Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 30.05.1981, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981 3 Sunnudaginn 31. maí leggur heljarmikil bílalest upp í á- ætlunarferð um landið. Þetta er Volvo lestin '81. Tilgangurinn er að sýna mönnum vélar og tæki sem Veltir hf. hefur söluumboð fyrir, - en jafnframt að veita Volvo- eigendum upplýsingarog þjónustu. Hér er upplagt tæki- færi fyrir þá, sem vilja gera framtíðaráætlanir. í lestinni verða fjórir vörubílar: Volvo F 616S með álpalli frá Málmtækni hf. Volvo F7, 6X2, sjálfskiptur með Sörling palli og tölvu- stýrðri hleðslumælingu. Volvo F10,6X2, með flutningahúsi frá BTB, Borgarnesi. Volvo N12,6X4, með upphituðum grjótpalli frá Blidsberg. Volvo Lapplandertorfærubifreið. Volvo 345 fólksbifreið og Volvo Penta bátavél. Lestarstjóri verður KristjánTryggvason. Hann og áhöfn hans mun veita víðtækar upplýsingar um Volvo bifreiðar, Penta bátavélar, Bröyt gröfur, BM ámoksturstæki, Hiab krana og Esco skóflur og tennur, enda eru í áhöfninni starfsmenn sölu-, varahluta- og þjónustudeilda Veltis. Eins og allar alvörulestir fylgir Volvo lestin fastri áætlun um stað og stund. Viðkomustaðir hennar verða: Akranes, Borgarnes, Selfoss, Hvolsvöllur, V(k, Klaustur, Hornafjörður, Djúpivogur, Suðurfirðir til Reyðarfjarðar, Eskifjörður, Norðfjörður, Egilsstaðir, Húsavík, Akureyri, Sauðárkrókur, Blönduós, Hvammstangi, (safjörður, Bol- ungarvík, Bíldudalur, Tálknafjörður, Patreksfjörður, Búðardalur, Stykkishólmur, Keflavík, Grindarvík, Sand- gerði og Reykjavík. Í blöðum og útvarpi næstu þrjárvikur verðursýningartími á hverjum stað nánar auglýstur. 1. áfangastaður: Akranes, 31.5., hjá Gesti Friðjónssyni frá kl. 10-13. 2. áfangastaður: Borgarnes, 31.5., hjá BTB frá kl. 15.30- 19.00. MISSIÐ EKKI AF LESTINNI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.