Morgunblaðið - 14.03.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1981
39
Sigurður Pálsson
Skógahlíð - Minráng
Fæddur 2. ágúst 1905.
Dáinn 8. mars 1981.
Hinn 8. mars sl. andaðist í
Sjúkrahúsi Húsavíkur Sigurður
Pálsson bóndi Skógahlíð, Reykja-
hreppi, S-Þing. Sigurður var
fæddur í Skógum í Reykjahreppi
2. ágúst 1905 og var einn af fjmm
börnum þeirra hjónanna Hólm-
fríðar Jónsdóttur og Páls Sigurðs-
sonar, búenda í Skógum. Sigurður
átti til góðra að telja í þingeyskar
ættir fram, en þær verða þó ekki
raktar hér. Æskuheimili Sigurðar
var mjög hrjáð af heilsuleýsi
móður hans og ólst hann upp við
fátækt og vinnusemi.
Erfið kjör Sigurðar í æsku settu
sín sár á hann og fannst oft fyrir
þeirri kviku í næmu lundarfari
hans. Sigurður þreytti ekki skóla-
göngu framyfir það, sem skyldan
bauð á uppvaxtarárum hans, en
nam fljótt verklega mennt og
hyggindi, sem í hag koma í hinni
daglegu lífsbaráttu. Hann var
hagsýnn í verki, harðsóttur til
bjargálna og brást ekki dugnaður.
Hann gekk löngum óheill til skóg-
ar sökum heilsubrests, en sást lítt
fyrir og mun hafa slitnað nokkuð
um aldur fram.
Veiðimennska hvers konar var
honum í blóð borin og var hann
furðu nærfærinn um hætti dýra
og fiska, enda jafnan fengsæll á
veiðum. Skilamaður var Sigurður í
viðskiptum svo sem best mátti
verða, enda hafði hann jafnan gott
lánstraust, sem oft kom sér vel í
umfangi hans. Hann var maður
skopskyggn og oft gamansamur,
og naut sín vel á mannfundum
þótt ekki neytti hann víns svo á
sæi. Lítið starfaði Sigurður að
félagsmálum eða í almannaþágu,
þó var hann í mörg ár gangnafor-
ingi og grenjavinnslumaður sveit-
ar sinnar. Þau störf fórust honum
vel, enda unnin í alvöru og af
trúmennsku. A ungum aldri eign-
aðist Sigurður eyðibýlið Dýjakot,
sem er næsta jörð við Skóga. Það
býli byggði hann upp sem nýbýli
og nefndi Skógahlíð. Með dugnaði
og hagsýni ásamt atfylgi fjöl-
skyldu sinnar tókst honum að
byggja svo vel og rækta í Skóga-
hlíð að með ágætum var.
Eiginmaöur minn,
SIGMUNDUR SIGURÐSSON,
bóndi,
Syöra-Langholti,
Hrunamannahreppi,
andaöist á Vífilsstaöaspítala 12. marz.
Anna Jóhanneadóttir.
Útför móöur okkar, tengdamóöur, ömmu og langömmu
JÓNINNU JÓNSDÓTTUR,
Stórholti 27,
fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 16. mars kl. 1.30.
Gissur Eggertsson, Sigríöur Davíösdóttir,
Halldóra Eggertsdóttir, Runólfur Runólfsson,
Hildigunnur Eggertsdóttir, Geröur Hafsteinsdóttir,
Rósa Pélsdóttir, Sigríöur Hafdís,
Davíö Arnar.
+
Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúö og vinarhug viö andlát og
útför
ARNBJARGAR STEFÁNSDÓTTUR.
Gunnar Ólafsson,
Örn Ólafsson,
Kristín Jónsdóttir,
Hafliöi Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö, vináttu og viröingu viö
andlát og útför móöur minnar, tengdamóöur, ömmu og lang-
ömmu,
HÓLMFRÍDAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
Hringbraut 115.
Kristjana Þorkelsdóttir, Einar J. Skúlason,
Skúli Einarsson, Ingifríöur Skúladóttir.
+
Við þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug við andlát og
útför
STEINS STEINSEN.
Eggert Steinsen, Steinunn Steinsen,
Gunnar M. Steinsen, Sjöfn Zophaniasdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
innilegt þakklæti færi óg öilum þeim sem auösýndu samúö og
hlýhug vegna andláts og jaröarfarar eiginmanns míns, fööur,
sonar, bróöur, mágs og tengdasonar,
INGÓLFS S. RAGNARSSONAR,
yfirvélstjóra,
Hlíóarvegi 18, Kópavogi.
Sérstakar þakkir til skipstjóra og áhafnar m/s Úöafossi. Einnig
til Eimskipafélags (slands.
Lilja Kristjénsdóttir,
Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir, Sóley Erla Ingólfsdóttir,
Helga Siguröardóttir, Ragnar Jónsson,
Sigvaldi Ragnarsson, Selma Gunnarsdóttir,
Sigfrióur Einarsdóttir, Kristjén Teitsson.
Minning:
Salóme Guðmunds-
dóttir Bolungarvík
Sigurður var natinn búmaður,
sem ekkert lét fara til spillis, fór
vel með efni og svo snyrtilegur í
umgengni að eftir var tekið, enda
fékk hann eitt sinn opinbera
viðurken'ningu fyrir umgengni og
gott útlit á húsakosti sínum. Þá
viðurkenningu mun hann hafa
kunnað vel að meta.
Gæfumaður var Sigurður í fjöl-
skyldulífi sínu. Hann giftist
greindri mannkostakonu, Aðal-
heiði Þorgrímsdóttur frá Miðhlíð
á Barðaströnd, og lifði hann hana
sl. 5 ár. Sambúð þeirra hjónanna
var með ágætum og varð þeim 4
barna auðið, sem hér skal greina:
Hólmfríður, gift Jakob Hendrik-
sen sjómanni búsett á Akranesi,
Árdís, gift Tryggva Óskarssyni
bónda, Þverá í Reykjahreppi,
Þorgrímur bóndi á Skógum 3,
Reykjahreppi, giftur Sigríði
Hjálmarsdóttur, og Kristín, kona
Júlíusar Jónassonar sjómanns á
Húsavík. Auk sinna barna ólu þau
Aðalheiður og Sigurður upp dótt-
ur Aðalheiðar, Unni, sem gift er
Pétri Sigvaldasyni í Klifshaga í
Axarfirði og systurson Sigurðar,
Björn Ófeig, nú bónda í Skógahlíð.
Öll hafa þessi börn reynst velgert
manndómsfólk, enda alin upp við
hóf og siðsemi. Fósturbörnum
sínum reyndist Sigurður ekki síðri
en sínum eigin og var það honum
mikill sómi. Allir þeir, sem til
þekkja, vita að Sigurður hefur
skilað miklu dagsverki og mun
meiru en margur sá, er meiri var
að vallarsýn, og á þar fyrir skylda
þökk samferðamanna sinna. Er ég
nú kveð Sigurð hinstu kveðju, þá
er þess gott að minnast að lífs-
skoðun hans var slík að óttalaus
var hann um fund sinn við dauð-
ann og jafnan efalaus í trúmálum.
Ég þakka honum langa og litríka
samfylgd og flyt aðstandendum
hans hugheilar samúðar kveðjur.
Vigfús B. Jónsson. Laxamýri.
Fædd 25. júni
Dáin 5. mars 1981
Salóme var fædd að Höfða í
Grunnavíkurhreppi. Foreldrar
hennar voru Elín Jónsdóttir og
Guðmundur Benediktsson. Hún
var yngst af fjórum þeirra barna.
Faðir hennar drukknaði ásamt
állri sinni áhöfn, þegar hún var
aðeins ársgömul. Nokkrum árum
síðar giftist móðir hennar aftur
Árna Jónssyni og varð þeim
tveggja barna auðið. Árið 1909
keyptu þau Elín og Árni jörðina
Furufjörð og fluttust þangaö með
börnin sex og bjó fjölskyldan þar í
41 ár. Þegar börn þeirra uxu úr
grasi, bættu þau við sig fjórum
börnum í fóstur sem ólust þar upp
við mikið ástríki og er ég ein af
þeim, og þeirra yngst.
Um tvítugt lærði Salóme karl-
mannafatasaum á ísafirði og mun
það hafa komið sér vel því heimil-
ið var jafnan mannmargt. Á
sumrin var auk okkar oft mikið af
aðkomubörnum. öllum okkur
reyndist hún sem besta móðir
væri. Til hennar var ávallt gott að
leita, því yfir okkar velferð var
hún jafnan vakandi og átti sinn
stóra þátt í því, hve vel öllum leið.
Árið 1950 fluttist fjölskyldan til
Bolungavíkur og bjó Salóme á
heimili Guðmundar bróður síns og
konu hans, Sigríðar Jakobsdóttur
og börnum þeirra. Með þeim var
alla tíð kært. Enda leið henni þar
svo vel að á betra varð ekki kosið.
Þótt Salóme giftist ekki og ætti
ekki börn, var hún á margan hátt
gæfumanneskja, því sjálf var hún
góð kona og vönduð í orði og verki.
Uppskar hún ríkulega af því sem
hún sáði. Hún þurfti ekki að
kynnast því, hvað er að verða
aldraður og yfirgefinn í ellinni,
því hún var örmum vafin kærleika
af systkinabörnum sínum og mág-
konu uns yfir lauk.
Um leið og ég sendi Salóme
hinstu kveðju yfir móðuna miklu
með hjartans þakklæti frá okkur
fóstursystkinunum fyrir allt sem
hún var okkur, sendum við einnig
Kristínu systur hennar, Sigríði
mágkonu hennar, börnum þeirra
og öllum öðrum aðstandendum
okkar innilegu samúðarkveðjur.
J.H.
Afmælis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og
minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi
á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga.
Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal
einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um
hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum
Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
Guðbjörg Snorradótt
ir - Minningarorð
Fædd 14. febrúar 1890.
Dáin 5. mars 1981.
í dag laugardaginn 14. mars ’81
verður Guðbjörg Snorradóttir frá
Húsum, Ásahreppi jarðsett að
Kálfholtskirkju, sömu sveit.
Guðbjörg fæddist að Steinsholti
í Gnúpverjahreppi, en foreldrar
hennar voru hjónin Margrét Jós-
epsdóttir og Snorri Jónsson. Barn-
ung fluttist hún að Húsum og
kynntist hún þar eiginmanni sín-
um, Einari Gíslasyni, er lést fyrir
allmörgum árum.
Bjuggu þau í nærfellt 50 ár að
Húsum, og ætíð við kröpp kjör
framan af, sem ekki var óalgengt
á þeim árum.
Þeim hjónum varð fjögurra
barna auðið, og búa þau öll í
Reykjavík;
Margrét gift Guðjóni Tómas-
syni bifreiðastjóra, Óskar bif-
reiðastjóri giftur Söru Helgadótt-
ur, Sigríður gift Einari Agústs-
syni heildsala og Ágústa iðn-
verkakona.
Guðbjörg var hlý í viðmóti,
trygg og vinur vina sinna, skap-
góð, greiðvikin og ákaflega rausn-
arleg heim að sækja. Samt sem
áður gat hún verið föst fyrir ef svo
bar undir, en ekki heyrði ég hana
hallmæla nokkrum manni, enda
mátti hún ekki vamm sitt vita.
Ég átti þess kost á síðari
hjúskaparárum þeirra hjóna, að
koma í heimsókn að húsum. Var
þá alltaf tekið vel á móti mér, sem
öðrum og framreitt það besta er
heimilið hafði upp á að bjóða, og
þótti mér mikið um hjartagæsku
og gestrisni húsmóðurinnar. Guð-
björg bar það með sér „að sælla er
að gefa en þiggja".
Er maður hennar Einar lést,
brá hún búi og fluttist til Reykja-
víkur, og dvaldist lengst af hjá
Sigríði dóttur sinni.
Guðbjörg var greind vel og
tileinkaði sér borgarlífið fljótt, og
var jafnan vel með í öllum málefn-
um, er bar á góma. Hafði hún
gaman af að spila á spil, og gat
spilað klukkustundum saman án
hvíldar, þótt öldruð væri. Mikið
kunni hún af sögum og vísum, og
oft var gaman að heyra hana segja
frá, en Guðbjörg dvaldi um tíma á
heimili mínu.
Nú er hún horfin yfir móðuna
miklu, og eftir situr minningin um
góða konu.
Blessuð sé minning hennar.
. Trausti Ólafsson.
Þökkum + innilega auösýnda samúö og vináttu viö andlát og
jaröarför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDOTTUR,
Rénargötu 22. Jónas Guömundsson, Edith Guömundsson,
Rannveig Jónsdóttir, Ingólfur Þorkelsson,
Anna Jónasdóttir, Heimir Askelsson.
Vigdfs Jónsdóttir, Þórir Ingvarsson.