Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 COSPER Ég aetla fyrst að reyna brautina án skíða. Ast er... Síí « 0i\ b ... að svífa saman x sœlum draumi. TM Rm. U.S. Pat. Ofl.—aM rtghts rtstmö • 1980 Los Angstos Timss Syndicate Með morgunkaffinu HÖGNI HREKKVISI HANN M WA TIL Er vit í þessu? Árni Helgason, Stykkishólmi, skrifar: Ég minnist þess að fyrir mörg- um árum, þegar ég átti heima fyrir austan, hugðu vinir mínir á starfrækslu til að afla sér tekna og atvinnu. Komu þeir saman nokkur kvöld að ræða málið. Var hugmyndin að koma á fót fyrir- tæki sem gæti orðið sveitinni okkar til gagns. Var ýmsu velt fyrir sér og reynt að hugsa þetta út í æsar og hafðir í huga þeir fjáröflunarmöguleikar sem þá voru fyrir hendi og ekki beisnir. Einnig var hugsað um hvort þetta mál nyti tiltrúar hjá lána- stofnunum. Því kom það ekki svo sjaldan upp í umræðunum: Er vit í þessu? Menn brutu heilann um hvort þetta væri vit, hvort grunnur væri fyrir þessu og hvort þetta yrði til blessunar. Og þá var um að gera að ná sem bestum kjörum og árangri. Og nú kemur gamla spurningin upp Oft dettur mér þetta í hug þegar ég er að velta fyrir mér þeirri þróun sem síðan hefir verið meðal okkar hér á landi og enn eykur skrið og sér ekki fyrir endann á hvernig af reiðir. Mér kemur þetta oft í hug, þegar ég sé menn kaupa alls konar eitur- efni til að gera sjálfa sig að aumari og minni mönnum, og jafnvel eyðileggja sína guðs- mynd. Ég las um þessi mánaðamót stutta frétt: Mikil ölvun í bæn- um, og kennt um að nú höfðu menn fengiö launaumslagið sitt. Og þá var sjálfsagt að eyða aflafénu í verra en ekki neitt. Og svo er verið að tala um sjálf- stæöa þjóð, vitandi það að engin þjóð er sjálfstæð án sjálfstæðra þegna. Og nú kemur gamla spurningin upp: Hvaða vit er í þessu? Henda öllu fyrir eitur. Væri nokkur furða þótt spurt væri um heilbrigða dómgreind? Eru menn sjálfráðir gerða sinna? Það höfðingj- arnir hafast að Oft rennur mér það til rifja þegar ég sé erfiðismanninn, sem hefir vikuna út lagt að sér og stritað og erfiðað fyrir kaupi sínu, fleygja miklum hluta þess í vikulok til að gera sig að verri manni, eða allt öðrum manni en hann raunverulega er. Jafnvel fórna hamingju góðs heimilis eins og um einskisverðan hlut sé að ræða. Menn tala um frelsi, frelsi til að lifa eins og þeim Árni Helgason sýnist. Öðrum komi það ekki við. En það er lélegt frelsi sem verður öðrum til ama og leið- inda. Við vitum að jafnvel einn ölvaður maður getur eyðilagt heilt samkvæmi og þannig orðið samborgurum sínum og sjálfum sér til stór leiðinda. Og þegar áfengið er annars vegar, verður minna úr frelsinu. Fyrir þeim manni sem hefir ánetjast því, er enginn vegur svo brattur, holótt- ur eða blautur að ekki sé hann farandi og í hvaða veðri sem er, ef vitað er um áfengi þó í fjarlægð sé. Því hefi ég orðið sjónarvottur að. Fjötrar áfengis- ins segja til sín — meira og meira — og áfergjan, fálm handanna, ekkert hugsað um þótt seinustu peningarnir hverfi í þetta. Hver þekkir ekki þessa mynd? Og hversu mikið tjón bakar þetta landi og þjóð — fjárhagslega og kannski enn þá meir andlega? Gerir menn bók- staflega að ræflum. Og ekki er gott þegar ráðamenn þjóðarinn- ar ganga á undan með því að halda áfengisveislur, leyfa alltaf fleiri og fleiri vínveitingastaði þar sem menn fá að græða á aumingjaskap annarra og veik- leika? Hvílíkir peningar. Getur þeim liðið vel sem á slíku lifa? Ég trúi því varla. Það er hægt að bæta úr þessu böli samferðamann- anna, það er hægt að höggva af þeim hlekkina með samstæðri forystu og ekki síst með góðu fordæmi. Það höfðingjarnir haf- ast að, hinir meina sér leyfist það. Við bíðum og sjáum hvað setur Bindindishreyfingin fyrir og eftir aldamót sótti styrk sinn í ráðamenn þjóðarinnar hvern á sínu sviði sem lögðu bindindis- málinu lið sitt og fylgdu fast eftir, sáu að með því að gefa gott fordæmi, berjast fyrir hamingju meðbræðra sinna voru þeir að vinna að frjálsu og heilbrigðu þjóðfélagi. Sú alda sem þá reis átti ekki lítinn þátt í fullveld- isstofnuninni 1918. Og starf þessara mörgu góðu manna og kvenna bar virkilega árangur og lýsir enn. Og eitt er víst og það er að það er hægt að breyta böli í hamingju ef vilji er fyrir hendi. Og ef ráðamenn þjóðarinnar ganga fram fyrir skjöldu, hætta áfengisveitingum í opinberum veislum, setja slagbrand fyrir vínveitingahúsin, og hika ekki þótt einn og einn missi spón úr sínum aski, þegar hamingja þjóðarinnar margfaldast. Það er engin ástæða til að allir líði fyrir einn. Já, þetta er hægt, jafnvel þótt enn séu margir sem vilja Barrabas lausan ... Nú hafa nokkrir þingmenn tekið sig til, blöskrar ástandið í þessum málum í dag, og flutt það mál fram á þingi að hætt verði öllum vínveitingum á veg- um ríkisins. Hvað taka margir í sama streng? Hvað verða þeir margir sem vilja gæta bróður síns? Við bíðum og sjáum hvað setur. Varðveisla vegamannvirkja Guðjón F. Teitsson skrifar: „í fyrra sá ég frásögn af því í Noregs Handels og Sjöfartstidende, að vörubilaeigendur í Noregi hefðu á árinu 1979 verið sektaðir í 4374 skipti um samtals 5,6 milljónir norskra króna fyrir óleyfilega þungahleðslu bíla, og var meðalsekt þannig 1280 n.kr., en dæmi var nefnt um sekt að upphæö n.kr. 28.650 fyrir að aka með óleyfilegan þunga yfir ákveðna brú í Osló, þar sem gilti 6 tonna þungatakmark. Heyrði undir stórmál Þóttu mér þetta athyglisverðar upplýsingar og datt í hug að kynna mér hvernig með tilsvarandi mál væri farið hér á landi, en komst þá að raun um, að hér hefði ekki tíðkast að gera nokkra árlega sam- antekt um kærur, sektardóma né innheimtu sekta á nefndu sviði. Taldi ég þetta bera vott um, að nokkurt andvaraleysi ríkti hér á landi um verndun hinna fjárfreku vegamannvirkja, þar eð vitað væri, að hin einstöku þyngstu ökutæki skemmdu umrædd mannvirki í margfeldni borið saman viö þunga samanlagt í mörgum léttum öku- tækjum. Heyrði það því undir stór- mál, ef ekið væri, sumpart langar leiðir, með óleyfilegan þunga um vegi landsins, og vakti ég athygli á þessu í grein, sem birtist í Morgun- blaðinu hinn 15. apríl f.á. Sýnist geta boðið heim stórvægiiegum misfellum Nýlega las ég grein, sem birtist í NH & ST 30. jan. sl., þar sem frá því var greint samkv. NTB-frétt frá Kristiansand, að eigandi vörubíls hefði í síðustu viku mánaðarins (janúar) verið sektaður í Mandal í Vestur-Agðafylki um 28 þúsund n. kr. fyrir 13,9 tonna óleyfilegan hleðsluþunga, og var þess jafnframt getið í fréttinni, að hjólbarðar bílsins hefðu einnig verið í óhæfu ástandi. Þá var frá því greint, að bílaeig- endur hefðu að tilhlutan vega- og/eða bílaeftirlitsins í fylkinu á síðastliðnu ári verið sektaðir um samtals u.þ.b. 300 þús. n. kr., og í janúar í ár væru sektirnar komnar upp í 80 þúsund n. kr., fyrir óleyfilegan hleðsluþunga. Hér á landi eru í gildi lög og reglur um hámarksþunga ökutækja og viðurlög gegn brotum, en hins vegar hefir það ekki hingað til þótt fréttnæmt, hvernig á væri haldið. Er mér tjáð, að engin árleg saman- tekt hafi enn verið gerð um þetta á vegum hins opinbera, og sýnist það geta boðið heim stórvægilegum mis- fellum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.