Morgunblaðið - 30.05.1981, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAI 1981
Góður árangur
eftir Lilju
Hallgrímsdóttur
Listdansskóli Ujoólcikhússins:
NemcndasýninK.
Danshofundur og stjórnandi:
InKÍhjorK Björnsdóttir.
Miðvikudaginn 27. maí sl. var
haldin nemendasýning í Þjóóleik-
húsinu frá Listdansskóla Þjóðleik-
hússins. I fáum orðum sagt kom
þessi sýning mér skemmtilega á
óvart. Skólinn hefur á að skipa
mörgum góðum nemendum. Það
er komin fágun og stíll á skólann,
þannig að eftirsóknarvert ætti að
vera að fá að komast þar inn. Ég
leyfi mér að fullyrða, að þetta er
bezti árangur, sem skólinn hefur
sýnt frá upphafi.
Ingibjörg Björnsdóttir skóla-
stjóri skólans hefur unnið þrek-
virki og náð mjög miklu út úr
nemendum, sem margir eru góð-
um hæfileikum búnir.
Það er ekkert vafamál að ís-
lendingar geta náð langt í list-
heiminum. Hæfileika, áhuga og
dugnað vantar ekki, en skortur á
fjárframlögum má ekki verða til
að hefta framgang hinna ýmsu
listgreina. Ballettinn hefur verið
svo heppinn að Þjóðleikhúsið hef-
ur haft hann undir sínum vernd-
arvæng í tæp 30 ár. Og ber að
þakka það þó mikið skorti á að
aðstaða sé fullnægjandi. Nú er svo
komið að ballettinn er orðinn
nokkurs konar óskabarn þeirrar
stofnunar. Eða var ekki bezta
sýning Þjóðleikhúss á þessu leik-
ári einmitt ballett? Ballettinn
Blindisleikur.
Fyrst á dagskránni var „Blað-
burðarbörn" við tónlist Jóhanns
Strauss. Þar dansaði I flokkur
ásamt nokkrum forskólanemend-
um. Eftirvænting og gleði skein úr
andlitum þessara barna, er þarna
stigu sín fyrstu spor á leiksviði og
skiluðu þau sínu vel.
Þá kom „Einu sinni var“, sex
gamlir dansar í nýjum búningi,
er ekkert vafamál
að íslendingar geta náð
langt í listheiminum. Hæfi-
leika, áhuga og dugnað
vantar ekki, en skortur á
fjárframlögum má ekki
verða til að hefta framgang
hinna ýmsu listgreina. u
við tónlist Michael Praetorius, þá
dönsuðu 9 nemendur úr IV flokki,
eða þeir sem lengst eru komnir.
Búningar voru mjög við hæfi og
fágun yfir atriðinu.
Eftir hlé var ballettinn „Vor-
koma“, tónlist Gustav Mahler. Þar
fengu II, III og IV flokkur að sýna
getu sína og var það mjög smekk-
lega saminn ballet og fléttað
saman atriðum með nemendum á
mismunandi getustigi, svo að hver
var látinn gera það sem hann réði
við, en heildin kom vel út.
I lok sýningarinnar kvaddi Har-
aldur Ólafsson formaður Þjóðleik-
hússráðs sér hljóðs og flutti þakk-
arávarp til skólans. Hann gat þess
réttilega að þar væri grunnurinn
að listdansi á íslandi og að sá
grunnur þyrfti að vera góður og
traustur. En erindi sitt upp á svið
væri það að nú ætti í fyrsta skipti
að veita styrk úr Listdanssjóði
Þjóðleikhússins er Þjóðleikhúss-
stjóri Sveinn Einarsson stofnaði í
tilefni af 30 ára afmæli Þjóðleik-
hússins. Sjóðnum er ætlað að
veita efnilegum nemendum styrk
til utanfarar í dansnám eða til að
læra danskennstu. Hægt er að
sækja um styrk úr sjóðnum. En
engin sérstök ákvæði eru fyrir því
hvenær veitt er úr sjóðnum, held-
ur er það gert þegar ástæða þykir
til. Haraldur sagði að nú hafi þótt
ástæða til þess og veitti þrem
nemendum styrk að upphæð kr.
2.500.00 hverjum. En þau voru
Jóhannes Pálsson, Sigrún Guð-
mundsdóttir og Katrín Hall. Ég
óska þessum dönsurum til ham-
ingj- og vona að ég eigi eftir að
njóta danslistar þeirra um ókomin
ár.
Að lokum vil ég óska Ingibjörgu
Björnsdóttur til hamingju með
árangurinn og öllum nemendum
Listdansskóla Þjóðleikhússins
þakka ég fyrir góða skemmtun.
Sýning Haf stems
Austmanns
A stundum verður maður
þrumu lostinn í starfi sínu sem
listrýnir og myndlistarmaður og
kallar maður þó ekki alit ömmu
sína. Manni er jafnan meira en
ljós áhættan sem er samfara því
að setja upp myndverkasýningu,
því að brugðið getur til beggja
átta um árangur, — einkum ef um
er að ræða fólk er málar fyrir
tjáningarþörfina hvort sem það er
gert af gleði eða lífsnauðsyn til að
lyfta sér upp úr drunga hvers-
dagsleikans, hvunndagsins.
Hafsteinn Austmann, er nú
sýnir í Vestri sal Kjarvalsstaða er
vel þekktur hérlendis og hefur
haldið fjölda einkasýninga, sem
jafnan hafa gengið vel fyrir sig.
Þá hefur hann tekið þátt í fjölda
samsýninga erlendis svo sem Sal-
on de Réalites Nouvelles, París
1955. Nordisk Kunstforbund
Odense 1959. Biennale de Paris
1961 og 1963. Hásselby slot, Stock-
holm 1965. Liljevalchs Konsthal
1967. Edinburghs festival 1967.
Norræn myndlistarsýning, Lista-
hátíð í Reykjavík 1972, 18 íslenzk-
ir listamenn: Bergen, Kiruna og
Luleá 1975, Sumarsýning Nor-
ræna hússins 1979.
Eftir þessari upptalningu má
ráða að þessi listamaður sé nokk-
ur bógur í islenzkri myndlist og
njóti talsverðrar virðingar sam-
starfsmanna sinna því að ekki
geta margir jafnaldrar hans hrós-
að sér af því að hafa verið valdir á
svona margar sýningar erlendis.
Nýlega urðu menn vitni að
rosalegri sölu myndlistarmanns
að Kjarvalsstöðum og var ekki
ástæða til annars en að samgleðj-
ast honum þótt þessi sala kæmi
mörgum spánskt fyrir sjónir.
Á engan hátt tel ég sýningu
Hafsteins Austmanns síðri sýn-
ingu áðurnefnds listamanns og
myndir hans eru ekki síður málað-
ar undir áhrifum frá náttúrunni
en hins. En Hafsteinn notar þó
engin hjálpartæki við myndsköp-
Bðkmenntlr
eftir BRAGA
ÁSGEIRSSON
un sína heldur hendurnar einar
ásamt hugviti og tilfinningum, —
þetta virðist ekki vera þeir eðlis-
kostir lengur er vinsælda njóta
meðal almennings. Vélrænt skal
það vera er kjörorð dagsins ef að
líkum lætur. Menn virðast vilja
góma það, sem þeir hafa séð út um
bílglugga eða á skjánum og hengja
það upp á vegg, — máske er þar
með þrám þeirra fullnægt um
náttúruskoðun ...
Að minni hyggju er sýning
Hafsteins Austmanns að Kjar-
valsstöðum langsamlega sterkasta
sýning hans til þessa, kemur þar
til að hún er fjölbreyttust, best
sett upp og einstakar myndir
sennilega það besta sem hann
hefur gert í málverkinu til þessa.
Vatnslitamyndir hans fíngerðar
og vel unnar og án notkunar
nokkurra bragða, sem nú flæða
yfir líkt og holskelfa og lyfta
mörgum Htilsigldum listamanni á
stall. Hér er það sem sagt hrein-
leikinn sem ræður ríkjum „peint-
ura pura“ mætti nefna það í vissri
merkingu. Bak við þessa sýningu
er að auki mikið átak við að gera
hana sem best úr garði og Haf-
steini tókst það, sem engum hefur
tekist áður og það er, að fá grænt
ljós í því skyni að mála skilrúm
Kjarvalsstaða. Þetta eitt er mikið
afrek.
En svo skeður það, að almenn-
ingur hafnar þessum hreinu,
I
Marx var lítill spámaður
Vladimír I. Lenín o.fl.:
Karl Marx og hagfræði hans
Mál og mcnning 1980,172 hls.
Varla verður sagt, að Karl Marx
hafi reynzt sannspár um þróunina
í heiminum síðustu hundrað árin.
Við hljótum að taka eftir því,
þegar við blöðum í Úrvalsritum
hans og Engelsar, sem út komu í
tveimur bindum 1968, hversu
langt er á milli spádóms og
veruleika. Nokkur dæmi nægja.
Marx segir (I., bls. 36): „En
verkamaður nútímans hrapar
dýpra og dýpra niður fyrir lífskjör
sinnar eigin stéttar í stað þess að
hefjast hærra með framförum
iðnaðarins." Reyndin hefur orðið
önnur. „Öreigarnir" á Vesturlönd-
um eiga engum hlekkjum að týna,
heldur bifreiðinni, litsjónvarps-
tækinu og utanlandsferðinni.
Marx segir (I., bls. 204): „Enda
þótt þjóðfélag hafi komizt á snoðir
um sín eigin þróunarlögmál — og
það er einmitt tilgangur þessa rits
að útskýra efnahagsleg hreyfilög-
mál nútíma þjóðfélags — getur
það hvorki hoppað yfir eðlisnauð-
synlegt þróunarstig né afneitað
tilveru þess.“ Iðnskipulagið var
slíkt „eðlisnauðsynlegt stig“ að
dómi Marx. En marxsinnar hafa
ekki bylt því, heldur frumstæðu
landbúnaðarskipulagi eins og í
Rússlandi 1917 og Kína 1949. Þeir
„hoppuðu yfir“ þetta stig og
ómerktu þannig orð meistara síns.
Marx segir (II., bls. 217): „Lausn
verkalýðsstéttarinnar verður að
vera hennar eigið verk.“ En bylt-
ingar marxsinna voru gerðar af
tiltölulega fámennum og þaul-
skipuiögðum hópum. Skömmu eft-
ir byltingu marxsinna í Rússlandi
var kjörið til stjórnlagaþings, en
marxsinnar fengu um fjórðung
þingsæta. Þeir meinuðu þinginu
með vopnavaldi að starfa. Voru
hinir þrír fjórðungar þings og
þjóðar „burgeisar"?
Marx segir (II., bls. 320) um
sameignarskipulag framtíðarinn-
ar: „Það er ekki fyrr en einstakl-
ingarnir hafa þroskað hæfileika
sína á öllum sviðum, framleiðslu-
öflin vaxa að sama skapi og allir
gosbrunnar hinna samfélagslegu
auðæfa flóa yfir barma sína, að
unnt verður að víkka sjóndeildar-
hring hins borgaralega réttar og
þjóðfélagið getur letrað á fána
sinn: Hver og einn vinnur það,
sem hann er hæfur til og fær í
sinn hlut það, sem þarfir hans
krefjast." Marxsinnar hafa haft
sextíu og fjögur ár til að fram-
kvæma kenninguna. Koma ein-
hverjir auga á „samfélagsleg auð-
æfi, sem flói yfir barma sína“
fyrir aðra en hina nýju stétt
valdsmanna í Ráðstjórnarríkjun-
um? Hvernig skýra marxsinnar
það, að tekjur verkamanna í
Ráðstjórnarríkjunum eru að
minnsta kosti þrisvar sinnum
lægri en tekjur bandarísks verka-
manns?
Það er furðulegt, þegar allt
þetta er haft í huga, að enn eru
gefnar út bækur um þessa kenn-
Bókmenntlr
eftir HANNESH.
GISSURARSON
ingu. Mál og menning gaf þó
nýlega út eina, Karl Marx og
hagfræði han.s, í úrvali og íslenzk-
un Haraldar Jóhannssonar ha-
gfræðings. Höfundar eru m.a.
Thomas Sowell, Maurice H. Dobb,
Paul M. Sweezy og Rudolf Hilfer-
ding. Það kemst heldur illa til
skila, sem þeir segja, hvort sem
það er vegna þess, að íslenzkunin
er stirðleg, eða hins, að þeir tala
hrognamál marxsinna. Fleiri gall-
ar eru á bókinni. Nafnaskrá vant-
ar eins og í flest önnur rit á
íslenzku, sem eiga að vera fræði-
rit. Engin deili eru sögð á höfund-
um, og ekki er heldur greint frá
því, hvaðan greinar þeirra eru
teknar. Nöfn hafa skolazt til, t.d.
hét hinn kunni hagfræðingur í
Cambridge „Pigou", en ekki „Pig-
on“ (bls. 120), og fræg bók austur-
ríska heimspekingsins Joseph
Schumpeters „Capitalism, Social-
ism and Democracy", en ekki
„Capitalism and Democracy" (bls.
90). Prentvillur eru fleiri en góðu
hófi gegnir, og sums staðar hafa
heilu setningarnar fallið úr. Svo
virðist sem þetta ritgerðasafn hafi
ekki verið betrumbætt í mörgu,
frá því að það var gefið út 1962 af
Morkinskinnu.
Þrátt fyrir alla þessa galla er
bókin virðingarverðasta tilraunin,
sem íslenzkir marxsinnar hafa
gert síðustu árin til að fræða
okkur um kenningu sína, og miklu
betri en fjölritaðir bæklingar
ofsatrúarmanna, sem margir eru
til á íslenzku. Mér sýnist reyndar
ekki vanþörf á því að fræða suma
marxsinnana um kenninguna.
Einar Karl Haraldsson sagði einu
sinni í frétt í blaði sínu, Þjóðvilj-
anum, að Marx hefði skrifað
doktorsritgerð sína um demókratí,
lýðræði, Grikkja, en hann skrifaði
hana um Demókrítos, gríska
heimspekinginn, eins og Dobb
segir í grein sinni. Bragi Guð-
brandsson „félagsfræðingur"
•%
Ludwig von Mises sýndi árið
1922. að sameignarbúskapur er
varla framkvæmanlegur.
sagði í ritdeilu við mig í Morgun-
hlaðinu. að Marx hefði ekki haft
neina vinnuverðgildiskenningu, en
vinnuverðgildiskenning hans er
undirstaða alls kerfisins eins og
allir höfundar bókarinnar segja.
Ragnar Árnason hagfræðingur
sagði í kappræðu við mig á fundi,
að Joseph Schumpeter, sem
nokkrum sinnum er minnzt á í
bókinni, hefði ekki verið Austur-
ríkismaður, því að hann hefði
verið prófessor í Harvard í Banda-
ríkjunum! En Schumpeter var
fæddur og alinn upp í Austurríki,
og hann var um skeið fjármála-
ráðherra þess lands, þótt hann
flytti síðar til Bandaríkjanna.
Þeim þremenningum veitir
bersýnilega ekki af að lesa þessa
bók.