Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.05.1981, Blaðsíða 1
44 SÍÐUR 118. tbl. 68. árjí. FIMMTUDAGUR 28. MAÍ 1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. íbúar höfuðborgarinnar hafa notað sólskinsstundirnar upp á síðkastið til sólhaða. Þessa mynd tók Ólafur K. Magnússon af sóldýrkendum í Sundlaug Vesturbæjar í gær. Habib til Washington eftir mikinn mótblástur Washington. 27. maí. AP. RONALD Reagan Bandaríkjaforseti hafnaði fullyrðingum um að Philip Ilabib, sendimaður hans í Miðausturlöndum, hefði verið kallaður heim vegna mótblásturs við tilraunir hans til að miðla málum í eldflaugadeilu Sýrlendinga og ísraela. Ilahih hélt í dag heimleiðis með viðkomu í París. Fyrsti fundur Mitterrands París. 27. mai. — AP. FRANCOIS Mitterrand Frakk- landsforseti stýrði sínum fyrsta ríkisstjórnarfundi í dag. Að sögn formælanda forsætisráðuneytis- ins var forsetanum skýrt frá áætlunum um framkvæmd lof- orða hans i málefnum láglaun- aðra og fatlaðra, en engar ákvarðanir hefðu verið teknar. Pierre Mauroy forsætisráðherra skýrði seinna frá því, að á næsta fundi stjórnarinnar, sem yrði 3. júní nk., yrði tekin ákvörðun um hækkun lágmarkslauna, en verka- lýðsleiðtogar hafa farið fram á 10 til 20% hækkun við Mitterrand. Mauroy sagði að ýmsar aðrar bætur yrðu hækkaðar 3. júní. Þá sagði Mauroy, að í undirbún- ingi væri lagafrumvarp er gerði ráð fyrir því að menn fengju ellilífeyrir við 60 ára aldur, en með því móti mætti draga úr atvinnuleysi. Átök í Afgan- istan Islamahad. 27. maí. AP. Áreiðanlegar heimildir skýrðu í dag frá átökum afganskra skæru- liða og sovézkra hersveita í Afgan- istan i síðustu viku. Skæruliðar sprengdu í loft upp tvær brynvarðar sovézkar her- flutningabifreiðir 20. maí við þorp- ið Irriaw í Wardak-héraði suðvest- ur af Kabúl með þeim afleiðingum að sjö sovézkir hermenn létu lífið. Sovétmenn hefndu þessa með því að draga sex eldri menn frá heimil- um sinum i þorpinu og taka þá af lifi einn af öðrum er þeir neituðu að skýra frá hverjir komu sprengjun- um fyrir. Þá skýrðu sjónarvottar frá því, að afganskir skæruliðar hefðu tek- ið fimm parchamista af lífi í bænum Kargah við Kabúl 21. maí. Fimmmenningarnir tilheyrðu þeirri deild sem fer með völd í lýðræðisflokki alþýðu. Daginn eftir tóku skæruliðar tvo parchamista til viðbótar af lífi í þorpinu Bini Hissar að viðstöddu fjölmenni. Þá var haft eftir íbúum þorpsins Deh Mozang í nágrenni Kabúl, að þar hefði stuðningsmað- ur stjórnarinnar legið í valnum eftir átök. „Sýrland og ísrael voru að stríði komin fyrir þremur vikum, en átök hafa þó enn ekki brotist út,“ sagði Reagan og hældi sendimanni sín- um á hvert reipi. Reagan sagði, að Habib héldi aftur til Miðaustur- landa í næstu viku, eftir að hafa ráðfært sig við ráðamenn í Hvíta húsinu. Margt þykir benda til þess, að Habib hafi mistekist. Kunnugir segja að honum hafi ekki tekist að fá Saudi-Araba til að þrýsta á Sýrlendinga um að fjarlægja eld- flaugarnar umdeildu frá Líbanon. Begin forsætisráðherra ísraels sagði í dag, að tilraunir Habibs hefðu engan árangur borið, en ástæðulaust væri að gefa upp alla von, og ísraelskir embættismenn kepptust í dag við að lýsa því yfir, að heimför Habibs bæri ekki að skilja á þann veg, að tilraunir hans til að miðla málum í eldflaugadeil- unni hefðu mistekist. Bandarískur embættismaður taldi ólíklegt, að ísraelar myndu nota brottför Habibs sem afsökun fyrir árás á eldflaugastöðvar Sýr- lendinga í Líbanon. Hann gaf til kynna, að Reagan væri farinn að taka beinan þátt í tilraunum til að miðla málum, og mun hann ræða einslega við Habib. Bandaríkja- stjórn hafði vonast til þess, að Saudi-Arabar fengjust til þess að beita Sýrlendinga þrýstingi og fá þá til að fjarlægja eldflaugarnar gegn loforðum Israela um að þeir áreittu ekki friðargæzlusveitir Sýrlendinga í miðhluta Líbanon. Saudi-Arabar hafa reynst tregir til þessa og í staðinn farið fram á heildarlausn mála í Libanon í stað þessa einangraða máls. Þetta er visst áfall fyrir Banda- ríkjastjórn, sem, að sögn heimilda, vildi hverfa til þess jafnvægis sem ríkti áður en átök Sýrlendinga og hægrimanna brutust út í april. Annar bandarískur embættis- maður sagði, að vissrar bjartsýni London. 27. mni AP. DOLLAR hefur styrkst verulega í sessi á gjaldeyrismörkuðum í Evrópu síðustu daga. og i dag var hann ha'rri en nokkru sinni fyrr á Ítalíu. Þá hefur hann ekki verið verðmeiri í Vestur-Þýzka- landi í fjögur ár, og í Noregi var dollarinn ha*rri en nokkru sinni frá 14. febrúar 1974. Gullverð lækkaði örlítið í dag, eftir meiri hækkun í gær. Fór verð á únsunni í gær niður fyrir 470 dollara í fyrsta skipti frá því í desember 1979, og viö lok viðskipta í dag kostaði únsan 467 dollara í London, eftir 1,50 doll- ara lækkun í dag. Þá stórlækkaði silfur í verði í dag, og hefur ekki verið lægra fr^ því í ágúst 1979. Mikið framboð á silfri olli lækkuninni. , Dollarinn hækkaði fyrst og fremst í V-Þýzkalandi vegna stjórnmálaóvissu þar í landi og vegna áframhaldandi viðskipta- halla. Vestur-þýzki seðlabankinn gætti með lausn mála í Washing- ton. Bæði ísraelskir og sýrlenzkir leiðtogar hefðu sagst vilja koma í veg fyrir að vopnuð átök brytust út, og Saudi-Arabar hefðu ákveðið að senda sendiherra sinn aftur til Beirút eftir tveggja ára fjarveru þaðan, en það styrkir stöðu stjórn- arinnar í Líbanon. Bandaríkjastjórn hefur sóst eftir samstarfi við Sovétmenn til að leysa eldflaugadeiluna, en þeir hafa ekki beint reynst hjálplegir, eins og bandarískur embættismað- ur orðaði það í dag. greip til aðgerða til að styrkja markið, en allt kom fyrir ekki. Dollar hækkaði í Evrópu, vegna stjórnmálaóvissu í mörgum lönd- um. Mótmæla- svelti Varsjá. 27. maí. AP. TALSMAÐUR Samstöðu skýrði frá því í dag. að sex manns til viðbótar hyggðust hefja mótmala- svelti til að fylgja eftir kröfum sínum um að látnir yrðu lausir úr haldi einstaklingar sem sætu i fangelsi vegna stjórnmálaskoðana sinna. Fyrir viku hófu fimm menn svelti í stöðvum Samstöðu nærri Katow- ice og þrír gengu í lið með þeim í gær. Þingnefnd kemur saman á laugardag til að endurskoða mál þeirra, sem hungurverkfallsmenn vilja fá lausa úr haldi. Hryðjuverkamaður úr hungurverkf alli Bclfast. 27. mai. AP. IRSKI hryðjuverkamaðurinn Brendan McLaughlin hætti í dag hungurverkfalli sem hann hóf fyrir tveimur vikum. þar scm magasár og innvortis hlæðingar hafa ágerst með degi hverjum. McLaughlin er fyrsti hryðjuverka- maðurinn i mótmælasvelti sem hættir föstu. Fjórir hafa látið lífið síðustu vikur eftir hungur. McLaughlin þoldi miklar þján- ingar síðustu daga vegna maga- sársins og innvortis blæðinga. Hann þáði aðstoð lækna af þessum sökum í gær, og ákvað síðan í dag að hætta svelti og þiggja læknis- hjálp. Stuðningsmenn McLaughlins, með stjórnmálaarm hins ólöglega lýðveldishers í broddi fylkingar, lýstu því yfir í gær, að þótt McLaughlin hefði þegið læknis- hjálp, mundi hann halda hungur- verkfallinu áfram. Þeir lýstu hins vegar stuðningi við þá ákvörðun McLaughlins í dag að hætta sveltinu. McLaughlin afplánar 12 ára dóm í Maze-fangelsinu fyrir ólöglegan vopnaburð og aðild að hryðju- verkum. Hann hóf sveltið 13. maí, daginn eftir að félagi hans, Franc- is Hughes, lézt eftir hungurverkfall. Hann var fluttur í sjúkrahús sl. fimmtudag. Læknar sögðu, að hann hefði dáið innan fárra daga vegna magasársins, ef hann hefði ekki hætt svelti og þegið læknishjálp. Dollar styrkist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.