Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 16

Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 Hvorki rætt við banka né viðskiptaráðuneyti „MISSKILNINGURINN hjá út- gerðarmanninum er auðvitað sá, að þó skip séu á frílista, þá ber að tilkynna gjaldeyrisyfirvöldum og þau fylgjast með þvi hvernig gjaldeyris er aflað til skipakaupa og hvernig þau eru greidd,“ sagði Þðrhallur Asgeirsson, ráðuneytis- stjóri i viðskiptaráðuneytinu, i samtali við Mbl. i gær, er hann var spurður um viðbrögð ráðuneytis- ins við fyrirhuguðum innflutningi á skuttogara til Þorlákshafnar. Benti Þórhallur á reglugerð númer 519 frá 1979 þar sem segir, að engar vörur megi tollafgreiða nema með vöru- og innkaupareikn- ingum fylgi staðfesting gjaldeyris- banka um að varan hafi verið greidd. eða greiðslan tryggð með öðrum hætti. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær hefur Hafsteinn Ásgeirsson í Þorlákshöfn undan- farið staðið í viðræðum við fyrir- tæki í Fleetwood um kaup á skuttogara. Skipið hefur Hafsteinn fengið skráð til bráðabirgða hér- lendis og kaupsamningur mun hafa verið gerður 23. marz. Um er að ræða 550 rúmlesta skuttogara, sem áður hét Irvana, en nú Guðfinna Steinsdóttir ÁR 10. Skipið var smíðað í Skotlandi árið 1972, en hefur verið gert út af fyrirtækinu Marr & Sons í Fleetwood. íslenzkur skipaskoðunarmaður skoðaði skipið í Englandi í byrjun marz og þarf aðeins að gera Rætt við Þórhall * Asgeirsson og Kristján Ragnars- son um Þorláks- hafnartogarann lítilsháttar breytingar á skipinu svo það uppfylli íslenzkar reglur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins ætlaði Hafsteinn að koma með skipið til landsins fljótlega, en eins og mál hafa þróast hafa líkurnar á að svo verði dvínað. „Hafsteinn hefur ekki sýnt neina viðleitni til að leggja fram upplýs- ingar um þetta mál og hefur ekki haft neitt samband, hvorki við banka né okkur," sagði Þórhallur Ásgeirsson. „Þegar við fyrst frétt- um af þessu máli um áramótin. báðum við Landsbanka Islands að vekja athygli mannsins á skyldum hans ef hann væri að hugsa um svona viðskipti. Landsbankinn sendi manninum símskeyti 2. janú- ar og þar segir: „Samkvæmt tii- mælum viðskiptaráðuneytisins vill Landsbankinn benda yður á, að óheimilt er að gera samning um erlend lán vegna skipakaupa eða gera leigu- eða leigukaupasamn- inga um skip erlendis frá án leyfis viðskiptaráðuneytisins. Þung við- urlög liggja við ef út af er brugðið." Viðskiptaráðuneytið sendi selj- andanum síðan símskeyti í gær og sagði honum frá því, að tilskilin leyfi hefðu ekki verið fengin hjá opinberum aðilum á íslandi og þó Siglingamálastofnun hefði gefið út vottorð væri það ekki nein heimild til innflutnings eða gjaldeyris- viðskipta. í dag sendi viðskipta- ráðuneytið Hafsteini skeyti til Fleetwood þar sem athygli hans var vakin á þessari skyldu og minnt var á skeytið, sem Lands- bankinn sendi honum. Ég vil gjarnan fá að leiðrétta þann misskilning, sem ekki aðeins kemur fram í þessu máli, um að frílisti þýði að hver sem er geti flutt inn hvað sem er af þeim vörum, sem þar eru. Þetta er allt undir eftirliti gjaldeyrisyfirvalda. í sambandi við tollafgreiðslu er þess gætt, að samræmi sé á milli innflutnings og gjaldeyrissölu. Skipið fæst ekki tollafgreitt ef eitthvað er óklárt í sambandi við gjaldeyrisviðskipti," sagði Þórhall- ur Ásgeirsson að lokum. Morgunblaðið ræddi í gær við Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, og sagðist hann lítið vita um þetta mál. „Ef um það er að ræða, að skipið eigi að greiðast af sölu- andvirði afla, sem seldur er erlend- is, eins og heyrzt hefur, erum við því eindregið andvígir. Með því er ekki annað að gerast, en menn eru að gerast leppar erlendra aðila á íslandi til að koma skipum inn í íslenzka landhelgi," sagði Kristján Ragnarsson. Steinþór Steingrímsson við eitt nokkur verka sinna i Ásmundar- sal. Mynd Rax Steinþór Steingríms- son í Ásmundarsal STEINÞÓR Steingrímsson heidur um þessar mundir málverkasýningu í Ásmund- arsal. Fjörutíu og fimm verk eru á þessari 7du einkasýn- ingu Steinþórs, og hafa þegar 7 þeirra selst, en aðsókn á sýninguna mun hafa verið mjög góð. Steinþór sagði í spjalli við Mbl., að hann hefði byrjað að mála þegar hann var strákur: —Ég var mikið í þessu framyf- ir tvítugt, að ég fór í músíkina. Svo var ég atvinnumúsíkant í nokkuð mörg ár eða þar til ég sneri mér aftur að málverkinu fyrir 10 árum eða svo. Nei, ég hef unnið bæði til sjós og lands og reikna ekki með að ég geti haft atvinnu af málverkinu næstu árin. Ég mála mér til hugarhægðar, en ekki af nein- um metnaði. Ég losnaði við alla þörf til að sýna sjálfan mig gegnum músíkina, og kæri mig ekki um neina frægð. Ég var nógu frægur að endemum í músíkinni. Þessar myndir mínar eru raunar ekkert nema uppstill- ingar. Ég hef áhuga á lands- lagi, en ekki í málverki. Lands- lag er ekki hægt að flytja inn í stofu, sagði Steinþór Stein- grímsson. Sýningu Steinþórs lýkur næstkomandi sunnudagskvöld. Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja Flugleiða. Uónm. Mbl. Kristján Ný yfirflugfreyja Flugleiða: „Góðir hlutir gerast hægt“ Rætt við Ernu Hrólfsdóttur yfirflugfreyju FLUGLEIÐIR hafa ráðið nýja yfirflugfreyju úr röðum flug- freyja félagsins, en um skeið hefur entfin yfirflugfreyja verið starf- andi hjá Flugleiðum. Hin nýja yfirflugfreyja er Erna Hrólfsdótt- ir sem starfað hefur sem flug- freyja sl. 17 ár, fyrst hjá Loftleið- um <>K siðan Fluifleiðum. Morgun- blaðið átti samtal við Ernu um starf yfirflugfreyju. „í samráði við Flugleiðir tók ég þetta starf að mér,“ sagði Erna, og það er vilji til þess að gera starf yfirflugfreyju virkara á þann hátt að hún fljúgi áfram eins og aðrar flugfreyjur. Ég mun því sinna áfram mínu starfi í vélum Flug- leiða að mestu leiti, en að öðru leiti mun ég leggja á það áherslu að hafa samráð við aðrar flugfreyjur, gera 1. freyjur, sem eru yfir í hverri ferð, ábyrgari fyrir sínu starfi og með hjálp allra flugfreyja mun ég leitast við að hver flug- freyja verði virkari í mikilvægu starfi, þar sem starf flugfreyjunn- ar er á margan hátt andlit flugfé- lagsins út á við. Þótt vel hafi verið unnið má sífellt gera betur. Flug- freyjustarfið er keðjuvinna og það gengur ekki upp nema með sam- stilltu átaki jákvæðs starfsfólks og ég tel mig finna best hjartslátt starfsins með því að vera áfram einn hlekkurinn í keðjunni. Ég mun halda fundi með flug- freyjum reglulega til þess að ræða málin, því sífellt þarf að vera með vakandi auga yfir því að vandað sé til þjónustunnar. Ég mun þannig reyna að brúa bilið sem er milli flugfreyja og ráðamanna Flugléiða, því þótt markmiðið sé eitt og hið sama þá þarf samvinna að koma til og þetta get ég eingöngu með hjálp annarra flugfreyja. Það er mikill kostur að flugfreyjur hafa mjög jákvæða afstöðu til félagsins og vilja til þess að stuðla að því að Flugleiðir geti rétt úr kútnum. Þegar félaginu hefur gengið illa hefur myndast uppgjafatónn innan raða starfsfólks, en sá tónn er greinilega að hverfa og mér finnst koma glöggt í ljós að fólk vill leggja sitt af mörkum við að byggja félagið áfram upp og sigrast á vandamálunum. Það er margt sem ég tel að þurfi að hyggja að, en góðir hlutir gerast hægt. Ég mun leggja mig alla fram og stend vel að vígi að því leiti að ég hef starfað með öllum flugfreyjum félagsins um árabil og það er líklega þess vegna sem leitað er til mín í þetta starf, en meðal atriða sem ég mun leggja áherslu á að fá fram er að einn og sami einkennis- búningurinn verði fyrir allar flugfreyjur, því annað er óeðlilegt fyrir eitt flugfélag." Slysavarnarfélag íslands — Happdrætti 1981: Bifreið, sumarbústaðaland og tíu gíra hjól í vinninga Öllum ágóða varið til björgunarstarfa og endurnýjunar björgunarbúnaðar SLYSAVARNARFÉLAG íslands hleypir nú af stokkunum enn einu deiídahappdrætti, en siík happ- drætti hafa verið árlegur viðburð- ur og eru ein aðalfjáröflunarleið félagsins. Vinningar i happ- drættinu nú eru eftirsóknarverðir að vanda: Galant GLX-fólksbifreið árgerð 1981, land undir sumarbú- stað að Svalvogum við Dýrafjörð og átta DBS-reiðhjól með tiu girum og öryggisbúnaði. Vinn- ingar eru skattfrjálsir að heildar- verðmæti 135.000,00. Miðaverð er 20 kr. og dregið verður 17. júni nk. öllum ágóða af happdrættinu verður að venju varið til björgun- arstarfa og búnaðar Slysavarnar félagsins, en nú eru starfandi 90 björgunar8veitir á vegum 200 deilda félagsins. Á fréttamannafundi, sem hald- inn var á vegum Slysavarnarfé- lagsins í gær í tilefni af happdrætt- inu, kom fram að björgunarstarf- semi félagsins hefur verið óvenju- mikil það sem af er vetrar vegna slæmrar veðráttu og nefndi Hann- es Hafstein framkvæmdastjóri fé- lagsins, að í óveðrinu mikla í vetur hefðu 270 tilkynningar borist Til- kynningarskyldunni frá skipum og bátum á hafi úti. 21 manni hefur verið bjargað af björgunarsveitum félagsins með fluglínum á vetrin- um. Þá sögðu þeir slysavarnarfé- lagsmenn að ekki væri unnt að tölusetja bjarganir og aðstoðir, sem veittar hefðu verið beint og óbeint frá upphafi, því margar væri ekki vitað um, en þær skiptu áreiðanlega tugum þúsunda. Þeir nefndu sem dæmi, að frá því Slysavarnardeildin Þorbjörn í Grindavík vígði fyrstu fluglínutæki sín, svo til um leið og hún fékk þau, og bjargaði 38 manns af franska togaranum Cap Fognet úr brim- garðinum við Grindavík fyrir 50 árum hefði deildin bjargað 194 sjómönnum með fluglínum. öllum ágóða af happdrættinu verður varið til björgunarstarfa og endurnýjunar búnaðar björgunar- sveitanna, en það er mjög kostnað- arsamur liður, ef sveitirnar eiga að geta verið búnar bezta og vandað- asta öryggisútbúnaði á hverjum tíma, að sðgn Gunnars Friðriks- sonar forseta Slysavarnarfélags- ins. Deildirnar fá sjálfar 30% af andvirði seldra miða en félagið 70%, en þess ber að geta að félagið sér um kostnaðarhlið happdrættis- ins. Þá er framundan hjá Slysavarn- arfélaginu mjög kostnaðarsöm breyting á fjarskiptabúnaði félags- ins, en hún þarf að fara fram á þessu ári og næsta til að fullnægja alþjóðakröfum og reglugerðum um fjarskiptabúnað. Hannes Hafstein sagði aðspurð- ur á fundinum, að sjómenn sinntu tilkynningarskyldu betur nú en áður, en þó vantaði mikið á að hlustunarvarsla um borð í bátum og skipum væri sem skyldi og þyrfti að iagfæra það. öll störf björgunarsveitanna eru unnin í sjálfboðavinnu og mikill hluti af kostnaði við rekstur, þar með talinn kostnaður við æfingar o.fl., er greiddur af deildunum sjálfum og félagsmönnum. Þá hafa deildirnar einnig aflað fjár til starfseminnar með ýmsu móti. Deildirnar hafa byggt og séð um rekstur björgunarskýla með ströndum landsins og á erfiðum fjallvegum og komið fyrir í þeim talstöðvum og símum og hafa þessi skýli orðið mörgum til bjargar, sem kunnugt er. Gunnar Friðriksson og slysa- varnarfélagsmenn sögðust vonast til, að undirtektir almennings við happdrættinu yrðu góðar og bentu á, að aldrei væri að vita hvar og hvenær neyðin yrði næst og að það væri í höndum almennings að aðstoða Slysavarnarfélagið við að geta veitt sem bezta og fullkomn- asta aðstoð þegar neyðin kallar. LjÓNm. Mbl. Emilía Björg. Frá fréttamannafundinum i gær. Gunnar Friðriksson forseti S.V.F.Í. lengst til vinstri, þá Guðjón Jónatansson og Gisli Sveinbergsson en þeir eru i happdrættisnefnd félagsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.