Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981
37
-P
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
UM 'u n
Verið full-
komnir
Ingvar Agnarsson skrifar:
„Verið fullkomnir eins og faðir
yðar á himnum er fullkominn.“
Var þetta aðeins fögur draumsýn,
sem alls ekki getur orðið að
veruleika í neinni framtíð, eða var
Kristur hér að skýra frá mögu-
leikum til óendanlegrar fullkomn-
unar, sem hver maður eigi í
vændum?
Og eins verður
um framhaldið
Ég hygg, að hér segi Kristur
sannleikann um þroskamöguleika
hverrar mannlegrar veru. Það er
vilji hinnar æðstu veru, að laða
allt sem lifir í átt til sín. Maðurinn
hefur náð því þroskastigi, sem
hann nú er á, vegna stöðugra
líforkuáhrifa frá hinni æðstu
veru. Og eins verður um framhald-
ið, möguleikar hverrar mannveru
til æðstu fullkomnunar, þeirrar,
að verða að lokum sjálf hin æðsta
vera, eru vegna þrotlausrar til-
geislunar frá hinni æðstu veru.
Leið mannlegs einstaklings frá
núverandi þroskastigi til hinnar
æðstu fullkomnunar er löng, óend-
anlega löng.
Uns æðstu fullkomnun
er náð
Um ótal hnetti liggur leiðin upp
á við. Þúsundir ára líða, milljónir
ára líða. En ef ævinlega er verið á
Margar eru vetrarbrautir geimsins hinar furðulegustu. þar sem
orkugeislan er ákaflega miklu öflugri en sú. sem þekkist á okkar
geimsvæði. Myndin sýnir Seyfert-vetrarbrautina NGC-4151. — Hvar
mundi vera heimkynni hins æðra lífs, ef ekki einmitt á slikum
vetrarbrautum?
réttri braut, mun leiðin sækjast,
og því auðveldar og hraðar, sem
lengra er komið á framfarabraut-
inni. Því lengra sem einstaklingn-
um miðar áfram á veginum upp á
við, þeim mun öflugri orkugeislun-
ar getur hann notið frá þeim, sem
honum standa ofar í þroskastigan-
um.
„Brautin upp á við er óendanleg.
Og undirstöðulögmál er það, að
því meiri fullkomnun, sem náð
hefur verið, því fremur verður við
hana bætt.“ (H.P.)
Fyrir hverjum einstaklingi mun
liggja að verða að lokum sjálfur
hin æðsta vera, að þroskast stöð-
ugt í átt til guðs, uns æðstu
fullkomnun er náð.“
Þessir hringdu
éév
Minnir mig
á gamla
daga
Bryndís Jónsdóttir hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Ég sá
í dálkum þínum, Velvakandi, að það
var verið að kvarta yfir sundlaug-
inni í Breiðholti. Ég er nú ein af
þeim sem stundað hafa talsvert
þessa laug, og ég er hæstánægð með
hana. Mér finnst alveg yndislegt að
vera þarna innan um börnin milli
kl. 17—20. Það er að vísu ekki mikið
sem maður getur synt samfleytt, en
þetta minnir mig svo á æsku mína
þegar ég stundaði gömlu sundlaug-
arnar. Hávaðinn í krökkunum kall-
ar fram ánægjulegar minningar frá
þessum gömlu góðu dögum, og mér
finnst líflegt og skemmtilegt að
vera þarna með þeim. Það má
benda því fólki, sem er óánægt með
þennan tíma, að það getur haft
laugina næstum því út af fyrir sig,
ef það kemur bara nógu snemma.
Það er opnað kl. 7.20 og þá getur
hver sem vill synt að vild sinni og
verið ótruflaður til kl 9. Ég notfæri
mér alltaf þennan tíma, þegar ég
tek mína 200 metra. Að lokum vil ég
geta þess, að laugin er alltaf
barmafull af vatni þegar ég kem
þangað, þó kem ég nokkuð oft. Og
starfsfólkið allt er framúrskarandi.
Stórhætta vofir
yfir börnunum
Móðir i Breiðholti hringdi vegna
umtals um nýju Breiðholtslaugina,
bæði vegna þess sem íbúi í Breið-
holti sagði og eins Hallgrímur
Jónsson sundlaugarstjóri: — Merg-
urinn málsins er sá, að þarna er
djúp laug og inni er grunn laug sem
hugsuð er sem barnalaug. Nú er
málum svo háttað, að öllum börn-
um er hleypt í djúpu laugina, með
kúta, armhringi og sem sagt börn-
um á öllum stigum sundkunnátt-
unnar. Og það er svo mikið af
börnum þarna að ef barn sykki til
botns í Iauginni, í miðjum krakka-
skaranum, held ég að útilokað væri
að sjá það, því að þau eru þarna
eins og mý á mykjuskán. Ég á sjálf
fimm börn og er alls ekkert á móti
börnum, en ég er mjög uggandi út
af því að þarna geti orðið slys. Ég
skil ekki í því, af hverju þeir opna
ekki litlu laugina og hafa börnin
þar. Eg fór í laugina um daginn,
eftir að hún opnaði síðdegis.
SIGSA V/ÖGA É \/lVt«AU
irtovfOfó
'díA WWOMtí-}
Dömur athugið
Músíkleikfimi í íprótta-
húsinu Seltjarnarnesi
Nýtt námskeiö hefst þann 23. febrúar
meö hressandi, liökandi og styrkjandi 6
vikna námskeiöi í leikfimi fyrir dömur á
öllum aldri. Kennt veröur á mánudags- og
fimmtudagskvöldum íþróttahúsinu Sel-
tjarnarnesi. Leikfimi — viktun — mæling —
mataræöi og sturtur.
Innritun og upplýsingar í síma 75622,
efftir kl. 1 í dag og næstu daga.
Auöur Valgeirsdóttír.
Geymið auglýsinguna.
Neista og hitahlíf
fyrir logsuóu
Ég mætti þarna litlum krakka-
rollingum og tók þau tali, þekkti
þau sum af því að ég hef unnið
hérna á barnaheimili: Ég er fimm
ára — Ég er sex ára, sögðu þessi
grey. Eruð þið með einhverjum
spurði ég. Nei, nei, bara ein, sögðu
þau. I sundlauginni í Laugardal er
börnum með kúta og þeim sem
ósynd eru eingöngu leyft að vera í
grunnu lauginni. Ég held að
grynnri endinn á Breiðholtslaug-
inni sé nærri metri á dýpt, þar að
auki bætir ekki úr að birtu bregður
fljótt í skammdeginu og gufumökk-
ur liggur yfir öllu og byrgir útsýn.
Nei, þarna vofir stórhætta yfir
börnunum og í rauninni kraftaverk,
að ekkert skuli hafa hent neitt
þeirra enn.
\
'QómM im o& íö rsdm'
Vo'AW W \Í0í>T/ wm-
Viö höfum nýlega hafió innflutning á nýjung
frá V-Þýzka fyrirtækinu SPECHT HITZESTOP.
Hér er um ræöa hitaþolnar mottur
(3o x 30 cm), sem notaðar eru sem neista og
hitahlífar vió logsuöu. Motturnar eru liprar í
meöförum, auðvelt að koma þeim fyrir og
þola allt aö 3000°C. hita.
Einnig bjóöum viö
hitaþolió klístur, eöa
kítti, sem móta má að
vild og nota aftur og
a,,ur
Bæói þessi efni gera þaö kleift að logsjóða
nálægt hlutum, sem ekki þola hita, án þess
aö þeir skemmist.
PÍPULAGNINGAMENN, BIFVÉLAVIRKJAR,
BLIKKSMIÐIR, og aðrir sem nota logsuðu:
Komió og kynniö ykkur kosti hitaþolnu efn-
anna frá SPECHT.
Síöumúla32 Sími 38000