Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981 UmHORF Umsjón: Gústaf Níelsson 1% * **s*"'%*+ I •**>? , - „Sovéskur kjarnorkukafbátur i norAurhöfum. Stafar mesta ógnunin við frið og öryggi á Norðurlondum frá vigtólum þessarar gerðar?“ Kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd - er „friðarsóknin“ hafin? 1 nafni friðar voru einu sinni uppi hugmynd- ir um friðlýsingu Ind- landshafsins. Flokkar sósíalista um heim allan borðust fyrir þessu mark- miði. Þetta gerðist á þeim tíma er Sovétríkin höfðu ekki yfir að ráða flotabækistöðvum, er veitt gætu greiðan að- gang að Indlandshafinu. Nú hafa Sovétríkin hins vegar komið sér upp slík- um, flotabækistöðvum og friðlýsingarhugmyndin er dauð. Að undirlagi sósíalista hefur þeirri hugmynd öðru hverju skotið upp, að frið- lýsa beri N-Atlantshafið. En eins og kunnugt er hafa Sovétríkin engar flotastöðv- ar á því svæði og munu ekki fá við %breyttar aðstæður. Eg mun ekki ræða sérstak- lega hér hversu óraunhæf hugmynd þessi er, enda hef- ur margoft verið á það bent. En engu að síður lítur hún vel út við fyrstu sýn. Hins vegar er athyglisvert að skoða þessa friðlýsingarhug- mynd með hliðsjón af hug- myndinni um kjarnorkulaus Norðurlönd. Á það er fyrst að líta að Norðurlönd eru kjarnorkuvopnalaust svæði. Hér er því eingöngu um óraunhæfa sýndartillögu að ræða. í annan stað er tillag- an út í bláinn af þeirri ástæðu einni að hún tekur ekki til siglinga skipa, sem bera kjarnorkuvopn við strendur Norðurlandanna. Eðlilegt hefði því verið að tillagan gerði ráð fyrir kjarnorkuvopnalausum Norðurlöndum, ásamt 200 mílna lögsögu þeirra. í þessu sambandi er ennfremur full ástæða til að benda á tilvist stærsta víghreiðurs heims á Kolaskaga, rétt við bæjardyr okkar Norðurlandabúa og hvílík ógnun það er öllu mannlífi á Norðurlöndum. Um sovéska víghreiðrið skal þegja og láta sem það sé ekki til. Það er umhugsunarefni út af fyrir sig hversu hljóðir sósíalistar á Norðurlöndum eru um atriði sem máli skipta í þessum efnum. Víghreiðrið á Kolaskaga stofnar sjálfstæðri tilveru Norðurlandanna i hættu. Sigling sovéskra kjarnorku- kafbáta og annarra sovéskra skipa, sem bera kjarnorku- vopn gera það sömuleiðis. Friðar- og öryggisviðleitni Norðurlandanna hlýtur því óhjákvæmilega að beinast að því að Sovétríkin dragi úr vígbúnaði á norðurslóðum og láti af þeirri ógnun, sem felst í stöðugum siglingum kjarnorkuflota þeirra um 200 milna lögsögu Norður- landanna. Hin raunhæfa krafa Norðurlandanna í þessum efnum er því kjarn- orkuvopnalaus norðurálfa, t.d. norðan 55. breiddar- baugs. Og að skip, sem bera kjarnorkuvopn mættu ekki sigla um 200 milna lögsögu Norðurlandanna, án sér- stakrar heimildar viðkom- andi ríkisstjórnar. Þótt áróðursprótókoll sósíalista segi að fyrsta skrefið skuli vera kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd, sem þau raunar eru, þá ætla þeir sér aldrei að ganga lengra. G.N. Sambandsráðsfundur SUS Sambandsráðsfundur SUS var haldinn í Hvera- gerði sl. laugardag. Fundurinn visaði bæði stefnumörkun SUS í kjör- dæmamálinu og þjóð- málaályktun til stjórnar- innar. Niðurstöðu stjórn- arinnar í þessum málum er að vænta í næstu viku. Ennfremur samþykkti fundurinn stuðningsyf- irlýsingu við Grænlend- inga í baráttu þeirra við EBE og hafnaði öllum hugmyndum um frestun á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins. Að öðru leyti fóru fram hreinskilnar umræður um stöðu Sjálfstæðisflokksins í hinum einstöku kjördæmum landsins. Stefnumál ungra sjálfstæðismanna og starfs- hættir á væntanlegum landsfundi flokksins voru og til umræðu. Með Grænlendingum — móti EBE „Sambandsráðsfundur ungra sjálfstæðismanna haldinn í Hveragerði 7. mars 1981 lýsir yfir andstöðu við fiskveiðastefnu Efnahags- bandalags Evrópu gagnvart Grænlendingum. Grænlendingar eiga sið- ferðilegan rétt á yfirráðum yfir fiskimiðum við land sitt. Islendingar hljóta að styðja við bak þeirra í jafn sjálf- sögðu máli og hér um ræðir.“ Enga frestun á landsfundi „Sambandsráðsfundur ungra sjáifstæðismanna skorar á miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins að halda landsfund flokksins í maí- mánuði nk. Sambandsráðs- fundurinn telur óeðlilegt að fresta landsfundi til hausts, enda í andstöðu við vilja stórs hóps flokksmanna sem komið hefur fram í tillögum á undanförnum flokksfund- um og miðað hafa að því að hafa landsfund fyrr en á venjulegum tíma. Slíkt mundi eingöngu sýna veik- leika. Engar efnisástæður hafa komið fram, sem rétt- lætt geta slíka frestun. Ung- ir sjálfstæðismenn benda á, að landsfundur í júní er afar óheppilegur fundartími fyrir marga unga landsfundar- fulltrúa, sem þá hafa nýlokið prófum og hafið störf víðs- vegar um landið. Sambands- ráðsfundurinn telur því heppilegast að halda lands- fund dagana 29.—-31. maí.“ Sjónarmið SUS Alþýðubandalagið, mesta,afturhald á Islandi í eina tíð stefndu íslenskir sósíalistar að róttæk- um þjóðfélagsbreytingum í anda marxisma. Um árabil hefur flokkur þeirra, sem nú nefnist Alþýðubandalag, lagt þessa stefnu opinberlega til hliðar, en þess í stað tekið upp blygðunarlausa valdastreitu- og kröfugerðarstefnu. Þessi stefnu- breyting var óhjákvæmileg, enda höfnuðu íslend- ingar byltingunni og þjóðfélagsþróunin varð með allt öðrum hætti en sósíalistar höfðu talið í hégómaskap sínum. Leiðtogar sósíalista töldu því vænlegra til árangurs að starfa á grundvelli borgaralegs lýðræðis og óska brautargengis eftir leikreglum þingræðis. Trúir uppruna sínum, hefur þessi stefnubreyting sósíalista orsakað pólitískan geðklofa í flokki þeirra ef svo má að orði komast. Þar takast á tvö öfl. Annars vegar hið þjóðlega uppbyggingarafl, stutt af mönnum sem eru í Alþýðubandalaginu á röngum forsendum og hins vegar hið marxiska niðurrifsafl, sem vill borgaralegt þjóðfélag feigt. Þessi togstreita hefur leitt til þess að Alþýðubandalagið er í dag mesta afturhald, sem um getur í íslenskum stjórnmálum; stefnulaust um öll meginatriði stjórn- málanna, en samtaka um kröfugerðarpólitík, sem lokkað gæti fólk til fylgilags við flokkinn. Þetta er nauðvörn og þrautarlending flokks, sem hefur enga stefnu fram að færa og engu hlutverki að gegna. Alþýðubandalagið er hávært í kröfugerðum sín- um. Þannig hefur því tekist að láta líta svo út, sem það sé einstaklega umbótasinnaður flokkur, þó svo að því sé þveröfugt farið í raun. Það krefst úrbóta í hinum aðskiljanlegustu málum s.s. jafnréttismál- um, málefnum fatlaðra, öldrunarmálum, húsnæð- ismálum, kjara- og launamálum, málefnum náms- manna og svona mætti lengi telja. Þessar umbóta- kröfur eru allar þess eðlis að allir flokkar gætu skrifað undir þær með góðri samvisku, enda mörg brýn úrlausnarefni sem við blasa í þjóðfélaginu. En kjarni málsins er bara sá að til þess að hægt sé að sinna umbótamálunum, þarf að treysta forsendur hagvaxtarins. Af slíkum málum hefur Alþýðu- bandalagið hins vegar ekki miklar áhyggjur. Kröfunum skal haldið fram, hvað sem það kostar, jafnvel þótt forustumennirnir sjálfir átti sig á því, að forsendur þeirra eru ekki fyrir hendi. Slík vinnubrögð eru líkleg til vinsælda. Afturhald Alþýðubandalagsins birtist í sinni tærustu mynd í afstöðu þess til grundvallar viðfangsefna stjórnmálanna, sem eru efnahagsmál- in. Forsendur lífskjara framtíðarinnar verður að treysta. Það verður óhjákvæmilega að gerast með nýtingu þeirra náttúruauðlinda, sem m.a. eru fyrir hendi í fallvötnum og iðrum jarðar. Alþýðubanda- lagið leggst gegn öllum áformum um nýtingu þessara auðlinda. Það sýndi afstaða þess til Búrfells- og Sigölduvirkjunar á sínum tíma. Öll rök þeirra þá hafa reynt einskis virði og fallið dauð og ómerk. Enn í dag ríður sama afturhaldið húsum hjá Alþýðubandalaginu. Það sýnir stefnuleysið í ráðu- neyti Hjörleifs. Markmiðið virðist eingöngu vera það að sitja í ríkisstjórn, en aðhafast ekkert. Alþýðubandalagið er reiðubúið að gefa eftir sín helgustu baráttumál fyrir ráðherrastóla. Með því vinnst þrennt. í fyrsta lagi geta þeir hindrað eða tafið fyrir nauðsynlegum framkvæmdum varnar- liðsins, sem ætlað er að treysta og styrkja varnir landsins. í öðru lagi geta þeir hindrað eða tafið nauðsynlegar virkjunarframkvæmdir og efnahags- samstarf við útlendinga, sem bætt gæti lífskjör hér á landi. Og í þriðja lagi geta þeir þrengt svo kosti atvinnufyrirtækja, að annað hvort verða þau að leggja upp laupana eða ríkið að yfirtaka rekstur Þetta þrennt er meginhlutverk Alþýðubandalagsins í ríkisstjórnum á Islandi. Umbótamálin, sem eru þeim svo „kær“ eru eingöngu til þess að fleyta forkólfunum í ráðherrastólana, síðan gleymast þau. Niðurrifsstarfið gengur fyrir öílu. G.N.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.