Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 48
Síminn á afgretðslunni er 83033 Jílorjjunblabiíi LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 Flugleiðir: Leigja Boeingvél með áhöfn til Nígeríu í 2—4 ár „Málflutningur ráð- herra ómerkilegur“ — segir Guðríður Þorsteinsdóttir formaður Jafnréttisráðs FLUGLEIÐIR hafa (jert Ipíku- samning við aðila í Nígeríu um leigu á annarri BoeinK 727-100- þotu félagsins til farþtnafluKs innanlands í Nígeriu næstu 2—4 árin, en ekki er búið að skrifa endanlega undir samninginn þar sem beðið er eftir formlegum leyfum frá Nígeríu. Samkvæmt upplýsingum Björns Theodórs- sonar, framkvæmdastjóra mark- aðsdeildar. mun þetta flug mögu- lega hefjast eftir einn mánuð og er reiknað með að íslenskir flug- menn fljúgi vélinni og islenskar flugfreyjur til að byrja með á meðan verið er að þjálfa innlend- ar flugfreyjur. Björn sagði að á næstu tveimur til þremur vikum fengist úr því skorið hvort tilskilin leyfi fengjust hjá stjórnvöldum í Nígeríu, en drög að samningi um leiguna voru gerð í vikunni í London og er framkvæmd samningsins einnig að sjálfsögðu háð samþykki Tvö umferð- arslys í Kópavogi LAUST fyrir klukkan 13 í gær var ekið á 11 ára gamla stúlku á Hafnarfjarðarveginum i gjánni norðan við Auðbrekku. Engar merktar gangbrautir eru á vegin- um þarna, en bifreiðin, sem er af Subaru-gerð, var á allmikilli ferð. Stúlkan var óbrotin eftir áreksturinn, en hún fékk heila- hristing og óttast var að um innvortis meiðsli kynni að vera að ræða. Klukkan rúmlega 13 var Kópa- vogslögreglan aftur kölluð út vegna slyss, en þá hafði þriggja ára drengur orðið fyrir bifreið í Holtagerði. Hann slasaðist ekki alvarlega. stjórnar Flugleiða. Leigutakinn í Nígeríu, Adamu að nafni, var leigutaki tveggja DC-8-véla Flug- leiða í pílagrímaflugi sl. haust. Reiknað er með að þota Flug- leiða verði gerð út frá Kano í Vestur-Nígeríu og fljúgi til nokk- urra staða víðs vegar um landið. Þrjár brýr yfir Elliðaár HUGMYNDIR vinstri meiri- hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur í skipulagsmál- um borgarinnar, sem birtar voru umhverfismálaráði borgarinnar 3. marz siðast- liðinn sýna, að gert sé ráð fyrir ekki aðeins einni brú yfir Elliðaárnar, heldur þremur. Eins og menn muna olli samþykki Höfðabakka- brúarinnar ekki litlum úlfa- þyt í borgarstjórninni, en þá voru vinstri flokkarnir and- vígir smíði brúarinnar og töldu hana eyðileggja um- hverfi Elliðaárdalsins. Eins og fram kemur í við- tali við Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúa á bls. 19 í blaðinu í dag, er búið að fjölga brúnum um tvær. Gert er ráð fyrir brú, sem tengir austur- hluta Breiðholtshverfis við Seláshverfi og síðan er gert ráð fyrir annarri brú ofar, þar sem fyrirhugað er að leggja svokallaðan ofanbyggðaveg. Sú brú á að verða hluti hraðbrautar, sem liggur frá Reykjanesbraut um Breið- holtsbraut og alla leið að Suðurlandsbraut og tengist henni sunnan Rauðavatns. „MÉR finnst málflutningur ráð- herrans, sem hann hefur viðhaft i kjölfar birtingar greinargerðar Jafnréttisráðs, ómerkilegur,“ sagði Guðríður Þorsteinsdóttir formaður Jafnréttisráðs er Mbl. ræddi við hana í gær. „Hann hefur lýst því yfir að hann líti svo á, að þar sem við höfum ekki ákveðið að fara í mál og ekki heldur æskt þess að hann afturkalli veitinguna, sé það dæmi þess að hann sé í sínum fulla rétti með veitinguna. Um afturköllun veitinarinnar er ekki að ræða og ráðherra veit það sjálfur. Veiting- in er bindandi samkvæmt lögum. Þó svo að málið ynnist fyrir dómi kæmi slíkt ekki til greina, það yrði í mesta lagi um skaðabætur að ræða. Þá hefur Freyja marglýst yfir, að hún óski þess ekki að við förum í mál, og við getum ekki gert það án hennar samþykkis. Þetta veit ráðherrann einnig. Þá sagði ráðherrann einnig í gær, að samkvæmt lyfsöluiögun- um eigi að meta starfstíma í apóteki. í lögunum er aðeins sett það skilyrði, að 12 mánaða reynsla í slíku starfi eigi að vera fyrir hendi. Þar er ekkert um að meta skuli slíka reynslu umfram annað. Ástæða þess, að til eru kallaðir HÚSGÖGN og innréttingar voru flutt inn i fyrra til landsins fyrir 7,426 milljarða gkróna, en fyrir 5,208 milljarða gkróna árið þar á undan og er þetta um 42,6% aukning milli ára. Ef dæmið er tekið án innrétt- inga, þá var aukningin milli ára um 46,2%, en inn voru flutt húsgögn fyrir 6,672 milljarða gkrona á síðasta ári, en fyrir 4,562 milljarða gkróna árið þar á undan. sérfróðir aðilar til að meta hæfni umsækjenda er einmitt til að meta störf þeirra og hæfni. Ef lögin segðu til um slíkt, eins og ráð- herra heldur fram, þyrfti ekki þessa sérfróðu aðila. Guðríður sagði í lokin, að Jafn- réttisráð myndi á næstunni, að fenginni þessari reynslu, athuga hvernig bezt verður staðið að breytingum á jafnréttislögunum til þess að gera þau virkari. Sjá viðtal við Svavar Gests- son á bls. 5 Á síðasta ári varð mest aukning í innflutningi á stólum úr málmi, eða um 114,7%, en inn voru fluttir stólar fyrir tæplega 234 milljónir gkróna 1980, en fyrir tæplega 109 milljónir gkróna árið á undan. Innflutningur á rúmum úr tré jókst ennfremur mikið, eða um nærri 89,6%, en inn voru flutt slík rúm á síðasta ári fyrir 485 millj- ónir gkróna. Sjá ennfremur Við- skipti á bls. 32. Þórshafnartogarinn: Ríkisábyrgðin vefst fyrir mönnum í Seðlabankanum Húsgagnainnflutningur jókst um 46,2% í fyrra ÞAÐ VIRÐIST fátt geta komið í veg fyrir, að Þórshafnartogarinn margumræddi sigli i höfn undir islenzkum fána fljótlega. Það staðfestir Ragnar Arnalds fjármálaráðherra i viðtali við Mbl. i gær. Þá hefur stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins ekki dregið til baka gefin fyrirheit um stuðning við skipakaupin, þrátt fyrir samþykkt ályktunar á fundi stjórnarinnar i gær þar sem lýst er yfir, að um frekari afskipti af togarakaupunum verði ekki að ræða af hálfu stofnunarinnar. Fjármálaráðuneytið hefur sent Ríkisábyrgðarsjóði bréf þess efnis að sjóðurinn eigi að ábyrgjast 80% af væntanlegu virði skipsins, en það eru rúm 100% kaupverðs þess. Samkvæmt heimildum Mbl. mun það þó vefjast fyrir mönnum í Seðlabankanum að afgreiða mál- ið og er talið, að einhverjum þar þyki fulllangt gengið. Fjármála- ráðherra sagði í gær, að ákvörðun um ríkisábyrgð væri í höndum fjármálaráðuneytisins og sú ákvörðun væri frágengin. í yfirlýsingu stjórnar Fram- kvæmdastofnunar segir ennfrem- ur að þrátt fyrir það að stofnunin ætli ekki að hafa frekari afskipti af togarakaupunum vilji hún að- stoða íbúa við Þistilfjörð, eins og það er orðað, við lausn atvinnu- mála sinna. Ragnar Arnalds sagði í gær, að hann túlkaði ályktun stjórnar Framkvæmdastofnunar svo, að hún mundi standa við gefin fyrir- heit um 20% fjármögnun kaup- anna. Sverrir Hermannsson fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar sagðist aftur á móti telja, að eingöngu væri loforð um 10% af 21 milljón norskra króna, hin 10%, sem áttu að vera af 28 milljónum norskra kr. hefðu verið bundin skilyrðum og einnig væri sú fjárútvegun bundin samþykki alþingis, og óvíst hvort meirihluti væri þar fyrir þeirri afgreiðslu. Ragnar kvaðst aftur á móti full- viss þess, að meirihluti væri fyrir því. Sjá nánar bls. 23. Hagnaður varð hjá Cargolux í fyrra HAGNAÐUR varð af rekstri Cargolux i Luxemborg á siðasta ári, að því er Einar ólaísson, forstjóri Cargolux, segir í viðtali við Mbl. á Viðskiptasiðu blaðsins ídag. Einar segir ekki ljóst ennþá hversu hagnaðurinn verði mikill, vegna þess, að tölvukerfi fyrirtæk- isins eyðilagðist í bruna á dögun- um. Einar sagði hins vegar, að velta fyrirtækisins á síðasta ári hafi verið í námunda við 140 milljónir Bandaríkjadollara, eða sem næst 920 milljónum íslenzkra króna, eða um 92 milljarðar gkróna. Þá kemur fram hjá Einari, að Cargolux er farið að fljúga tvisvar í viku til Bandaríkjanna, og í annarri ferðinni hefur Mexíkó verið bætt við. !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.