Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 3

Morgunblaðið - 18.02.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRUAR 1981 Heimaeyjar- strandið: „Ömurlegt að horfa á þetta og geta ekkert gert“ „ÞETTA var algjort fárviðri og það gerir sér enjfinn grein fyrir því hvernig var að vera á sjónum i þessu veðri, hvað þá stjórnlaus fyrir veðri og vind- um. það myndi enginn trúa slíkri frásögn ef maður reyndi að lýsa því og því geri ég það ekki,“ sagði Þórður Rafn Sig- urðsson skipstjóri á Ölduljón- inu VE í samtali við Morgun- blaðið í gær en Ölduljónið hafði verið með Heimaey í togi i liðlega eina klukkustund þeg- ar dráttartaugin á milli skip- anna slitnaði eftir að myrkur var skollið á. „Það réðist hreinlega ekki neitt við þetta fyrir veðrinu, fárviðri, stórsjór og óhemjurek á bátunum, enda taka stórir yfirbyggðir bátar mikið á sig i 16—18 vindstigum eins og voru þarna um kvöldið. Við vorum með þriggja tomma dráttarvír, fjögur hundruð faðma langan, og hann söng i sundur á einni kviku á hæg- ustu ferð. Þetta er sorglegur atburður, en ekki við neinn að sakast, ég tel að það hafi ekki verið tekin nein áhætta er aðstoð varð- skipsins var afturkölluð enda Sindri kominn á staðinn, það gerðu allir sitt besta, en við fárviðrið varð ekki ráðið.“ „Þetta var ofsalegt óveður og við vorum í fjóra klukkutíma að berjast við þetta,“ sagði Helgi Ágústsson skipstjóri á skuttog- aranum Sindra. „Þrisvar sinn- um náðu Heimaeyjarmenn leið- aranum frá okkur en misstu hann aftur. Við notuðum línu- byssu, keyrðum hring í kring um bátinn með langan enda, en allt kom fyrir ekki, ég hef aldrei vitað annað eins til sjós og í þessum bardaga höfðum við hreinlega ekki gert okkur grein fyrir því hve skipin rak hratt undan í átt til lands, en við reyndum til hins ýtrasta, því við vorum komnir inn í grunn- brotin þegar við snerum við og urðum að gefast upp. Þá feng- um við feikilegt brot á okkur yfir allt skipið, en það slapp. Heimaey hafði verið undir stanzlausum áföllum allan tím- ann og það var ömurlegt að horfa upp á þetta og geta ekkert gert. Það var hins vegar ekki fyrr en á eftir að maður gerði sér grein fyrir því í hve mikla hættu við vorum raunverulega komnir, því það braut svo langt út þar sem myrkur og særok lögðust á eitt við að gera erfitt fyrir um björgun." Heimaey var djúpt í hafi þegar skipið fékk net í skrúfuna um sexleytið í fyrradag. Kom Ölduljónið VE til hjálpar og tókst skjótt að koma dráttar- taug milli skipanna, þriggja tomma sverum vír sem kubbað- ist í sundur klukkustund síðar eftir að stöðugt hafði þyngt í sjó. Kallaði Ölduljónið þá á aðstoð varðskips sem lá við Eyjar og lagði það þegar af stað kl. 20.10. Um tíu mínútum siðar afþakkaði Heimaey aðstoð varðskipsins þar sem skuttog- arinn Sindri var þá kominn að skipinu sem var þá um fjórar sjómílur vestnorðvestan við Þrídranga fjarri landi og ekki talin það mikil hætta á ferðum að fleiri skip þyrfti til aðstoðar. Varðskipið Þór hætti við sigl- ingu að stjórnlausu skipinu þegar aðstoð var afþökkuð, en veður fór hins vegar stöðugt versnandi og voru um 18 vind- stig á þessum slóðum í um það bil þrjár klukkustundir. Skömmu áður en Heimaey af- þakkaði aðstoð Þórs höfðu kom- ið skilaboð til Heimaeyjar um að ekki mætti nota aðstoð varðskips nema með leyfi trygg- ingarfélags Heimaeyjar. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- ir Sindramanna til að koma taug yfir í Heimaey gekk það ekki upp og nokkrum sinnum misstu Heimaeyjarmenn leiðar- ann frá Sindra, enda lá skipið stanzlaust undir áföllum. Sam- kvæmt upplýsingum frá varð- skipinu Þór var veðurhæðin komin í 80 hnúta um kl. 22 en kl. 23.45 heyrði Þór í talstöð að Sindri og Heimaey voru aðeins 2,7 sjómílur frá landi án þess að tekizt hefði að koma taug í skipið. Þá ákvað skipherrann á Þór að halda ótilkvaddur, segir í dagbók varðskipsins, að skip- unum tveimur á fullri ferð og kom varðskipið að Sindra stundarkorni eftir að Heimaey hafði rekið í brimgarðinn og í strand, en skipverjarnir tveir sem fórust munu hafa verið að reyna að losa ankeri skipsins þegar þá tók út. ilKSSi Heimaey VE 1 á strandstaðnum á Þykkvabæjaríjöru síðdegis í gær IJósm. Mbl. Kristján. Krefjast allsherjar- atkvæða- greiðslu AÐILAR innan Handalags starfsmanna ríkis og bæja hafa hafið undirskriftasöfn- un, þar sem skorað er á stjórn BSRB að efna til allsherjar- atkvæðagreiðslu meðal félags- manna um hinn nýgerða við- aukasamning, sem undiritað- ur var í síðustu viku milli BSRB og íjármálaráðherra. Pétur Pétursson, þulur, sem er einn hvatamanna að þessari und- irskriftasöfnun kvað það vera hættulegt fordæmi, ef gengið er frá samkomulagi af þessu tagi án þess að hinn almenni félagsmað- ur fái nokkuð um það að segja. Þá kvað hann samtökin sem slík einskis virði og spurði til hvers þá væru langvarandi samning- aumleitanir með miklum fund- ahöldum og umræðum í félögun- um. Hann kvað félaga innan BSRB greiða 1% af launum sínum til samtakanna og þótt gott væri að fá Ásgarð með skilum reglulega með- myndum af Kristjáni Thorlacius og Ragn- ari Arnalds, þá kvað hann það ekki nægilegt fyrir félagsgjaldið. vERZLANIR - VERKTAKAR -STOFNANIR -EINSTAKLINGAR Einstakt vöruúrval á einum staö. STILLONGS ullar-nærfötin halda á þér hita. STIL-LOIMGS ullarnærfötin eru hlý og þægileg. Sterk, dökkblá að lit og fást á alla fjölskyld- una. SOKKAR — með tvöföldum botni. HLIFÐARFATNADUR KNIVAR FLATNINGSHNIFAR BEITUHNÍFAR HAUSINGASVEÐJUR FLÖKUNARHNÍFAR DOLKAR — STÁLBRÝNI STJORNULYKLAR TOPPLYKLAR LYKLASETT TENGUR ABA SLÖNGUKLEMMUR VIRAR — TOG LANDFESTAR VÉLATVISTUR BÓMULLARGARN MURVERKFÆRI VERKFÆRI TIL PÍPULAGNA SNJOYTUR - SKÓFLUR SALTSKÓLFUR ÍSSKÓFLUR KLAKASKÖFUR UTIDYRAMOTTUR kókós — gúmmí POLYFILLA — FYLLINGAREFNI Pdins-UIESSEX ^ SCHERfTlULY LÍNUBYSSUR — NEYDARMERKI SKODUNARBUNADUR Þetta er aðeins lítiö sýnishorn. Viö bjóöum einnig í ótrúlegu úrvali VEIÐARFÆRI - ÚTGERÐARVÖRUR - VÉLAÞÉTTINGAR - VERKFÆRI - MÁLNINGARVÖRUR - TJÖRUR BYGGINGAVORUR - SJÓFATNAÐ - VINNUFATNAÐ og ótalmargt fleira. 65 ára reynsla tryggir gæöin Heildsala - smásla — ELZTA OG STÆRSTA VEIOARFÆRAVERZLUN LANDSINS — Ánanaustum, Grandagaröi. Sími 28855.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.