Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
47
r
r,
Breiöablik fékk
óvæntan skell
BREIÐABLIK tapaði mjög
óvænt fyrir UMFA í 2. deild
íslandsmótsins í handknattleik í
gærkvöldi, er liðin áttust við að
Varmá í Mosfellssveit. Lokatölur
leiksins urðu 19—18 UMFA í haj?
ok er óhætt að segja að dómgæsl-
an hafi ekki verið leikmönnum
UBK í hají á einn hátt eða annan.
Staðan í hálfleik var 12—11 fyrir
UMFA. Möguleikar UBK á 1.
deiidar sætinu eru sem fyrr mjög
góðir ef ekki allt að því tryggðir,
en næstu úrslit mega þá ekki
vera í þessum dúr.
Það var aðeins í upphafi leiks-
ins, að UBK hafði forystu í
leiknum, liðið skoraði tvö fyrstu
mörkin og hafði einnig forystu er
staðan var 3—2 og 4—3. En
UMFA jafnaði og komst marki
yfir. Allt til leiksloka var sú staða
rauði þráðurinn, ýmist jafnt eða
eins marks forysta UMFA. Og
þegar upp var staðið var staðan
19-18.
Emil Karlsson í marki UMFA
varði meistaralega í leiknum og
var besti maður UMFA. Á afreka-
skrá hans var m.a. vítakast sem
UMFA:UBK
19:18
hann varði þegar staðan var
18—17 fyrir UMFA og mjög
skammt til leiksloka. Hjá UBK
var Brynjar Björnsson hins vegar
atkvæðamestur, einnig var
markvörðurinn Benedikt Guð-
mundsson góður í síðari hálfleik,
lék ekkert í þeim fyrri.
Mörk UBK: Brynjar Björnsson
7, Kristján Halldórsson 3, Ólafur
Björnsson 2, Hörður Már Krist-
jánsson 2, Aðalsteinn Jónsson,
Björn Jónsson, Kristján Þór
Gunnarsson og Stefán Magnússon
1 mark hver.
Mörk UMFN: Björn Bjarnason
7, Ingvar Hreinsson 3, Steinar
Tómasson og Lárus Halldórsson 2
hvor, Magnús Guðmundsson,
Þórður Hjaltested, Ágúst Einars-
son, Þorvaldur Hreinsson og Sig-
urjón Eiríksson eitt mark hver.
— Á/gg.
IR var lengst
af í nokkru basli
- en hreppti þó loks öruggan sigur
ÍR-INGAR héldu lífi í von sinni
um að verða i einu af tveimur
efstu sætunum i 2. deild ís-
landsmótsins í handknattleik. er
liðið sigraði Ármann 25—19 í
Höllinni í gærkvöldi. Staðan í
hálfleik var 13-11 fyrir ÍR.
Þó að sigur ÍR hafi verið stór
þegar upp var staðið, þá gefa
lokatölurnar enga mynd af fyrri
hluta þessa leiks, en þá stefndi allt
í óvæntan sigur Ármanns. Ár-
menningar komust í 4—1 með
miklum sprengikrafti og jafnvel
þó að ÍR hafi þá farið að svara
fyrir sig, þá héldu Ármenningar
höfði lengst af fyrri hálfleiks og
höfðu síðast tveggja marka for-
ystu, 9—7. En það var ört skorað,
þannig hafði ÍR jafnað, 9—9, er 19
mínútur voru búnar af leiknum.
Síðan var jafnt, 10—10, en þá
skreið ÍR loks fram úr og hafði
náð tveggja marka forystu er
flautað var til leikhlés.
Ármenningar voru ekki alveg af
baki dottnir, þeir náðu góðri
byrjun í síðari hálfleik, alveg eins
og í þeim fyrri, og jöfnuðu þegar
staðan var 14—14. 15—15 mátti
einnig sjá á töflunni, en síðan ekki
söguna meir, allur vindur var úr
Ármanni og ÍR smájók forskot
sitt. Loks stóð 25—19.
Ármenningar léku leik þennan
vel meðan úthald og einbeiting var
fyrir hendi, liðið byrjaði afar
frísklega og einnig síðari hálfleik-
IR:Armann
25:19
inn, eftir hvíld í leikhléi. Það var
þó engan veginn nóg og því hlaut
liðið að tapa. Og nú blasir 3.
deildin við Ármanni. Björn Jó-
hannesson var bestur í liði Ár-
manns, einkum i fyrri hálfleik, er
hann lék á als oddi. Jón Ast-
valdsson átti einnig góða spretti,
skoraði gullfalleg mörk og hefði
mátt sýna meira af slíkum tilþrif-
um. Hjá ÍR bar Bjarni Bessason
nokkuð af, en aðrir leikmenn voru
jafnir. Guðmundur Gunnarsson
varði vel í markinu og Sigurður
Svavarsson barðist grimmilega í
vörn auk þess sem hann átti góða
spretti í sókn. Góðir dómarar voru
Björn Kristjánsson og Kalli Jó.
Mörk ÍR: Bjarni Bessason 8,
Sigurður Svavarsson 4, Brynjólfur
Markússon 4, Guðjón Marteinsson
3, Ólafur Tómasson 2, Bjarni
Hákonarson 2, Einir Valdimars-
son og Guðmundur Þórðarson eitt
hvor.
Mörk Ármanns: Björn Jóhann-
esson 8, 4 víti, Bragi Sigurðsson 4,
Einar Eiríksson 2, Jón Ástvalds-
son 2, Kristinn Ingólfsson, Friðrik
Jóhannsson og Viðar Gylfason eitt
hver. —gms/gb.
Týr fékk mikinn skell
TÝR fékk mikinn skell i bikar-
keppni HSÍ í gærkvöldi, er Fylkir
kom í heimsókn. Lokatölur urðu
21 — 13, Fylki í hag, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið 9—7
fyrir Fyiki. Fimm mörk i upphafi
leiksins frá Fylki gerðu út um
leikinn. Einar Ágústsson skoraði
6 mörk fyrir Fylki, Valþór var
markahæstur hjá Tý með 5
Óska ekki eftir
nærveru blaðamanna
í DAG fer fram á Hótel Loftleið-
um ráðstefna á vegum HSÍ þar
sem fjallað verður um mál iands-
liðsins i handknattieik. Upphaf-
lega átti ráðstefna þessi að vera
siðastliðinn þriðjudag en var
frestað. íþróttafréttariturum
dagblaðanna var boðin þátttaka i
ráðstefnunni þar sem fjalla átti
meðal annars um ferð landsliðs-
ins tii Frakklands. En i gærdag
kom skyndilega tilkynning um
að ekki væri óskað eftir nærveru
blaðamanna að þessu sinni.
Fundurinn yrði lokaður. Eitt-
hvað hlýtur þvi að eiga að ræða á
fundinum sem ekki þykir æski-
iegt að allir viti. — ÞR.
Atlt Hilmarsson sækir ið KR-ingum með mlklum tilþrifum.
Staða Fram að verða
vægast sagt erfió
— eftir jafntefli gegn KR í gærkvöldi
— liðið hefur aðeins eitt stig úr 2 leikjum
STAÐA Fram batnaði ekki mikið
við að ná aðeins jafntefli í öðrum
leik sínum um hið óeftirsótta
fallsæti i íslandsmótinu i hand-
knattleik i gærkvöldi. Liðið
mætti KR í Laugardalshöllinni
og lokatölur urðu 17—17, eftir að
staðan i háifleik hafði verið 8—G
fyrir Fram. Aðeins einn leikur er
eftir í fyrri umferð þessarar
þriggja liða keppni, Haukar eru
þriðja liðið og þeir mæta KR i
þriðja leiknum.
Þetta var hörkuspennandi leik-
ur og leikmenn beggja liða greini-
lega þrúgaðir af taugaspennu.
Varnarleikur var feikilega fast
leikinn og voru grófir tilburðir
mjög algengir. Sóknarleikurinn
leið fyrir þetta, einkum í fyrri
hálfleik, er markverðirnir, þeir
Gísli Felix hjá KR og Sigurður
Þórarinsson hjá Fram, vörðu mjög
vel það sem slapp í gegn um
varnarmúrana. En í síðari hálfleik
var markvarslan úr sögunni, allt
lak inn sem á annað borð hitti
markið og hefði þá betri varnar-
leikur Fram átt að skipta sköpum.
Engu að síður var jafnt, 17—17,
þegar rúmar fjórar mínútur voru
til leiksloka. KR-ingar fengu
knöttinn fljótlega upp úr því og
sóttu allt þar til að 11 sekúndur
voru eftir, þá stytti KR-ingur
nokkur sér leið inn fyrir víta-
teigslínuna, fékk knöttinn, en auð-
vitað var dæmd á manninn lína.
Frömurum tókst hins vegar ekki
að moða nokkurn skapaðan hlut
úr þessum sekúndum sem eftir
lifðu.
Hægt er að hafa fá orð um gang
leiksins, KR komst aldrei yfir í
leiknum, mjög oft voru jafnteflis-
tölur á ljósatöflunni, en að
minnsta kosti jafn oft mátti þar
sjá, að Fram hafði yfirhöndina.
Leikur liðsins var að mörgu leyti
betri heldur en gegn Haukum og
nokkrum sinnum í leiknum hafði
liðið tveggja marka forskot, 3—1,
4—2, 7—5, 8—6 og siðan seint í
leiknum, 12—10 og 14—12. Mest
náði Fram annars þriggja marka
forystu, 9—6 og 10—7 í upphafi
síðari hálfleiks. En þetta frum-
kvæði var ekki nóg, liðið náði ekki
að byggja á því.
Hannes Leifsson komst vel frá
leiknum úr röðum Framara, barð-
ist af hörku í vörn og var drjúgur
í sókn. Jón Árni Rúnarsson átti
einn af sínum frískari dögum og
Björgvin gaf aldrei eftir sinn hlut,
einkum í vörninni, þar sem hann
hjó á báða bóga. Atli ógnaði mjög,
en var óheppinn með skotin.
Haukur Ottesen bar nokkuð af í
liði KR, var betri en enginn þegar
mest á reið. Konráð var rólegur í
byrjun, en sótti sig mjög er á
leikinn leið, en lítið kom hins
vegar út úr félaga hans Alfreði
Gíslasyni. Þá má við bæta, að
Gísli Felix varði vel í fyrri hálf-
leik.
Mörk KR: Konráð Jónsson og
Haukur Ottesen 6 hvor, Alfreð
Gíslason 3, 1 víti, Jóhannes Stef-
ánsson og Haukur Geirmundsson
eitt mark hvor.
Mörk Fram: Hannes Leifsson 5,
Jón Árni Rúnarsson 4, Atli Hilm-
arsson 2, Hermann Björnsson 2,
bæði víti, Björgvin Björgvinsson 2,
Egill Jóhannesson og Erlendur
Davíðsson eitt hvor.
í leiknum voru átta brottvísanir
af leikvelli, fjórar á hvort lið, og
Sigurður Þórarinsson varði eitt
víti. -gg.
Öruggt hjá Þrótti
ÞRÓTTUR vann öruggan sigur,
28—21, gegn 3. deildarliði ÍBK í
bikarkeppni HSÍ i handknatt-
leik, en liðin áttust við i Keflavik
í fyrrakvöld. Páli ólafsson var
atkvæðamestur Þróttara. skoraði
10 mörk, en Jón Olsen skoraði
mest fyrir ÍBK, 5 stykki.
b
l
b
b
t
b
b
l
b
*
b
b
b
I
i
*
*
*
*
*
I
*
Ungmennafélagið
Þór Þorlákshöfn
óskar eftir að ráða þjálfara fyrir sumariö 1981.
Nánari uppl. gefur Stefán í síma 99-3895 eða
3800.
FIRMAKEPPNI
FRAM
Firmakeppni FRAM í innanhússknattspyrnu verður
haldin dagana 28.-29. marz nk. Þátttaka tilkynnist í
síma 28911 milli kl. 9—17 virka daga til 21. marz. Þar
eru ennfremur veittar upplýsingar um keppnina.
Þátttökugjald er kr. 400,- fyrir hvert lið.
Knattspyrnudeild FRAM