Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 25 Margs konar skemmdir í Reykjavík: 300 menn sinntu um 200 útköllum TIL almannavarnarnefndar Reykjavíkur bárust um það bil 200 útköll og var það mest til að aðstoða fólk sem átti i erfiðleikum vegna hvers konar skemmda, en flest tilfellin voru vegna foks, járnplötur voru að fjúka af hús- um, ok valda skemmdum. sagði Egill Skúli Ingibergsson borgar- stjóri i samtali við Mbl. i gær. Almannavarnarnefndin sat í gær fund þar sem farið var yfir helstu atburðina í fyrrinótt og metið hvaða lærdóm mætti draga. Sagði hann helst hafa komið i ljós að erfiðleikum var bundið að ná símasambandi. — Við höfum ekki enn getað gert okkur grein fyrir því hversu mikið tjónið er, en það er þó gífurlegt. Misjafnlega miklar skemmdir urðu, t.d. mjög miklar hjá ríkisspítölunum þar sem hluti af þaki á Landspítalahúsi fauk af, þakplötur fuku af einstökum heil- um fjölbýlishúsum og skemmdu m.a. línur í Árbæjarhverfi þannig að truflanir hafa verið stöðugar á rafmagnsdreifingu í dag. Þá fauk gler af gróðurhúsi Blómavals og allt þetta skapaði næg verkefni þeim nærri 300 mönnum, sem voru á ferð um nóttina við björgunar- störf. Þar var um að ræða tvær vaktir lögreglu- og slökkviliðs- manna, menn frá Flugbjörgunar- sveitinni Ingólfi og skátunum og starfsmenn borgarverkfræðings. Þá buðu einnig nokkrir einstakl- ingar fram hjálp sína með ýmsum tækjum, sem þeir höfðu yfir að ráða. Þá hafa í dag streymt til lögreglunnar tilkynningar um tjón á bílum, en það er ógerningur að slá á hversu mikið tjónið er. Þá er talsverður kostnaður því samfara að hafa starfsmenn í vinnu á þessum tíma, en í svona neyðartilvikum er ekki spurt um kostnað, hér verða allir að leggja sitt fram. Samvinna okkar við Almannavarnir ríkisins var með ágætum, en við höfðum aðstöðu í húsnæði þeirra og var nefndin við störf fram til kl. 2 um nóttina, sagði borgarstjóri að lokum. Lögreglan: Stöðugur straumur fólks að tilkynna tjón — ÞAÐ HEFUR verið stöðugur straumur fólks hingað i allan dag til að tilkynna og gefa skýrslur um tjón á eignum sín- um, sagði Erlendur Svcinsson aðalvarðstjóri á lögreglustöðinni við Hverfisgötu, þegar haft var samband við hann í gær. — Lögreglumenn taka skýrslur af fólkinu en öll úrvinnsla verður að bíða og því liggur ekki fyrir hve margir hafa komið til okkar og tilkynnt tjón. Það hefur orðið tjón um aila borgina, á húsum, bílum og innanstokksmunum, t.d. eyði- lögðust sjónvarpstæki í nokkrum íbúðum þegar rúður splundruðust. Tjónið hjá sumu fólki skiptir milljónum gamalla króna, sagði Erlendur. yrPlatan stefndi á framrúðuna“ -Ég var að fara úr vinnunni inni á Grensásvegi laust eftir klukkan átta á mánudagskvöld- ið og ætlaði aldrei að hafa það frá húsinu að bílnum.“ sagði Axel Sölvason, starfsmaður Raunvisindadeildar Háskólans, i samtali við Mbl. „Fyrst fauk ég, en var þá komin nálægt bilnum, og tókst að ná taki á hurðarsnerli. Svo ofsalegt var rokið, að ég sviptist frá hílnum og j)á langar leiðir. Eg veit ekki hvað langt, en ég stöðvaðist af því að fyrir mér varð ræsi. Sú fyrirstaða nægði til að ég fauk ekki lengra og þegar aðeins kom hlé sætti ég lagi og skreið upp úr ræsinu. Einhvern veginn tókst mér að hafa það að bílnum og sleppa inn áður en næsta hviða kom. Um leið og ég var að komast inn í bílinn kom plata fljúgandi og stefndi á bílinn. Hún fór framhjá, en um leið og ég var seztur inn kom önnur og hún stefndi beint á framrúðuna. Mér datt ekki annað í hug, en að ég fengi hana framan í mig, en með einhverjum óskiljanlegum hætti breytti hún um stefnu. Nú, kunningi minn var með mér og ég þurfti að koma honum vestur á Hjarðarhaga áður en ég færi heim til mín upp í Árbæ. Ferðin gekk slysalaust, en ég þakka það fyrst og fremst því hvað ég var á traustum bíl, — Mercedes Benz með dísilvél. Ég stórefast um að ég hefði haft það á litlum bíl,“ sagði Axel Sölva- son. spurt og svarað Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Framtalsfrestur rennur út á miðnætti í nótt og birtist hér síðasti þátturinn að þessu sinni í lesendaþjónustu Morgun- blaðsins „Spurt og svarað um skattamál“. Vaxtatekjur af innistæðum J.J. spyr: Bætast vaxtatekjur við stofn til álagningar útsvars, ef maður notar vaxtafrádrátt í stað 10% reglunnar? Er það þá öfugt, ef maður notar 10% regluna? Svar: Vaxtatekjur hafa engin áhrif á stofn til álagningar útsvars, en geta skert frádráttarbærni vaxta. Skyldusparnaður námsmanna: N.N. spyr: Er skyldusparnaður ekki frádráttarbær, þó svo maður hafi rétt til að taka hann út, en nýtir þann rétt ekki? Eg er við nám, hef fengið skyldusparnað, en ekki nýtt mér heimild til þess að taka hann út og er mér tjáð að ég geti ekki talið hann til frádráttar. Svar: Skattyfirvöld hafa yfirleitt talið, að námsmenn nýti sér þann rétt, þ.e. að taka skyldusparnaðinn út, og þá hefur hann ekki verið frádráttarbær. Þau svör fengust hjá skattyfirvöldum að ef náms- maður tæki ekki skyldusparnaðinn út, ætti hann eflaust rétt á að draga hann frá. Þó verður viðkomandi námsmaður aftur á móti að leggja fram sönnun þess, að svo sé. Kostnaður við byggingu sumarhúsa Lilja Gísladóttir spyr: Er kostnaður við byggingu sumarbústaða frádráttarbær, þ.e. vaxtagjöld sbr. byggingu fasteigna? Svar: Nei. Nám við erlenda skóla Ilalldór Sigurðsson, Hagamel 23, Reykjavík: Islenzkur maður dvelur við nám utan Evrópu. Hann á lögheimili í því landi sem hann nemur í. Hann kemur heim á miðju ári og vinnur hér fyrir launum. Á hann ekki rétt á námsfrá- drætti, eins og um nám við erlendan háskóla sé að ræða? Ef ekki, eftir hvaða lögum er þá farið? Svar: Hafi hann flutt til landsins á árinu verða tekjur hans hér og frádráttur þeim tengdur lagður til grundvallar skatt- lagningu og skattur á lagður skv. 2. mgr. 70 gr. Söluhagnaður aí fyrnanlegum eignum Halldór Jónsson, Patreksfirði: 1. Hvernig reiknast söluhagnaður af fyrnan- legum eignum, t.d. vélum? 2. Má draga rekstrarhalla á söluári frá söluhagnaði, sem myndast við slíka sölu? Svör: Söluhagnaður af fyrnanlegum eignum telst að fullu til skattskyldra tekna á söluári. Söluhagnaður telst mis- munurinn á söluverði og stofnverði að frádregnum áður fengnum fyrningum, þegar stofnverð og fyrningar hefur verið hækkað samkvæmt verðbreytingastuðli, sem ríkisskattstjóri reiknar út og birtist m.a. í leiðbeiningum Rikisskattstjóra. Sjá nánar 10.—27. gr. skattalaganna. Sölu- hagnaðurinn færist með öðrum rekstrar- tekjum og hefur þapnig áhrif á rekstrar- tap. F æðingarstyrkur Jórunn Guðmunsdóttir, Ilamraborg 4, Kópavogi: Hvar á að gera grein fyrir greiðslum úr atvinnuleysisstryggingasjóði vegna barnsburðar, þ.e. fæðingarstyrk. Á að telja þetta með launum frá atvinnurek- anda, eða á annan hátt? Svar: Færist til tekna í lið T6. Flugnám Magnús Guðmundsson, Háaleitisbraut 36, Reykjavík: Er kostnaður við flugnám frádrattarbær? Svar: Námsfrádráttur fyrir sex mánaða nám hérlendis er 725.000 kr. Ef um er að ræða óreglulegt nám eða námskeið skal námstími reiknaður í kennslustundafjölda á tekjuárinu og telst þá sex mánaða nám samsvara 624 kennslustundum. Frádrátt- urinn er síðan lækkaður hlutfallslega eftir námstímanum. Iðnaður eða iðja? Vilmundur Jónsson, Akranesi: 1. Er vinna við innrömmun á íslandi löggilt iðngrein, eða er það talin iðjuvinna? Hvort ákvarðast slík vinna sem laun iðnaðarmanns eða iðjumanns? 2. Greiðist iðnaðarmannagjald af þess- ari vinnu og til iðnlánasjóðs? 3. Innrömmunarverkstæði hefur heim- ild til að selja efni og vinnu. Telst slíkt verkstæði þá verzlun? Svör: 1. Fyrirspyrjanda er bent á Iðnaðarráðuneytið vegna spurningar sinn- ar og Viðskiptaráðuneytis vegna spurn- ingar nr. 3. 2. Álagning iðnlanasjóðsgjalds fer eftir svari við spurningu númer eitt. Iðnaðar- mannagjald er ekkert til, en iðnaðargjald var ekki lagt á 1980, því lög þess efnis hafa ekki verið framlengd. Þinglýsingar og lántökugjöld Jón Ilassing, Hraunbæ 198, og Sólveig Sigurbjörnsdóttir Skriðustekk 17. Rey- kjavík: Eru þinglýsingargjöld og lántöku- gjöld frádráttarbær, eins og vextir, og má telja þau með vöxtum? Svar: á bls. 6 í leiðbeiningum Ríkis- skattstjóra segir: „Lántökukostnaður: Athygli er vakin á því að með vaxtagjöld- um má telja lántökukostnað og árlegan og tímabundinn fastakostnað eða þóknanir af lánum, þar með talin víxillán og stimpilgjöld af víxlum" Þarna er ekki minnst á þinglýsingagjöld, en spurning er, hvort slík gjöld teljast ekki tímabundinn fastakostnaður. Til öryggis virðist rétt að geta þessara gjalda á eyðublaðinu og láta á það reyna, hvort ekki sé tekið mark á þeim sem slíkum. Endurgreiðslur frá Gjaldheimtunni Jón Hassing. Ilraunba1198, Reykjavík: Á að telja fram endurgreiðslur frá Gjaldheimtunni þ.e. fjölskyldubætur sem endurgreiddar eru og þá hvar á eyðublað- inu? Svar: Nei.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.