Morgunblaðið - 18.02.1981, Side 10

Morgunblaðið - 18.02.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 1981 Nú eru tæp tvö ár síðan ayatollah Ruhollah Khomeini sneri heim úr útlegð. Yfir milljón manns söfnuðust saman á fluRvellinum í Teheran til að fagna Khomeini — þjóðhetjunni, sem sneri aftur til heimalandsins eftir 14 ára útlegð. En undanfarna mánuði hefur lítið borið á trúarleiðtoganum og fyrir skömmu viður- kenndi hann, að hann ætti við krankleika að stríða. Hann hefst nú við í húsi sínu í norðurhluta Teheran — þar iðkar hann bænir og tekur á móti gestum auk þess, að hann fer regiulega í læknisskoðun. Þrátt fyrir nokkra einangrun og þrátt fyrir að hann geti ekki beitt sér vegna sjúkleika, þá er Khomeini óumdeilanlega æðsta valdið í íran — orð hans eru lög. En sjúkleiki hans veldur mörgum stuðnings- mönnum hans áhyggjum. Hann fékk hjartaslag í febrúar fyrir réttu ári og auk þess segja heimildir, sem þó hafa ekki verið staðfestar, að Khomeini eigi við hrörnunarsjúkdóma að stríða. Hann stendur nú á áttræðu. Fyrir utan heimili Khomeinis í Teheran er stöðugt sjúkra- bifreið — til taks ef hjartað gæfi sig. Það er almennt álitið, að ef og þegar Khomeini fellur frá, þá muni myndast tómarúm í írönskum stjórnmálum. Valda- barátta klerkastéttarinnar annars vegar og Bani-Sadr hins vegar muni verða óvægin. Ýmsir klerkar hafa verið nefndir til að taka við stöðu Khomeinis sem æðsti trúarleiðtogi Irana — Fagih. Þar er fyrstur nefndur ayatollah Hossein Ali Montazeri. Hann er 57 ára gamall og hefst nú við í hinni helgu borg, Qom. Mantazeri nýtur þess, að vera í Qom og margra álit er, að guðfræðiskólinn þar hafi hjálpað honum verulega upp virðingarstiga klerkavaldsins. Akvæði íslömsku stjórn- arskrárinnar um kosningu „Fagih" eru óljós og aðeins staðhæft, að hinn trúarlegi leiðtogi Shiite-múslima í Iran skuli vera „þekktur og viðurkenndur sem leiðtogi þjóðarinnar". Hin óljósu ákvæði stjórnarskrárinnar um kosningu „Fagih" gera ef eitthvað, að ýta undir valdabaráttu og togstreitu að Khomeini föllnum. Og ljóst er, að eftir- maður Khomeinis, sem æðsti trúarleiðtogi írana, mun aldrei njóta svipaðrar virð- ingar og hlýðni og Khomeini. Khomeini sneri aftur til Iran þann 1. febrúar 1979 eftir 14 ára útlegð — fyrst í Irak og síðan í París. í útlegðinni varð Khomeini sameiningartákn þeirra afla sem börðust gegn keisarastjórn Reza Pahlavi. Hálfum mánuði eftir að keisar- inn flúði land, lenti flugvél Khomeinis á flugvellinum í Teheran. Yfir milljón manns voru þar samankomnir til að fagna „frelsara" sínum. Mannfjöldinn hrópaði stöðugt „Allah Akhbarb" (Guð er mikill). Við heimkomu Khomeinis féll stjórn Shapour Baktiars en keisarinn hafði falið honum, þekktum andstæðingi sínum, að mynda stjórn. Khomeini setti upp höfuð- stöðvar sínar í hinni helgu borg Qom. Þar hafði hann um sig hóp fylgismanna og hófst handa við að mynda íslamskt lýðveldi og að semja því stjórnarskrá. í hönd fór ógnaröld í landinu. Dóm- stólar voru settir á laggirnar og hver sá sem kunnur hafði verið af stuðningi við keisarastjórnina fyrrverandi var fangels- aður — og fjölmargir þeirra voru skotnir til bana. Kúrdar fengu að kenna á ógnarstjórninni en skærur brutust út í Kúrdahéruðunum. Bandaríska sendiráðið í Teheran var tekið herskildi og sendiráðs- starfsmenn teknir í gíslingu — þeim var haldið í liðlega 400 daga þar til loks náðist samkomulag. írakar gerðu innrás í íran — í stuttu máli sagt: þetta tveggja ára tímabil sem Khomeini hefur verið við völd er tímabil stjórnleysis og mannvíga, haturs og ofsókna. Hörð valdaharátta Elli kerling hefur hrjáð öldunginn Khomeini og hann hefur orðið að draga sig að verulegu leyti í hlé. Enginn efast þó um vald hans og engar meiriháttar ákvarðanir eru teknar án vilja og vitund- ar Khomeinis. En valdabaráttan geisar af hörku og í forsvari tveggja fylkinga eru tveir ólíkir menn. Bani-Sadr forseti lands- ins hefur verið talsmaður hófsamari afla í landinu. En hann hefur átt í vök að verjast gegn hinu öfluga klerkaveldi undir forustu Hashemi Rafsanjani, leiðtoga lýðveldisflokksins sem með stuðningi byltingarsveitanna virðist geta farið flestu sínu fram. Khomeini hefur þó ekki tekið afstöðu að þvi er best verður séð í valdabaráttunni. „Þegar skoðanir mínar og Imam (Khomeinis) fara ekki saman, þá læt ég mínar skoðanir í ljósi,“ sgði Bani-Sadr fyrir skömmu, og bætti við: „En ég hlíti ákvörðunum Imams og tel mig þannig vera á sömu Hnu og hann.“ Hinn almenni, óbreytti borgari í land- inu fylgir Khomeini skilyrðislaust og tryggð hans virðist óbifanleg. „Ég er fátækur vegna keisarans og ég fylgi Imam í einu og öllu: Fyrst og fremst vegna þess að hann er guðhræddur, og einnig vegna þess, að hann trúir á þjóð sína og vill velferð hennar sem mesta," sagði ónafn- greindur verkamaður við vestrænan fréttamann fyrir skömmu. „Hann (Imam) lifir einföldu og fábrotnu lífi og hefur trú á þjóð sinni," sagði annar. Þannig er tryggð hins almenna írana við Imam algjör. Hins vegar hallast hin upplýstari en fremur fámenna millistétt fremur á sveif með Bani-Sadr og skoðunum hans. Millistéttirnar í íran þrá frið á ný — að geta starfað í friði. Sá friður virðist langt undan. (AP) Nóg af vopnum - segir Hussein Beirút 16. febrúar. — AP. „VIÐ HÖFUM fundið nýjar leiðir til að verða okkur úti um vopn, og við höfum m.a. samið við öll öfl á svörtum markaði til að fá þessi vopn og vopnabúnað,“ sagði Sadd- am Hussein forseti Iraks, um leið og hann hafði í hótunum við írani um helgina. Hann sagði að írökum yrði ekki mikið fyrir því að leggja undir sig fleiri borgir og meira landssvæði í íran en þegar er orðið, ef íranir yrðu ekki við áskorunum um að setjast að samningaborði. íranir og írakar halda áfram að lýsa stórsigrum sín- um, en fregnir eru enn sem fyrr óljósar. Þó má víst telja að veruleg átök hafi verið í Zagros-fjöllum og Khuzistan um helgina. Brúðkaupí Luxemborg Luxemhorg. 14. febr. — AP. IIENRI ríkisarfi í Lux- emborg kvæntist 24 ára gamalli kúhanskri konu af lágum stigum, Maria Ter- esa Mestre, á laugardag- inn, sem var dagur heilags Valentins. Konungsfjöl- skyldur og aðalsfólk mættu við vígsluathöfnina í dómkirkjunni. Þau kynntust í háskólan- um í Genf, þar sem þau lögðu stund á stjórnmála- vísindi. Um 700 gestir sóttu brúðkaupsveizluna í höll stórhertogans. Hátíðahöld- unum lauk með flugelda- sýningu. Ungu hjónin eyða hveiti- brauðsdögunum á leyni- legum stað. Þau munu búa á sveitasetri skammt frá Luxemborg. Tékkóslóvakía: Frakkar reknir fyr- ir njósnir Prag, 16. febrúar. — AP. TVEIR franskir sendiráðs- menn hafa verið reknir frá Tékkósióvakíu fyrir tilraunir til njósna í landinu, að því er talsmaður utanríkisráðuneyt- isins í Prag skýrði frá í dag. Er þess krafizt að mennirnir verði á brott „við fyrsta tæki- færi“. Tékkneska ríkisfrétta- stofan segir að hér sé um að ræða starfsmenn hermála- deildar sendiráðsins, en meðal saka sem á þá eru bornar eru umferðalagabrot og ferðalög út fyrir Prag í leyfisleysi. í orðsendingu ráðuneytisins kemur fram að Frakkarnir hafi verið á bannsvæði í Bæ- heimi og sé talið fullsannað að þeir hafi reynt að afla þar hernaðarlegra upplýsinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.