Morgunblaðið - 30.05.1981, Síða 34

Morgunblaðið - 30.05.1981, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ1981 ■■ Eiginmaöur minn, h OLAFURPALMIERLENDSSON, lézt fimmtudaginn 28. maí. Dagmar Gunnlaugsdóttir. + Eigimaður minn, faðir okkar og afi, STEFÁN ASGRÍMSSON, bóndi, Stóru-Þúfu, andaðist í sjúkrahúsi Stykkishólms 27. maí 1981. Laufey Stefónsdóttir, böm og barnabörn. t Móðir okkar, SIF BJARNAOÓTTIR, lést aö heimlli sínu 28. þ.m. Bjarni Guðmundsson, Ólafur Ragnarsson. Ástkær móöir okkar, DAGBJÖRT JÓHANNESDÓTTIR, Kleppsvegi 68, andaöist í Landspítalanum fimmtudaginn 28. maí 1981. Börnin. Eiginmaöur minn, faöir, stjúpfaöir og tengdafaöir okkar, HÁLFDAN EIRIKSSON, fyrrverandi kaupmaöur, Vesturgötu 54 a, lést 28. maí. Margrét G. Björnsson, Hildur Hálfdanardóttir, Hadda Hálfdanardóttir, Gunnar Jóhanneson, Jakob Hálfdanarson, Margrét Sveinsdóttir, Jón Hálfdanarson, Kristín Steinsdóttir, Guómundur Karl Sveinsson, Ólöf Ragnarsdóttir. Móðir okkar, ÁSTA MARÍA EINARSDÓTTIR, Lyngheiöi 16, Selfossi, fyrrum húsfreyja é Bjarnastöðum í Ölfusi, lést í Sjúkrahúsi Selfoss 28. maí. Börnin. + Móöir okkar, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Svignaskaröi, lést t sjúkrahúsi Akraness 28. maí. Valdís Kristjónsdóttir, Skúli Ögmundur Kristjónsson. + Öllum þeim fjölmörgu fjær og nær er sýndu mér vlnarhug og samúö viö andlát og jaröarför mannslns míns, ÞORFINNS JÓHANNSSONAR, Geithellum, sendi ég mínar innilegustu þakkir. Guö blessi ykkur öll. Helga Björg Jónadóttir. Minning: Sigurður Guðmundsson húsasmíðameistari Fæddur 23. júní 1920. Dáinn 25. maí 1981. Sigurður Guðmundsson var fæddur að Stokkseyri 23. júní 1920. Þegar hann varð bráðkvadd- ur á heimili sínu að morgni 25. maí síðastliðinn, hafði engan órað fyrir skjótri burtköllun hans. Hann féll við hliðina á elskunni sinni, konunni sem hann hafði bundist hugástum. Óstöðvandi heilablæðing var banamein hans. Segja má að Sigurður hafi verið Jónsmessubarn. Það var ekki að- eins að Jónsmessukvöld væri fæð- ingarstund hans. Engu er líkara en Sigurður hafi verið baðaður úr Jónsmessudögginni. Slík var gæfa hans alla ævi. Sigurður var sonur hjónanna Guðmundar Sigurjónssonar tré- smiðs og Guðríðar Jónsdóttur, sem lengst bjuggu að Sunnuhvoli á Stokkseyri. Það var lítið hús en fagurt bæði að utan og innan. Ég kom í þetta fallega hús. Veggi prýddu haglega gerð handaverk húsmóðurinnar. En garðurinn fyrir utan var tómstundaverk beggja hjónanna. I hann hafði verið safnað villtum íslenskum blómum, sem voru þroskamikil eftir mjúk handtök. Systkini Sigurðar voru þrjú: Jón og Jóhannes, sem eru valinkunnir byggingameistarar, og Guðrún, sem dó fyrir aldur fram. Ungur að árum fór Sigurður til sjóróðra í Vestmannaeyjum. Þá bjó hann á Vesturveginum, sem var afskekkt gata. Þar mætti hann ungri heimasætu, sem hét Hanna Jóhannsdóttir. Þau felldu hugi saman og giftust. Hanna var dóttir hjónanna Lilju Sigurðar- dóttur frá Stokkseyri og Jóhanns Vilhjálmssonar úr Þykkvabæ. Þau nefn^u hús sitt Selalæk eftir fæðingarbæ Jóhanns. Hanna og Sigurður byrjuðu búskap á háaloftinu á Selalæk við mjög frumstæð skilyrði. Brátt óx þeim fiskur um hrygg og keyptu hús sem hét Fagrafell. Eftir að Sigurður hafði lagt á það sína högu hönd varð nafn hússins sannnefni. Hanna og Sigurður eignuðust tvær dætur: Guðrúnu, hússtjórnarkennara, sem gift er Vali Þorvaldssyni ráðunaut, og Lilju, sem lengi hefur verið trú- boðshjúkrunarkona í Afríku. Sigurður Guðmundsson var mikill athafnamaður. Fjórum sinnum innréttaði hann íbúðir fyrir sig og fjölskyldu sína. í Vestmannaeyjum var Sigurður verkstjóri í fiskvinnslustöð. Þótt sú vinna væri arðbær, mat hann meira aðstæðuna til að mennta dætur sínar og fluttist til Reykja- víkur. Þar bjuggu hjónin með dætrum sinum í mörg ár og studdu þær í námi og starfi. Eftir að Sigurður og Hanna fluttust til Reykjavíkur — en þá stóð hann á fertugu — fór hann að læra húsasmíði hjá Jóhannesi bróður sínum. Sigurður gekk í Iðnskólann og lauk þar afburða prófi. Eftir það fór Sigurður að vinna sjálfstætt. Samviskusemi og skipulagshæfileikar settu svip á öll hans störf. Sigurður var eftir- sóttur til smíða vegna hagsýni og vandvirkni. Síðastliðið sumar fluttust Sig- urður og Hanna til Selfoss. Þar festu þau kaup á ófrágengnu einbýlishúsi. Sigurður var nýbú- inn að fullgera það hús með sinni alkunnu smekkvísi og vandvirkni. Aldrei hef ég séð annan eins frágang í einu og öllu. Við húsið innréttaði hann vinnusal til sjálf- stæðs atvinnureksturs. Hann var búinn að kaupa vélar og allt sem þurfti til að hefja innrömmun. Sigurður Guðmundsson var sér- stæður persónuleiki. Hann leit smáum augum á alla sýndar- mennsku. Hann var algjör reglu- maður í orðsins fyllstu merkingu. Sigurður hafði yndi af að safna mynt og frímerkjum. Það var hans „hobbý“ sem veitti honum mikla eftirvæntingu og ánægju. í þeim efnum hafði hann samband við fólk um allan heim. Sigurður var einstaklega athafnasamur maður. En hann vann aldrei erfiðisvinnu á helgum dögum. Þá ákvörðun tók hann ungur í föðurhúsum. Engan mann hef ég þekkt með meiri samstarfsvilja en Sigurð. Engan mann hef ég þekkt með meiri hagsýni til verka. Þar var hann sannkölluð fyrirmynd. Blessuð sé minning hans. Jensína IlalÍdórsdóttir Árla morguns hinn 25. maí barst mér sú harmafrétt, að svili minn Sigurður Guðmundsson væri látinn. Mér var næsta ómögulegt að trúa þessu og þaðan af síður að skilja þetta. Það voru einmitt eitt af aðai- einkennum Sigurðar að hefja öll sín verk árla morguns og kannske er það táknrænt, að einnig yrði svo um hið seinasta. Kynni mín af svila mínum voru ekki löng, innan við þrjú ár, en hér er tíminn afstæður. Okkar raun- verulegu kynni voru tíföld við þrjú ár, þrjátíu ár eða hálf hans ævi. Ekki er þar fyrir sagt, að hann væri allur séður á svo skömmum tíma, þar er langur vegur frá. Sigurð sá ég í fyrsta sinn, þá sem væntanlegan svila, síðla árs 1978. Oft kenna menn kvíða við slík fyrstu kynni, en hann eyddist á sama augnabili og hönd mín hvarf í hans sterku, traustu og gefandi hönd. Sá ég fyrir mér aflmikinn mann gneistandi af lífsorku, fráneygðan með greypt + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför sonar okkar og bróöur, ÞÓRÐAR PÁLS HARÐARSONAR, Furugrund 10, Kópavogi, sem lézt 5. apríl ’81. Bára Þórðardóttir, Hörður Steinsson, Magnea Ingigeröur Haröardóttir. + Þökkum af alhug auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför REBEKKU BJARNADÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Ragnar Þorsteinsson, Guórún Þorsteinsdóttir, Salóme Þorsteinsdóttir, Hálfdán Jóhannesson, Krístjana Þorsteinsdóttir, Ólafur Sigurösson, Bjarni Þorstemsson, Ebba Bergsveinsdóttir, Guöjón Þorsteinsson, Björk Arngrímsdóttir, Þórir Þorsteínsson, Arndís Guómundsdóttir, Siguröur Þorsteinsson, Edda Konráösdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og aörir aóstandendur. andlit, sem sagði heila sögu. Þenn- an mann hafði ég þekkt lengi, þótt ég hafði aldrei séð hann áður. Jólin 1978 vorum við hjónin ennþá að Laugarvatni. Var sá háttur systranna að halda jólin á víxl hvor hjá annarri. Fjölskyldu- tengslin voru traust og sterk, eins og þau nánast geta þróast í eyjasamfélagi, en þær systur eru bornar og barnfæddar í Vest- mannaeyjum. Að þessu sinni komu þau hjónin, Sigurður og Hanna, að Laugar- vatni og kynntist ég þá Sigurði nánar en áður. Ég minntist þess nú, er við eitl sinn áttum erindi á fund þeirra systra út í húsmæðra- skóla, þar sem kona mín var kennari í mörg ár. Við gengum eftir tréplankabrautinni, sem tengir saman Heimaklett, bústað okkar hjóna, og húsmæðraskól- ann. Göngulag Sigurðar var í fullu samræmi við áðurgreindar lýs- ingar, fast og örlítið stirðlegt en þó öruggt, hægt en þó hraðskreitt. Sigurður spurði mig, hvort ég hefði einhverntíma unnið, en hann aðgreindi skýrt sögnina „að vinna" frá sögninni „að starfa". Mér til mikillar ánægju, og léttis um leið, gat ég tilgreint vinnu mína á fyrri árum á landi og guði sé lof líka á sjó, enda þótt nú sé ég „bara“ kennari. Sigurður tjáði mér, að hann tæki sér alltaf frí á sunnudögum. En ekki sat hann auðum höndum þá dagana. Sinnti hann þá bréfa- skriftum, helgaði sig bókalestri, gerði eigið bókhald og áætlanir fyrir næstu vinnuviku. Hann tók alltaf skýrt fram, að þetta kallaði hann ekki vinnu. Við hjónin fluttumst til Reykja- víkur haustið 1979 með allt okkar hafurtask. Drekkhlaðinn flutn- ingabíllinn rann í hlað við okkar nýju heimkynni. Ég hálfkveið fyrir að koma allri búslóðinni upp á 3. hæð, en við höfðum samt nokkurn mannskap til aðstoðar. Vitrir menn segja, að hafir þú einhvern verkkvíða, skaltu byrja strax á því verki, sem þú kvíðir mest fyrir. Sennilega hefur Sig- urður ekki vitað, hvað orðið verk- kvíði merkti, honum gafst aldrei tóm til að kynnast því, enda byrjaði hann ekki frekar á erfiðari verkunum en þeim léttari. Það var röðin, sem skipti meginmáli, sem hann hafði skipulagt sunnudaginn áður. Affermingin á hafurtaskinu var hafin, þegar Sigurður birtist eftir langan vinnudag. Við það breytt- ist hin venjulega afferming í færibandavinnu, jafnvel sjálf lyft- an fór að ganga hraðar. Við fluttumst frá heimili á Laugarvatni, sem fullmótaðist, þegar rómantík hansahillanna stóð hvað hæst, en nú er horfin. Við vorum samt ákveðin að fylla vegginn í einu herberginu hansa- hillum og að Sigurður setti þær upp, en ég yrði aðstoðarmaður. Sigurður var mættur og mér tókst ekki alveg að ljúka úr kaffibollan- um, þegar Sigurður var búinn að taka upp tommustokkinn, vélbor- inn og verkfærakassann, en sú þrenning fylgdi honum jafnan þau ár, sem ég þekkti hann, enda rétti hann víðar hjálparhönd utan síns vinnutíma. Hið greypta andlit Sigurðar varð ennþá einbeittara,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.