Morgunblaðið - 28.05.1981, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.05.1981, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 28. MAI 1981 t Konan mín KRISTÍN M. SÆMUNDSDÓTTIR. Austurbrún 4, lést á Landsp/talanum 27. maí. Fyrir mína hönd og barna okkar, Jóhannes Gíslason. + Móöir mín, dóttir okkar og systir, RÓSA HELGA, lést í Danmörku 13. maí sl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum af alhug auösýnda samúö. Marlín Birna Haraldsdóttir, Guðrún Haraldsdóttir, Bjarni Bogason og systkini. t Eiginmaöur mlnn, PÁLLLÚTHERSSON, kristniboði, er látinn. Útförin veröur auglýst síöar. Aöalbjörg S. Ingólfsdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaölr og afi, JÓHANNES E. LEVY tyrrv. oddviti, Hrísakoti, Vatnsnesi, V.-Hún. lést aö heimili sínu 26. þ.m. Jenný J. Levy, Erla J. Levy, Gunnlaugur Guðmundsson, Agnar J. Levy, Hlíf Sigurðardóttir, Eggert J. Levy, Ingunn Sigurðardóttir, og barnabörn. t Maöurinn minn, faöir og sonur, SIGURDUR PÁLSSON, veröur jarösunginn frá Eyrabakkakirkju laugardaginn 30. maí kl. 2 e.h. Marta Pálmadóttir, Einar Albert Sigurðsson, Elín Þórðardóttir. t Móöir okkar og tengdamóöir, ARNBJÓRG SIGURÐARDÓTTIR, Fagragarði 6, Keflavík, sem andaóist i sjúkrahúsi Keflavíkur 21. maí, veröur jarösungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 29. maí kl. 14. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á sjúkrahús Keflavíkur. Börn og tengdabörn. t Eiginmaöur minn, VILMUNDUR GÍSLASON frá Króki í Garöabæ, sem lézt aö Hrafnistu 22. maí, veröur jarösunglnn frá Garöakirkju, laugardaginn 30. maí kl. 14.00. Þeir, sem vildu minnast hans, láti Hrafnistu njóta þess. Þorbjörg Guöjónsdóttir. Auður Guðmunds- dóttir - Minning Fædd 26. nóvember 1916 Dáin 18. maí 1981 Mamma mín Krtu horfin? Ertu dáin? Er nú lokuú ularta bráin? Angurs horfi ók út í hláinn. autt or rúm ok stofan þín. olskuloKa mamma min. (■osturinn moA Krimma Ijáinn kIokkí hofir unniA vorkin sin. Ék hof þinni loiAstiKn lotiA. líka þinnar ástar notiA. finn. hvo allt or hoiskt ok hrotlA. burt or víkur aAstoA þin. olsku K<Wia mamma min. — Allt som Kott ók hofi hlotiA. hofir oflzt viA ráAin þin. l»o skal okki vila ok vola. vorbld þótt oss hrjóti i mola. Starfa. hjálpa. þjóna. þola. þaA var alltaf huKsun þin. olsku Koóa mamma min. — Ok úr rústum kaldra kola kvoiktlrAu skærust hlysin þin. FlýK ók hoim úr fjarla KÓinni. fylKÍ þór í hinzta sinni. krýp moA þokk aA kistu þinni. kyssi í anda sporin þin. olsku K<W>a mamma min. — Okkur soinna i oilifAinni oilift Ijos frá kuAí skin. (Árni IlolKason. MóAir min) Kveðja frá börnum. Þann 18. þ.m. andaðist á Borg- arspítalanum eftir stutt, en erfitt sjúkdómsstrið, frú Auður Guð- mundsdóttir Fornhaga 19 í Reykjavik Mér er bæði ljúft og skylt að minnast þessarar einlægu og tryggu vinkonu minnar, eftir ára- tuga vináttu, sem óhætt er að segja að aldrei bar skugga á. Hún var mér einna kærust af öllum þeim, sem ég hef mætt á lífsleið- inni, vegna mannkosta hennar, sem komu fram í svo mörgum myndum. Ung að árum giftist hún Gunnari Gíslasyni, harðduglegum manni, sem ætíð hefur séð fjöl- skyldu sinni farborða með mestu prýði. Hann stundaði alla tíð sjómennsku og gerir enn, eftir því sem heilsan leyfir. Það kom því að mestu í hennar hlut að sjá um og annast uppeldi barnanna þeirra fimm, sem hún rækti með miklum sóma og af miklu ástríki. Einnig ólu þau upp tvo dætrasyni, sem hún annaðist af sömu elsku og fórnarlund. Auður var mikil fyrir- myndarhúsmóðir, gestrisin og hjartahlý. Hún lagði alla tíð hart að sér við að búa fjölskyldunni hlýlegt, aðlaðandi og fallegt heim- ili, gekk jafnvel um árabil að vinnu utan heimilis þegar færi gafst. Þó börnin yxu úr grasi og eignuðust sín eigin heimili, voru þau ætíð hjartanlega velkomin á æskuheimilið í faðm sinnar ást- ríku og fórnfúsu móður. Barna- börnum sínum var hún ætíð mjög kærleiksrík fram á síðustu stund og voru þau henni mikill gieði- gjafi. Hér verður ekki rakin ævi- saga Auðar vinkonu minnar. Mig langar aðeins til að kveðja hana að leiðarlokum og þakka henni allt sem hún var mér og minni fjöl- skyldu. Það er þroskandi að eiga þess kost að kynnast svo göfugri per- sónu sem Auður var. Undanfarin ár gekk hún ekki heil til skógar og mun oft hafa verið þreytt og þjáð, þótt hún hefði hljótt um það. Hún var hetja í dagsins önn og ekkert lét hún buga sig uns kallið kom, sem öllum er búið og enginn fær undan skorist. Meðan Auður lá banaleguna gerði fjölskyldan allt, sem í henn- ar valdi stóð ti) að lina þjáningar hennar og börnin vöktu yfir henni til skiptis dag og nótt uns yfir lauk og hefur slík umhyggja án efa veitt henni mikinn andlegan styrk. Ég lifi í þeirri von og trú að þar sem Auður dvelur nú muni ég mæta henni og að við þurfum þá ekki framar að skilja. Þar hlýtur að vera gott að eiga samastað. Komið til mín allir þér sem erfiði og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Ég lifi og þér munuð lifa eru fyrirheit hins blessaða Guðssonar Jesú Krists. Þessara fyrirheita tel ég að Auður muni njóta nú, fyrir Drottins náð. Ég flyt Auði innilegar kveðjur frá mér og fjölskyldu minni fyrir órofa tryggð og vinsemd. Við vottum innilega samúð eigin- manni, einkasyninum, dætrunum fjórum, tengdabörnum, fósturson- unum, barnabörnum og öðrum aðstandendum, sem um sárt eiga að binda við hinn mikla missi og biðjum algóðan Guð að græða sárin og gefa þeim styrk, ásamt von og vissu um endurfundi. Blessuð veri ávallt minning hennar. Margrét Sigurpálsdóttir Kveðja írá tengdasyni Á morgun, föstudaginn 29. þ.m., fer fram frá Neskirkju útför Auðar Guðmundsdóttur, Forn- haga 19 hér í Reykjavik. Auður andaðist á gjörgæsludeild Borg- arspitalans þann 18. þ.m. t Innilegar þakkir og kveöjur sendum vlö þelm, sem auösýndu samúö vegna andláts eiginkonu minnar, móöur, tengdamóöur, ömmu og langömmu, ÁGÚSTU JÓNASDÓTTUR Guömundur K. Gislason, börn og barnabörn. t Alúöarþakkir til allra er sýndu okkur hlýhug viö andlót og jaröarför móöur okkar og tengdamóöur, STEINUNNAR GUDMUNDSDÓTTUR, húsfreyju, Hala. Anna Þóra Steinþórsdóttir, Olafur Guójónsson, Torfi Steinþórsson, Ingibjörg Sophoníasdóttir og aörir vandamenn. t Sonur minn, bróöir okkar og mágur, ÞORBERGUR MAGNÚSSON, Þinghólsbraut 20, Kópavogi, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. maí kl. 10.30. Fyrir hönd vandamanna. Bergþóra Þorbergsdóttir. t Þökkum innilega samúö sem okkur var sýnd viö andlát og útför MARGRÉTAR KRISTINSDÓTTUR. Sveinn Sölvason, Sigurlaug Sveinsdóttir, Bragi Þ. Sigurósson, Herdis Sveinsdóttir, Sölvi Sveinsson, Magnea Jóhannsdóttir. Auður Guðmundsdóttir var fædd að Görðum við Önundarfjörð þann 26. nóv. árið 1916, og hefði því orðið 65 ára á þessu ári. Foreldrar hennar voru þau Þur- íður Kristjánsdóttir og Guðmund- ur Jónsson bóndi að Görðum. Auður ólst þar upp hjá fóstru sinni, Gróu, sem hún ætíð síðan mat mikils. Lífsbaráttan var hörð á þessum tíma og kynntist Auður því fljótt, hún fór að vinna fyrir sér strax og aldur leyfði og kom 17 ára til ísafjarðar þar sem hún réðst í húsmennsku. Auður mun hafa kynnst þeirri fátækt og því umkomuleysi, sem ætíð síðan mótaði hennar lífsvið- horf. Á ísafirði kynntist Auður eftir- lifandi manni sínum, Gunnari Gíslasyni sjómanni. Árið 1937, þann 9. okt., gengu þau í hjóna- band, og hófu búskap á ísafirði. Þau Gunnar og Auður eignuðust 5 börn sem eru: Elfa og Valur fædd á ísafirði, ína, Þuríður og Sigríð- ur, ö)l fædd í Reykjavík, ennfrem- ur ólu þau upp tvo dóttursyni sína, þá Gunnar Gíslason og Örn Har- aldsson. Árið 1939 flytjast þau búferlum frá ísafirði og setjast að í Reykja- vík þar sem þau bjuggu ætíð síðan. Það var árið 1963 sem ég kynntist Auði og Gunnari, en ég fór þá að venja komur mínar á Fornhagann. Ári síðar gekk ég að eiga dóttur þeirra hjóna, Þuríði. Auði Guðmundsdóttur er ekki hægt að Iýsa í fáeinum orðum, svo stórkostleg persóna sem hún var. Alla sína lífstíð lifði hún fyrir aðra, og var boðin og búin að veita þeim skjól og huggun, sem á þurftu að halda. Grunar mig að hennar æsku- og uppvaxtarár hafi öðru fremur mótað þetta lífsvið- horf hennar. Þeir voru margir sem leituðu skjóls og huggunar hjá Auði á Fornhaganum. Áldrei voru lífskjör hennar það kröpp, að hún ætti ekki eitthvað eftir að gefa öðrum. Þau Gunnar og Auður lifðu ætíð í hamingjusömu hjónabandi og voru hvort öðru stoð og stytta. Nú þegar hún er horfin yfir móðuna miklu, kveð ég hana með söknuði og þakklæti fyrir allt sem hún var mér og mínum. Megi góður Guð blessa minn- ingu Auðar tengdamóður minnar. Edvard Skúlason Birting afmœlis- og minningar- greina. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði. að berast i siðasta iagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. bess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasið- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línuhili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.