Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981
í Radio City-söngleikahöllinni eru daglega sýn-
ingar með frábærum skemmtiatriðum og dagskrá-
in um þessar mundir heitir Ameríka, en tekin eru
fyrir atriði úr skemmtanalífi heimsálfunnar.
Sviðsmynd úr hinum vinsæla söngleik, Evita, sem
sýndur hefur verið um árabil á Broadway.
Á götum New York bregður ýmsu fyrir. Þarna er
negrastrákur á gangstétt í spilaleik, veðmálum, en
slíkt er ólöglegt. Margir freistast þó til að taka
þátt í leiknum því ekki eru stórar upphæðir í veði.
Að fleyta rjómann
Grein: Arni Johnsen_________________________________Seinni grein
Þegar íslendingur ætlar að bregöa sér bæjarleiö til New York
til þess aö skemmta sér er úrvaliö slíkt í því sem boöiö er upp á
í skemmtunum, mat, listum og næturlífi aö þaö er eiginlega
vænlegasti kosturinn aö snúa viö heim aftur í gamla góöa
hafragrautinn. En landinn er þekktur fyrlr allt annaö en að gefast
upp þótt hræringar séu undir niöri og á auöveldan hátt er hægt
aö afla sér upplýsinga um möguleikana og velja úr þaö sem þykir
spennandi og fróðlegt, og til þess er hægt aö nota urmul
bæklinga og bóka eöa þjónustu feröaskrifstofa. Þaö er auövelt
aö feröast á eigin vegum í New York, en þaö er líka auövelt aö
komast inn í hópferöir fyrir þá sem það vilja. Þegar veröskrár eru
skoöaöar frá New York fyrir þjónustu viö feröamenn viröist
margt vera dýrt, en viö nánari athugun eru alls kyns afslættir og
pakkar sem unnt er a kaupa fyrir lítinn pening, t.d. gistingu á
góöu hóteli í 2—3 nætur meö mat, leikhúsferö, skoöunarferö og
fleira og þetta allt getur kostaö 200—400 kr. fyrir mannlnn. Ef
menn kynna sér möguleikana er hægt aö komast aö ótrúlegum
kjörum í þessari persónulegu stórborg sem hefur upp á aö bjóöa
allt milli himins og jaröar. [ fyrsta skipti hafa Flugleiöir boöiö
sérstaklega upp á feröir til New York fyrir einstaklinga og hópa
og þar sem þaö er nýstárlegt fyrir marga aö hugleiöa skottúr tii
New York til þess aö skemmta sér sjálfsagt aö velta aöeins fyrir
sér því sem hægt er aö gera.
Úr einu í annaö
Á daginn er þaö yndi margra aö ráfa um bæinn, kikja í búöir
eins og landanum er tamt, fara í almenningsgaröa og staldra viö
á hinum fjölmörgum útivistarsvæöum og veitingastööum í
borginni þar sem oft fara fram margskonar skemmtiatriöi,
heimsækja listasöfn sem skipta tugum, sýningar alls konar sem
eru í hundraöa tali og úrval matstaöa er hvergi meira (
heiminum, bíó meö nýjustu kvikmyndir eru opin allan daginn og
þegar kvölda tekur taka skemmtistaöirnir upp þráöinn, leikhúsin
á Broadway meö stórkostlegar skemmtanir, söngleiki, danssýn-
ingar og leiksýningar Þaö þarf ekki mikla enskukunnáttu til þess
aö skemmta sér konunglega. Listafólkiö í leikhúsunum á
Broadway er sérstakur þáttur í mannlífi og skemmtanalífi New
York, leikhúsin yfirleitt ekki mjög stór og þaö er snjallt liö sem
ber uppi sýningarnar enda samkeppnin hörö. Mörgum finnst
þaö á viö margra vikna frí aö skreppa til New York í nokkra daga
og þræða staöina sem þykja forvitnilegastir hverju sinni.
Smáfuglinn skyggir
á skýjakljúfinn
Á síöustu árum hefur veriö gert átak í því aö halda New York
hreinni og hefur þaö tekist meö ágætum vegna samvinnu
borgaryfirvalda og íbúa borgarinnar þannig aö í þeim hlutum
borgarinnar sem skynsamlegast er aö íslendingar heimsæki er
víðast snyrtilegt og gott aö vera. Þá hefur veriö gert talsvert af
því aö byggja upp víöa lltla garöa innan um skýjakljúfana, setja
þar gróöur og skreytingar, gosbrunna og litla fossa og bekki fyrir
gesti og gangandi. I þessum göröum í hjarta stórborgarinnar er
víöa ótrúlega friösælt og mönnum finnst jafnvel smáfuglinn sem
syngur þar skyggja á skýjakljúfinn.
Margir íslenskir feröamenn gista á Summit-hóteli viö
Lexington og 51. stræti, en þar er rólegt hverfi en stutt í hin
fjölbreyttustu tilþrif. Lexington er ein af götunum tólf sem liggja
í noröur og suöur, en síöan liggja nær tvö hundruö götur í austur
og vestur og aöeins ein af þessum götum öllum er ekki bein,
Broadway. Frá Summit er t.d. stutt aö fara í Central Park,
10—15 mínútna ganga. Central Park spannar 440 hektara
svæöi í miöri borginni, milli 59. götu og 110. götu og 5. Avenue
og Central Park West. Þar eru tveir dýragaröar, grasvelllr,
stööuvötn, gosbrunnar, tennisvellir, hlaupabrautir, reiöhjóla-
brautir og veitingahús, tívolí fyrir börn og á vetrum stunda New
York búar skautaíþróttina þar. Á sumrin leikur New York
Philharmonic-sinfóníuhijómsveitin tónleika þar reglulega auk
fjölda frægra listamanna og hljómsveita og viö innganginn í
Central Park standa hestvagnar upp á gamla móöinn í rööum og
ökumenn bjóöa feröamönnum akstur um garöinn. Til skamms
tíma sóttu misindismenn í garöinn á kvöldin og rán voru þar tíö,
en herör var skorin upp og nú fær fólk aö njóta sín í Central Park
á ný. Þó ber feröamönnum ávallt aö fara varlega, þvt þótt þorri
New York búa sé mjög vingjarnlegt og opinskátt fólk, leynast
svörtu sauöirnir innan um og menn þurfa að varast aö bjóöa
ekki hættunni heim
Heimar í hnotskurn
Skammt frá Broadway er hin fræga tónlistarmiöstöö, Lincoln
Center, byggö fyrir um þaö bil 20 árum. Þangaö liggur leiö allra
feröamanna ýmist til aö njóta þeirra sýninga sem boðiö er upp á
eöa til aö skoöa hinar glæsilegu bygglngar. Þar er glæsilegt
umhverfi: New York State Theater, Metropolitan-óperuhúsiö,
Fílharmoníuhöllin og fleira og fleira sem forvitnilegt er. Urmull af
kaffi- og veitingahúsum er um alla borgina og til dæmis má
benda á byggingu skammt frá Summit, skýjakljúf sem heitir City
Corp, en í kjallara þeirrar byggingar eru fjölmargir mjög góöir
veitingastaöir frá ýmsum löndum, verzianir meö allt til heimllis,
og í miöri byggingunni er skáli þar sem tugir metra eru til lofts.
Þar fara daglega fram ókeypis skemmtiatriöi og menn geta setiö
við borö án þess aö kaupa nokkuö, komiö meö nesti meö sér
eöa keypt í verzlunum og veitingastööum í kjallara hússins.
Þessi bygging er eins og heimur út af fyrir sig. Og þannig er þaö
einmitt svo víöa í New York. Þarna er bókabúö, sælgætisbúö,
bakarí, blómabúö og svo mætti lengi telja, en þetta glæsilega
hús sem er upp á 59 hæöir, silfraö aö llt, er einnig sérkennilegt
fyrir þaö aö þak hússins er byggt tll þess aö nýta orku sólarinnar
og er eitt hiö fyrsta sinnar tegundar í heiminum. New York
City-bankinn á húsiö, en sá banki er einmitt aöal viöskiptabanki
íslands í Bandaríkjunum. Ástæöa er til aö benda sælkerum
sérstaklega á sælgætisbúöina í City Corp, þar sem t.d. er hægt
aö fá ný jaröarber hjúpuö úrvals súkkulaöi auk alls annars.
Allt um kring á svæöinu milli 57. götu og 86. götu er fjöldi
listasafna, tískuhús meistaranna og sérverslanir þar sem vissara
er aö hafa nóg í buddunni. Þarna eru tvö þekktustu söfn New
York, Metropolitan Museum of Art viö 81. götu og Guggen-
heim-safniö viö 88. götu. Hiö þekkta nútíma myndlistarsafn
Museum of Modern Art er eilítiö sunnar viö 53. stræti og 5. götu.
Feikilegur fjöldi safna er á Manhattan og má þar t.d. nefna
listamannahverfiö Soho.
Viö sjötugustu og fimmju götu er American Museum of
Natural History, þar sem dýr frá öllum heimshornum eru sýnd
uppstoppuö í eölilegu umhverfi og er safniö mikiö sótt af
fjölskyldum.
I World Trade Center sem er hæsta bygging heims er
útsýnisturn sem margir heimsækja til þess aö sjá yfir hiö
sérkennilega borgarstæði New York og sama er aö segja um
Empire State-bygginguna sem er meö útsýnisturn og í kjallara
hússins er heimsmetasafn Guinness meö allan fjárann í fórum
sínum. Þeir sem vilja fara hærra en í hæstu skýjakljúfana geta
brugöiö sér í útsýnisflug meö þyrlu og sveimaö inn á milli
skýjakljúfanna.
Þá má nefna staöi eins og Coney Island þar sem er vinsælt
tívolí fyrir börn og sædýrasafn, bátsferö um Hudson-fljótiö á
stórri snekkju er ævintýrl út af fyrir sig á lygnu fljótinu sem liggur
um skógi vaxiö land, margir möguleikar eru á strandferöum til
þess aö baöa sig og njóta sólar viö bæjardyrnar og einnig má
benda á skemmtiferö í New Jersey-garöinn í rútu eða
bílaleigubíl, en þar eru margs konar leiktæki fyrir fólk á öllum
aldri, rússíbanar, sundlaugar og fleira til útlvistar.
Fjölbreytni við hvert fótmál
Svo dæmi séu nefnd um verzlanir er þaö draumur margra
kvenna aö verzla í Bloomingdales, sem er dýr stórverzlun en
vönduö, Alexanders er einnig góö en mun ódýrari, sérlega
barnaföt, en þessar verzlanir eru aöeins um 5—10 mín. gang frá
Summit á Lexington og svo gott sem á næsta horni er stærsta
verzlun New York, Macy's. Um allar trissur eru aö sjálfsögöu
minni verzlanir meö hvaöeina á boöstólum, dýrt og ódýrt,
vandaö og óvandaö og vóa eru sérstök verzlanahverfi og jafnvel
heilar götur sem bjóöa allar þaö sama, gluggatjöld og
handklæöi, eöa listavörur, Ijós og svo framvegis og má til dæmis
nefna verzlanagöturnar í Bowery en þar er mjög hagstætt verö
og þar er oft sams konar varningur og t.d. í Bloomingdales, en
miklu ódýrari. Verzlanir meö margs konar rafmagnstæki, útvörp,
myndavélar og slíkt eru á hverju strái og á þeim vörum er yfirleitt
gott verð fyrir Evrópubúa.
Af ótrúlegum fjölda góöra matstaöa má nefna staöi nálægt
Summit: Benihana of Tokyo á 56. götu en þar sitja gestir viö
sama borö og kokkurinn eldar á. Einn kokkur er á hvert borö og
segja má aö þaö sé eldaö upp í gestina, mjög glæsilegur matur
á Japanska vísu.
The Cattleman heitir vinsælt steikhús viö 45. götu þar sem
boðiö er upp á dýrindis steikur í vestra stil og sama er aö segja
um Beefsteak Charlie's viö Broadway. City Luck heitir
kínverskur matstaöur viö 54. götu þar sem mjög góöur matur er
á boöstólum í glæsilegum húsakynnum, fyrir þokkalegt verö.
Bombay Palace heitir indverskur matstaöur á 52. götu sem vert
er aö heimsækja og í franska stílnum má nefna La Bibliothequi
mat- og dansstaö á 43. götu. vinsæll dans- og matstaöur er
Adams Apple á 61. götu.
Úrval beztu lista-
manna á sviðinu
Næturlíf New York er feikilega fjölbreytt, yfirvegaöir veitinga-
staöir, dansstaöir og veitingasalir hótela, diskóstaöir, jazzstaöir,
næturklúbbar eru hvarvetna um borgina þar sem boöiö er upp á
allar tegundir af tónlist og skemmtikröftum.
Á Broadway eru aö jafnaöi um þrjátíu leiksýningar á hverju
kvöldi og þar koma fram á hverju kvöldi listamenn á
heimsmælikvaröa og hvergi í heiminum er annaö eins úrval.
Vinsælustu söngleikirnir um þessar mundir eru .42. street" og
.Evita" en einnig er fjöldi annarra söngleikja sem eru mjög
vinsælir. .42. street“-sönglelkurinn er létt og glæsileg skemmtun
svo unun er á aö horfa og söngleikurinn um Evitu, draum
Argentínu er búinn aö ganga lengi á Broadway og er sérkennileg
skemmtun og ádeila i senn. Þá má t.d. nefna söngleikinn „Ain't
Misbehavin’" meö tónlist eftir Thomas “Fats“ Waller í eldfjörugri
túlkun negrasöngvara. Af leikritum má nefna Fílamanninn, sem
er sýnt viö mikla aösókn og hjá New York City-ballettinum er
úrval bestu verka sífellt á dagskrá og þar dansar Helgi
Tómasson og nýtur mikillar viröingar, enda í þröngum hópi
beztu dansara heims og aö áliti margra sérfræöinga sá besti í
dag.
Menn hrífast með
Aögöngumiöaverð á söngleikina og í leikhúsin er mjög
mismunandi, allt frá 7 dollurum upp í 35 dollara og einnig geta
menn reynt aö fá miöa á hálfviröi á sýningu sama kvöld í
sérstakri miöasölu TKTS á Duffy-torgi viö Broadway og 47. götu.
Þar eru einnig seldir miöar í öll lelkhús, óperur, ballettsýningar
bæði við Broadway og utan þeirrar rómuöu götu.
Þaö er engin tilviljun aö um nokkurt skeiö hefur veriö rekinn
kynningarherferö fyrir New York meö setningunni: I Love New
York, því þaö er ekki hægt fyrir nokkurn sem heimsæklr New
York-borg aö komast hjá því aö hrífast af einhverjum þáttum í
fasi þessarar sérstæöu borgar. Eins og gengur í kjölfari
mannanna býr hún yfir bæöi neikvæöum og jákvæöum þáttum,
hér hefur aöallega veriö fjallaö um þá jákvæöu, því þeir eru mun
fleiri og ekki skreppa menn tll New York meö þaö fyrir augum að
lenda í vandamálum þótt slíkt geti alltaf komiö upp. En hvaö
sem því neikvæöa líður veröur þaö ekkl af New York-borg skafiö
aö hún er stórkostleg á margan hátt og býöur feröamönnum
sem vita hvaö þeir vilja aö fleyta rjómann af nær hverju sem
þeim dettur í hug.