Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 17 Hótel- og veitingaskóli íslands: Matsölukvöld til að kosta Ameríkuf ör Ég held raunar að við þurfum á að halda allri okkar samstöðu, öllum okkar krafti og ríflega því hugviti og þekkingu sem við sameiginlega eigum til að þrælahaldskerfinu í bókmenntamálum íslendinga verði aflétt. Hér er ég bara að tala um framleiðslu og sölu bóka. órædd eru þau mál að nú reka bæjarfélög um allt land stórfyrir- tæki þar sem bókum er dreift nánast gratís út sem svarar milj- ónaupplögum án þess höfundar fái nema hlægilegan píring (56 milj- ónir árið 1980) fyrir. Það er annað dæmi. Víkjum aftur að furðanlegu kröfuleysi rithöfunda í sínum málum. Það má að einhverju leyti skýra með því að skipulega hefur verið haldið leyndum öllum stað- reyndum þessa mikilvæga máls. Könnun sem Hagvangur byrjaði á fyrir allmörgum árum var stöðvuð af útgefendum og bóksölum. í rauninni er þetta hér fyrsta raun- hæfa tilraunin til að komast til botns í þessum málum og finna grundvöll handa höfundum og þýðendum að standa á með kröfur sínar, sem nú verða að beinast nær einvörðungu að ríkisbákninu sem orðið er meirihlutaaðili að rekstri bókamarkaðarins eins og taflan ber með sér. Það er von- laust að halda áfram að karpa við útgefendur um hærri og hærri prósentu af minni og minni hluta bókarverðsins. Kyrrstaðan ein kemur útúr því. Það er líka borin von að ræða mikið lengur við meira og minna ólæsa fulltrúa ríkisvaldsins og kerfisins um göfgi bókmennta og nauðsyn þess að veita til þeirra fé uppá gustuk og góðan vilja. Alþingi hefur sýnt á sér andlitið núna þegar þar liggur tillaga á borðum um að taka fjárræðið af höfundunum og setja pólitíkusa í það að úthluta þeim skitnu 3% af hagnaði ríkisins sem renna í Launasjóðinn. Forsendan fyrir þessu á að vera rifrildi höfundanna og góðsemi þing- manna. En sannleikurinn er, að hér er sá sem öllu ræður, meiri- hlutaaðilinn að bókamarkaðstekj- unum að sýna vald sitt og gera sömu kröfuna og þekkist austan- við járntjaldið þar sem ríkið er orðið enn stærri þátttakandi í bókamarkaðnum og pólitíkusarnir ráða öllu. Þetta verður umfram allt að forðast. Sé nú leitað vel og öllu snúið við þá má kannski finna því stað að kröfur höfundanna hafi látið á sér bæra. Ógn hæverskar að vísu og duldar. Með þær er líka farið sem ríkisleyndarmál. Þessu ríkisleynd- armáli ætla ég nú samt að ljóstra hér upp í lokin. Ráðuneytin vita að árið 1980 bárust til Launasjóðs rithöfunda 143 umsóknir um starfslaun samtals í 785 mánuði. Ég leyfi mér að líta á þessar hæversku umsóknir sem kröfu höfundanna. Og vissulega er hún bljúg og feimnisleg. Við skulum nú tala við ríkis- kassann eins og hann væri pen- ingastofnun og reikna með því að ránskapurinn á bókamarkaðnum sé rekinn eins og annar bisnis. Þá kemur í ljós að þessi „bisnis“ lætur nú í dag ekki nema 5,5 prósentur af veltu sinni í hráefnis- kaup. Þá á ég við hlut höfundanna. Þetta er óðs manns æði og mundi leiða hvaða einkarekstur sem er beint til helvítis. Eigum við að segja að hóflegt sé fyrir þetta fyrirtæki að láta svo sem 10,5 prósentur af gróða sínum í hrá- efniskaupin. Þetta er nú einu sinni sá eini kostnaður sem fyrirtækið leggur út. Setjum nú svo að ríkissjóður vildi hlíta jafn góðlega og vel gefnu ráði. Þá hefði hann bætt 7,5 prósentum af tekjum sínum af bókum ofan á launasjóð- inn árið 1980. Þá hefði launasjóð- urinn haft til umráða 420 miljónir gamalla króna sem eru 1050 mán- aðarlaun. Þá hefði verið hægt að sinna öllum kröfum rithöfunda (sem eru satt að segja undarlega lágar) og byggja upp sjóð með afgangnum sem hefði orðið 106 miljónir. Þeim mátti ráðstafa til lána. Ferðalána handa rithöfund- um, byggingarlána, námslána og hver veit hvað. Nú eru semsé vatnaskil í málum rithöfunda í þessu landi. Sjálfir ráða þeir til hvorrar áttarinnar gæfa þeirra rennur. Um það er að velja að fljóta niðrað feigðarósn- um með rifrildið gamla innan- borðs á meðan fulltrúar ræningj- ans, ríkisvaldsins — þá á ég við Alþingismenn úr öllum flokkum — nota sér þetta ósamkomulag til að sölsa undir sig allt sjálfstæði höfundanna, fjárræði þeirra og skoðanir. Ellegar hin leiðin — glæst sigling í samhug um kjörin sín hversu sem öðrum skoðunum er háttað, sigling inní framtíð þar sem ránskapur Alþingis hefur verið brotinn það á bak aftur að það verður hægt að gefa sér tíma til að skrifa bækur í næði á þessu landi og lifa þó við almennt viðurkennd lágmarkskjör. Ykkar er valið, en að lokum læt ég hér töflu sem er leiðrétting á síðasta lið fyrri töflunnar. Leið- réttingin er fólgin í því sem áður er getið, að hagfellt hefði verið fyrir ríkissjóð að bæta litlum 300 miljónum við launasjóðinn árið 1980. Vitaskuld hefðu 90 af þeim miljónum skilað sér óðara í kass- ann með hækkandi sköttum höf- unda (við reiknum líka með því að höfundur sem lætur launasjóðinn kaupa sig úr starfi fái annan mann til að vinna sín gömlu störf svo ekki er um tekjutap ríkisins að ræða vegna þess tilflutnings). Þá liti hlutaskifting á bókamarkaði svona út; og þætti engum hneyksli: Tafla II (óskatafla) Útg.: 1.997m eða 26,6% Höf.: 623m eða 8,3% Bóks.: 1.215m eða 16,2% Ríkissj.: 3.668m eða 48,9% 7.503m 100,0% NEMENDUR Hótel- og veit- ingaskóla íslands munu standa fyrir matsölukvöldum að Hótel Esju um næstu helgi, i kvöld, laugardags- og sunnudagskvöld frá kl. 18.00 til 22.30. Er verði mjög stillt i hóf og kostar fjórréttuð kvöldmáltið 120 kr. og eru allir velkomnir. Hráefni til matreiðslunnar frá nemend- ur skólans ókeypis en ágóðann af matsölunni hyggjast þeir nota til að fjármagna ferð er hluti þeirra sem útskrifast á þessu ári mun fara til Banda- rikjanna í vor. A þriðjudag buðu nemendur Hótel- og veitingaskóla íslands blaðamönnum til kvöldverðar og kynntu fyrir þeim fyrirhugaða ferð sína til Bandaríkjanna. Er tilgangur ferðarinnar þríþættur. Að skoða hótel í Bandaríkjunum, að kynna og auglýsa íslenzkan mat og fá reynslu af erlendum veitingahúsum. Um helmingur þeirra rúmlega 40 nemenda sem skólinn útskrifar á þessu ári mun taka þátt í ferðinni. Mun hópur- inn standa fyrir tveim veizlum á bandarískum hótelum — hádeg- isverði og kvöldverði. Hádegis- verðurinn, sem mun eingöngu samanstanda af fiskréttum, verður á Hotel Grossinger, Loch Sheldrake við New York en kvöldverðurinn verður að Sulli- van Conty Community College á sama stað. Verður boðið uppá íslenzka lambasteik og verður matreiðslusýning tengd fram- reiðslu hennar. Allt hráefni sem notað verður í þessar máltíðir hafa framleiðendur gefið þannig að hægt verður að selja þær við vægu verði og vonast nemendur Hótel- og veitingaskólans til að þær verði verðug auglýsing fyrir íslenzkar matvörur sem þeir telja að standi erlendum matvör- Frá kvöldverðinum sem nemend- ur Hótel- og veitingaskóla ís- lands buðu blaðamönnum til. um síður en svo að baki. Hyggj- ast þeir gera það sem í þeirra valdi stendur til að kynningin takist sem bezt en að þeirra áliti hefur alls ekki verið gert nógu mikið af því að kynna íslenzkan mat erlendis. skrautlegarpottaplöntur Starfsvika í Fjölbrauta skóla Suðurnesja VIKUNA 16.—20. mars verður haldin starfsvika i Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) og fellur öll form- leg kennsla niður i þeirri viku af þeim sökum. í stað venjulegrar kennslu mun nemendum m.a. verða boðið upp á átthagaferðir um Reykjanes, svo og ferðir i ýmis fyrirtæki og stofnanir á Suðurnesj- um og Stór-Reykjavikursvæðinu sem tengjast námi þeirra á ein- hvern hátt. Þá verður efnt til fyrirlestrahalds í skólanum um hin ýmislegustu efni er tengjast jafnt skóla- og mennta- málum, svo og þjóðmálum og byggðamálum Suðurnesja. Munu fyrirlestrarnir verða haldnir á milli kl. 15 og 17 alla daga vikunnar og verður hægt að velja milli þriggja fyrirlestra samtímis. Fyrirlestrar þessir eru opnir nemendum jafnt sem öðrum íbúum Suðurnesja og er ástæða til að hvetja fólk til að notfæra sér þetta tækifæri. Nemendafélag skólans mun í til- efni starfsvikunnar gangast fyrir kvikmyndahátíð í Félagsbíói ofan- greinda daga og hefjast sýningarnar kl. 17 dag hvern. Meðal mynda þeirra er sýndar verða eru ýmsar mestu perlur kvikmyndagerðarlist- arinnar svo sem myndir eftir Chap- lin, Buster Keaton, Roman Polanski o.fl. Aðgangur að kvikmyndasýning- unum er öllum heimill. Á mánudagskvöldið kl. 20.30 verð- ur sýnt leikritið KONA eftir Dario Fo í flutningi Alþýðuleikhússins í Félagsbíói og starfsvikunni lýkur svo á föstudagskvöld í Félagsbíói kl. 20.30 með tónlistarhátíð sem Nem- endafélagið gengst fyrir. Aðgangur er öllum heimill. (Fréttatilkynning) Höfum nú fengiö gott úrval af margskonar skrautplöntum sem ekki hafa sést héráöur. Suðrænarplöntur og pálmar í miklu úrvali. Júkka pálmar, stórir sem smáir. Hafsteinn Hafliðason, garöyrkjufræöingur leiöbeinir viöskiptavinum þessa helgi um pottaplöntur, meöferð þeirra, umpottun og staösetningu. Komiö í Blómaval, skoðið urvalið. Opiö frá kl. 9-21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.