Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 31 Alþýöuleikhúsið Borgar Garðarsson í hlutverki Pissanis — í „Stjórnleysingjanum“ í kvðld sýnir Alþýðuleikhúsið leikritið „Kona". Annað kvöld er „Stjórnleysinginn" á fjölunum i Hafnarbíói og „Kóngsdóttir" báða dagana. en sýningar á henni hefjast kl. 15. Nú hefur Alþýðuleikhúsið sýnt „Stjórnleysingi ferst af slysför- um“ í rúman mánuð við mjög góða aðsókn og hefur verið uppselt á nær allar sýningar. Fólk hefur skemmt sér vel yfir ævintýrum dára nokkurs, sem villist inn á lögreglustöðina í Mílanó. Hann dulbýr sig í gervi rannsóknardóm- ara sem á að rannsaka mál stjórnleysingja er féll út um glugga á fjórðu hæð í lögreglu- stöðinni og lét líf sitt á gangstétt- inni fyrir utan. Borgar Garðarsson tekur nú við hlutverki Pissanis fulltrúa af Bjarna Ingvarssyni sem er að halda upp í leikferð með Pæld’íðí. Þetta er fyrsta hlutverk Borgars í íslensku leikhúsi síðan hann hélt til Finnlands fyrir tæpum átta árum. Borgar varð fastráðinn leikari við Lilla Teatern í Helsinki 1975, sem er eitt þekktasta leik- húsið á Norðurlöndum og hefur heimsótt okkur tvisvar á Listahá- Þráinn Karlsson i hlutverki dár- ans sem lendir i höndum lögregl- unnar, en brátt má ekki á milli sjá hver hafi lent i höndum hvers. Jakob Hafstein sýn- ir í Njarðvíkum Gftir hádegi á morgun opnar Jakob Hafstein málverkasýningu i Sjálfstæðishúsinu i Njarðvikum. Þar sýnir hann 15 oliumálverk, 14 vatnslitamyndir og 16 past- elmyndir. Flest verkanna eru unnin á síðasta ári, en nokkur fullgerð á þessu ári. Jakob hefur áður sýnt á Suðurnesjum. í Grindavik og fyrir 12 árum i Keflavík. Myndefni Jakobs er eins og jafnan áður aðallega landslag með ívafi af fuglum, bátum í höfnum og húsum í Stykkishólmi. Annars er myndefnið víðs vegar að af landinu. Sýning Jakobs Hafstein er opin daglega frá kl. 16—22 og stendur til 22. þ.m. Jakob Hafstein leggur siðustu hönd á blómamynd á vinnustofu sinni. Leikflokkurinn á Ilvammstanjía Guðrún Svava og Þorbjörg sgna d Kjarvalsstöðum ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir og Guðrún Svava Svavarsdóttir opna myndlistarsýningu i vestur- sal Kjarvalsstaða i dag ki. 15. Þær sýna þar um 60 verk, mál- verk og teikningar. Sýning Guð- rúnar Svövu er tvískipt, annars vegar eru þar myndraðir, olíu- málverk á striga og teikningar, en hins vcgar eru þar stök málverk. Þorbjörg sýnir oliumál- verk og teikningar af ýmsum stærðum og gerðum. Þorbjörg stundaði nám í Mynd- listarskólanum í Reykjavík og akademíunni í Kaupmannahöfn. Hún hefur haldið 2 einkasýningar og tekið þátt í mörgum samsýn- ingum bæði hér heima og erlendis. Guðrún Svava stundaði einnig nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík og Stonganov-akademí- unni í Moskvu. Þetta er önnur einkasýning Guðrúnar Svövu. öll verkin á sýningunni er frá sl. 3 árum, flest frá árunum 1980 og 1981. Eins og áður segir er mikið um myndraðir á sýningu Guðrúnar Svövu. Raðirnar eru 4 en eru allar útfærðar á 3 mismunandi vegu, í teikningar, olíumálverk og smá- myndir (mineatur). Þær bera allar heitið „Um frelsið". Guðrún var spUrð að því hvers vegna hún hefði valið að tjá sig í myndröðum. „Mér fannst ég ekki geta sagt það sem ég ætlaði að segja nema í svo mörgum stigum,“ sagði hún. Það sem einkennir myndir Þor- bjargar eru tíglar. „Þetta eru sennilega áhrif frá húsbyggjendum," sagði hún. „Það eru allir að flisaleggja húsin og ég flísalegg náttúruna. Ég hef alltaf notað tíglana mikið en ein mynd- anna hér á sýningunni á að vera að losa mig við þá. Ég veit ekki hvernig til tekst.“ Við opnun sýningarinnar leikur Manuela Wiesler flautuleikari verk eftir Leif Þórarinsson. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14—22 til 29. mars nk. Sýnir „Delerium bubonis“ í Keflavík og Kópavogi tíð, í seinna skiptið með leikritið „Sizwi Bansi er död“, en þar fór Borgar með annað hlutverkið af tveimur. „Pæld’íðí" er sem fyrr segir að leggja upp í leikferð, nánar tiltek- ið um Norðurland. Fyrsta sýning- in verður á Húsavík mánudaginn 16. þ.m. og er það 60. sýningin á þessu umdeilda, en þó vinsæla leikriti. Þriðjudaginn 17. þ.m. eru svo sýningar á „Pæld’íðí” í félags- heimilinu í Aðaldal og að Laugum. Þaðan er ferðinni svo heitið til Akureyrar þar sem leikið verður í Glerárskóla og Menntaskólanum, en einnig í leikhúsi bæjarins. Dalvíkingar fá svo sinn skerf á föstudaginn 20. þ.m. og Sauðkræk- ingar mánudaginn 23. þ.m. Síðasti viðkomustaðurinn í þessari norð- urför „Pæld’íðí" eru Reykir í Hrútafirði þriðjudaginn 24. þ.m. í kvöld sýnir leikfiokkurinn á Hvammstanga leikritið „Deleri- um bubonis" eftir Jón Múla og Jónas Arnasyni i Félagsbiói i Keflavik og hefst sýningin kl. 21. Á morgun verður ieikfiokkurinn svo með sýningu í Félagsheimil- inu i Kópavogi og hefst hún kl. 15. Þetta er 12. verkefni leikflokks- ins á Hvammstanga og er Þröstur Guðbjartsson leikstjóri, en þetta er í annað sinn, sem hann starfar með flokknum, og gerði hann einnig leikmynd. Ingibjörg Páls- dóttir æfði hina fjölmörgu söngva verksins og leikur Oddur Sigurðs- son undir á pianó. Úr uppfærslu leikflokksins á Hvammstanga á „Delerium bub- onis" eftir Jón Múla og Jónas Árnasyni. Hvermg væn ao reyna snigla og froskalæri á Esjubergi? 1. Grillaðir sniglar í hvítlaukssmjöri, með ristuðu brauði. 2. Ristuð froskalæri með smjöruðum gul- rótum og kartöflukrókettum. 3. Skjaldbökusúpa. 4. Heilsteiktar nautalundir, Wellington, með bökuðum kartöflum og broccoli. 5. Lambageiri með frönsku tómatsalati, rauð- vínssósu og koníaksteiktum sveppum. 6. Ostur, kex og ávextir á hlaðborði 7. Desertkökur. Jónas Þ Dagbjartsson og Jónas Þórir Leika franskar og léttklassískar melódíur með tilþrifum! FRANSKT KVOLD á la Francaise mm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.