Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.02.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 29 Brynhildur Sigurð- ardóttir - Minning Hinn 8. þ.m. andaðist í Borg- arspítalanum Brynhildur Sigurð- ardóttir til heimilis að Strönd við Nesveg, Seltjarnarnesi. Brynhildur Sigurðardóttir var fædd á Fáskrúðsfirði þann 7. marz 1913. Foreldrar hennar voru hjón- in Sigurður Björgólfsson kennari og Svava Björgólfs. Sigurður var fæddur að Kömb- um í Stöðvarfirði 11. desember 1887 og ólst þar upp. Frú Svava var fædd 20. nóvem- ber 1888 að Stóru-Brekku í Hörg- árdal. Hún var ung tekin til fósturs af móðurbróður sínum, Snorra Jónssyni kaupmanni á Ákureyri, og konu hans, þar ólst hún upp til fullorðinsára. Snorri Jónsson var mikill at- hafnamaður norðanlands og naut Svava góðs uppeldis hjá þeim hjónum, frú Lovísu og Snorra. Sigurður Björgólfsson hlaut góða menntun, hann útskrifaðist úr Verzlunarskólanum 1908 og sótti kennaranámskeið tvö ár að loknu námi í Verzlunarskólanum. Hann varð kennari í Fáskrúðs- firði 1912, sama ár, 1. september, gekk hann að eiga Svövu. Hann kenndi aðeins tvö ár í Fáskrúðsfirði og flutti þá til Seyðisfjarðar, þar var hann kenn- ari til 1919. Árið 1920 flutti svo fjölskyldan til Siglufjarðar og þar var Sigurð- ur kennari við barnaskólann til 1946. Sigurður og Svava fluttu frá Siglufirði árið 1959. Sigurður and- aðist í Reykjavík 10. desember 1964, en kona hans var þá látin, hún andaðist í Reykjavík 29. september 1960. Ég tel það hafa verið happ fyrir Siglufjörð að þessi fjölskylda flutti þangað. Hvorttveggja var að Sigurður var góður kennari — kenndi aðallega landafræði, sögu og teikningu — og hann var leikari góður og stjórnaði allmörg- um leiksýningum og málaði leik- tjöld. Svava Björgólfs studdi mann sinn dyggilega enda sjálf góð leikkona og áhugasöm um leiklist. Sigurður Björgólfsson var mik- ill málamaður og þýddi fjölda bóka. Hann samdi og leikrit og ljóð. Hann stofnaði blaðið Einherja í Siglufirði, hann var um nokkur ár ritstjóri þess blaðs svo og blaðs sjálfstæðismanna, Siglfirðings. Einnig var hann ritstjóri Glett- ings. Það var gamanblað og skemmti mörgum í skammdeginu. Þau hjón eignuðust 6 börn. Tvö misstu þau í frumbernsku en fjögur náðu fullorðinsaldri. Élst var, eins og fyrr segir, Brynhildur sem hér er minnst, fædd 1913. Rögnvaldur, bókbind- ari, f. í Reykjavík 20. ágúst 1914, Snorri, f. 16. september 1916, hann varð sjómaður og drukknaði 29. september 1942. Yngstur barnanna er Björgólfur Kristinn, klæðskeri, Reykjavík, f. 13. ágúst 1924. Ég hefi orðið nokkuð langorður um foreldra Brynhildar en það er nú svo, að þegar ég var að hugsa um líf hennar og störf, þustu fram minningarnar um foreldra hennar og bræður, en við Snorri bróðir hennar vorum gamlir nágrannar, leikfélagar og fermingarbræður. Það var mikil sorg í Siglufirði 29. september 1942, þegar bátur hans og félaga hans fórst í fiski- róðri á eftirminnilegum blíðviðris- degi. Brynhildur Sigurðardóttir var sjö ára þegar hún flutti til Siglu- fjarðar. Hún hafði oft orð á því við mig hversu góðrar æsku hún hefði notið í Siglufirði, og taldi hún Siglufjörð ætíð sinn heimabæ þótt hún hafi ekki fæðst þar. Árið 1940 flutti Brynhildur al- farin frá Siglufirði til Reykjavík- ur. Ári seinna hóf hún störf á Hótel Borg þar sem hún kynntist Jóhannesi Jósefssyni hóteleig- anda, hinum fræga glímukappa, sem varð lífsförunautur hennar þar til hann lést 5. október 1968. Heimili þeirra var að Svalbarða á Seltjarnarnesi en árum saman dvöldu þau sumarlangt að Lundi við Hítará. Brynhildur og Jóhannes voru að sögn þeirra er best til þekktu einstaklega hamingjusöm og sam- hent hjón, gestrisin og rausnarleg. Orð var á því haft hversu vel Brynhildur annaðist Jóhannes hin seinni ár þegar hann var farinn að heilsu, sú umönnun einkenndist af ástúð og umhyggju. Þeim Jóhannesi varð ekki barna auðið en Brynhildur hafði eignast dóttur áður en hún kynntist Jó- hannesi. Eftir lát Jóhannesar flutti Brynhildur frá Svalbarða og bjó alla tíð síðan hjá dóttur sinni, foreldra sinna með virðingu og þakklæti. Þegar til Reykjavíkur kom, beið hennar hamingjan og hún kunni með hana að fara. Hún var þannig í stakk búin að velgengnin steig henni aldrei til höfuðs, hún naut hamingjuríkra ára með Jóhannesi Jósefssyni en þegar hann féll frá var lokið litríkum kafla í lífi hennar, eftir það naut hún minn- inganna og var í skjóli elskaðrar dóttur og barnabarna til hinsta dags. Heim að Strönd sendi ég og fólk mitt innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Jón Kjartansson Svövu Björgólfs, og tengdasyni sínum, Ingimundi Helgasyni lög- regluvarðstjóra, að Strönd við Nesveg. Brynhildar er nú sárt saknað af dóttur sinni og tengdasyni, börn- um þeirra og tengdasyni og lang- ömmubarninu svo og af bræðrun- um Rögnvaldi og Björgólfi og öðru skylduliði. Öllu þessu fólki sínu hafði hún reynst hin ágætasta móðir, tengdamóðir, amma, systir og langamma. Nú á kveðjustund er þess sér- staklega minnst hversu einkar kært var með þeim mæðgum Brynhildi og Svövu. Brynhildur naut þess síðustu árin að búa í nálægð barnabarna sinna og var þeim einstök amma. Börn Svövu og Ingimundar Helgasonar eru þessi, talin í aldursröð: Brynhildur, hjúkrunarfræðing- ur, gift Haraldi Johannessen, stud. jur. Þau eiga einn son, Matthías, var hann augasteinn langömmu sinnar, eigi síður en barnabörnin. Yngri dóttir Svövu og Ingi- mundar er Ragna, hún stundar nám í Myndlista- og handíðaskól- anum. Yngstur er Jóhannes, hann er nú í Valhúsaskóla. Brynhildur Sigurðardóttir and- aðist fyrir aldur fram. Hún verður jafnan minnisstæð þeim er þekktu hana best. Austurland fóstraði hana fyrstu árin. Ung kom hún til Siglufjarðar, og unni þeim bæ. í foreldrahúsum nutu hún og bræður hennar uppeldis góðra foreldra og minntist hún oft Árlega á Þorláksmessu var ég vanur að drepa á dyr hennar og færa henni svolítið jólakerti á grenigreinum. Hún tók mér ætíð opnum örmum, kveikti strax á kertinu, hellti kaffi í bollana okkar og svo ræddum við drykk- langa stund um liðna daga, um upphaf kynna okkar og um hátíð ljósanna, sem í vændum væri. Þetta voru árvissir fundir okkar Brynhildar, sem ekki brugðust nema ef veikindi bönnuðu. En á síðustu Þorláksmessu reyndist mér gagnslaust að drepa á dyr hennar. Ég skildi kertið eftir við dyrnar hennar og hvarf á braut. Það vottaði fyrir geig í hjarta mínu. Hvar gat Brynhildur verið? Brynhildur Sigurðardóttir hef- ur nú hvatt okkur og sofnað svefninum langa. Góð kona og vinur er gengin yfir landamærin miklu, gengin á vit vinar síns og eiginmanns, Borgarbóndans nafnkunna, Jóhannesar Jósefsson- ar, hins víðfræga glímukappa, veiðimanns og drengskapar- manns. Jóhannes á Borg gaf mér hina sérstöku og traustu vináttu sína. Til þess lágu þau rök, að faðir minn og Jóhannes voru aldavinir frá bernskudögum þeirra á Akureyri. Við Jóhannes áttum sameiginleg áhugamál þar sem veiðiskapurinn var, bæði með byssu og stöng, og svo að sjálf- sögðu íþróttamálin. Hin mikla og góða vinátta okkar Jóhannesar varð grunnurinn að kynnum og vináttu okkar Brynhildar og færð- ist þannig til okkar beggja í gegnum Jóhannes. Og ég minnist þess sérstaklega nú, við fráfall Brynhildar, að hún hringdi til mín árla dags og sagði við mig: „Jakob — hann Jói er dáinn." „Já,“ svaraði ég, „hann bankaði í nátt- borðið mitt klukkan hálfsex í morgun.“ Þetta fór saman. Bryn- hildi setti hljóða. Nú hefur hún hitt vininn sinn stóra. Ég vík að þessu vegna þess, að við Brynhildur ræddum oft um hin dulrænu málefni í langvarandi veikindum Jóhannesar og eftir lát hans. Ekki gat það farið framhjá neinum, sem gestur gerðist á heimili þeirra Jóhannesar og Brynhildar, hve mikla ást og umhyggju hún sýndi bónda sínum og hve nærgætnislega og smekk- lega hún skóp umhverfi þeirra. Og þá fór það heldur ekki framhjá neinum, hve annt þau bæði létu sér um heimili og börn Svövu, dóttur Brynhildar, og Inga, eigin- manns hennar og naut þar Jói litli mest eftirlætis Jóhannesar, enda bar hann nafn hans. Umhyggja Brynhildar fyrir heimili þeirra Jóhannesar var með sérstökum hætti og til fyrirmynd- ar. Þó var það enginn leikur að vera eiginkona jafn skapríks manns og Jóhannes var. En Bryn- hildi fórst slíkt ákaflega fallega og vel úr hendi og kom það bezt í ljós í hinum löngu veikindum bónda hennar hin síðustu árin, sem hann lifði. Þess vegna, ásamt mörgu öðru, eru minningarnar um sam- verustundirnar með þeim hjónum hjartfólgnar og kærar og þá ekki hvað sízt er þau voru sótt heim í Lundinn — veiðihús Jóhannesar við Hítará — þegar allt lék í lyndi og lífsljósið varpaði geislunum fram á veginn. Brynhildur var þar ekki eftirbátur bónda síns, glað- vær, gáskafull og framúrskarandi hreinskiptin. Brynhildur hafði mikið yndi af skáldskap, einkum þó og sérílagi, af ferskeytlum og lausavísum, enda hafði faðir hennar, Sigurður Björgólfsson á Siglufirði, safnað og eignast óvenjulegt safn af slíkum alþýðukveðskap. Flugu oft hinar fleygu vísur af vörum þeirra hjóna þegar gesti bar að garði og gleðin sat við völd. Kvödd er góð kona og kær vinur. Ferðum mínum til hennar á Þor- láksmessu með jólakertið er lokið. Hún kveikir ekki oftar á því kerti, logi þess er slokknaður eins og lífsljós Brynhildar. Ég þakka Brynhildi Sigurðar- dóttur fyrir samverustundirnar, fyrir hina tryggu og miklu vináttu við mig og mína, vináttu sem bar ætíð einkenni nærgætni og hrein- lyndi. Fólki hennar flyt ég samúð- arkveðjur mínar í djúpri sorg þess, því að mér var mæta vel kunnugt um hve vel og sterklega Brynhildur stóð að baki sínum. Ég bið algóðan Guð að blessa hana og styðja hana til góðrar ferðar yfir hina „miklu móðu“. Jakob V. Hafstein Minning: Guðbjörg Jónas- döttir - Skíðbakka Fædd 8. apríl 1907. Dáin 28. desember 1980. ■Að hrytíiíjast og >{IW>jast, hér um (áa datta. Að heilsast ok kveðjast. það er llísins satta ...“ Að morgni 28. des. sl. barst okkur sú fregn að hún Guðbjörg í austurbænum hefði orðið bráð- kvödd þá um nóttina. Við áttum erfitt með að trúa því sem orðið var, þar sem hún hafði verið í jólaboði hjá okkur kvöldið áður. En það sannast hér, sem oft áður að skammt er milli gleði og sorgar. Hún hafði að vísu búið við lélega heilsu nokkuð lengi, en alltaf verið kát og hress á að hitta, þannig að okkur fannst hún eiga ólifað með okkur mörg ár enn. Guðbjörg Jónasdóttir var fædd í Hólmahjáleigu í Austur-Landeyj- um, dóttir hjónanna Ragnheiðar Halldórsdóttur og Jónasar Jónas- sonar sem þar bjuggu. í Hólmahjáleigu ólst Guðbjörg upp í giöðum systkinahópi og dvaldist þar að mestu, þar til hún giftist Erlendi Árnasyni á Skíð- bakka þann 16. júní 1934, og átti sitt heimili á Skíðbakka síðan. í Hólmahjáleigu var myndar og rausnar heimili og var það Guð- björgu gott vegarnesti, því það átti fyrir henni að'liggja að vera húsmóðir á gestkvæmu heimili. Þegar við hugsum um Guð- björgu kemur fyrst og síðast upp í hugann, hvað hún var alltaf glöð, hlý og einlæg og hvað hún hafði gaman af að gefa, ekki síst börnum, og nutu drengirnir okkar þess í ríku mæli. Það má með sanni segja, að ekki vissi hægri höndin hvað sú vinstri gjörði. Aldrei minnumst við þess að hún talaði um það þó hún gæfi einhverjum eitthvað, hún gaf af því hún naut þess sjálf, en ekki til að miklast í augum annarra. Guðbjörg hafði létta lund og átti gott með að umgangast fólk, og aldrei sást hún skipta skapi, þó á móti blési. Guðbjörg og Erlendur eignuðust þrjú börn. Þau eru: Árni, bóndi og bifreiðarstjóri á Skíðbakka III, kvæntur Laufeyju Hauksdóttur, Ragna, húsfreyja í Þorlákshöfn, gift Sigurði Helgasyni, Sigríður Oddný húsfreyja, Skíðbakka I, gift Albert Halldórssyni. Nú að leiðarlokum viljum við öll í vesturbænum þakka Guðbjörgu vináttu og tryggð liðinna ára, vináttu sem aldrei bar skugga á. Eftirlifandi eiginmanni hennar Erlendi Árnasyni, börnum þeirra, tengdabörnum og barnabörnum, vottum við innilega samúð. „Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Rúna og Eyvindur Fjárhagsáætlun Njarðvíkur: Tæplega 50% hækk- un frá fyrra ári BÆJARSTJÓRN Njarðvíkur af- greiddi á fundi sinum. þriðjudag- inn 10. febrúar. fjárhagsáætlun bæjarins fyrir árið 1981. Aætlunin var lögð fram til fyrri umræðu 22. des. sl. og almennur borgarafundur um áætlunina var i laugaruaginn i. ieoruar. Niðurstöðutölur áætlunarinna eru kr. 12.607.000,- og er hækkuni frá fyrra ári tæp 50%. Helst tekjuliðir eru þessi: Otsvar kr. 6.615.000 AðstoðuKÍald kr. 2.240.000 FasteÍKnaKÍöld kr. 1.902.000 jöfnunarsiðður kr. 1.250.000 Wttbýlislé kr. 190.000 Vcxtiro.fl. kr. 270.000 Helstu gjaldaliðir eru: Stjórn bæjarins kr. 924.100,- AlmannatryKKÍnKar <>k félaKshjálp HeilbrÍKðismál Fræðslumál Æskulýðs- ok iþróttamál Hreinlætismál OatnaKerð <>k KanKstéttir FÍKnahreytinKar kr. 1.180.300,- kr. 568.000,- kr. 1.668.110,- kr. 945.000,- kr. 773.000.- kr. 3.218.000,- kr. 1.136.000,- Á síðasta ári var lagt slitlag á 1165 metra af götum og hefur þá verið lagt slitlag á 68,8% gatna- kerfisins. Á síðasta ári voru í byggingu 94 íbúðir, 67 bílgeymslur og 12 byggingar til iðnaðar og fyrir opinbera aðila. Meðalstærð full- gerðra íbúða á árinu var 106 fm. Ibúar í Njarðvík um siðustu áramót voru tæplega 2.000 manns og hafði fjölgað um 90 manns, eða 4,67% frá fyrra án. Fréttatilkynning. Lokað í dag frá hádegi vegna jaröarfarar GUDNA G. GUÐMUNDSSONAR. Brimborg hf., Toyotavarahlutaumboðið hf., Ventill hf., Ármúla 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.