Morgunblaðið - 02.04.1981, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. APRIL 1981
37
föður mínum, Eggert Claessen
hæstaréttarlögmanni. Áður hafði
Georg búið að Laugabökkum í
Ölfusi. Síðan fluttist fjölskyldan
að Melshúsum á Seltjarnarnesi og
þaðan að Reynistað.
Árið 1927 kvæntist Georg Mar-
gréti Kjartansdóttur og eignuðust
þau tvö börn. Önnu sem gift er
Gunnari Má Péturssyni, deildar-
stjóra hjá Almennum Trygging-
um, eiga þau fimm börn og
Kjartan, sem nú er bóndi að
Ólafsvöllum á Skeiðum. Hann er
kvæntur Sigríði Pétursdóttur og
eiga þau þrjú börn.
Þau Margrét og Georg gengu
Jónu, frænku Margrétar í for-
eldrastað. Hún er gift Þórði
Adolfssyni, skrifstofumanni. Þau
eiga fjögur börn. Reyndist Jóna
fóstra sínum einstaklega vel í
veikindum hans síðasta árið, þar
sem hún og fjölskylda hennar
bjuggu hjá honum.
Þannig hagaði til hér áður fyrr,
að tvö hús tilheyrðu jörðinni
Skildinganesi, sem faðir minn
keypti og nefndi Reynistað. Bjugg-
um við í öðru husinu, en Georg og
fjölskylda hans í hinu, sem áður
fyrr var kallað „gamli bærinn".
Þessi hús eru byggð um 1870.
Georg sat jörðina með miklum
ágætum. Hann ræktaði upp mikið
af túnum, sem hann sléttaði af
kostgæfni. Hann hafði margt
vinnufólk, einkum á sumrin og
alltaf var mannmargt þar á heim-
ilinu. Meiri vinnusemi og dugnað
hef ég aldrei reynt, hvorki fyrr né
síðar. Honum gleymdist að líta á
klukkuna ef hey þurfti að nást inn
að kvöldi og honum sýndist á
himninum að væri rigningar að
vænta. Hann var sérstaklega veð-
urglöggur. Á heimilinu voru tvær
ömmur. Halldóra, móðir Margrét-
ar og Ólöf móðir Georgs. Þær
kenndu okkur Önnu bæði að
kemba og spinna ull. Eins var
Niels þar á heimilinu, bróðir
Ólafar, minnisstæður maður.
Ólöfu man ég best, þar sem hún
gekk um túnið, féll henni þá aldrei
verk úr hendi, þar sem hún
prjónaði á göngunni, er hún var að
hóa fólkinu í matinn.
Alltaf var nóg husrými, því að
Anna systir Georgs átti lengi
heima þar með fjölskyldu sína.
Jón bróðir Margrétar bjó þar með
fjölskyldu sína um tíma. Seinna
var Guðrún, móðir Jónu þar til
húsa með mann og börn í nokkur
ár. Ég minnist vel að harðbannað
var að hlaupa á túninu rétt fyrir
sláttinn og áttum við Anna og
krakkarnir mjög bágt með að
skilja það, en gengið var hart eftir
því að við hlýddum. Bót var þó á
máli þar sem við fengum ómælt að
leika okkur í hlöðunni nokkru
seinna. Fjöldi kúa var í fjósinu og
var það okkar besta skemmtun
þegar þeim var hleypt út fyrst á
vorin. Einnig voru hestar og
höfðum við mikið dálæti á þeim.
Georg byggði seinna sitt eigið hús
á jörðinni, sem hann nefndi Rey-
nivelli. Mikil breyting varð á
búskap hans, þear beitarlandið
var tekið undir flugvöll, en
búskapurinn dróst smámsaman
saman eftir því sem byggð þéttist
á þessum slóðum. Hænsnarækt
stundaði hann síðustu árin og
eignaðist hann margar góðar
vinkonur, sem keyptu af honum
egg. Hrognkelsaveiði stundaði
hann af kappi, þegar sá tími
ársins var.
Margrét lést langt fyrir aldur
fram árið 1960 og var mér mikill
söknuður að henni, því að ég mat
hana sérstaklega mikils. Hún var
svo hrein og bein og hjálpsöm við
alla.
Georg lést 24. mars siðastliðinn.
eftir stranga legu frá því á
aðfangadag jóla
Karlmennska hans og kjarkur
brugðust ekki til hinstu stundar.
Kristín Claesscn
Mér er ljúft að minnast nokkr-
um orðum heiðursmannsins
Georgs Jónssonar bónda, Reyni-
völlum Skerjafirði, f. 24. febrúar
1895, d. 24. mars 1981. Georg var
um áratugaskeið stórbóndi á
Reynistaðajörðinni í Skerjafirði,
en hús það er hann byggði i
Reynistaðatúninu upp úr 1940,
nefndi hann Reynivelli.
Ég átti því láni að fagna að
alast upp í húsi hans. Foreldrar
mínir leigðu hjá honum og eigin-
konu hans, Margréti (d. 5. apríl
1960), frænku minni, frá því ég
fyrst man eftir mér, þar til ég var
fimmtán ára gamall, og er systir
mín, Jóna, fósturdóttir þeirra
hjóna.
Margs er að minnast frá þessum
árum og tengjast margar minn-
ingarnar Dæja, eins og við börnin
kölluðum Georg. Hann var sér-
staklega duglegur maður og ósér-
hlífinn, féll aldrei verk úr hendi,
enda í mörgu að snúast á stóru
búi. Georg var víðlesinn og hafði
áhuga á hverskyns bókmenntum.
Hann hafði gaman af kveðskap og
fór létt með að varpa fram vísu ef
tilefni gafst. Hagur var hann bæði
á tré og járn, allt lék í höndum
hans. Georg átti í húsi sinu
sérstakt smíðaherbergi með hefil-
bekk og öllum algengustu verk-
færum og áhöldum. Þar voru
unnin mörg handtökin og margt
smíðað bæði fyrir heimilið og
búið. Og ekki lét hann sig um
muna að smíða hin vönduðustu
leikföng fyrir börnin.
Þó Georg væri á margan hátt
ihaldssamur og fastheldinn á
gamla siði og venjur, þá var hann
fljótur að tileinka sér nýjungar
sem fram komu í landbúnaði. Var
hann í fararbroddi meðal bænda í
vélvæðingu og tækninýjungum við
búskapinn. Eins og margir góðir
bændur var Georg bæði sparsam-
ur og nýtinn. En hann var að sama
skapi örlátur og gjöfull þegar það
átti við og mátti hvergi bágt vita
án þess að vilja bæta úr.
Heimilið að Reynivöllum var oft
mannmargt hér á árum áður, bæði
af skylduliði og vinnufólki. Oft
voru þar útlendingar í vinnu t.d. á
árunum fyrst eftir stríðið, voru
það Þjóðverjar sem áttu um sárt
að binda eftir heimsstyrjöldina,
Danir o.fl. öllu þessu fólki reynd-
ist Georg góður og sanngjarn
húsbóndi og naut þar góðrar
samvinnu við eiginkonu sína,
Margréti, sem var einstaklega
góðgjörn og gestrisin. Eitt af því
sem ég man sérstaklega eftir frá
uppvexti minum, er hve gott mér
þótti að koma í stofuna til þeirra
Möggu og Dæja á kvöldin, en þar
ríkti nokkurskonar baðstofuand-
rúmsloft, friður og ró, hann sat og
las i bók eða hlustaði á útvarpið en
hún sat með hannyrðir í höndum.
Það var gengið snemma til náða
enda fór Georg á fætur um
sexleytið og stundum upp úr
fjögur á vorin þegar rauðmaga-
veiðarnar voru stundaðar, en þær
stundaði hann árum saman.
Þó að hliðargreinar eins og
kartöflurækt og hænsnarækt
væru stundaðar á Reynistað, þá
var kúabúskapur aðalbúgreinin og
var jafnan mikill fjöldi mjólkandi
gripa í fjósinu þar. Eins og gefur
að skilja dró búskapurinn og þau
umsvif sem honum fylgdu oft að
sér mikinn fjölda barna úr ná-
grenninu. Var það því oft myndar-
leg hersing sem hjálpaðist að við
að reka kýrnar úr haga á kvöldin.
Margar ævintýraferðir fórum
við börnin með Georg er við
hjálpuðum til við heyskapinn, en
auk þess að heyja túnin í Skerja-
firðinum, heyjaði hann á ýmsum
stöðum sem þóttu langt í burtu þá,
en það voru staðir eins og skóg-
ræktin í Fossvogi, Landspítala- og
Háskólatúnin, smáspildur úti á
flugvelli og víðar. Við strákarnir í
Skerjafirðinum nutum þess að
kynnast hjá Georg öllum venju-
legum sveitarstörfum þó við
byggjum inni í miðri borg. Voru
okkur falin ýmis trúnaðarstörf,
svo sem að aka með mjólkina
spenvolga á hestvagni heim til
viðskiptavinanna, en þeir voru í
Litla- og Stóra-Skerjafirðinum,
Prófessorabústöðunum og á
Þormóðsstöðum.
Einnig seldum við fyrir hann
spriklandi rauðmaga og signa
grásleppu úr vagni við íþróttavöll-
inn á Melunum. Voru störf þessi
ávallt vel launuð og kom það sér
að sjálfsögðu vel fyrir okkur.
Upp úr 1960 fór að þrengja mjög
að búskapnum í Skerjafirðinum.
Ásókn var mikil í byggingarlóðir
og túnin hurfu smámsaman undir
íbúðarhús. Georg lagði þá niður
kúabúið og hóf eggjabúskap og var
við hann mörg síðustu árin.
Eins og áður hefur verið vikið
að var eiginkona Georgs, Margrét
Kjartansdóttir, úr Önundarfirði.
Börn þeirra eru: Anna, gift Gunn-
ari Má Péturssyni, framkvæmda-
stjóra hjá Almennum tryggingum
hf., Kjartan, bóndi á Ólafsvöllum
á Skeiðum, kvæntur Sigríði Pét-
ursdóttur. Fósturdóttir þeirra er
Jóna Sigurjónsdóttir, gift Þórði
Adólfssyni, gjaldkera hjá Pharm-
aco. Hafa þau Jóna og Þórður
ásamt börnum sínum í mörg ár
haldið sameiginlegt heimili með
Georg, að Reynivöllum eða Skild-
inganesi 4 eins og það heitir nú.
Við Georg hittumst sl. haust og
rifjuðum upp ýmsar hugstæðar
minningar. Var þar af mörgu að
taka. Éin þeirra var um Rauð,
gamla vagnhestinn hans góða,
sem eitt sinn týndist úti í mýri hjá
Tívolí en fannst þar sokkinn niður
í skurði og stóð aðeins höfuðið upp
úr. Varð að draga hann upp með
jeppa og miklum viðbúnaði. Var
honum gefið heitt kaffi og brenni-
vín er heim í hesthús var komið og
varð honum ekki meint af volkinu.
Mörgum árum síðar þurftum við
Dæi að fylgja Rauð gamla sem þá
var orðinn tuttugu vetra, á þann
stað sem hann átti ekki aftur-
kvæmt frá. Þá vorum við þung-
stígir. Margar endurminningar
ræddum við aðrar, flestar góðar.
Nú hefur Georg stigið skrefið
inn í móðuna miklu og víst er að
hann hefur í veganesti fjársjóð
þess manns sem lifað hefur langa
farsæla og blessunarrika ævi.
Sigurjón G. Sigurjónsson
Ekkert er eðlilegra heldur en að
86 ára maður kveðji þetta líf, en
það er nú svo, að mjög er það
misjafnt þegar svo háum aldri er
náð, hversu mikill þátttakandi svo
aldraður maður er í lífinu um-
hverfis sig. Georg var einn þeirra,
sem naut lífsins og gat sett sig inn
í breytta tíma og sætt sig við
breytingarnar.
Hann var sístarfandi maður
meðan heilsan leyfði, hafði gaman
af að ferðast, fá til sín gesti, rabba
eða spila. Þótti gott að sitja í
rólegheitum í stofunni sinni og
hlusta á útvarpið eða lesa góðar
bækur.
Georg naut þess, eftir að hann
missti konu sína, sem hann treg-
aði mjög, að geta búið áfram í húsi
sínu með börn sín og barnabörn
þar og í næsta nágrenni.
Georg var einstakur barnavin-
ur, hafði ánægju af að hafa
greinda krakka kringum sig, og
segja þeim til við lestur og tölur,
enda hændust börn mjög að hon-
um.
Hann hafði alla tíð góða heilsu
þar til á miðju ári 1979 að hann
kenndi þess meins, sem dró hann
til dauða. Var hann þá um tíma á
sjúkrahúsi, en komst aftur heim,
og gat notið þess að vera með sínu
fólki í rúmt ár við sæmilega
heilsu. Síðustu þrjá mánuðina var
hann á Borgarspítalanum, og naut
þar mjög góðrar umönnunar þar
til hann lést 24. mars sl.
Einmitt fyrir það hve Georg var
ávallt hress í bragði og jákvæður
gagnvart öllu, hefðum við í eigin-
girni okkar viljað hafa hann hjá
okkur svolítið lengur.
Með þessum fáu kveðjuorðum
vil ég þakka Georg Jónssyni meira
en 40 ára kynni okkar, og allt hið
góða, sem hann hefur látið í té
mér og mínum á lífsleiðinni. Ég
mun aldrei gleyma þeim kveðju-
og blessunarorðum, sem hann
mælti til mín fyrir stuttu.
Það er svo margt, sem ekki er
hægt að þakka með orðum, en
geymist í huga og minni.
Gangi hann í guðs friði.
Guðrún I. Jónsdóttir
Trúirðu því
aö í Toshiba-örbylgjuofninum geturöu matreitt: Soöiö — hitaö —
steikt — bakaö og jafnvel poppað á allt aö 5 sinnum styttri tíma en
á venjulegri eldavél? Og samt notaö aöeins 600 wött af rafmagni?
— Nei, nú trúiröu ekki: En þetta er rétt. Komdu til okkar og sjáöu
ofninn í gangi. Ræddu viö okkur og þú færö fullkomna kennslu á
Toshiba-ofninn. — Og maturinn, í langflestum tilfellum, miklu
betri.
ER-638 ET meö snúningsdisk.
Verö: kr. 3.740.-
örbylgjuofnarnir eru heimsþekktir fyrir gæöi og öryggi og viö
bjóöum upp á fullkomna kennslu hjá húsmæörakennara, sér-
menntuöum í meöferö örbylgjuofna.
EF
EINAR FARESTVEIT 4, CO HF.
BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SlMI 16995
3 gerðir af ofnum.
Verd frá 3.180.-.
Greiðslukjör.