Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 26

Morgunblaðið - 02.04.1981, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRÍL 1981 ráðherra málefni heyri, sker forsætisráð- herra úr. Og auðvitað sker forsætisráð- herra úr, ef hér verður einhver vafi og ekki ætla ég mér að fara að deila við dómarann. Hitt er náttúrlega annað mál, að ég áskil mér allan rétt í því sambandi, hvort ég vil þá skipa sæti utanríkisráðherra." Ólafur aðvarar Gunnar Hér fór ekki á milli mála, að Ólafur Jóhannesson skaut föstu aðvörunarskoti að Gunnari Thoroddsen, minnugur um- mæla Gunnars um eldsneytisgeymana í Helguvík. „Ef þú úrskurðar byggingu eldsneytisgeyma mál allrar ríkisstjórnar, þá er allt eins víst að ég taki poka minn og afmunstri mig af stjórnarfleyinu." Það fór ekki á milli mála, að þessi voru skilaboð Ólafs. Frekari umræður leiddu í ljós að til var samkornulag milli ríkisstjórnarflokkana um að forsætisráðherra notaði ekki þing- rofsréttinn, nema með samþykki allra stjórnaraðila og ríkisstjórnin hefði sett sér starfsreglur, en Framsóknarmenn héldu fram að þær skertu ekki vald utanríkisráðherra í varnarmálum. Al- þýðubandalagsmenn bæði Svavar Gests- son og Ólafur Ragnar þögðu þunnu hljóði í þessum umræðum. En það sem fékkst ekki upplýst að fullu á alþingi íslendinga, er nú upplýst í fréttablaði Alþýðubandalagsins eins og ríkisútvarpið hefur skýrt frá. Leynisamn- ingurinn er til, undirritaður af Gunnari Thoroddsen, Ragnari Arnalds og Stein- grími Hermannssyni og fjallar um þing- rofsréttinn og að ríkisstjórnin taki enga ákvörðun í meiriháttar málum, nema allir stjórnaraðilar samþykki, eins og 2. spurn- ing mín fjallar um. Sjaldan hafa ráðherrar sýnt Alþingi og alþjóð meiri lítilsvirðingu og lagst eins lágt með laumuspil, svo að annars staðar þætti það fráfararsök og ætti svo vissu- lega að vera hér. En Alþýðubandaiagsmenn hafa af skömm sinni ekki stillt sig um, eftir gagnrýni flokksmanna sinna, að birta í fréttablaði það sem þeir þögðu um á Alþingi til að telja herstöðvaandstæðing- um, trú um að stöðvunarvaldið væri þeirra. Af þessu er ljóst að Alþýðubandalagið telur sig hafa lykilstöðu í öryggis- og, varnarmálum og það m.a. því miður fyrir tilstyrk Sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Framvinda flugstöðvarbyggingar, flug- skýla og eldsneytisgeyma mun m.a. leiða í ljós, hvort svo sé, en vera má, að Alþýðubandalagið éti eitthvað af þessu ofan í sig svo að orðalag Ólafs Jóhannes- sonar sé notað, til þess að halda ráðherra- stólunum lengur og búa betur um sig í valdastöðum í þjóðfélaginu. Það er nefnilega unnt að grafa undan lýðræðisskipulaginu og sjálfstæðinu innan frá engu að síður en með þrýstingi og ásælni utan frá. Moldviðri um kjarnorkuvopn Það er unnt með því að kreppa að atvinnuvegunum með sívaxandi ríkisum- svifum og skattaálögum og gera bæði einstaklinga og fyrirtæki svo háð náðar- brauði ríkis og lánastofnana, að enginn megni að rísa upp gegn stjórnvöldum. Laslo Rajk, kommúnistinn ungverski, sem seinna var drepinn af eigin samherj- um, sagði eitthvað á þá leið að samhentur, harðsvíraður minnihlutahópur getur náð völdum með snöggu átaki á úrslitastund. Þannig var farið að í austantjaldsríkjun- um eftir að kommúnistum tókst að tæla lýðræðissinna og nytsama sakleysingja til fylgis með því að skírskota til metnaðar þeirra og upphefðar, sem síðar reyndist stundarhjóm og gálgafrestur. Það er engin tilviljun, að Alþýðubanda- lagsmenn gera nú tilraun til að blása upp moldviðri í öryggis- og utanríkismálum, með því að vekja upp staðlausar margra ára gamlar fréttir að kjarnorkuvopn séu geymd á Keflavíkurvelli, blása upp stærð byggingarframkvæmda umfram stað- reyndir og síðast en ekki sízt að gera sitt bezta til að sannfæra Sovétríkin um að Keflavíkurflugvöllur sé árásarstöð með kjarnorkuvopn. Hvaða tilgangi þjónar það, ef Rússar vissu raunar ekki betur. í leiðara Þjóðviljans 17. marz sl. segir svo: „Kafbátavarnir Bandaríkjanna í Norðaustur-Atlantshafi hafa á síðustu 10 til 15 árum verið að þróast upp í árásarkerfi, sem miðar að því að loka sovéska flotann inni á innihöfum Sovét- ríkjanna og granda þeim kafbátum, sem skotið geta atómflaugum á skotmörk í Bandaríkjunum." Það er auðheyrt hverjum hjartað slær og hvers taumur er dreginn og kemur engum á óvart, þegar kommúnistar eiga í hlut. I sama farveg fór málflutningur þeirra Svavars Gestssonar og Hjörleifs Gutt- ormssonar á Norðurlandaþingi um kjarn- orkulaust svæði á Norðurlöndum. Svavar býsnaðist reyndar þessi ósköp yfir, að ekki væri talað meira um utanríkismál á þingi Norðurlanda, en ein meginástæðan er sú, að auk þess sem viðhorf þátttökuríkja til varnarmála var og er ólíkt, og þá tóku Finnar ekki þátt í störfum Norðurlanda- ráðs fyrstu 5 árin, og var talið að ástæðan væri sú að reynsla þyrfti að fást á því hvort þátttaka Finna í Norðurlandaráði samræmdist samningsskuldbindingum Finna við Sovétríkin. En umræða um kjarnorkulaust svæði á Norðurlöndum gefur til kynna að þar séu nú slík vopn, sem ekki er. Einhliða yfirlýsing um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlönd- úm er gagnslaus og raunar skaðleg, nema gagnkvæmni sé með í för og eitt stærsta kjarnorkuforðabúr veraldar á Kolaskaga beini ekki kjarnavopnum á Norðurlönd, svo að dæmi sé nefnt í mun víðfeðmara vandamáli. Hlutleysi er haldlaust Við undirritun Helsinki-sáttmálans gerðu menn sér vonir um framkvæmd slökunarstefnu í sambúð austurs og vest- urs. Þær vonir hafa brugðist vegna innrásar Sovétríkjanna í Afghanistan, ógnunar þeirra gagnvart Pólverjum, og brota þeirra gegn mannréttindaákvæðum Helsinki-sáttmálans svo að dæmi séu nefnd. Það er umfram allt á valdi Sovétríkjanna hver örlög slökunarstefn- unnar verða. Við Islendingar eigum auðvitað að leggja okkar lóð, þótt lítið sé á þá vogarskál að leitast verði við að ná samkomulagi til að tryggja frið í heimin- um. Framlag okkar á að vera til þess fallið að vestræn lýðræðisríki semji af styrk- leika en verði ekki að láta undan hótunum einræðisríkja, eins og leiddi til 2. heims- styrjaldarinnar. Undir því er framtíð sjálfstæðis okkar komin. Við eigum að láta þróun alþjóðamála okkur meira skipta og fylgjast vel með gangi mála, svo að við getum á hverjum tíma gætt hagsmuna lands okkar og gert viðeigandi ráðstafanir í tíma. Við eigum sjálfir að fylgjast betur með, hvernig vörnum landsins er fyrir komið og eftirlit í lofti og legi varðandi umferð- í nágrenni landsins. Við eigum að efla landhelgisgæzluna til þess í raun að gæta hagsmuna okkar og sýna fána okkar í fiskveiðilögsögunni og að landgrunnsmörkum, sem við gerum tilkall til. Við hljótum að stuðla að sérfræði- menntun islenzkra manna á sviði varnar- og öryggismála og aukinni samvinnu landhelgisgæzlu okkar og eftirlits vest- rænna bandalagsþjóða okkar. Góðir fundarmenn. Hlutleysi er haldlaust, hnattstaða okkar er slík, hvort sem okkur líkar betur eða verr, að útilokað er, að styrjaldarátök milli austurs og vesturs fari fram hjá okkar garði. Meginmáli skiptir því, að við Islend- ingar stuðlum að því að ekki komi til styrjaldarátaka annars vegar og tryggjum sjálfstæði okkar og sjálfsákvörðunarrétt hins vegar. Það gerum við best með einarðri þátt- töku í varnarbandalagi vestrænna þjóða og varnarsamstarfi við Bandaríkin. Við héldum fyrir 30. marz 1949, að slíkt gæti ekki gerzt hér, að starfi þjóðkjörinn- ar löggjafarstofnunar væri ógnað. I því fólst aðvörun um að láta slíkt aldrei endurtaka sig, því að það getur verið undanfari þeirra örlaga þjóða, sem misst hafa frelsi sitt og sjálfstæði. Allir sannir íslenzkir lýðræðissinnar verða því að skapa sterka þjóðarsamstöðu um lykilaðstöðu í öryggis- og utanríkis- málum íslands. Húseigandi í Siglufírði: Krafðist götusambands við umheiminn eða þá bærinn keypti hús hans SIGLFIRÐINGAR hafa ekki far ið varhluta af rysjóttri tíð í vetur frekar en aðrir landsmenn. Hér hefur snjóað óvenju mikið í vetur þó svo oft áður. i „gamla daga" hafi snjóað meira og Siglfirðing- um ekki þótt neitt stórmál og sætt sig við það sem snjónum fylgir. En nú eru aðrir timar og aðrar kröfur gerðar, nú t.d. er bilaeign Siglfirðinga mjög mikil og fæstir loka þá inni yfir veturinn, heldur nota þá allt árið, þess vegna krefjast þeir að götunum sé haldið færum eins og kostur er hverju sinni. Það hefur orðið tröppugangur á þeirri framkvæmd í vetur a.m.k. og stafar það fyrst og fremst af fjárskorti bæjarfélagsins. Snjó- moksturskostnaður í vetur er orð- inn gífurlegur, hann skiptir tugum milljónum gkr. og telja menn kostnaðinn farinn að nálgast hundraðið nú um þessar mundir. Nú seinnipart vetrar tóku bæjar- yfirvöld upp á því í sparnaðar- skyni að minnka og hætta að láta vinna yfirvinnu, þrátt fyrir næg verkefni og ófærar götur. Við þetta fyrirkomulag eru margir viðkomandi hús og bílaeigendur alls ósáttir t.d. hefur það ástand skapast að húseigandi sem mörg- um sinnum í vetur, hefur ekki svo dögum saman hverju sinni, komist heim til sín á sínum bíl, átt þátt í því að hann hefur nú ákveðið að flytja burt úr bænum. Og annar húseigandi við sömu götu sendi á dögunum forseta bæjarstjórnar skeyti þess efnis að ef ekki yrði mokað og götunni og henni komið á vegasamband við „umheiminn" hið bráðasta, þá mundi hann krefjast þess af bænum að hann keypti af sér húseign sína, en til þess er bærinn skyldugur, sam- kvæmt lögum sem tóku gildi um síðastliðin áramót, en lögin varða hús og íbúðir byggð samkvæmt lögum um byggingu verkamanna- bústaða, þar sem byggðalögum er gert skylt að kaupa slík mannvirki hvort sem þau vilja, geta eða ekki, ef viðkomandi eigandi krefst þess. Bak við þessa hótun voru „óbeint" fleiri húseigendur, í sömu afstöðu, það ætti ekki að þurfa að taka það fram að gatan var rudd hið bráðasta, það var auðvitað auð- veldara að moka eina eða tvær götur heldur en kaupa „þær“. Bæjaryfirvöld og snjóruðnings- tækjastjórnendur eiga við mörg vandamál að stríða. Það er til dæmis spurningin á morgnana; hvar á að byrja í dag? Allir vilja að byrjað sé við þeirra götur, en það er ekki hægt því tækin eru of fá, og Aðalgatan, sem var orðin fær í gær er orðin ófær nú, og til hvers er að moka úthverfin ef enginn kemst um Aðalgötuna. Svo eru það bíleigendurnir sem ekki gera sér grein fyrir að þeir eru ekki einir í heiminum, oft eiga aðrir bílaeigendur í erfiðleikum að komast framhjá bílum þeirra þar sem þeim er lagt á þeim stöðum sem þeir eru fyrir, bæði umferð og snjómokstri. Oft hefur ekki verið hægt að moka götur vegna bíla hirðulausra bíleigenda. Og snjómoksturskostnaðurinn er ógnvekjandi eins og áður er getið, jafnvel þó ekki sé miðað við þessa 2000 íbúa sem hér búa, og allt að því sorglega við þetta peningasvelt vegna snjómoksturs, er það að á þessu græðir ríkið, þ.e. ríkissjóður, en ríkið hirðir 23,5% af öllum kostnaðinum í formi söluskatts sem bærinn verður að borga þó ekki sé til fé til greiðslu almennra launa. Fyrir helgina var farið í það að fjarlægja snjó norðast í bænum, en þar hafði honum verið rutt í háa ruðninga beggja megin vega og var orðinn til trafala inn- keyrsiu í bæinn, ásamt snjó sem á götunum er. Vörubílstjórarnir í bænum féllust á að aka snjónum burt og slá 50% af taxta sínum til að gera það kleift. Það hefur svo vakið umræður á milli manna: „Að þar sem bílstjórarnir geta slegið 50% af taxta sínum og samt borgað 100% til ríkisins gjöld af bílunum, mæiagjald o.s.frv. þá ætti ríkið að geta gefið eftir söluskattinn vegna vinnuvélanna og mannanna sem vinna við að koma snjónum upp á bílana. Snjómagni því sem ekið hefur verið í sjóinn skiptir þúsundum tonna að magni til. Meðfylgjandi myndir voru tekn- ar fyrir síðustu helgi í marz, eftir þriggja daga hláku þannig að snjóruðningarnir hafa lækkað þess vegna talsvert, en þegar borið er saman hæð ruðninganna og bílanna, og horft á myndina þar sem jarðýtan er uppi á ruðningn- um við hlið gröfunnar þá má gera sér í hugarlund magnið. Myndirn- ar eru teknar við Hvanneyrar- braut. Steingrimur Kristinsson, Siglufirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.