Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 10

Morgunblaðið - 28.05.1981, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAÍ1981 Skálafell 29922 29924 Opiö í dag. Krummahólar 2ja herb. rúmgóð íbúö á 3. hæö. Suöursvalir. Verö 340 þús. Hamrahlíö 2ja herb. 55 fm. eins árs gömul íbúö meö sér inngangi. Verö 340 þús. Blikahólar 2ja herb. ca. 70 fm íbúð á 3ju hæö til afhendingar í júní. Verö 350 þús. Þverbrekka Kópavogi 2ja herb. íbúö í lyftublokk, vestursvalir. Verö 330 þús., útb. 240 þús. Orrahólar 3ja herb. einstaklega vönduö endaíbúö meö stórkostlegu útsýni. Verð tilboö. Mávahlíö 4ra herb. ca. 100 ferm. risíbúð í þríbýlishúsi. Til afhendingar fljótlega. Verö 450 þús. Fellsmúli 4ra—5 herb. 120 ferm. endaíbúö á 1. hæö. Tvennar svalir. Verö 630 þús. Brekkubyggð, Garöabæ 3ja herb. iítiö endaraöhús. Verö tilboö. Grettisgata Efri hæö og ris, allt endurnýjaö. Laust nú þegar. Verö ca. 400 þús. Lyngmóar Garðabæ — Byggingaframkvæmdir 2ja og 3ja herb. íbúöir meö og án bílskúrs til afhendingar tilbúnar undir tréverk í júní '82. Verð tilboð. Asparfell 3ja herb. 85 fm vönduö endaíbúö á 3. hæð. Laus 1. sept. Verö 400 þús. Öldutún Hafnarfirði 3ja herb. 95 fm vel umgengin íbúö á 1. hæö í nýlegu fimmbýlishúsi. Verö tilboö. Flyörugrandi 3ja herb. íbúö á 2. hæö. Vandaöar innréttingar. Verö 460 þús. Nönnustígur Hafnarfiröi 3ja herb. hæö í þríbýlishúsi. Bílskúr. Verö 400 þús. Æsufell 3ja—4ra herb. íbúö á 3. hæö. Suöursvalir. Þvottahús í íbúöinni. Verö: Tilboö. Eskihlíö 4ra herb. endaíbúð á efstu hæö í eldri biokk. Möguleiki á aö taka minni eign upp í. Langholtsvegur 4ra herb. portbyggö rishæö með sér inngangi. 50 fm iönaöar- eöa bílskúrspláss fylgir. Laus strax. Verö 420 þús. Flúöasel 4ra til 5 herb. 110 fm íbúö á 2. hæö, suöursvalir. Verö tilboö. Laufvangur 120 ferm. 4ra—5 herb. íbúð á 3. hæö. Þvottahús og búr inn af eldhúsi. Suöursvalir. Æskilegur rúmur afhendingartími. Verö 580 þús. Asparfell 4ra—5 herb. 127 ferm. íbúö á 6. hæö. Tvennar svalir. Þvottahús á hæöinni. Vönduö eign. Verö ca. 500 þús. Æskil. skipti á 3ja herb. Laugarnesvegur 4ra—5 herb. efsta hæö ásamt risi í fjölbýlishúsi. Panelklætt loft og nýjar innréttingar í risi. Verö: tilboö. Kóngsbakki 5 herb. íbúö á 2. hæö. Suöur svalir. Þvottahús í fbúöinni. Verö 550 þús. Engihjalli Kópavogi 4ra herb. rúmgóö endaíbúö á 3. hæö. Tvennar svalir. Þvottahús á hæöinni. Vandaöar innréttingar. Verö tilboö. Seljahverfi Breiöholti 8 herb. 193 fm. íbúö á 2 hæðum. Vandaðar innréttingar. Verö tilboö. Eyrarbakki Eldra einbýlishús, heppilegt sem sumarbústaður. Verö tilboö. Teigahverfi — Mosfellssveit 140 ferm. fullbúiö einbýlishús á einni hæö ásamt stórum bílskúr. Verð 850 þús. Hlíðarnar 330 ferm. einbýlishús, sem er 2 hæöir og kjallari. Möguleiki á sér íbúö. Víöigrund — Kópavogi 135 fm. einbýlishús á einni hæö. Innréttingar og frágangur í sérflokki. Bílskursréttur. Verö tilboö. Sumarbústaöaland 1 ha. í Grímsnesi. Verö 55 þús. és FASTEIGNASALAN ^Skálafell Mjóuhlíð 2 (viö Miklatorg). Sölustjóri: Valur Magnússon. Viðskiptafræöingur: Brynjólfur Bjarkan. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU 29922 29924 Bragi Ásgeirsson listmálari fimmtugur Hér hafði ástmögurinn, Jónas Hallgrímsson, drukkið síðasta fullið. Hér sátum við þrír íslenzkir listamenn að sumbli og kneyfuð- um Carlsberginn, þjóðardrykk Dana. Hér við Kóngsins-nýjatorg hefir þessi elzta krá Kaupmanna- hafnar, Hviids vinstue, staðið í meira en hálfa þriðju öld. Hér hefir ábyggilega heilu Þingvalla- vatni af dönskum bjór verið sporð- rennt af íslenzkum gestum síðan fyrst var rennt hér í glös, ein- hverntíma upp úr árinu 1720. Hér sátum við síðast saman haustið 1979 í góðu yfirlæti, sá skemmti- legi landi vor Tryggvi Ólafsson, listmálari í Höfn, undirritaður og sá margslungni myndlistarmaður, sem er fimmtugur í dag, Bragi Asgeirsson listmálari. Þá var hér mikið líf og fjör og glaðzt við margan ímyndaðan „sólskinsblett í heiði" í þykkri tóbakssvælu kjallarans og edikssýrðum alkó- hóldömpum þessa aldna öldur- hqss. Bragi lék á als oddi og var engu líkara, en honum fyndist hann sjálfur vera sá eini og sanni frjálsi maður aldarinnar. Hann hafði skroppið austur fyrir Járn- tjald og það alla leið til Rússlands og var nú fagnandi yfir að vera kominn aftur frá fjarlægum náströndum Gúlagsins til andlegs frelsis Norðurlanda, glaöur yfir að fHttgmt* naupmannanoTn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI Ljós- ritunar vélar Allar stærðir og gerðir. GlSLI J. JOHNSEN HF. lrt1N M*N|I • - Kml F3111 vera kominn aftur til hins frjálsa heims, þar sem hann gæti aftur hugsað upphátt, uppréttur og óá- reittur. Hann var víst enginn- aufúsugestur þar austur. Hann spurði margs að hætti glöggra og gáfaðra og vildi fá skýr svör við ýmsu varðandi andlegt líf og einstaklingsfrelsi, menningarmál og fagrar listir, sem heimamönn- um og gestgjöfum geðjaðist lítt að og vafðist því tunga um tönn af völdum þessa sérkennilega, heyrn- arlausa og spurula mörlanda ein- hversstaðar langt norðan af freðn- um fjöllum og óbyggðum heims- menningarinnar. Mæðulegir og lamaðir spurðu þeir loks þar austur: „Af hverju senda þeir okkur málhaltan og heyrnarlaus- an listmálarahálfvita, þessir þorskhausar þarna uppi á Is- landi?" Það stóð ekki á geníölu svari Braga frekar en fyrri dag- inn: „Það er af því, elsku vinir, að við eigum enga blinda listmálara til að geðjast ykkur." Gleðin jókst jafnt og þétt á Hviids vinstue. Heimsmálin þok- uðu fyrir léttum og leikandi gleði- sögum af vörum Braga. Hann er heill hafsjór mergjaðra sagna skops og fyndni. Fyrir utan ein- stæðar gáfur er minnið eins og innbyggð tölva af súpergerð. Sög- urnar og brandararnir komu nú eins og á færibandi frá kappanum. í gegnum alkóhólþokur minn- inganna læðist að mér ein lítil skopsaga, sem Bragi lét þá fjúka með öðru kræsilegu góðgæti. Af meðfæddum prakkaraskap get ég ekki stillt mig um annað en láta hana flakka hér með í blaðinu til að lífga upp á sjálft afmæli listamannsins. Sagan hans Braga var eitthvað á þessa leið: „Það var einu sinni maður, sem vann í kjötvinnslustöð. Hann kom heim til konu sinnar, niðurbrotinn, um miðjan dag og kvaðst hafa verið rekinn úr vinnunni. „Hví í ósköp- unum?“ spurði blessuð eiginkon- an. Þá svaraði maðurinn: „Ég fór með tippið á mér í hakkavél." „Guð sé oss næstur," hljóðaði konan og lá við sturlun. Hún renndi niður buxnalás eigin- mannsins og hrópaði í fögnuði: „Guði sé lof og prís, það hefir ekkert skaddast." Þá umlaði í hrakfallabálkinum, eiginmannin- um: „Ófétis hakkavélin var dóttir forstjórans!" Okkur Tryggva svelgdist á og mjöðurinn spýttist eins og úr opnum brunahana út úr okkur báðum vegna óstöðvandi hláturskrampa. Ég baðaði út öll- um öngum eins og ósjálfbjarga hálfviti og annar handleggurinn small stjórnlaust í mikla hægri- handarsveiflu, sem sópaði með sér heilli fylkingu af stútfullum öl- flöskum af borðinu okkar og beint yfir fínu, ljósbláu apaskinnsbux- urnar hans Braga, sem ungu og þrýstnu Kósenkínurnar þar eystra dáðust hvað mest að. Fyrir rúm- um þrjátíu árum hafði ég séð jafn vel klæddan myndlistarmann í París. Það var sjálfur meistari meistaranna, Pablo Picasso. Bragi var eins og dæmigerður „cityslick- er“ og „playboy of the Western World“ í þessum fjörlegu ferðaföt- um áður en ölflóðið mikla hófst. Bragi hefir lært að treysta á sjálfan sig og kunnað að bjarga sér sjálfur á lífsins ólgusjó. Því brá hann sér í skyndi fram í hið aldna eldhús staðarins, þar sem góðhjartaðar danskar griðkonur kepptust við að þerra og snurfusa ferðabuxur listamannsins með til- heyrandi fagnaðarlátum og píku- skrækjum. Glaðhlakkalegur og ánægður kom þessi glaðbeitti skemmtimaður til baka og mælti til mín: „Næst þegar við súpum saman verð ég í froskbúningi til að verða ekki holdvotur og gegn- drepa í annað sinn.“ Lesandi góður! Hér var ætlunin að fjalla af alvöru um einn sérkennilegasta og merkilegasta myndlistarmann okkar í dag, þar sem gerzt hafa einstök undur í þöglum heimi óvenjulegs manns, manns mikillar náttúru, í fornri merkingu og nýrri, manns, sem er gæddur óvenjulegum, skapandi gáfum, skarpskyggni, dómgreind, stálminni og heilbrigðri skaphöfn. Af meðfæddum húmor hefir hann alltaf miðlað mér einhverju skemmtilegu í hvert skipti, sem við höfum hitzt. Því hóf ég mál mitt með að slá á léttari strengi í anda afmælisbarnsins, sem er svo vel af Guði gert að geta hlegið dátt á góðri stund. Sambandið hefir ósjálfrátt rofnað á milli okkar annað veifið, en við höfum ailtaf vitað hvor af öðrum og endurnýjað góð kynni eftir þörfum. Eitt sinn kom Bragi óvænt heim til mín um jólaleytið með fangið fullt af púnsflöskum. Samtalið gekk eins og kínverskur ping-pong-bolti á milli okkar unz sambandið rofnaði skyndilega og boltinn missti flug- ið. Ég steingleymdi heyrnarleysi viðmælanda míns og tók að kalla, æpa og öskra eins og í gegnum norðlenzkan stórhríðargarð unz Kolbrún, kona hans, kom mér til hjálpar. Bragi kvaðst hafa misst þráðinn þegar púnsblautt skeggið á mér hefði tekið að síga og leka fyrir munnvikin og varirnar, sem hann las af mál mitt. Ég brá mér í skyndi fram að spegilborði í and- dyri og klippti annan skeggvæng- inn af. Þannig opnaðist menning- arsambandið milli okkar Braga á ný í það skiptið. Hverju er ekki fórnað á altari lista og menningar á slíkri stund, þegar sjálfur list- höfðinginn er á yfirreið? Hann er nú einu sinni óvígður biskup í íslenzkum listheimum, með ótrú- legt vald, sem hann hefir öðlast af eigin rammleik með pennanum. Ekki af því, að hann skrifar gagnrýni í stærsta blað iandsins, heldur af því að hann misnotar aldrei pennann. Hann er aldrei Stúdentar V.l ’76 útskrifaöir frá Verzlunarskóla íslands voriö 1976, hittumst öll aö Skipholti 70, 2. hæö laugardaginn 30. maí eftir kl. 19.00. Hcöarishi Mah««h Yogi j Almennur kynningar- fyrirlestur verður haldinn um innhverfa íhugun I kvöld, fimmtudaginn 28. maí, kl. 20.30 aö Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhús- inu). Tæknin er auðlærð og þroskar huga og líkama og losar um streitu. íslenzka íhugunarfélagiö, símar 16662 og 35646.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.