Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 11 reynt að verja málstað þeirra) eru orðnir að dufti í gröfum sínum, þá mun nafn Kjarvals lýsa til heiðurs íslandi." Þann- ig var vinátta og ást þeirra, löngu eftir aðskilnað," sagði Eva. DVERGHAMRAR „Margir standa í þeirri trú, að Dverghamrar Kjarvals séu fantasía, en svo er alls ekki. Fyrirmyndin að verkinu eru stuðlabergsmyndanir á Síðu í V-Skaftafellssýslu. Kjarval málaði myndina 1929. Það er viss súrrealismi yfir verkinu, nánast pointismi. Ég hef hér mynd sem tekin var á Síðu síðastliðið sumar og það er fróðlegt að sjá, hvernig Kjar- val hefur skynjað náttúruna," sagði Eva. ANDAR ÖRÆFANNA „Andar öræfanna er enn eitt verkið eftir Kjarval. Faðir minn gekk milli efnamanna í Reykjavík árið 1930 og bauð myndina til kaups fyrir hönd Kjarvals fyrir 70 krónur. Eng- inn taldi sig hafa efni á að kaupa myndina. Ástæðan var trúlega sú, að þeir skildu ekki list, höfðu ekki gaman af myndinni. Svo fór að lokum, að faðir minn keypti myndina af Kjarval, þar sem hann hafði vart til hnífs og skeiðar. Margt ungt fólk hefur komið að orði við mig og sagt hve foreldrar mínir hafi verið framsýnir að fjárfesta í mál- verkum. Nú fjárfestir fólk í málverkum. En á þessum árum var þetta sjónarmið hreinlega ekki til. Faðir minn lifði og hrærðist í listum, einkum mál- aralistinni. Hann var í þessu af ástríðu, ofurást á myndlist. Hann fór erlendis aðeins viku eftir að hann fermdist til mennta. Til að stunda nám í garðyrkju. Listfræðingur furð- aði sig fyrir skömmu á því og taldi það undarlegt, að garð- yrkjumaður, járnsmiður og smjörlíkisframleiðandi, það er að segja faðir minn, Markús ívarsson og Ragnar í Smára, skuli hafa safnað um sig jafn mörgum listaverkum og raun ber vitni og þannig hreinlega bjargað gífurlegum verðmæt- um. En þá var langskólanám aðeins fyrir fáa útvalda og allt er tímanum háð. Sjálfsagt hefðu þessir menn numið list- asögu og orðið listfræðingar hefðu aðstæður leyft. Nú á tímum þykir það sjálfsagt, og er, að menn skuli geta stundað það ævistarf, sem hugur stefn- ir til." sagði Eva. LANDPÓSTUR „Þessi mynd Höskuldar Björnssonar var gerð um 1950. Faðir minn sagði einhverju sinni, að Póst og símamála- stjórnin ætti að nota þessa mynd á frímerki. Hún er ákaf- lega falleg í litum og sterk í línum, vel gerð. Höskuldur var okkar fremsti fuglamálari. Það kom þó flatt upp á mig, að margir, einkum yngra fólk, þekkja ekkert til hans. Nú eru 18 ára síðan hann dó, en hann dvaldi langdvölum heima og var alla tíð heilsuveill," sagði Eva. —- — —........-— - - . - ¦ ¦ *< - <3 - BS '~mM " -¦] *^*im$&ií%ss . '¦'- ^nr-J ¦ '•-^r^icv^jss*' ¦ 'T«feíl«*^'/' '"% h.TNw^'' •^~&ai& * ,.._.; :2» ' * ' * í"' ¦ rfe t^^a:Á^"<<iá™fe»: •¦- -'".c*';'-'^-*¦¦'; ¦ 1 v'-^r*'^-' J • -$?¦>•/.* .1 •^;^>. i i f ¦:,.J^$k)g ^u MPS^'J Landpóstur. íslenzkur bás á heimilisiðnað- arsýningu i Thailandi Dagana 6.—20. febrúar var haldin mikil alþjóðleg heimilis- iðnaðarsýning í Bangkok, höfuð- borg Thailands. Margt fyrir- manna var þar samankomið og þótti sýningin hin merkasta. Island átti sýningarbás og hafði Jörgen A. Hade, aðalræðismaður íslands í Thailandi og kona hans veg og vanda af hlut Islands á sýningunni. Þá lagði Nina Johns, Frá islenzka sýningarbásnum á sýningunni i Bangkok. íslenzk kona búsett í Thailandi, muni til sýningarbáss íslands. Frá rottum til Kínverja Úr Vestfirzka fréttablaðinu á ísafirði: Einar Otti, dýralæknir, rakst inn til okkar um daginn og hafði meðferðis auglýsingu um eyðingu villikatta í kaupstaðnum. Við spurðum hann hvernig gengi að eyða. „Þetta er kannske misskilningur," sagði Einar Otti. „Ef öllum viiliköttum verður eytt hér á svœðinu, þá gerist ekki annað en það að það verður rottufaraldur hérna í vor, pegar snjóa tekur að leysa." Ef til vill mætti leysa málið með því að hafa villikettina til þess að éta rottur, grimma hunda á kettina, fá kínverja á hundana (sbr. kvikmyndina Mondo Kane) og sprengja kínverja á gamlárskvöld!!! HELGARVIÐTALID i janúar síöastlionum gaf Mál og menning ut bókina „íslenzkar barnabœkur, 1780— 1979" eftir Silju Aðalsteinsdóttur. í bókinni fjallar Silja um íslenzkar barnabækur í 200 ár. Hún fer ótroönar slóöir, því úttekt hefur ekki áður veriö gerö á íslenzkum barnabókum og margar frumrannsóknir koma fram í verki Silju, sem er velþekkt fyrir rannsóknir sínar og áhuga á íslenzkum barnabókum. Blaöa- maöur ræddi vio hana í vikunni. Þú setur upphaf íslenzkra barnaboka vio ártaliö 1780. Af hverju? Já, einhvers staöar verour upphafio aö vera og satt bezt aö segja, þá ákvao ég aö þarna skyldi þaö veroa. Þá vegna þess, að fyrsta barnabókin kom þá út, áriö 1780. Hún var eftir VigTús Jónsson, prest á Stöð í Stöðvarfiröi. Hann orti Ijóð til dóttur sinnar Silja Aoalsteinsdóttir Eg hef lesið þær allar um miðja 18. öld og þaö var gefiö út 30 árum síðar, 1780, þegar Vigfús var látinn. Ljóðið er ort undir fornyrðislagi. Er heilræöavísur og ákaflega skemmtilegt, minnir nokkuð á Hávamál. En sem sagt, ég geng fram veginn frá Vigfúsi. Raunar eru höfundar ekki margir á 18. og 19. öld. Á 19. öld er fyrstan aö telja Jóhann Halldórsson, var aö Bessastööum og síðar í Kaupmannahöfn. Hann var siöavandur og bókmenntir hans voru í siöavönd- unartón. Jónas Hallgrímsson samdi ævintýri og orti margar perlur. Þá er aö nefna Torfhildi Hólm. Hún bjó um skeið í Vesturheimi og var um margt merkileg kona. Hún var fyrsti íslendingurinn, sem gat framfleytt sér af ritstörfum sínum og fékk einnig styrk frá hinu opinbera. Höfundar á þessu tímabili, voru ekki margir. En ég tók einnig þýöingar frá þessu tímabili. Magnús Stephensen gaf út bókina „Sumargjöf handa börnum" áriö 1795. Þaö var fyrsta barnabókin, sem kom út í óbundnu máli. Er ákaflega siöleg, uppfræðing. Börnin skulu vera góð, ef ekki þá hlýst illt af. í sama tón eru „Kvöldvökur", sem Hannes Finnsson þýddi. Þessar bókmenntir eru ákaflega ólíkar Ijóöum Vigfúsar þar sem umburöarlyndi og mannkærleikur eru íöndvegi. Ég fer vítt og breytt yfir efni á 18. og 19. öld. Dreg fyrst og fremst fram almenn einkenni. íslenzku höfundarnir eiga þaö sammerkt aö hafa búið langdvölum erlendis. Erlend áhrif eru augljós. Þörf fyrir barnaefni haföi ekki myndast á íslandi. Þá vegna þess, aö íslenzkt þjóöfélag hafði lítið breyst í aldanna rás. Börnin tóku aö fullu þátt í störfum þjóöfélagsins. Fjölskyldan var órofa heild. Þaö var ekki fyrr en kom fram á 20. öld, að þörf fyrir barnaefni myndaöist. Þegar bændasamfélagiö riðl- aöist og fólk flutti á mölina. Þá fóru hin fornu bönd að rofna, faöirinn viö vinnu að heiman, móöirin heima meö börnin, sem auk þess gengu í skóla. Og bókmenntirnar breyttust? Já, en í fyrstu þegar fram kom á þessa öld voru gefin út ævintýri í gamla forminu og endurminningar frá liðnum tíma. Breytingar voru í aösigi. Fyrsta frumiega barnabókahöfundinn tel ég vera Sigur- björn Sveinsson Hann var um margt mjög merkilegur maöur. Var kennari í Vestmannaeyjum og í Reykjavík. Hann sá fyrir þróunina, þörfina fyrir nýjar bókmenntir. Hann rifjaði í verkum sínum upp æsku sína í sveit. Var skapandi höfundur, stílisti og meö skemmtilega kímnigáfu. Hann lýsti veröld, sem var yndisleg, örugg, hlý og barngóð. Þaö er mikil dýpt í verkum hans. í lok verka hans gætir trega. Þegar bernskan er á enda, skömmu eftir fermingu, fór hann suður — á mölina. Þar er hinn sári undirtónn. Sá tónn, sem veröur aö vera til að sveitasælan fái notið sín því þegar allt kemur til alls, þá er ekkert Ijós án skugga. Þaö var mikil gæfa að Sigurbjörn mótaði íslenzkar barnabókmenntir meir en aðrir. Ef til vill má segja, aö freistandi heföi verið aö' hefja sögu íslenzkra barnabóka meö Sigurbirni, en þaö var ekki fullnægjandi. Hann hefur vafalrtiö orðið fyrir áhrifum frá Jónasi Hallgrímssyni en ég spyr: Hvaða ísienzkur rithöfundur hefur ekki orðið fyrir áhrifum frá Jónasi? íslenzkar barnabókmenntir spruttu ekki upp af engu. Þaö var aðdragandi og hann langur. Um svipað leyti og Sigurbjörn gaf út sína fyrstu sögu kom fram annar höfundur og ekki ómerkur. Ég verö raunar aö segja, aö ég er dálítiö upp meö mér aö hafa „uppgötvaö" Hallgrím Jónsson en þaö gerði ég i' lestrarsölum Landsbókasafnsins Hallgrímur hafði failiö í gleymsku. Hann var ekki listfengur eins og Sigurbjörn en hann haföl mikið gildi sem áróðursmeistari. Hann setti í einu verka sinna upp keppni sveitastráks og bæjarstráks og á endanum hafði sá af mölinni betur. Vegna þess að hann hafði gengið í skóla og þar er undirtón verka hans aö finna Þá er Hallgrímur merkiiegur fyrir þá sök, aö hann skrifaöi um samtíð sína, í sveit og bæ. Hann hafði mikil áhrif á höfunda eins og Stefán Júlíusson, Jennu og Hreiöar og Kára Tryggvason. Þessir höfundar skrifuöu hvunndagssögur, sem ég kalla svo. Auövitaö er erfitt aö segja til hver bein áhrif hafa verið en ég tel víst, aö höfundar 4. og 5. áratugsins hafi þekkt til Hallgríms. Þaö er því freistandi aö telja hann fyrirmynd og undanfara, þó rithöfundar séu oft ergilegir út í bókmenntafræð- inga, sem þeir telja aö séu alls staðar aö leita uppi strauma og áhrif. Fram aö 4. áratugnum voru einkum skrifaðar smásögur en um hann miöjan koma fram heilsteypt- ar íslenzkar barnaskáldsögur. Fyrsta unglingaskáld- sagan er „Börnin frá Víðigerði" eftir Gunnar M. Magnúss. í sögu sinni fer hann aftur til Vesturfar- anna um og fyrir aldamótin. Kannski til aö lýsa íslenzku samfélagi fyrir lesendum sínum, þróun þess. í kjölfariö komu fram margir höfundar, sem skrifuðu barnaskáldsögur en afkastamest voru þau Ragnheiöur Jónsdóttir og Stefán Jónsson. Greinileg þróun er merkjanleg og fyrir mér opnaöist nýr heimur þegar ég var aö vinna aö þessu. Ég sá munstur veröa til, fannst ég uppgötva nýjan heim, nýjan höfund næstum daglega. í Háskóla íslands, þar sem ég haföi veriö í bók- menntafræðum, hafði aldrei veriö minnst á þessa barnabókahöfunda. Því dró maöur þá ályktun, aö þessi saga gæti ekki veriö ýkja merkileg. En sannleikurinn er, aö saga íslenzkra barnabók- mennta er ekki ómerkari en aðrir kaflar bókmennta- sögunnar. Hún hefur átt sín blómaskeið og hnignunarskeiö og hefur haft tilhneigingu til aö fylgja þróun skáldsögunnar. Blómaskeið raunsæju unglingaskáldsögunnar tel ég vera frá 1935 til 1955 meö aödraganda og eftirleik aö sjálfsögöu. Upp úr 1955 fer þessi raunsæja bylgja aö ganga niöur og viö tóku afþreyingarbókmenntir frá 1960 til 1970. Þær bókmenntir eru sáralítið annaö en skemmtitextar. Margir hverjir gerðir af öngri list, aörir vel gerðir eins og gengur. Ég tel þessa þróun stafa af áhrifum frá erlendum afþreyingarhöfundum. Bækur þeirra seldust óskaplega vel og þaö var því eðlilegt. aö íslenzkir höfundar fylgdu í kjölfariö. Fram komu margir nýir höfundar en það er eftirtektarvert, að eftir 1970 hefur vart komiö fram nýr reifarahöfund- ur. íslenzkar barnabókmenntir hafa batnaö og sjálfsagt er margt sem hefur stuölaö aö þessu. Umræða hefur aukist með virkri þátttöku rithöf- unda. Þeir hafa tekiö á hvunndagsvanda barna. Þá er sérkennilegt fyrlr síöasta áratug, aö sögur eru einkum ætlaðar yngri börnum, undir 10 ára aldri. Mér liggur við aö segja forskólabörn. Þaö er í sjálfu sér ágætt, en unglingar þurfa Iíka sitt. Hvaða persónulegar niðurstöður dregur þú fram (verki þínu? Annars vegar, aö saga íslenzkra barnabóka er skemmtileg og samstiga sögunni. íslandssögunni vil ég segja. Hún er ekkert einangraö fyrirbæri, heldur samtvinnuö annarri sögu okkar lands og menningu. Þetta fannst mér skemmtileg niöurstaöa. Og hins vegar, aö margir merkilegir rithöfundar hafa skrifaö fyrir börn. Iðulega hefur veriö talaö um barnabókar- höfunda, sem 2. flokks höfunda. Slíkt er alrangt. Margir afburöasnjallir rithöfundar, listamenn, hafa skrifaö fyrir börn. En einnig miölungsgóðir hand- verksmenn. Hér er alls ekki um aö ræöa einlitan hóp, heldur fjölbreyttan. Rithöfundar barnabóka hafa verið misgóðir, eins og gengur og gerist í bókmenntum. Að lokum Silja, hve miklum tíma hefur þú vanð í þessar rannsóknir? Ég hef variö 10 árum af ævi minni í þessar rannsóknir. Ég hef aö vísu gert annað með, en meðvitað og Ijóst hef ég unniö í fimm ár beinlínis að þessari bók. Fimm árin á undan vann ég að kandidatsritgerö minni, „Þjóöfélagsmynd íslenzkra barnabóka". Þaö er hreint ævintýralega vond bók. Fyrir þaö verk las ég 200 íslenzkar barnabækur. En mikiö fannst mér margar bækurnar leiöinlegar og oft varö ég leiö, sérstaklega framan af en þegar heildarmyndin var aö fást, þá varö þetta verkefni heillandi. Hver bók var eins og púsl, lítill parfur af stóru púsluspili. En eins og ég sagöi, þá var kandidatsritgerö mín hreint ævintýralega leiöinleg. Hún tekur yfir áratug- inn 1960 til 1970 og er þröngur stakkur skorinn. Þaö vantar alla dýpt í verkiö. Auðvitað vann ég hana af beztu samvisku en í þessum efnum, sem öðrum er ekki hægt aö alhæfa en þaö gerði ég. Nú er ég reynslunni ríkari. Ég hef lesið allar barnabækur íslenzkra höfunda — 600 aö töiu og ég hef raöaö þeim snyrtilega í spjaldskrá hjá mér. — H.Halls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.