Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Frá fundi prófastanna með biskupi i Reykjavik i sl. viku. Prófastar af öllu landinu voru á fundi með biskupi íslands i Reykjavík í sl. viku. Er fundinum lauk ræddi blm. við þrjá pró- fastanna, þá sr. Braga Friðriksson úr Kjalar- nesprófastsdæmi, sr. Lár- us Guðmundsson frá Holti í önundarfirði og sr. Sig- mar I. Torfason úr Múla- prófastsdæmi. „Kirkjusókn er vaxandi“ Séra Bragi Friðriksson er próf- astur í Kjalarnesprófastsdæmi og hefur aðsetur í Garðabæ. í Kjal- arnesprófastsdæmi búa um 40.000 manns, þjónandi prestar eru 10 en sóknirnar 18. Kaupstaðirnir Vest- mannaeyjar, Hafnarfjörður, Garðabær, Grindavík og Njarðvík tilheyra m.a. þessu prófastsdæmi. „Þetta er mjög áhugavert svæði vegna þess hve fjölbreytilegt það er,“ sagði sr. Bragi. „Þar má finna mikið þéttbýli, þorp og sveitir." — A kirkjan mikil ítök í próf- astsdæminu? „Ef ég á að svara þessari spurningu út frá reynsiu minni í starfinu þá verð ég að segja að áhuginn er mikill. Eg starfa með prestum, sóknarnefndum og öðr- um sem veita forstöðu í söfnuðin- um. Og ef ég miða við þann hóp, sem er nokkuð stór, þá verð ég að svara þessari spurningu játandi. Það er jákvæður áhugi hjá þeim sem vinna að safnaðarmálum.“ — En meðal almennings? „Kirkjusókn er víða mjög vax- andi. Annar þáttur safnaðarlífs- ins gefur líka til kynna áhuga fólks á kirkjunni. Það er rækt þess við viðhald og búnað kirkna, bæði hvað varðar útlit og muni og annað sem á að verða til að auka á fegurð athafna. Bygging safnaðar- heimila er einnig stöðugt vaxandi þáttur safnaðarlífsins. Ymsir aðil- ar hafa hafið eða eru með áætlan- ir um byggingu safnaðarheimila. Þetta er mjög athyglisverður þátt- ur í safnaðarlífi því í þessum heimilum fer fram mjög margvís- leg félagsstarfsemi." — Hvað hyggist þið gera í Kjalarnesprófastsdæmi til að minnast kristniboðsársins? „Við munum án efa gangast fyrir héraðshátíð. Þessi mál voru tekin fyrir á prófastafundinum sem lagði á það megin áherslu að hátíðahöld færu fram í héruðun- um en að ekki yrði boðað til einnar landshátíðar. í mínu prófasts- dæmi verður sennilega um tvennt að ræða. í fyrsta lagi verður kristniboðsársins minnst í öllum kirkjum einn sérstakan dag. í öðru lagi verður efnt til héraðs- hátíðar sem verður væntanlega í tengslum við héraðsfund í haust. Sennilega verður einkum treyst á kirkjukórana sem núna æfa sam- eiginlega fyrir hátíðina.“ — Að lokum ræddum við við Braga um stöðu kirkjunnar meðal landsmanna nú, 1000 árum eftir að þjóðin heyrði boðskap kristn- innar í fyrsta sinn. „Ég held að staða kirkjunnar eigi sér djúpa vitund í hugum almennings. Undir niðri er gert ráð fyrir henni. Hún snertir líf meiri hluta landsmanna á ákveð- inn hátt við ákveðin tækifæri allt frá vöggu til grafar. Ég hygg líka að sem betur fer fari sú hugsun þverrandi að kirkjan sé bara prestarnir. Vaxandi kirkjusókn og mikil þátttaka í félagsstarfi kirkj- unnar bendir til þess að mjög margir séu fúsir til að taka þátt í kirkjulegu starfi, vinna undir merki kirkjunnar. Ég tel að kirkj- an sé raunverulega lifandi stofn- un. Mér finnst það vera sannað að hún hafi miklu hlutverki að gegna og ég held að fólk líti til hennar í vaxandi mæli, hinn kristni boð- skapur hennar er raunveruleg vörn í einkalífi fólks gegn ýmsu válegu í samtíðinni." „Megum aldrei vera ánægð“ Séra Lárus Guðmundsson frá Holti í Önundarfirði er prófastur í Isafjarðarprófastsdæmi og þjón- andi prestur í Holts- og Núps- prestaköllum. Hann var fyrst spurður að því hvort kirkjan ætti mikil ítök á hans svæði. „Já, hún á það eins og um landið allt. Það hefur þó verið presta- skortur í prófastsdæminu eins og sums staðar á Vestfjörðum, t.d. á Suðureyri og Þingeyri. Ég þjóna því prestakalli aukalega meðan svo er ástatt.“ — Hvernig gengur að komast rriilli kirknanna? „Það gengur misjafnlega og hefur verið mjög erfitt sl. 3 mánuði. Þó er ekki eins erfitt að komast á milli nú og fyrir 17 árum er ég byrjaði að þjóna í Holti. Nú er meira mokað yfir veturinn því mannlífið krefst meiri sam- gangna. Fólk sættir sig ekki við eins mikla innilokun og áður. Það hefur mikið verið gert í vegamál- um á Vestfjörðum á síðustu árum þótt enn sé margt eftir. Það má segja að ég noti öll farartæki til að komast um. Ég nota mikið skíði, báta, bíla, vél- sleða og er meðeigandi að lítilli flugvél. Ég hef lítið notað hana í embættiserindum enn sem komið er en það stendur til að bæta úr því. Hún kemur til með að létta mér mjög ferðir um prófastsdæm- ið því vegalengdir eru miklar.“ Þess má geta að í ísafjarðar- prófastsdæmi er 21 kirkja í 19 sóknum. Sjálfur þjónar Lárus 3 sóknum sem í eru samtals 8 kirkjur. — Hvað ætlið þið að gera í tiiefni kristniboðsársins? „Það er ekki ákveðið enn, við höfum aðeins rætt málin. Séra Jakob Hjálmarsson á ísafirði hef- ur forgöngu um að við munum líklega halda hátíð á Patreksfirði í ágúst." — Finnst þér kirkjan vera eins og hún á að vera, lifandi stofnun sem nær til fólksins í landinu? „Við getum aldrei og megum aldrei vera ánægð með kirkjuna. Og það vantar mikið upp á að við getum verið nokkurn veginn ánægð. Þó getum við sagt að sjaldan hafi verið unnið eins mikið að málefnum kirkjunnar og á sl. árum. Reynt hefur verið að laga hana að breyttum þjóðfélags- háttum og það hefur sýnt sig að það er vel hægt ef fyrir hendi er áhugi og stuðningur frá löggjafan- um. Þar hefur áhugann greinilega vantað. Alþingi hefur ekki tekið tillit til þeirra stofnana sem það hefur sjálft sett á fót, t.d. kirkju- þings. Það hefur hundsað sam- þykktir þingsins og óskir svo árum skiptir. Alþingi hefur t.d. enn ekki séð sóma sinn í því að afgreiða mál eins og lög um prestkosn- ingar. — Ert þú þá að segja að það sé Alþingi að kenna að kirkjan hefur ekki getað lagað sig að breyttum þjóðfélagsháttum, náð betur til fólksins? „Ekki eingöngu en að töluverðu leyti. Þingmenn eru oft að setja sig í dómarasæti í þeim málum sem við þekkjum miklu betur til. Þeir verða að beygja sig undir vilja okkar sem erum sérmenntað- ir og vinnum að málefnum kirkj- unnar. Kirkjan á sér því miður sárafáa málsvara á þingi. Ég veit svo sannarlega ekki hvað gerðist ef kirkjan risi upp og sameinaðist gegn stjórnvöldum. Hún getur verið valdamikil," sagði Lárus að lokum. „Kirkjan á meiri ítök í hugum fólks en i fljótu bragði virðist“ Sigmar I. Torfason er prófastur í Múlaprófastsdæmi og hefur að- setur á Skeggjastöðum sem er nyrsta kirkjan í prófastsdæminu. Skeggjastaðir eru skammt frá þorpinu Bakkafirði sem tilheyrir prestakallinu. „Ég er nokkurs konar forngrip- ur því þetta prestakall hefur verið óbreytt svo lengi sem elstu heim- ildir greina frá,“ sagði Sigmar. „Það hefur ekki verið sameinað öðrum prestaköllum vegna þess hve erfiðar heiðar eru báðum megin við.“ í Múlaprófastsdæmi eru 17 sóknir byggðar en tvær eru í eyði. Sigmar var spurður að því hvort ekki væri á tíðum erfitt að ferðast um prófastsdæmið?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.