Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 30
HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? 30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Leikfélag Reykjavíkur Ofvitinn í 146. sinn í kvöld verður Ofvitinn sýndur hjá LeikfélaKÍ Reykjavikur i 146. sinn. Eins og kunnuKt er, er það Kjartan Raunarsson, sem samdi leikgerðina eftir sogu Þórbergs, og er hann jafnframt leikstjóri. Það er samdóma álit allra sem til þekkja, að ótrúlega vel hafi tekist að búa söguna i leikbún- ing, ok sýning Leikfélagsins sé i heild sinni með merkustu við- burðum i islenskri leiklist siðari ára. Fjórtán leikarar koma fram i sýningunni, en meistara I>ór- berg leika þeir Jón Hjartarson og Emil Gunnar Guðmundsson og hafa þeir báðir hlotið mikið lof fyrir túlkun sina. Ofvitinn var frumsýndur i október 1979 og hefur jafnan verið leikinn fyrir fullu húsi í Iðnó, en senn fer sýningum að fækka. Fáar sýningar eftir á Ótemjunni Annað kvöld er 16. sýning á hinum sígilda ærslaleik Shake- speares Otemjunni. Ótemjan er einn alvinsælasti gamanleikur höfundar og sviðsetning hans hjá Leikfélagi Reykjavíkur hefur vak- ið mikla athygli. Leikurinn, sem er fullur af spaugilegum uppátækjum, ást og misskilningi, lýsir viðureign þeirra Katrínar og Petrútsíós, og hvernig hann beygir kvenskassið til hlýðni og undirgefni svo að friður megi ríkja í sambúð kynj- anna. Alls koma fram í sýning- unni 15 leikarar og hljómlistar- menn, en aðalhlutverkin eru í höndum þeirra Lilju Guðrúnar Þorvaldsdóttur og Þorsteins Gunnarssonar, sem sjást hér í hlutverkum sínum á meðfylgjandi mynd ásamt þeim Jóni Sigur- björnssyni og Kjartani Ragnars- syni. Lúðrasveit verkalýðsins Tónleikar í Háskólabíói í dag heldur Lúðrasveit verka- lýðsins sina árlegu tónieika i Háskólabiói og hefjast þeir kl. 14. Á efnisskrá eru baeði innlend og erlend lög. Stjórnandi er Ellert Karlsson. Öllum er heimill að- gangur meðan húsrúm leyfir. Lúðrasveit verkalýðsins var stofnuð 8. mars 1953. Fyrsti for- maður var Bárður Jóhannesson og fyrsti stjórnandi Haraldur Guð- mundsson. Lúðrasveit verkalýðs- ins kom fyrst fram opinberlega á skemmtun í Mjólkurstöðinni við Laugaveg í aprílmánuði 1953 og síðan hefur hún leikið við öll möguleg tækifæri á hverju ári. Á næsta ári er fyrirhuguð för Lúðrasveitarinnar til Finnlands þar sem haldið verður norrænt tónlistarmót lúðrasveita og kóra er starfa á vegum eða í tengslum við verkalýðshreyfinguna á Norð- urlöndum. TIL STYRKTAR ÁSKIRKJU Safnaðardagur Asprestakalls ÁRLEGUR kirkjudagur Safnað- arfélags Ásprestakalls er á morg- un og hefst kl. 14 með helgistund að Norðurbrún 1, sem sóknar- presturinn, sr. Árni Bergur Sig- urbjörnsson, annast. Kór Ás- prestakalls syngur undir stjórn Kristjáns Sigtryggssonar, organ- ista Áskirkju. Að helgistundinni lokinni verð- ur framreitt veizlukaffi og munu Guðmundur Guðjónsson söngvari og Sigfús Halldórsson tónskáld flytja gestum list sína. Einnig mun kirkjukór Áskirkju flytja kórverk og sönglög undir stjórn organistans. Þá mun fólki gefast kostur á að kynna sér teikningar hinnar nýju Áskirkju, sem nú er risin, ekki sízt fyrir þróttmikið og fórnfúst starf safnaðarfélagsins. FélaKsmiðstööin Bústaðir Kynningardagskrá á málefnum þroskaheftra Á MORGUN verður sérstök kynningardagskrá á málefnum þroskaheftra i félagsmiðstöðinni Bústöðum, i tilefni af ári fatl- aðra, og hefst dagskráin kl. 15. Foreldra- og kennarafélag öskjuhlíðarskóla hefur tóm- stundastarf fyrir fyrrverandi og núverandi nemendur starfsdeilda skólans í félagsmiðstöðinni Bú- stöðum í vetur. Leiðbeinandi í tómstundastarfinu er Ráðhildur Ingadóttir. Hópur þessi undir stjórn Ráð- hildar hefur undirbúið dagskrána. Þar mun Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi tala um and- lega fötlun. Nemendur Heyrnleys- ingjaskólans sýna Iátbragðsleik. Sólveig Eggerts kemur í heimsókn og ávarpar samkomuna og að lokum munu þroskaheftir sýna brúðuleikhús eftir dæmisögum Esóps. Allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Nýja Bíó sýnir „ Töl vutrúlofun“ í GÆR frumsýndi Nýja Bíó bandariska gamanmynd, Tölvu- trúlofun (A Perfect Couple). Leikstjóri er Robert Altman. Aðalhlutverk leika Paul Dooley og Marta Heflin. Þjóðleikhúsið Oliver Twist verður sýndur í Þjóðleikhúsinu á morgun og hefst sýningin kl. 15.00, en fella varð niður sýningu í dag vegna aukasýningar á sovéska ballett- inum. Það er Bríet Héðinsdóttir sem hefur sviðsett þessa leikgerð Árna Ibsens á sögu Charles Dickens, en Messíana Tómas- dóttir gerði leiktjöld og búninga, og Kristinn Daníelsson sá um lýsinguna. Með helstu hlutverkin fara Sigurður Sverrir Stephen- sen, Börkur Hrafnsson, Flosi Ólafsson, Bryndís Pétursdóttir, Baldvin Halldórsson, Ævar R. Kvaran, Valur Gíslason, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Erlingur Gíslason, Sigurður Skúlason, Þórunn Sigurðardóttir, Jón S. Gunnarsson og Jóhanna Norð- fjörð. Fella varð niður sýningu á Oliver Twist, sem vera átti i dag, en á morgun verður þetta vinsæla fjölskylduleikrit enn á fjölunum. Hver einasti miði seldist strax á sovéska ballettinn Uppselt á Sölu- manninn í kvöld Eins og á fyrri sýningar er uppselt í kvöld á sýninguna á Sölumaður deyr. Þórhallur Sig- urðsson leikstýrir þessari upp- færslu á verki Arthur Millers. Sigurjón Jóhannsson gerði leiktjöld, Áskell Másson samdi tónlistina, Dóra Einarsdóttir gerði búninga, Kristinn Daní- elsson sá um lýsinguna, en leikritið er flutt í íslenskri þýð- ingu dr. Jónasar Kristjánssonar. — Gunnar Eyjólfsson leikur sölumanninn Willy Loman og Margrét Guðmundsdóttir leikur Lindu konu hans og hafa þau bæði hlotið einróma lof fyrir túlkun sína á þessum hlutverk- um. Andri Örn Clausen og Há- kon Waage leika syni hjónanna. Uppselt á allar sýning- ar sovéska ballettsins Fljótlega varð uppselt á allar fjórar sýningar sovéska ballett- flokksins og voru því auglýstar tvær aukasýningar, í dag kl. 15.00 og mánudag kl. 20.00 og seldist einnig hver miði á þær strax. Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir. Tónleikar í Útskálakirkju Stjornuhíó „Cactus Jack“ Á fimmtudaginn frumsýndi Stjörnubió nýja bandariska gam- anmynd i litum, Cactus Jack. Leikstjóri er Hal Needham. Aðal- hlutverk leika Kirk Douglas, Ann-Margret og Paul Linde. Snákabit er eitt af mðrgum þorpum villta vestursins. Hinn illræmdi Cactus Jack er á leið þangað. Hann hefur aðeins eitt í huga — að ræna banka staðarins. — Síðan segir frá samningum Cactus Jack og eiganda bankans, Avery Simpson, ævintýraferð og ioks baráttu hins góða og illa. Myndin segir frá ástarsambandi miðaldra fornsala, Alex Theodo- poulos, og ungrar poppsöngkonu, Sheilu Straight, sem komið hefur verið á með hjálp tölvu. Marta Heflin og Paul Dooiey i hlutverkum sinum I „Tölvutrúlof- un“. Helga Ingólfsdóttir og Manuela Wieslerleika Garði, 11. marz. Á MORGUN heldur Tónlistar- félag Gerðahrepps árlega tón- leika i Útskálakirkju og hefjast þeir kl. 15. bað er eitt af aðalmarkmiðum félagsins að halda eina tónleika á ári með þekktum listamönnum og að þessu sinni koma Manuela Wiesl- er flautuleikari og Helga Ingólfs- dóttir semballeikari með fjöl- þætta dagskrá. Á efnisskrá verða verk eftir Bach, Hendel og Pál P. Pálsson. Þetta er í annað sinn sem svo þekktir listamenn eru á ferð hér en í fyrra kom Hamrahlíðarkór- inn og gerði „stormandi lukku" undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur. Það má einnig geta þess að Helga kemur með hljóðfærið með sér en sembal mun ekki vera til á Suðurnesjum. Arnór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.