Morgunblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.02.1981, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 Úr for- málum bókar- innar Dr. Jónas Kristjánsson: íslensku handritin Bækur komu til íslands með kristinni trú sem lögtekin var á Alþingi árið 1000 og festi hér rætur á 11. öld: helgar bækur á latínu. Þegar hinar fyrstu bækur gengu úr sér voru þær endur- gerðar hér á landi, kirkjum fjölgaði smátt g smátt, og nýir prestar þurftu nýjar bækur. Þjóðríkið forna var í öndverðu veldi 39 jafnhárra höfðingja, og svo var um hnúta búið að þeir réðu einnig yfir málum kirkj- unnar og hirtu tekjur hennar að miklum hluta. Ungir höfðingja- synir voru vígðir klerkar, en ella réðu kirkjueigendur presta í þjónustu sína og guldu þeim kaup. Af þessu leiddi að hin íslenska kristni varð þjóðleg og veraldarhöfðingjar gerðust lærðir menn. Við upphaf ritald- ar lifðu minningar um landnám- ið og frumsögu þjóðarinnar, en þó í hæfilegum bláma fjarlægð- ar. Þessar sérstöku aðstæður, eining lærdóms og þjóðhyggju og byggð í nýju landi, urðu kveikja til þess að hér voru skrásettar á móðurmáli miklar bókmenntir og merkilegar, ekki aðeins trúarleg rit heldur og eddukvæði og dróttkvæði, lög og ættvísi og umfram allt sögur fjölbreyttar að efni og sniði. Bækur voru gerðar af skinni og letraðar með fjaðurpenna, blek soðið úr sortulyngi, víði og mýrasortu. I mörgum handritum eru upphafsstafir teiknaðir í breytilegum litum og stundum fagurlega skreyttir. En þótt hvorttveggja, bókfell og blek, væri ákaflega sterkt þá hafa allar hinar elstu íslensku bækur tortímst í tímans rás. Nokkur brot eru varðveitt frá 12. öld og heilleg handrit frá 13., en þorri íslenskra skinnbóka er frá 14., 15. og 16 öld. Um miðbik 16. aldar urðu miklar breytingar á menntalífi Islendinga. Mótmælasiður Lúth- ers tók við af hinni gömlu kaþólsku trú, og var nú talið guði þóknanlegt að tortíma öll- um latneskum viliubókum, en helgirit á móðurmáli fengu fremur að lifa. Prentsmiðja var flutt til landsins, hún var lengi einokuð af kirkjunni og flutti þjóðinni trúarrit siðskiptanna á móðurmálinu. Samtímis kom pappír og leysti kálfskinnið af hólmi sem efniviður í bækur. A 17. öld var farið að skrifa fornsögur og önnur veraldarrit á pappír af miklu kappi. Af því leiddi að hinum gömlu skinnbók- um var um skeið minni sómi sýndur: þær voru máðar og elliblakkar og auk þess skráðar með fornlegri stafsetningu og torráðnum styttingum. En um sömu mundir vaknaði áhugi norrænna þjóða á fornri sögu sinni og skilningur á gildi fornra handrita sem sögulegra heim- ilda. Var nú farið að safna íslenskum handritum og flytja þau úr landi, einkum til herra- landsins Danmerkur en einnig nokkuð til Svíþjóðar. Seint á 17. öldinni kom Árni Magnússon til skjala, einn hinn besti handrita- safnandi sem uppi hafur verið. Hann dró að sér flest fornhand- rit sem ekki voru þegar komin í opinber söfn auk margra hand- rita frá samtímanum, og hirti brot og blaðsnepla hvar sem hann komst höndum yfir. I banasótt sinni ánafnaði Árni háskólanum í Kaupmannahöfn allar bækur sínar. Island var rúið sínum fornu menningar- minjum. En margt pappírshand- rita var eftir í landinu, og menn héldu áfram að endurnýja sögu- handrit allt fram á þessa öld. Dr. Ólafur Halldórsson: Handritið og saga þess Skarðsbók er í stóru broti,^ 36,2x27,6 sm, en hefur upphaf- lega verið um það bil 38x28 sm. Þegar bókin var skrifuð hefur verið valin í hana fallegt og gallalaust bókfell, letur á henni er óvenju stórt og rúmt bil milli lína, og spássíur eru stærri en almennt gerist í íslenskum mið- aldahandritum. Einn af bestu skrifurum landsins hefur verið fenginn til að skrifa texta og fyrirsagnir.og lýsingar í bókinni eru með handbragði fágæts listamanns. Engar heimildir eru varðveittar um það, hvar eða fyrir hvern Skarðsbók hafi verið skrifuð, en líkur benda til að hún hafi verið skrifuð í klaustrinu að Helgafelli. Dr. Selma Jónsdóttir listfræðingur hefur bent á, að gjafaramynd í bókinni gefi til kynna, að sá sem lét gera hana hafi ætlað að gefa hana, líklega kirkjulegri stofnun. Fyrsti eig- andi Skarðsbókar sem vitað er um með vissu var Eggert Hann- esson lögmaður (d. um 1583); hann gaf bókina dóttursyni sín- um, Birni syni Magnúsar prúða; sonur Björns Magnússonar var Eggert ríki að Skarði á Skarðsströnd; hans dóttir var Arnfríður, kona Þorsteins Þórð- arsonar að Skarði. Systursonur Þorsteins var Þórður Jónsson prestur á Staðastað. Hann hafði Skarðsbók með sér til Kaup- mannahafnar 1697, og hjá hon- um fékk Árni Magnússon bók- ina. Skarðsbók kom aftur til íslands 3. júní 1975 og hefur verið varðveitt í Stofnun Árna Magnússonar í Árnagarði síðan. Giskað hefur verið á, að Egg- ert Hannesson hafi fengið Skarðsbók að erfðum eftir Björn Guðnason í Ögri, móðurföður sinn, og styðst sú ágiskun við klausu í skrá sem Björn í Ögri gerði um peningaskipti við Guðna Jónsson föður sinn. í skrá þessari segist Björn hafa fengið föður sínum „lögbók með réttar- bótum og kristinrétt og hirðsið- um, hver að keypt var og seld fyrir fimm hundruð" (þ.e. fimm kýrverð). Efnið kemur heim við Skarðsbók, og verðið bendir væntanlega til að um dýra bók hafi verið að ræða, en enga sönnun er hægt að finna fyrir því að Björn í Ögri hafi átt bókina. Einnig hefur verið gisk- að á að Ormur lögmaður Snorra- son að Skarði hafi látið skrifa Skarðsbók. Vitað er að hann hefur látið skrifa handrit, t.d. Postula sögurnar frá Skarði, sem hann gaf hálfar Skarðs- kirkju, en það handrit hefur áreiðanlega verið skrifað á sama stað og lögbókin. En í lögbókinni frá Skarði er engan stafkrók að finna sem gæti bent til þess hver hafi verið fyrsti eigandi hennar, og í bókinni sjálfri er enginn ávitull um að hún hafi nokkru sinni verið gefin þeirri stofnun sem hún virðist í fyrstu hafa verið ætluð. Sigurður Lindal, prófessor: Ef ni Skarðsbókar Sá sem lét skrifa Skarðsbók hefur sett sér það markmið að færa í einn stað öll helstu lög sem hann hefur talið að vörðuðu íslendinga, bæði veraldleg og andleg. Fremst er Jónsbók sem lögtekin var á Alþingi 1281, en síðan réttarbætur, 23 talsins, hin elsta frá 1280, en hin yngsta, sem ársett verður með vissu, frá árinu 1353. Þessu næst er Hirðskrá, þau lög sem hirðin laut. Þá taka við kirkjulögin: Kristinréttur Árna biskups Þor- lákssonar, sem samþykktur var á Alþingi 1275, en þar á eftir fylgja svo skipanir biskupa og samþykktir kirkjuþinga. Enn- fremur eru í handritinu formál- ar af ýmsu tagi, greinar úr kirkjulögum og nokkrir fróð- leiksmolar af öðru tagi. Miðaldir eru merkilegt tímabil í sögu stjórnarhátta og réttar- skipunar í Evrópu. Við upphaf þeirra má kalla að verið hafi ringulreið í öllum félagsháttum en við lok þeirra var þjóðfélagið komið í nokkuð fastar skorður. Þróun lögfræðinnar átti hér drjúgan hlut að máli, en þar var mest um vert er menn uppgötv- uðu hina fomu réttararfleifð Rómverja á 11. öld og tóku að beita aðferðum skólaspekinnar við túlkun og aðra úrvinnslu laganna. Hugtök voru skýrð og skilgreind betur en áður, al- mennar reglur komu í stað sérstakra ákvæða sem bundin voru við einstök tilfelli, og vísir að skipulegu stjórnkerfi í stað losaralegs samfélags sjálfstæðra höfðingja. Með þessari bættu lagatækni náðu menn betri tök- um á stjórn þjóðfélagsins en áður. Veður víða um heim Akureyri 1 skýjað Amsterdam 6 skýjaó Aþena 15 heiðskírt Berlín 2 skýjað BrUssel 5 skýjað Chicago 11 heiðskirt Franklurt 4 heiðskírt Færeyjar 9 alskýjað Genf -1 skýjað Helsinki -1 skýjað Jerúsalem 8 rigning Jóhannesarb. 23 heiðskirt Kaupmannahöln 3 skýjað Las Palmas 12 rigning Lissabon 18 heiöskírt London 5 heiðskírt Los Angeles 31 heiðskírt Madrid 10 heiðskírt Malaga 11 skýjað Mallorca 12 skýjað Miami 24 skýjað Moskva -5 heiöskírt New York 14 rigning Osló -2 heíðskírt Parfs 6 heiðskírt Reykjavík -3 ól Ríó de Janeiro 38 heiðskirt Rómaborg 9 heiöskírt Stokkhólmur -2 heiðskírt Tel Aviv 16 rigning Tókýó 11 snjókoma Vancouver 14 rigning Vínarborg 2 skýjaö Berlinguer, Marchais og Carillo ekki til Moskvu Mmkvu 17. (ebrúar. — AP. HÁTTSETTUR flokksleiðtogi í Sovétríkjunum vill lítið gera úr þýðingu þess að ýmsir helztu kommúnistaleiðtogar í Vestur- Evrópu ætla ekki að sækja 26. þing sovézka kommúnistaflokks- ins, sem hefst í Moskvu á mánu- daginn kemur. Leiðtoginn, Leonid Zamyatin, kvaðð það segja sína sögu að á annað hundrað erlendar sendinefndir kæmu til fundarins, — hitt skipti minna máli, hverjir veittu þeim forstöðu. Meðal þeirra, sem ekki verða á þessum fundi, eru Enrico Berl- inguer, leiðtogi ítalskra kommún- ista, George Marchais, forystu- maður franskra kommúnista, og Santiago Carillo, leiðtogi spænskra kommúnista. Áflog í þinginu Nýju Delhl, 17. febníar. — AP. HANDALÖGMÁL urðu í ind- verska þinginu í dag, í fyrsta sinn í sögu þess, og varð að frcsta fundi þcss vegna. Upp- hafið var það að þingmaður einn, scm vildi fá orðið en fékk ckki. mótmælti með ópum og óhljóðum. Brugðu nokkrir starfsbræður hans hart við og keyrðu hann niður í stól þar scm þeir héldu honum föstum. Þegar hér var komið sögu sáu ýmsir þingmenn sig knúða til að mótmæla meðferðinni á manninum, og áður en varði æstist leikurinn svo að full- komin óreiða ríkti í þingsaln- um. Leiðtogar þingflokkanna sneru sér loks að því að bera klæði á vopnin og róa sína menn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.