenskra samvinnufélga, sem eru umboðsaðili fýrir þau. Hins vegar er það venja, að opinberum yfirvöldum er tilkynnt koma skipanna með nokkrum fyrirvara og að minnsta kosti um rannsóknaskipin gilda þær reglur, að þau koma ekkf hingað nema með leyfi utanríkisráðuneytisins, enda sigla þau undir fána sovéska herflotans. Undanfarna daga hafa dvalist samtímis í Reykjavíkurhöfn 3 sovésk rannsóknaskip samtals með 301 mann um borð. Hafa sjómennirnir sett nokkurn svip á götur bæjarins undanfarna daga og fara þeir gjarnan um í flokkum, væntanlega til að hafa gætur hver á öðrum. Við því er í sjálfu sér ekkert að segja, þótt eitt og eitt sovéskt skip leiti til hafnar hér á landi. Hitt er óþarfi fyrir íslensk yfirvöld að veita jafn mörgum skipum heimild til að dveljast á sama tíma í höfn og undanfarna daga. Benedikt Gröndal fyrrum utanríkisráðherra hefur vakið máls á því, að ferðir þessara skipa þjóni pólitískum tilgangi. Ástæðulaust er að efast um það og einnig hitt, að Sovétmönnum er kappsmál að venja okkur Islendinga við návist skipa sinna og flugvéla hér á landi. Samkvæmt fréttatilkynn- ingu Novosti á íslandi, sem send var út í gær, var meginverkefni þessara skipa að rannsaka „vatnsstreymi milli Noregshafs og Norður-Atlantshafsins í gegnum sundið milli Færeyja og íslands." Þetta hafsvæði er einmitt mikilvægasti hluti hins svonefnda GIUK-hliðs, sem sovéskir kafbátar nota mest til að komast út á úthöfin. Boðar Novosti, að leiðangurinn hafi verið fyrsta stig í umfangsmeiri rannsóknum. Hér er alvörumál á ferð, sem skoða verður í réttu samhengi. Það lýsir miklum skilningsskorti á stöðu íslands gagnvart útþenslu- stefnu sovéska flotans að hafa það í flimtingum, eins og gert var í Vísi í gær. Undir merki Don Quiiote I Harla undarleg — og raunar óskiljanleg skrif hafa birzt í Tímanum á þeirri ístíð, sem af er þessu ári. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri blaðsins frá kreppuárunum, hefur verið að ymta að því, að Morgunblaðið hafi gert eitthvert bandalag við Þjóðviljamenn, ekki sízt í menningarmáíum, og við ritstjórarnir þannig orðnir aðilar að marxistísku samsæri í landinu. Þetta hafa náttúrlega verið miklar fréttir fyrir okkur og við höfum reynt að benda á, að þeir, sem nú eiga samstarf við kommúnista bæði í ríkisstjórn og borgarstjórn Reykja- víkur, hljóti fremur að teljast til samsær- ismanna en við, a.m.k. ef horft er á málið með gleraugum raunsæis, en ekki brengl- aðrar óskhyggju, svo að ekki sé nú talað um þau hornspangargleraugu, sem Þórar- inn setti upp til að lagfæra pólitíska sjónskekkju fyrir hálfri öld og hann er enn með á nefinu, þótt hann hafi fyrir löngu misst þá litlu sjón, sem honum var gefin að þessu leyti. En það er skemmst frá að segja, að Þórarinn Tímaritstjóri heldur áfram pólitísku bardúsi sínu og engu líkara en hann muni ekki hætta fyrr en við Morgunblaðsmenn játum að austrænni fyrirmynd. En við erum ekki svo langt leiddir, að okkur detti í hug að játa uppspuna, hvað sem Þórarinn Þórarinsson segir um það og skiptir þá ekki máli, hversu marga áratugi hann á eftir að rembast við sinn pólitíska staur. Hann þarf af einhverjum dularfullum ástæðum að drepa á dreif þeim staðreyndum, að hann leggur nú nótt við dag til að lofsyngja samstarfið við Alþýðubandalag- ið á öllum sviðum íslenzks þjóðlífs — og má raunar segja, að Tíminn undir eilífri verndarhendi hans sé gunnfáni þessa samstarfs við marxista. Þokukenndar samsæriskenningar eru því svo bjána- legar, að þær eru orðnar hlægilegar og höfundurinn því miður svo aumkunarverð- ur að það er með hálfum huga, sem ég svara honum. En nauðsyn brýtur lög. Er leiðinlegt til þess að vita, svo ágætur samskrafsmaður sem Þórarinn hefur verið gegnum tíðina, en við höfum tekið ýmsar góðar rispur, enda hefur Þórarinn mann- azt talsvert í andrúminu frá Geitagerði. En ég á ekki von á því næst þegar við hittumst, að hann haldi mjög á loft ýmsu því efni, sem hefur birzt upp á síðkastið í Tímanum, t.a.m. þessum setningum úr samtali á miðsíðu blaðsins sl. sunnudag: að ef ekki væru möguleikar á byltingu á íslandi „gæti maður farið í gröfina eða á elliheimili eða eitthvað slíkt", og bezt væri „að loka Bankastrætinu með götuvígi". Svo mörg eru þau orð. Og þar sem enginn kannast við að hafa ritað samtalið, skrifast þaö á reikning Þórarins ritstjóra, því að allir vita, hve Jón Sigurðsson er fráhverfur slíku byltingatali bolsévikka. Myndin af spyrðlinum, sem fylgir þessu krossferðasamtali marxistans er sú stærsta, sem sézt hefur í Tímanum þau fjörutíu ár, sem Þórarinn hefur verið þar — og veit ég raunar ekki, hvers Steingrím- ur vinur minn Hermannsson á að gjalda í þessum efnum. En kannski er hann ekki nógu mikill byltingarseggur fyrir pólitísk- an smekk Þórarins Þórarinssonar. Eða Ólafur Jóhannesson? Ekki hefur ákveðni hans í öryggismálum þjóðarinnar kallað á slíka mynd af honum, en kannski hann iáti Þórarin éta allt þetta kommadekur ofan í sig, áður en yfir lýkur. Nú síðast, eða sl. laugardag, skrifar Þórarinn Þórarinsson forystugrein í blað sitt „Barðir til ásta“ og er hún persónuleg árás á mig — bæði undir rós og fyrir neðan belti. Eg ætla ekki að eltast sérstaklega við það, sem þar stendur, svo fáránlegt sem það er. En það er óneitan- lega athyglisvert að kynnast vinnubrögð- um Þórarins frá gömlu, góðu ofsóknardög- unum, þegar andstæðingarnir voru tættir sundur með aðferðum, sem ég hélt satt að segja væru liðin saga í íslenzkri blaða- mennsku. En svo lengi lærir, sem lifir. Og hver veit nema Þórarinn sé genginn í pólitískan barndóm, það er engu líkara. Sízt af öllu átti ég von á, að hann færi að gera mér upp lítilmennsku 'og margvís- legar ávirðingar aðrar í forystugreinum sínum, enn síður að hann færi að telja lesendum sínum trú um slíkar ávirðingar, þegar hann trúir þeim ekki sjálfur, en þarf samt af einhverjum ástæðum á þeim að halda í pólitísku ströggli sínu — og þá svífst hann einskis. Eða hver trúir því, að kommúnistar hafi barið mig til ásta vegna óláta út af einu leikriti eftir mig fyrir mörgum árum? Ég hef skrifað önnur leikrit, sem lítil eða engin læti hafa orðið út af og tel rétt að láta öðrum eftir leikhúsin í bili. Þar er löng biðröð. Eða hver trúir því, að ég hafi orðið svo hræddur við marxistana, að ég hafi nánast hætt að skrifa? Nei, ég skrifa það, sem mér sýnist og hef t.a.m. aldrei gengið frá hálfköruðu verki eins og þegar Þórarinn fór að skrifa sögu Framsóknarflokksins, en fórnaði höndum og forðaði sér í miðjum klíðum, þegar kom að klofningnum kring- um Þjóðstjórnarárin. Mér líkar saga Þórarins nokkuð vel, þó að hún hafi alla kosti hlutdrægrar sagnaritunar, og sakna þess, að hann skyldi ekki manna sig upp og ljúka verkinu. Þórarinn hefði þó getað gert efninu góð skil eftir klofninginn í Fram- sóknarflokknum, því að hann var í báðum herbúðum, eins og kunnugt er, og verður það að teljast þó nokkur kostur. Snorri hefði ekki fúlsað við slíkri aðstöðu. Ef rétt væri það, sem Þórarinn Þórar- insson segir um meintar ástir mínar og marxista, gæti ég ímyndað mér, að kær- ustuparinu liði eins og stúlkunum í Birtingi Voltaires, sem lögðu ást á apa. Svo að ekki sé nú talað um það, hvernig öpunum hefur liðið! Ég hef aldrei kippt mér upp við það, sem Þjóðviljamenn eða aðrir marxistar hafa sagt um bækur mínar eða sjálfan mig, enda væri ég áreiðanlega við önnur störf ef svo væri; t.d. ritstjóri Tímans. Hitt er annað mál, að ég er þakklátur Þórarni fyrir áhyggjur af leikritum mínum. En ég hef engar slíkar áhyggjur. Það eru gömul sannindi, að ekki koma allir dagar í böggli, og terrorinn í Klippt og skorið í Þjóðviljanum, og kjaftagangi marxistanna verður ekki síð- asta orðið, meðan til eru menn á borð við Lech Walesa. Ég vil svo nota tækifærið hér til að lýsa yfir því, að ég á í engu samstarfi við marxista, hvorki í Rithöf- undasambandi íslands né annars staðar, og ef nafn mitt er notað af slíku fólki, er það á bak við mig og gegn betri vitund. Ég hef einungis kappkostað að koma á friði í Rithöfundasambandi íslands, en þó með því skilyrði að sjálfsögðu, að sú „friðsam- lega sambúð", sem þar ríkir, verði ekki misnotuð. Aftur á móti veit ég, að Þórarinn Tímaritstjóri hirðir hvorki um frið né ófríð á þeim bæ og skrif hans um það eru eins og hver önnur látalæti í ætt við listpólitík Tímans frá Þorgeirsbola- tímabilinu, en fyrirmyndin þá var sótt tii Sovétríkjanna. Ég hef ekki og mun aldrei taka þátt í slíkum draugagangi af manna- völdum. Það geta aðrir dregið á eftir sér nautshúðina. Ég mun ekki taka þátt í því að vernda lýðræðið með ólýðræðislegum (tgrfandi-Kramoóknarflokkurinn Framkvæmdastjöri: JóKunn II. Jönsson. Auglvsingast jóri: Slringrimur (Wslason. Skrilslofustjóri Jóhanna H Jóhannsriótt ir. Afgrriðslustjóri Sigurður Brvnjólfsson. — Kitstjórar t*órar- inn t'órarinsson. Jón llrlgason. Jón Sigurftsson Kitstjórnarfull trúi Oddur V. Olafsson Fréttastjóri Kjartan Jónasson Blafta mrnn: Agnrs Kragadóttir. Atli Magnússon, Bjarghildur Strfins- dóttir. Friftrik Indriftason. Frlfta Björnadóttlr (Hrimilis-Tlm- innl, Hriftur Hrlgadóttir. Jónas (iuftmundsson (þingfréttlr I, Jónas Guftmundison, Kristinn Hallgrlmsson (borgarmil). Kristln l.rifsdóttir, Kagnar Orn Pétursson (IþrótUr). Ljósmynd- ir: Guftjón F.inarsson. Guftjón Róbrrt Agustsson Myndasafn: F.ygló Strfinsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjinsson. Kristln Þor- bjarnardóttir. Marla Anna Þorstrinsdóttir. — Ritstjórn. skrif- stofur og auglýsingar Slftumula 15. Rrykjavlk. Slmi K6300 Auglvsingasimi: IK300 Kvöldslmar: 863H7. 86392. — Vrrft I lausa- sölu 4.00. Askriftargjald i minuftl: kr. 70.00. — Prrntun: Blaftaprrnt hf. Barðir til ásta Fyrir nokkrujn árum sýndi Þjóðleikhúsiö leikrit eftir nýjan höfund, sem margir höfðu gert sér góð- ar vonir um fyrirfram, þar sem hann hafði unniö sér viöurkenningu sem orösnjall og hugmyndarik- ur rithöfundur. Viðtöl, sem hann haföi átt við ólikt fólk, bentu einnig til góðrar og vaxandi mannþekkingar, sem er leikritahöfundi nauðsynleg En þessi uppvaxandi leikritahöfundur var ekki af réttu pólitisku sauðahúsi að mati þess harð- snúna hóps, sem vill beygja skáld og rithöfunda til ákveðins forms og átrúnaöar i skáldskap og öörum listum. Leikrit umrædds höfundar og sýningin i Þjóð- ieikhúsinu hlutu hina hörðustu dóma þessa fólks. Hin miklu áhrif, sem það hafði tryggt sér, brugðust ekki. Aösókn aö leiksýningunni snar- minnkaði og fljótlega var henni hætt. Svo þungt féll þetta hinum unga leikritahöfundi, að hann mun hafa gefizt upp við ieikritagerðina að mestu eða öllu. Hann vildi þó ekki leggja skáld- skapariöju alveg á hilluna. Til þess að tryggja sér nokkurn vinnufrið, gekk hann til liðs við þá, sem höfðu ófrægt hann. Þetta er ekki eina sagan þessarar tegundar. Þvi miður eru þær alltof margar. Ungir og efnilegir höfundar hafa gefizt upp eða bognað og gengið i sveit með þeim, sem höfðu niðurlægt þá. Þess hef- ur þá oft verið skammt að biða aö þeir væru hafn- ir þar til skýjanna og taldir meðal mestu lista- manna þjóöarinnar. Hér hefur það gerzt, sem kallað hefur verið að berja menn til ásta. Þetta minnir lika á það, þegar vissir menn kjósa heidur aö vera húskarlar á höfuðbólinu en aö hir- ast úti i kuldanum. Undanfariö hafa orðiö nokkrar umræöur um það i blööum, að eitthvert ósýnilegt samband sé milli skrifa Morgunblaðsins og Þjóöviljans um skáld og rithöfunda og verk þeirra. tðulega birtist þetta á þann hátt, að mönnum finnst Þjóðviljinn minna á höfuöbóliö en Morgun- blaðið á hjáleiguna. Þjóöviljinn gefur tóninn og Morgunblaöiö tekur undir. Oneitanlega eru þessi blöð áhrifamikil, þegar þau leggja saman. Þau hafa þannig haft miklu meiri áhrif á þróun islenzks skáidskapar siöustu áratugi en menn gera sér yfirleitt ljóst. Það væri verðugt verkefni fyrir bókmenntafræð- ing að reyna að gera sér grein fyrir þvi, hversu mikil áhrif þetta samspil hefur haft á bókmennt- imar og þá ekki siöur hvernig þetta samspil hefur oröiö til. Hafa einhverjir veriö barðir til ásta og unnið sér þannig friö eða eru orsakimar svipaðar lifsskoöanir, þegar allt kemur til alls? Þetta samspil Þjóðviljans og Morgunblaðsins er vissulega svo mikill áhrifavaldur i menningarlifi þjóðarinnar, að það er meira en timabært að gefa þvi gaum og leita eftir skýringum á þvi. Þ.Þ. aðferðum. Okkur hefur verið kennt, að maður sé manns gaman og þannig hef ég litið á umhverfi mitt og blæs á pólitískar skoðanir manna, þegar verk þeirra og viðmót eru annars vegar. Þannig hef ég eignazt marga marxista að málskrafs- mönnum og met verk þeirra að verðleikum og án hjálpar þeirrar pólitísku mælistiku, sem nú er í tízku, ekki sízt í skrifum þeirra sjálfra um andstæðingana. Listrænt við- horf er mér meira virði en pólitísk skammtímasjónarmið. En hitt veit ég líka, að því miður er ekki hægt að ætlast til þess, að marxistar hafi önnur sjónarmið í listum en úreltar nytsemiskenningar og geta því varla séð andstæðinga sína nema sem hluta af þeirri fyrirlitlegu, rotnandi borgarastétt, sem þeir telja nánast rétt- dræpa hvar sem er — þó ekki hér á landi enn sem komið er, því að enginn nýtur þess betur en þeir nú um stundir að baða sig í pólitískri sól þessarar sömu borgarastétt- ar. Þeir hafa hlotið þau vafasömu forrétt- indi að verða yfirstétt í „stéttaþjóðfélagi", sem þeir segjast vilja feigt. Það mun vera einsdæmi í veraldarsögunni. En líklega er bezt að slá þann varnagla, að ekki verður gerð tilraun til byltingar hér á landi, meðan Þórarinn Þórarinsson og hans líkar stjórna sólbaði marxistanna og sjá um að þeir hafi öll völd í sinni hendi, því að ekki fara þeir að hlaða götuvígi í Bankastræti gegn sjálfum sér, þótt Tímanum þætti það víst ekkert tiltökumál. Guð má vita, hvar marxistar eru ekki í kerfinu fyrir tilstilli Þórarins og þeirra, sem hafa lagt á þá pólitíska ofurást. Það er hún, sem gæti orðið okkur dýrkeypt einn góðan veðurdag, en hvorki ávirðingar mínar né Morgunblaðsins, eins og sakir standa. Auk þess lærði ég það af Þórbergi, að gera mig lítinn, þegar aðrir vildu vera stórir, og hef ég kunnað ágætlega við mig í því hlutverki. Þessi litla þúfa minnar vesælu persónu getur því varla velt öllu þessu heljarhlassi, sem Þórarinn er alltaf að tönnlast á. Eða eigum við sjálfstæðismenn að trúa því, að andstæðingum okkar verði ekki rótt nema öxin og jörðin geymi okkur bezt? II I bók, sem fjallar öðrum þræði um Þórarin Þórarinsson, The Captive Mind eftir nóbelsskáldið pólska Milosz, segir skáldið, að unnt sé að fyrirgefa kommún- istum mælskukjaftæðið, ef það er nauð- synlegt í áróðrinum. En það sé ófyrirgef- anlegt, þegar þeir trúi því, sem þeir segi í nafni „hins heilaga“ málstaðar. Þetta er auðvitað sagt um kommúnista og möppu- dýr þeirra, en Þórarinn hefur gert sig sekan um svipaða kórvillu. Það er engu líkara en hann trúi því stundum, sem hann er að þrasa um stjórnmál. Og það eru einhver ömurlegustu örlög framsóknar- manns úr kreppunni. Það setur að manni leiða við að hlusta á þennan útfærða tvískinnung. Ég þekki marxista, sem hugsa til þess með hryllingi, ef kommún- ismi yrði allsráðandi á íslandi, því að hann sé svo drepleiðinlegur. Þetta kemur líka fram í bók Milosz. Ég vil geta þess, að ég minnist ekki á þetta út í bláinn, en fjalla ekki um það frekar. I annarri bók, sem minnir óþyrmilega á Þórarin Tímaritstjóra, Don Quijote, segir að hvers manns hús sé kastali hans. En fyrst bókin fjallar um Þórarin hefði farið betur á því að segja, að hvers manns glerhús sé sandkastali hans. Ég vona þessi litla athugasemd komist alla leið til Cervantes. Höfuðpersóna þessarar bókar drekkur fulla könnu af vatni til að kæla hugaróra sína „og kemur þá til sjálfs sín“. Ég er hræddur um að Þórarinn Þórarins- son hafi gleymt að drekka úr töfrakönn- unni góðu upp á síðkastið. „Hann hefur komizt það langt að sinni eigin sögn að drepa ekki færri en fjóra risa á stærð við kirkjuturna." Betri lýsing á Þórarni er ekki til, því að þessir risar eru vindmyllur með langa arma „útrétta til að hindra för þeirra". Já, og nú er ég allt í einu orðinn að slíkri vindmyllu, blásaklaus og allsóverð- ur, og það fer hrollur um Þórarin hvert sinn, sem hann hugsar um þennan voða- lega risa, Matthías Johannessen. Samt hef ég ekkert gert til að eiga þetta skilið, ég hef ekki einu sinni reynt að hindra för hans. Það hafa aftur á móti aðrir gert: þeir, sem lögðu hann í einelti i prófkjörinu sællar minningar. Og síðan hefur Þórar- inn verið á fullu kaupi að dásama þá, en níða menn eins og mig. Það leyfi ég mér að kalla: að vera barinn til ásta. Kannski er það skömminni til skárra að vera á fullu kaupi við að elska Ólaf Jóhannesson og Guðmund G. Þórarinsson, eða bera póli- tískan ástarhug til Kjartans og þeirra á Þjóðviljanum, ég segi það ekki. Og þó! Ég hefði a.m.k. ekki haft geð í mér til þess að vera með sífelld atlot við þá, sem hrifsuðu af mér þingsætið og skildu mig eftir úti í kuldanum. Ég hefði hryllt mig í herðunum áður, jafnvel þótt ég stæði í þessu á fullum launum. Mér skilst, að Þórarinn hafi átt um sárt að binda í prófkjörinu, því að það jaðraði við samsæri. Um það getum við þó orðið sammála. En síðan hefur Þórarinn verið húskarl á Tímanum. Don Quijote berst eilífri baráttu við ímyndaða andstæðinga, þessa prúðu ridd- ara í gervi múnkaræfla, múlreka og sauðkinda, en þegar ég horfi upp á minn gamla kunningja í þessari herför, Þórarin Tímaritstjóra, get ég ekki varizt sömu lífsfirringu og skjaldsveinn hans, Sancho Panza, en hún lýsir sér m.a. í þessum orðum hans: „Vei þeirri stundu, er ég fæddist... Þér eruð að ráðast á sauða- hjörð.“ En Don Quijote skellir skollaeyr- um við slíkum hugarórum nú og um alla eilífð, en heldur áfram stríði sínu við vindmyllurnar og ræðst „á heila herskara óvinanna af svo miklum vaskleik, að hann lagði sjö að velli, en tvístraði hinum". Það getur orðið þjóðfélaginu dýrt spaug á þessum niðurgreiðslutímum, ef Don Qui- jote heldur áfram stríðinu við vindmyll- urnar og sauðkindina undir nafni Þórarins Tímaritstjóra, þótt herferðin gegn mér hafi valdið litlu tjóni enn sem komið er, nema þá ef Þórarinn hefur skemmt einhverjum marxistum að þarflausu. En ég sting upp á því, að hann fái sér nú góðan sopa úr töfrakönnunni, ef það mætti verða til þess að kæla niður hugarórana. En kannski hann vilji heldur búa við þau forréttindi vindmylluriddaranna að mega átölulaust kvarta áður en þeir meiða sig. Hinir geta svo átt sig og setið uppi með skeinurnar. III Ég minntist á Voltaire áðan. Ég hef reynt að heimfæra ofnæmi hans og Rousseaus fyrir hvor öðrum upp á okkar öld í dálítilli ritsmíð, „Sagnfræði ritstýrð", sem var helguð Tómasi Guðmundssyni, skáldi, í afmælisriti hans. Enginn hefur víst skilið þessa óratoríu nema ef vera skyldi Andrés Kristjánsson í Vísi, enda ekki beinlínis til þess ætlazt. En það minnir mig hér í lokin á, að Voltaire brást svo við kenningum Rousseaus um aftur- hvarf mannsins til náttúrunnar, að hann skrifaði honum og sagði, að enginn hefði gert aðra eins tilraun til að koma okkur aftur á fjóra fætur. Það eru sextíu ár frá því ég var á fjórum fótum, sagði Voltaire, sem gerði sér far um að misskilja Rousseau, og ég hef enga löngun til að taka þann sið upp aftur. Ég tek undir þetta með Voltaire. Þó að Þórarinn Þórarinsson hafi skrifað forystu- grein í Tímann á fjórum fótum, ætla ég ekki að taka upp þann sið. Má þó enginn skilja orð mín svo, að ég sé að draga jöfnunarmerki milli Rousseaus og Þórar- ins. Þeir boða afturhvarf til frumskógar- ins hvor með sínum hætti. Matthías Johannessen. P.s. Ég er sammála Þórarni Þórar- inssyni um að ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar hafi verið miklu betri en okkur tókst að sannfæra fólk um, en það fer nú senn að átta sig á staðreyndum. En kannski átti Þórar- inn sjálfur einhverja sök á þessu samgönguleysi milli okkar og fólks- ins. Það er eins og mig minni að Framsóknarflokkurinn hafi tapað nokkrum atkvæðum í alþingiskosn- ingunum 1978. En það er kannski misminni hjá mér — eða þá að Þórarinn hafi verið hættur að nota vatnið sem kælir niður hugarórana þegar á árinu 1978 — eða jafnvel löngu fyrr. En vonandi fer hann að komast til sjálfs sín. M Sumaráætlun Flugleiöa: Nýr áfanga- staður — Amsterdam SUMARÁ/ETLUN Flugleiða verður senn gefin út og er hún með svipuðu sniði og gert var ráð fyrir strax í haust, er fyrstu „ drög hennar voru samin. Áukið sætaframboð er á Brctlands- markað og nýr áfangastaður. Amsterdam, hætist við, en að öðru leyti er áætlunin svipuð. Björn Theodórsson fram- kvæmdastjóri markaðssviðs Flugleiða tjáði Mbl., að gert væri ráð fyrir daglegum ferðum milli Lúxemborgar og New York og tveimur ferðum í viku til Chicago og yrði þessu flugi annað að mestu með einni DC-8 þotu. Boeing 727-200 þotan nýja mun ásamt annarri eldri B 727 þot- unni anna Evrópufluginu og er þar um svipaða áætlun að ræða og sl. sumar nema hvað sæta- framboð verður aukið á Bretland. Sagði .Björn, að þar væri vaxandi markaður og Bretar gerðu sjálfir ráð fyrir auknum ferðum sínum úr landinu. Þá sagði Björn Theodórsson, að vikulegar ferðir til Amsterdam hæfust föstudaginn 26. júní. Þar væri söluskrifstofa Flugleiða og góður markaður, sem Flugleiðir hefðu lengi vitað af og þjónað að nokkru leyti. Um leiguflug í sumar, t.d. fyrir íslensku ferða- skrifstofurnar, kvað Björn enn ósamið, en viðræður stæðu nú yfir. Sagði hann, að ekki yrði sami háttur á og var í fyrra, er Flugleiðir leigðu þotu Arnarflugs til að annast þessar ferðir. Skíðalyfta sett upp í Vopnafirði Vopnafirði. 16. febrúar. Skíðalyfta var opnuð hér á Vopnafirði um hclgina. Lionsklúbburinn hefur gengist fyrir því að upp hefur verið sett skíðalyfta í Vesturárdal. skammt frá Torfaskóla. Skíðalyftan var afhent hreppnum sl. laugardag, en Ung- mennafélagið mun sjá um rekst- ur skíðalyftunnar. Hér er nú vaxandi skíðaáhugi, en til þessa hefur ekki mikið borið á skíða- mönnum. Hefur áhuginn ekki síst farið vaxandi þegar skíða- lyftan var í sjónmáli. Fréttaritari. Ríki og borg skipta með sér hallanum REYKJAVÍKURBORG og ríkis- sjoður hafa orðið ásátt um að greiða halla þann sem varð á Listahátið 1980. en alls varð hann 64 milljónir gamalla króna. í giidi er sérstakur „hallasamningur" milli ríkis og borgar hvað snertir Listahátíð- ar, og skiptist hallinn því þannig að rikissjóður tók á sig 32 milljónir króna og Reykjavik- urborg 32 milljónir. Jafnframt hefur orðið sam- komulag um að borgin greiði öll þau opinberu gjöld til niðbótar, sem á Listahátíð féllu og áttu að fara í borgarsjóð, og ríkissjóður greiðir öll þau gjöld er á hátíðina féllu og áttu að fara í ríkissjóð. Alls mun upphæðin því nema talsvert á annað hundrað millj- ónir gamalla króna, hallinn og opinberu gjöldin, sem ríki og borg nú hafa skipt á milli sín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.