Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 3 Allgóð loðnuveiði LOÐNUVEIÐARNAR hafa geng- ið allvel siðustu daga. þó svo að sjómenn telji ekki, að mikið magn sé á leið vestur með land- inu á leið til hrygningar. í gærmorgun voru skipin skammt útaf Þorlákshöfn, en færðu sig siðan austur á bóginn aftur. Loðnan hefur gengið rösklega vestur með landinu eða í kring- um 10 milur á sólarhring. Miklu af loðnunni hefur verið landað í Vestmannaeyjum, en einnig á flestum Suðurnesjahöfn- um, Akranesi og Bolungarvík. Hrognafylling loðnunnar hefur verið mjög æskileg síðustu daga og mikið verið unnið fyrir Jap- ansmarkað. Frá því síðdegis á fimmtudag þar til síðdegis í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla: Fimmtudagur: Sigurður 700, Súlan 700, Þórshamar 500, Svanur 600, Bjarni Ólafsson 950, Júpiter 900, Ljósfari 560, Hafrún 640, Gullberg 550. Föstudagur: Óli Óskars 800, Huginn 300, Víkingur 600, Magnús 520. Geir Ilallgrímsson Geir og Albert á almenn- um fundi á Selfossi Sjálfstæðisfélagið Óðinn á Sel- en frummælendur verða alþingis- fossi hefur boðað til almenns mennirnir Geir Hallgrímsson og stjórnmálafundar að Tryggvagötu Albert Guðmundsson. 8, Selfossi, sunnudaginn 15. marz, Albert Guðmundsson Kísiliðjan í gang á ný Mývatnssveit, 12. marz. VEGNA sölucrfiðleika var fram- leiðsla stöðvuð hjá Kisiliðjunni sið- ari hluta fehrúarmánaðar og fram að siðustu helgi, en þá hófst fram- leiðslan á ný. Á þessu timahili var timinn notaður til að yfirfara og endurnýja ýmsa hluti verksmiðj- unnar. Einnig er nú verið að setja upp mjög fullkominn hreinsibúnað innan verksmiðjunnar. Vænta menn góðs af þossari framkvæmd. Gert er ráð fyrir, að stöðva Kisiliðj- una einn mánuð i sumar. þ.e. frá miðjum júii fram í miðjan ágúst. Verður þá öllu starfsfólki verk- smiðjunnar gefið sumarfrí samtím- is. Ekki er enn farið að tengja holuna, sem boruð var í Bjarnarflagi á síðasta ári. Nú framleiðir gufu- stöðin þar 1,3 megavött. Hins vegar hefur rafmagnsframleiðsla hennar farið yfir 2 megavött þegar Kísiliðj- an hefur ekki verið í gangi. Fullvíst er talið, að hún geti skilað allt að 3 megavöttum, ef nægileg gufa væri fyrir hendi. Búið er fyrir alllöngu að byggja undir gufuleiðslu frá nýju holunni. Hins vegar er talið, að rörin séu búin að liggja um tíma á Húsavík, en að það vanti peninga til að leysa þau út. Fróðlegt væri að vita hvort það er sannleikanum samkvæmt. Það sem af er góunni hefur veðurfar hér verið mjög óstillt og stormasamt, síðustu daga hvöss norðaustanátt en þó ekki frosthart. Úrkoma sáralítil hér í sveitinni og vegir nánast snjólausir um langan tíma og greiðfært fyrir alla vegfar- endur. Ágætt veður er þó hér í dag. Kristján. Óvíst um áhrif á far- gjöld á leiðum okkar segir forstjóri Flugleiða um far- gjaldahækkanir flugfélaga á Atlantshafi — OKKUR hafa ekki enn borizt nákvæmar fréttir af þessum hækkunum flugfélaga á leiðum yfir Atlantshafió. en við fáum þær fljótlega og þá skoðum við hvort þær geti á einhvern hátt náð til fargjalda okkar. sagði Sigurður Helgason. forstjóri Flugleiða, er Mbl. spurði hann á fimmtudag, hvort hækkanir þess- ar, sem greint var frá i blaðinu á miðvikudag. myndu hafa áhrif á fargjöld Flugleiða yfir Atlants- hafið. — Við getum ekki enn metið þetta vegna þess að svo virðist sem hér sé aðallega um að ræða hækkanir á leiðum milli Banda- ríkjanna og London, en ekki til staða á meginlandi Evrópu, en ef frekari hækkanir koma í ljós þá munum við endurskoða okkar far- gjöld, því ég geri ráð fyrir að við hækkum svipað og aðrir. En það er ekki hægt að segja nákvæmlega til um það ennþá, hér eru einstök félög að hækka fargjöld á einstök- um leiðum í einstökum löndum svo segja má að þetta sé allt í óvissu ennþá, sagði Sigurður einn- ig- Loðnuskipin hafa fengið allgóðan afla síðustu daga á svæðinu frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar. Oft hafa þessi stóru skip athafnað sig á litlu svæði eins og sést vel á þessari mynd. Sjö loðnuskip eru þarna að veiðum og það er Júpiter RE, sem er fremstur á myndinni. (Ljósm. Krístján). UTSYNAR í Súlnasal Hótel Sögu, sunnudaginn 15. marz FERÐAK YNNING — STORVEIZLA — Skemmtun í sérflokki Spænskir hóteleigendur og forystumenn ferðamála á Mallorca og Costa del Sol koma í heimsókn, kynna kostaboð sín á völdum gististöðum Útsýnar og gleðja meö gjöfum. Þar getur fólk kynnst hinum frábæru kjörum, sem Útsýn semur um fyrir farþega sína og tryggir þeim mesta afsláttinn. Kl: 19.00 — Húsið opnað. Lystauki, happdrættismiöar o.fl. spennandi. Ath. boröum ekki haldiö eftir ki. 19.30. ' Kl: 20.00 — Veizlufagnaðurinn hefst stundvíslega: Ljúffengur grill-kjúklingur og grísasteik aö spænskum hætti meö bökuöum kartöflum, salati og tilh. á aöeins kr. 85.00. Ljúf dinnertónlist — Þorgeir og Pétur skemmta — hin glæsilega sumaráætl- un Útsýnar og frábærir gisti- staöir kynntir. Kvikmyndasýning í innri sal. Karon — samtök sýningarfólks meö glæsilega tízkusýningu frá Verzl. Sonju. Okeypis Utsýnarferð o.fl. vegleg verðlaun í skemmtileqri, spennandi spurningakeppni. Fegurð 81: Á Útsýnarkvöldum er jafnan fjöldi fagurra stúlkna. Nú er síðasta tækifæri að bætast í keppnina Ungfrú Útsýn 81. 10—12 stúlkur fá ókeypis Útsýnarferð. Stórbingó — Spilað um 3 Útsýnarferð- ir að verðmæti nýkr. 12.000 - | Aukaverðlaun: Hóteldvöl á Spán Danssýning: Rokkparið frábæra, Aðalsteinn og Herborg sýna fótafimi sína og koma öllum í dansstuö. DANS Þorgeir Ástvaldsson k skemmtiatriöi og heldur upp lausu fjöri meö vinsælustu aanslögunum ásamt hljómsveit Ragnars og Helenu. Vinsældir Utsýnarkvöldanna eru óumdeil- anlegar, enda komast þar jafnan færri aö en vilja. Pantið því borö sfrax í síma 20221/25017 og mætiö fyrir kl. 19.30. Aögangur öllum heimili, sem koma í sólskinsskapi og sparifötunum. Góða skemmtun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.