Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 29
HVAD ER AÐ GERAST UM HELGINA?
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981 29
Myndlistarþing á Hótel Sögu:
Staða mynd-
listar í
Um helgina, 30.—31. maí, verð-
ur haldið myndlistarþing á Hótel
Sögu. Yfirskrift þingsins er staða
myndlistar í dag og er þetta fyrsta
þing sem myndlistarmenn halda.
Að þessu þingi standa fimm félög,
en þau eru Félag íslenskra mynd-
listarmanna, Textilfélagið, íslensk
grafik, Myndhöggvarafélagið og
Hagsmunafélag myndlistar-
manna.
A þinginu verður fjallað um
aðstöðu og félagsmál myndlist-
armanna og hlutverk myndlistar í
samfélaginu í dag.
Vöxtur myndlistar hefur verið
mikill undanfarin ár og hefur
starfsvettvangur myndlistar-
manna orðið æ fjölbreyttari. Þetta
má sjá á þeim fjölda sýninga sem
sett hafa svip á menningarlífið
síðastliðin ár.
I framsöguerindum verður rætt
um safnamál og tengsl milli lista-
manna og almennings, starfs
listamanna og þá ekki síst um
dag
höfundarrétt sem hefur verið
mjög til umræðu að undanförnu.
Á þingið verður boðið fulltrúum
ýmissa ríkisstofnana og nefnda er
fjalla um myndlistarmál. Þá er
sérstaklega boðið fulltrúum frá
öllum fjölmiðlum, þar sem starf
fjölmiðla og myndlistarmanna
verður eitt af umræðuefnum
þingsins.
Ýkjulaust má segja, að þörf
fyrir þetta þing sé mikil og gefur
þessi vettvangur möguleika á
skoðanaskiptum almennt um
myndlistarmál, milli listamanna
og gesta þingsins.
Samvinnunefnd á vegum fyrr-
nefndra félaga hefur unnið að
undirbúningi þessa þings undan-
farna mánuði. Þingforseti verður
Björn Th. Björnsson, fundarstjóri
verður Hörður Ágústsson og fleiri.
Þingið hefst í dag, laugardag 30.
maí, kl. 10 með ávarpi forseta
íslands, Vigdísar Finnbogadóttur.
(Fréttatilkynning)
Ein af myndum Jakobs Jónsson-
ar á sýningunni.
Listasafn alþýðu:
Sýningu
Jakobs lýkur
um helgina
Um helgina lýkur sýningu Jak-
obs Jónssonar í Listasafni Alþýðu
að Grensásvegi 16, en þar sýnir
hann 69 myndir, teikningar, olíu-
pastel- og vatnslitamyndir.
Sýningin verður opin í dag og á
morgun frá kl. 14—22.
Myndlist á Akureyri:
Sýningu
Jóns
Reykdals og
Þórðar Hall
lýkurannað
kvöld
Annað kvöld lýkur sýningu
Jóns Reykdals og Þórðar Hall,
sem staðið hefur í sýningarsaln-
um að Klettagerði 6 á Akureyri.
Á sýningu þeirra eru 40 verk.
Jón Reykdal sýnir vatnslita- og
grafíkmyndir og Þórður Hall
gra.fíkmyndir. Allar myndirnar
eru til sölu. Sýningin verður
opin í dag og á morgun frá kl.
15-22.
Myndlistarsýning í
Hvassaleitisskóla
Á uppstigningardag opnaði
Myndlistarklúbbur Hvassaleitis
sýningu á 136 myndum í Hvassa-
leitisskóla, en þar hefur klúbbur-
inn haft aðstöðu fyrir starfsemi
sína þau þrjú ár, sem hann hefur
starfað.
Klúbbfélagar eru um 25 talsins,
áhugafólk, sem hittist vikulega
yfir vetrarmánuðina til starfs og
fræðslu.
Sýningin verður opin í dag og á
morgun frá kl. 15—22, en henni
lýkur annað kvöld.
Nokkrir félaganna i Myndiistarkiúbbi Hvassaleitis voru að vinna við
að hengja upp myndirnar fyrir sýninguna þegar ljósm. Mbl.. Emilíu.
bar bar að garði.
Tvennir tónleikar í Breiðholtsskóla
í dag heldur Skólalúðrasveit
Árbæjar og Breiðholts tvenna
tónleika í Breiðholtsskóla og hefj-
ast þeir fyrri kl. 14 og hinir síðari
kl. 17. Kemur yngri deild sveitar-
innar nú fram í fyrsta sinn og
leikur nokkur lög. Stjórnandi er
Ólafur L. Kristjánsson.
Á milli tónleikanna sér for-
eldrafélag hljómsveitarinnar um
kaffisölu í anddyri skólans.
Hljómsveitin er nú á förum til
Noregs og tekur þar þátt í móti
með 40 norskum skólalúðrasveit-
um. Allur ágóði af tónleikunum og
kaffisölunni rennur í ferðasjóð
hljómsveitarinnar, en svona ferð
er að sjálfsögðu mjög kostnaðar-
söm.
Skagfirska söngsveitin held-
ur tónleika í Austurhœjarbíói
I dag kl. 15 heldur Skagfirska son. Einsöngvarar með kórnum og er uppistaðan í söngskránni
söngsveitin tónleika í Austur- eru Halla Jónasdóttir, Einar sú sama og verður í Kanadaferð-
bæjarbíói. Stjórnandi er Snæ- Gunnarsson og Snorri Þórðar- inni. Miðar verða til sölu við
björg Snæbjarnardóttir og und- son. innganginn.
irleikari Ólafur Vignir Alberts- í sumar fer kórinn til Kanada
Vm þessar mundir stendur ytir
sýning Sigurðar Örlygssonar í
Gallerí Djúpinu við Hafnar-
stræti. Þar sýnir hann 20
myndverk. sem unnin eru með
hlandaðri tækni, akrýllit,
sprautum, skapalónum, silki-
orenti. liásmvndum o.fl.
Storm P.
dagskrá í
Norræna
húsinu
Á morgun kl. 16 hefst
dagskrá um Storm P. í fund-
arsal Norræna hússins í til-
efni af sýningu á verkum
hans, sem þar verður opnuð í
dag.
Danski leikarinn Lars
Knutzon flytur eintöl eftir
Storm P. Jens Bing, forstjóri
Storm P.-safnsins í Kaup-
mannahöfn, segir frá lista-
manninum og sýnir lit-
skyggnur.
Nú stendur yfir sýnintr
Ilafsteins Austmanns i
vestursal Kjarvalsstaða.
Þar sýnir hann 90 myndir,
olíu- og vatnslitamyndir
og einnig nokkrar með
hlandaðri tækni.