Morgunblaðið - 14.03.1981, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
Mig langar til þess aö biðja blaðið að birta fyrir mig þessa tttflu og nokkrar skýringar minar við hana:
Þorgeir Þorgeirsson: ^
Töf lur við
þrálátum höfuðverk
bókmenntafólks ...
TAFLA I.
Tafla um hlutaskifti á bókamarkaði.
% velta 1980 launaftjódur Hkattar (30%) auffl. í útv & sjv.
Otgef.: 48,75 Rfifig 3.753 m +1.251 m +505 m = 1.997 m eða 26,6%
Höf.: 7,93 500 m +120 m + 207 m = 413 m eða 5,5%
Bóks.: 24,30 1.823 m + 608 m = 1.215 m eða 16,2%
Ríkissj.: 19,02 1.427 m +120 m +2.066 m +505 m = 3.878 m eða 51,7%
100,00 7.503 m 7.503 m 100,0%
Fyrst langar mig til að greina
ögn frá því hvernig mig rak að því
verkefni að reikna út og setja
saman þessa töflu. Ég hafði verið
að hugleiða þá staðreynd sem
engum getur dulist að kreppuárin
voru einstaklega frjór tími í sögu
íslenskra bókmennta. Þá áttum
við þó nokkurn hóp rithöfunda
sem einvörðungu helgaði sig rit-
störfum, voru semsé atvinnuhöf-
undar í fullri merkingu þess orðs.
Verk þessara manna bera það með
sér að þeir hafa gefið sér nægan
tíma til ritstarfanna, því sem þeir
áorkuðu í faglegu nostri og athug-
unum fær enginn áorkað nema
verk hans veiti honum lifibrauð
allan þann tíma sem það tekur að
vinna slík nákvæmnisverk.
Og viti menn. Lausleg athugun
leiddi það í ljós að fátækt kreppu-
áranna hafði ráð á því að greiða
rithöfundi (í sumum tilvikum
a.m.k.) 40 til 80 vikna laun fyrir
miðlungsbók sem á markaðnum
seldist í miðlungsupplagi. Nú á
dögum greiðir bókamarkaður vel-
ferðarríkisins höfundi samskonar
miðlungsbókar sem einnig selst í
miðlungsupplagi 5 til 10 vikna
laun.
Þetta er torvelt að sanna með
neinum vísindum en nægði mér til
að vekja aðra spurningu. Sé það
nú rétt að rauntekjur höfunda
íslenskra bóka hafi rýrnað um 80
til 85 prósent síðastliðna hálfa öld
þegar mesta velferðarskeið Is-
landssögunnar hefur gengið yfir
(svona efnalega séð) þá hljóta að
vera til þess einhverjar ástæður.
Hverjar eru þær? Hvernig stend-
ur á því að fyrirbærið atvinnurit-
höfundur nánast hverfur úr þjóð-
lífinu með vaxandi auðsæld, ef frá
eru taldir þeir höfundar sem
þegar voru mótaðir á kreppuárun-
um?
Mér fannst útilokað að leita
skýringar einvörðungu á huglægu
sviði, einhverjar efnalegar skýr-
ingar hlutu að liggja til grundvall-
ar þessu. Því var það sem ég greip
til þess ráðs að skoða ögn betur
markaðsferil bókarinnar sem vita-
skuld er undirstaðan að efnalegri
velferð skáldsins.
Fyrsti dálkur töflunnar er ekk-
ert annað en búðarverð dálítillar
bókar. Segjum að hún kosti 100
nýkrónur. Forlagsverðið er 56
krónur 68 aurar sem skiftist milli
höfundarins (sem fær 14% af
forlagsverðinu eða 7,93% af heild-
arverðinu) og forleggjarans sem
fær afganginn. Hlutur bóksalans
er síðan 30% af forlagsverði sem
er álagning hans (eða 24,30% af
heildarverði). Ofaná þetta verð
leggst síðan 23% söluskattur til
ríkisins (19,02% af heildarverði).
Þannig eru semsé hlutaskiftin
þegar bókin er afhent yfir búðar-
borðið. Þá er langt frá að ferli
fæninganna sé lokið. Framhaldið
skoðum við síðar. Fyrst skulum
við líta á heildarveltu þessara
fjögurra aðila árið 1980. Það vill
svo heppilega til að þjóðhags-
stofnun hefur gefið okkur upp
einn þessara þátta fyrir það ár.
Stofnunin upplýsir að söluskattur
af innlendum bókum hafi það ár
verið kr. 1.427 miljónir (og nú er
talið í gömlum krónum). Með
einfaldri þríliðu má þá reikna
hina póstana og síðan heildarveltu
bókamarkaðarins (einvörðungu þó
nýjar bækur, útgefnar 1980) sem
þannig verður rétt rúmlega 7,5
miljarðar — upphæð sem vel gæti
enst til að kaupa togara handa
Trékyllisvík eða Hveravallasvæð-
inu. Annar dálkur töflunnar er
semsé reiknaður í hlutfalli við
fyrsta dálk, þó með þyí fráviki að
reiknað er með því að þriðjungur
útgefinna bóka sé þýddur og fyrir
það greiðist (höf. og þýð.) um það
bil helmingi minna en greitt er af
frumsaminni bók. Þessi staðreynd
flytur semsé 95 miljónir frá höf-
undum uppí línu útgefendanna.
Mættu þýðendur vel huga að
þeirri staðreynd. í næsta dálki er
gerð grein fyrir því sem ríkið gerir
til að stuðla að því að bækur verði
til. Launasjóður rithöfunda var
þetta ár 120 miljónir (eða 9,15% af
söluskattstekjum ríkisins af bók-
um) Aðrir sjóðir heyra ekki með
þarsem einvörðungu er fjallað um
bókamarkaðinn. Enda litlir aðrir
sjóðir. Það leggst við höfunda-
launaupphæðina en dregst frá
tekjum ríkissjóðs. Þriðji dálkur
greinir frá skattlagningu
bókaútgáfustarfseminnar. Til ein-
földunar er gert ráð fyrir því að
skattprósenta sé gegnumsneitt
30% af veltu. Þeir sem þetta hefur
verið borið undir vilja sumir
meina að of lítið sé reiknað, aðrir
halda að þetta sé nærri lagi.
Enginn telur ofreiknaðan skatt-
inn. Enda má gæta þess að hér er
um margfalda sköttun að ræða
bæði á aðföngum, veltu og tekjum
fjölmargra aðila sem við bókaút-
gáfu koma. Tekjur höfundanna
bætast yfirleitt ofaná tekjur af
annarri vinnu og lenda því að
nokkru (hjá flestum nema beinlín-
is atvinnurithöfundum) í hátekju-
skala. Bókaverslanir eru vel þén-
andi fyrirtæki eins og hlutur
þeirra í bókarverðinu ber með sér
og ættu því ekki að vera eftirbátur
hinna þáttanna þegar til skatt-
lagningar kemur. Utkoma okkar
er sú að samanlagðar skattatekjur
ríkisins af bókaútgáfustarfsemi í
landinu þetta ár muni hafa verið
röskir tveir miljarðar. Það leggst
við hlut ríkisins. Þá er fjórði
dálkur. Þar eru greiðslur útgef-
enda til útvarps og sjónvarps fyrir
auglýsingar. Athugun blaðanna,
einhverra, leiddi í ljós að þessi
upphæð mundi vera kringum 600
miljónir. Mín trúa er sú að hún sé
hærri. En til að vera nú örugglega
neðanvið raunveruleikann og
ofreikna ekki ríkinu tekjur í þessu
dæmi hefur talan verið sett 505
miljónir (berið hana samanvið
greidd höfundar- og þýðanda-
laun). Það dregst frá hlut útgef-
enda og bætist við hlut ríkisins.
Nú leggjum við saman lárétt og
fáum þá út endanlega skiftingu
þeirra peninga sem lesandinn
réttir bóksalanum yfir búðarborð-
ið.
Þær tölur eru athyglisverðar.
Og nú vil ég til frekara öryggis
geta þess að reikningar mínir eru
yfirfarnir af kennara í viðskifta-
deild Háskóla íslands. Hann er
einn þeirra sem álítur að 30%
sköttunin sé mjög nærri lagi, en
sérgrein hans er einmitt bókhald.
Ég vil því mega ætla að þessi tafla
mín gefi að öllum Hkindum nokk-
uð rétta mynd að útlínum þess
hvernig fjármagnið streymir og
hvert það leitar eftir að það er
runnið um lendur íslenskrar bóka-
útgáfu. Niðurstaðan er sem sé
þessi: um þann ósinn sem fellur til
útgefenda fara 26,6% afraksturs-
ins, lænan sem að endingu hafnar
í vasa þeirra sem öllu þessu valda,
höfundanna, er 5,5% prósentu-
hlutar af öllu magninu. Það mætti
því segja að kjör rithöfundarins
liktust því einna helst þegar menn
fá migið í vasa sinn að launum
fyrir góðan greiða. Bóksalahlutur-
inn er meir en þrefalt stærri buna
en þetta. En í stöðuvötn ríkishít-
arinnar rennur meginfljót þessa
fjármagns. Tekjur ríkiskassans af
bókaútgáfunni í fyrra voru semsé
tæplega fjórir miljarðar enda
renna þangað 51,7% af öllum
afrakstrinum. Raunar þénaði rík-
ið ögn meira. Heildarþénustan
hefur verið 53,1% en af því lét
ríkið aftur renna til höfundanna
3% (120 milj. í launasjóð þeirra).
Þannig er því nú farið.
Með þessa töflu fyrir^framan sig
má ýmislegt skýra. Heildarupp-
hæðin sem höfundar og þýðendur
fá bendir einmitt til þess að
meðalgreiðsla pr. höfund sé ekki
mikið umfram 5 vikna laun. Var
ekki verið að ræða um það í
blöðum hér á dögunum að bækur
yrðu nú sífellt meira flausturs-
verk frá hendi höfunda og þýð-
enda? Segir ekki taflan einmitt þá
einföldu staðreynd sem höfundar
og þýðendur eru búnir að vera að
reyna á sjálfum sér undanfarna
áratugi: Það er um tvennt að velja,
annaðhvort að flaustra að verki
sínu og fá það illa greitt ellegar á
hinn bóginn að nostra eitthvað við
það og falla niðrí algera örbirgð.
Og manni verður spurn: hvað hafa
forystumenn rithöfunda verið að
gera undanfarin 40 ár meðan
rauntekjur félaganna hafa rýrnað
um 80% eða meir? Og hvað hafa
rithöfundar sjálfir, hinn almenni
félagi í RSI, verið að hugsa?
Maður minnist þess að þeir hafa
allan þennan tíma sífelldlega ver-
ið að bítast um síminnkandi hluta
sinn í bókinni og þá veit maður
ekki hvort heldur á að hlæja
ellegar gráta. Líkast til hvoru-
tveggja. Nema maður yppti öxlum
og segi bara: Svona er nú sam-
komulagið hjá örbjargarmönnum
yfirleitt.
En samt vil ég nú biðja alla
meðlimi RSI að spegla sig vand-
lega í þessari einföldu töflu, sem
engan veginn er nein lokaniður-
staða heldur einungis upphaf að
flóknum og miklum reikningum
sem gera verður, spegla sig í henni
og vita hvort þeir komast ekki að
þeirri einföldu niðurstöðu að það
er ekki vænlegt að ráðast á félaga
sinn og heimta þann litla hlut sem
einnig honum er útdeildur. Þó
slíkt tækist með ofbeldi og
grimmu urri þá hækkar ekki
heildarfjárhæðin sem um er bitist,
félaginn sem missti út úr sér
bitann safnar bara grimmd og
sækir hann aftur með kjafti og
klóm. Enginn verður því saddur.
Hvernig væri nú að snúa bökum
saman og gæta þess um leið að
megnið af tekjunum sem vinna
okkar skapar hafnar hjá ræningja
sem heitir ríkissjóður. Þar er féð.
Einhver spurði á Alþingi um
daginn: Hvað eru rithöfundar að
tala um söluskatt eins og þeir eigi
hann, þetta sem eru peningar
kaupandans! Þetta er ein lygin.
Meinið er einmitt að enginn á
þessa peninga nema ríkissjóður
sem aldrei hefur skrifað bók. Og
ríkissjóður lúrir á þessum peningi
og hinum peningnum líka meðan
kjör höfunda eru á stigi sem
hvergi þekkist nema þar sem
gleymst hefur að afnema þræla-
hald. Og meðan þrælarnir bítast
um þau fáu bein sem í þá er kastað
verður þrælahald ekki afnumið.
Lárus Halldórsson:
Kvenfélag og kirkjubygging
í sumum söfnuöum höfuð-
borgarinnar eru kirkjukven-
félög, sem árlega safna milljón-
um til kirkjubyggingar sinnar.
eða til kaupa á kirkjumunum.
sem hverjum söfnuði eru nauð-
syn.
Breiðhöltssöfnuður er elstur
safnaða i rúmlega tuttugu þús-
und manna „borg i borginni“
— en þar er engin nothæf
kirkja og ekkert „kirkjufélag“
heldur.
Kvenfélag Breiðholts varð
hins vegar til nokkru áður en
söfnuðurinn var stofnaður og
mikið vafamál, hvort talist get-
ur „kerfisgalli" að það skuli
ekki vera „kirkjukvenfélag" í
þrengsta skilningi. Félagskonur
eru flestar í söfnuðinum og
félagið sem slíkt lætur sig varða
málefni kirkjunnar, á fulltrúa í
byggingarnefnd Breiðholts-
kirkju og styður safnaðarstarf-
ið oftlega með ýmsu móti.
Nú á sunnudaginn kemur, 15.
mars, efnir Kvenfélag Breið-
holts til kaffisölu og basar í
safnaðarheimili Bústaðakirkju
að lokinni guðsþjónustu þar. Ut
fyrir hverfið þarf að leita til
góðra granna um hentugt hús-
næði til kaffiveitinga, þar sem
engin notaleg aðstaða er til
þeirra hluta í Bökkum eða
Stekkjum.
Agóði af þessu framtaki
kvennanna fer í kirkjubyggingu
safnaðarins. En aðdragandi
þeirrar byggingar er þegar orð-
inn nokkur, einkum þó af því, að
gleymst hafði í upphafi að ætla
henni stað í skipulagi hverfis-
ins. En nú er hún að rísa.
Veturinn hefur að vísu valdið
því, að síðasti áfangi við
steinsteypu er ekki búinn. Þar
mun þó aðeins um fá dagsverk
að ræða. En á þessu ári þarf
kirkjan að komast undir þak.
Það er lífsnauðsyn þessa safn-
aðar.
Þetta vita kvenfélagskonurn-
ar og allir þeir, sem nærri þessu
máli standa. Hitt er jafnstór
staðreynd, að íbúarnir verða
sjálfir að fjármagna sínar
kirkjubyggingar. — Annars
verður ekkert byggt. Hér þarf
því vakandi áhuga allra og
mikla fórnfýsi.
Þessar línur eru hvatning til
Breiðholtsbúa og annarra, sem
er annt um að nauðsynlegt
safnaðarstarf eigi þak yfir höf-
uðið, að fjölmenna til messunn-
ar í Bústaðakirkju kl. 2 á
sunnudag — og fá sér síðan
góðan kaffisopa á eftir með
ágætum kökum, — að sjálf-
sögðu þegar búið er að gera góð
kaup á basar kvenfélagsins.
Verið hjartanlega velkomin
og hafið hjartans þakkir fyrir
alla seðlana, sem í sjóðinn
koma. Þeim er ekki kastað á
glæ.
Þökk sé Kvenfélagi Breið-
holts fyrir sitt góða starf og
fórnfúsa áhuga. Guð blessi ár-
angurinn. Lárus Halldórsson