Morgunblaðið - 02.04.1981, Síða 23

Morgunblaðið - 02.04.1981, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1981 23 hefði stolið einum Óskarnum fyrir framan allar Hollywoodstjörnurn- ar og milljónir sjónvarpsáhorf- enda. Óþekktur maður reis upp úr sæti sínu meðal áhorfenda við úthlutunina og tók við styttunni fyrir hönd ungverska framleið- andans Ferec Rofusz. Þeir sem úthlutuðu verðlaununum höfðu tilkynnt að framleiðandinn hefði Robert Redford flytur ávarp eft- ir að hafa tekið við óskarsverð- laununum fyrir leikstjórn kvik- myndarinnar „Ordinary People“ AP-símamynd. Henry Fonda ekki fengið vegabréfsáritun frá Ungverjalandi og því myndi kvik- myndaakademían taka við verð- laununum fyrir hans hönd. Rofuzs hafði fengið verðlaunin fyrir stutta gamanmynd. Forsvarsmenn kvikmyndaaka- demíunnar segja að Óskarnum hafi ekki verið stolið, þetta hafi aðeins verið skrítið tilfelli. De Niro gekk út Hollywood, 1. apríl. AP. Á BLAÐAMANNAFUNDI sem haldinn var að lokinni úthlutun óskarsverðiaunanna var Robert De Niro spurður álits á þeirri frétt að kvikmyndin Taxi Driver sem hann lék í ásamt Jody Foster hafi á einhvern hátt orðið til þess að John Hinckley reyndi að myrða Ronald Reagan. De Niro sagðist ekkert hafa heyrt um þessa frétt og sagði blaðamönnunum að hann' vildi ekki ræða málið. Er blaðamenn- irnir gáfust ekki upp og fóru að spyrja hann nánar um málið sagði hann argur: „Ég hef sagt það sem ég viidi segja hér.“ Með það gekk hann út. Deng Xiaoping. Veitzt að Deng í veggspjöldum Hong Kong, 1. apríl. AP. KÍNVERSKIR haía af því vax andi áhyggjur. að upp á siðkastið hafa sprottið upp veggspjöld i Kina þar sem Deng Xiaoping er harðlega gagnrýndur, að þvi er timarit vinstrimanna i Hong Kong skýrir frá í dag. Tímaritið segir, að veggspjöldin hafi verið fest upp að undirlagi stuðningsmnna fjórmenningaklík- unnar svonefndu og ýmissa hátt- settra foringja í hernum. Segir tímaritið að af þessum sökum sé í gangi mikil hreinsun- arherferð í hernum. Hafi margir yfirmenn verið „látnir fjúka" þar sem þeir hafi viljað halda í byltingarhugmyndir Maos og lagst gegn breyttum hugmyndum núverandi valdamanna um starf og stefnu hersins. Tímaritið segir, að í veggspjöld- unum hafi þess verið krafist að Deng yrði vikið frá völdum og hann sakaður um að sveigjast um of til hægri. Jafnframt var nýrrar menningarbyltingar krafist, og í ýmsum veggspjöldum var lögð fram málsvörn fyrir Jiang Qing ekkju Maos. Fögnuðu árásinni áReagan Tul.sa. Oklahoma, 1. april. AP. ÞEGAR rektor Academy Central-grunnskólans í Tulsa skýrði nemendum sín- um frá þvi að gerð hefði verið skotárás á Ronald Regan Bandaríkjaforseta kváðu við fagnaðaróp úr hópi nemenda. Rektorinn segist hafa skýrt nemendum frá árás- inni skömmu áður en kennslu lauk á mánudag. Sagði hann nemendunum frá þvi að forsetinn hefði særst í skotárás en væri á batavegi, og að tveir til viðbótar hefðu særst í árásinni. Kennarar lýstu hneykslan sinni á framkomu nemend- anna, en þeir sögðust hafa orðið hálf vandræðalegir og ekki beinlínis vitað hvaðan á sig stóð veðrið, er nemend- urnir fögnuðu að skotárás hefði verið gerð á forseta landsins. Hjartanlegar þakkir sendi ég öllum kunningj- um og vinum, sem glöddu mig, gamlan manninn, á margvíslegan hátt á afmæli mínu í síðustu viku. Skeggi Asbjarnarson. Bretland: Velmegunin hefur aldrei verið meiri Frá Einari K. Guðfinnssyni. fréttaritara Mbl. i Bretlandi, 1. apríl. BRETAR hafa aldrei haft það jafn gott fjárhagslega og nú. Þetta er meginniðurstaða skýrslu sem gefin hefur verið út í Bretlandi. Laun hafa hækkað talsvert umfram aukningu verðbólgu. en verðbólga minnkar nú stöðugt. Fyrir vikið, segir í skýrslunni. hefur almenn velmegun aukist þrátt fyrir að atvinnuleysi sé talsvert meira en fyrir ári. Á síðasta ári dróst þjóðarfram- leiðsla saman. Það hefur í för með sér að á sama tíma og ráðstöfun- artekjur manna aukast minnkar fjárfesting. Einnig er ljóst að hagnaður fyrirtækja er nú mun minni en hann var fyrir um það bil ári. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst á síðasta ári um tvö prósent. Með hugtakinu kaupmáttur ráð- stöfunartekna er átt við heildar- tekjur fjölskyldna að frádregnum verðbólguáhrifum og sköttum. Ljóst er þó að kauphækkanir á þessu ári í Bretlandi verða mun minni en í fyrra. Með minnkandi dýrtíð hafa verðbóiguvæntingar minnkað og því hafa verkalýðsfé- Finnland: Frá Harry (iranberR, fréttaritara Mbl. í Finnlandi 1. april. FYRSTA verkfall vorsins í Finn- landi er hafið. Járniðnaðarmenn sem hafa lýst andstöðu við launa- máiastefnu rikisstjórnarinnar hófu i dag tveggja daga verkfall sem miðar að því að hraða samningaviðræðum. Járniðnaðarmenn krefjast lög og vinnuveitendur yfirleitt samið um minni kauphækkanir en á árunum á undan. Talsmenn ríkisstjórnarinnar telja þessa þróun góðs viti og tala um að meira raunsæi ríki á vinnumarkaðnum en áður. launahækkunar sem er meiri en gert er ráð fyrir að launþegar í Finnlandi fái. Ýmsir opinberir starfsmenn hafa einnig lýst andstöðu sinni við launamálastefnuna. Fremstir í flokki þar eru bankastarfsmenn sem m.a. krefjast fyrrifram- greiðslu launa. Þeir hafa hótað verkfalli á mánudag. Járniðnaðarmenn í tveggja daga verkfalli „í okkar starfi er naudsynlegt ad eiga góð vmnuföt" „Þau þurfa að vera vatns- og vindþétt, sterk, lipur og mega ekki harðna í kulda" smellum á báðum hliðum leilar blússur „Við mælum óhikað með Max sjó- og regnfatnaði“ ÁRMÚLA 5 — SÍMAR 86020 OG 82833 Rafsoðnir saumai Smekkbuxur með Þægilegt hálsmál Flúor öryggislitir Smelltir jakkar, 1 Tvær þykktir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.