Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 HLADVARPINN Umsjónarmaöur HALLUR HALLSSON MÁLVERKASÝNING AÐ KJARVALSSTÖÐUM „Úr fórum Grethe og Ragnars Ásgeirssonar" Um þessar mundir stendur yíir sýning að Kjarvals- stöðum og nefnist hún „Úr fórum Grethe og Ragnars Asgeirssonar". Hér er um að ræða sýningu á einstæðu saf ni málverka, sem þau hjón- in eignuðust á árunum 1920 til 1960. Á sýningunni eru 153 verk, þar af 80 málverk eftir Jóhannes Kjarval, um 30 eftir Gunnlaug Scheving og um 30 verk eftir Höskuld Björnsson. Þá eru nokkrar fágætar myndir eftir Ásgrím Jónsson og einnig nokkrar myndir eftir Guðmund Ein- arsson frá Miðdal. Elsta verkið á sýningunni er rader- ing eftir Rembrandt en þá mynd kom Grethe með í búið frá foreldrum sínum í Dan- mörku. Það er þvi Ijóst, að sýningin að Kjarvalsstöðum er hvalreki á f jörur íslenzkra listunnenda. Ragnar Ásgeirsson fæddist 1895 og lést 1973. Hann fór ungur til náms í garðyrkju í Danmörku og komst þar í kynni við listamenn og lista- söfn og vaknaði þá hjá honum sá listáhugi, sem entist honum alla ævi. I Danmörku kynntist Ragnar konu sinni, Grethe Harne Nielsen frá Árósum. í Kaupmannahöfn komst Ragn- ar í kynni við Jóhannes Kjar- val, sem þá stundaði nám við listháskólann þar í borg. Þau kynni urðu upphaf langrar vináttu. Eftir að Ragnar kom heim ritaði hann mikið um listir og listsýningar. Hann kynnist mörgum listamönnum og dvöldust sumir þeirra lang- dvölum á heimili þeirra hjóna. Blaðamaður Mbl. gekk um sali Kjarvalsstaða fyrr í vik- unni í fylgd frú Evu Ragnars- dóttur, og bað hana velja nokkrar myndir og segja sögu þeirra. Hún varð góðfúslega við þessari beiðni. Af mörgu er að taka, margar perlur íslenzkrar málaralistar eru á sýningunni en Eva valdi fyrst Kjarvals- málverk — Söknuð. SÖKNUÐUR „Jóhannes Kjarval og kona hans Tove urðu að slíta sam- vistum vegna þess, að hann gat ekki séð fjölskyldu sinni far- borða. Staðreynd engu að síður, þó það komi sjálfsagt mörgum spánskt fyrir sjónir. Svo fór að Tove hélt af landi brott, annað hvort haustið 1924 eða 1925. Þrátt fyrir aðskilnað, þá héld- ust vináttubönd þeirra. Skömmu eftir að Tove fór af landi brott, þá málaði Kjarval Söknuð. Það er sérkennileg drauma- og saknaðarstemmn- ing yfir myndinni. Eftir að Tove fór héðan reyndi hún að aðstoða Kjarval á allan hátt í Danmörku. Hún skrifaði föður mínum bréf skömmu eftir að hún hafði sett upp mikla sýn- ingu á verkum Kjarvals í Kaupmannahöfn árið 1931. Hún hafði sent boðskort til sendiráðsins en enginn hafði látið svo lítið að mæta við opnun sýningarinnar. Hún skrifaði föður mínum: „Hugg- un mín er sú, að þegar þessir hæfileikasnauðu sendiráðs- menn (þú skalt ekki halda, að þetta sé í eina skiptið sem ég hef orðið var við áhugaleysi þeirra, þó hingað til hafi ég Dverghamrar. ¦ "*'J*.?f ? MTfíQSBSíCJ ^^ ¦ WBT^ Andar öræfanna. ÍSAFJÖRÐUR: Frá Siðu í V-Skaftafellssýslu. 17 ára skíða- kappi íþrótta- maður ársins JMMB 9BÉ- ' íleióinni Danskir líta fríhöfnina öfundaraugum: Islenzka ríkið ekki eins f égráðugt og hið danska Guðmundur Jóhannsson með hinn veg- lega bikar, sem honum var færður. Mynd Mbl. Úlfar. Nýlega var íþróttamaður árs- ins á Isafirði kjörinn í fyrsta sinn. Sæmdarheitið hlaut Guð- mundur Jóhannsson, skíðamað- ur. Hann er aðeins 17 ára gamall og hefur þegar afrekað mikið. Hann var í sigursveit Isfirðinga á skíðamóti íslands á síðastliðnu ári og hann varð bikarmeistari Skíðsambands ís- lands í sínum aldursflokki. Þar hlaut hann fullt hús stiga og hafði mikla yfirburði yfir jafn- aldra sína. Hann varð þrefaldur meistari, sigraði í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni. Hann bar sigur úr býtum á öllum skíðamótum, sem hann tók þátt í og er þá átt við þegar hann keppti við jafnaldra sína. Guðmundur er mikið efni og ísfirðingar binda miklar vonir við hann. Hann og Sigurður Jónsson, sá kunni skíðakappi eru systrasynir. Móðir Guð- mundar er Helga Gunnarsdóttir og Steingerður er móðir Sigurð- ar. Guðmundi var fyrir skömmu afhentur veglegur bikar ásamt viðurkenningarskjali og álit- legri fjárupphæð í hófi sem bæjarstjórn Isafjarðar hélt hon- um í félagsheimilinu í Hnífsdal. „í Reykjavik er verzlun í fríhofninni raunverulega skatt- frjáls," segir i íyrirsogn danska Harald Rytz ánægður á svip eftir aA hafa verzlað i frihöfninni i Keflavik. hlaðsins Berlingske Ferie. Að sjálfsögðu fyrirgefum við frændum vorum Donum þó þeir rugli saman Keflavik og Reykjavik en i umræddri grein er viðtal við Harald Rytz, solu- stjóra Flugleiða, og kennir þar margra grasa. „íslenzka ríkið rekur fríhöfn- ina, því það hefur einkaleyfi á sölu áfengra drykkja og tóbaks á íslandi. Það er því ljóst, að íslenzka ríkið er ekki eins fégráð- ugt og hið danska, því hvergi í Evrópu er ódýrara að versla í Fríhöfn. Aðeins Amsterdam stenst samjöfnuð," sagði Rytz meðal annars í spjalli við blaðið. Þá þykir það mikill kostur, að hægt er að verzla í fríhöfninni við lendingu, en slíkt er ekki hægt annarsstaðar í Evfopu. Segir blaðið að slíkt væri óhugs- andi í Danmörku, þar sem flug- félögin myndu þá missa af drjúgri tekjulind. Blaðið ber saman verð á Prince-sígarettum í Keflavík, Kastrup og Stokkhólmi. Blaðið segir 200 sígarettur kosta 33,60 danskar krónur í Keflavík, 49 krónur í Kastrup og 60 krónur í Stokkhólmi. Þá segir í greininni að Sterling-flugfélagið reki flug- höfnina í Kastrup en varla græði félagið mikið, — það geri hins vegar ríkissjóður. Á síðasta ári runnu 66 milljónir danskra króna í skatta og skyldur af fríhöfninni í Kastrup í danska ríkissjóðinn. ? ? »------------- Illa gengur að koma saman fjárhagsáætl- un á Akureyri Úr Degi: „Heyrst hefur að bæjarráði Ak- ureyrar gangi illa að koma saman fjárhagsáætlun, sem unnið er að þessa dagana. Ástæðan er ein- faldlega sú að rekstur bæjarins er orðinn svo mikill hluti af tekjun- um að það vantar fé til fram- kvæmda."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.