Morgunblaðið - 30.05.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 30.05.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981 35 Þorbergur Magnús- son Minningarorö þegar vélborinn stakk út allan vegginn sem hríðskotabyssa og gulu tapparnir flugu í götin. Eigi var numið staðar, fyrr en veggur- inn var allur hlaðinn hansahillum og mátti hvergi greina nokkra skekkju utan eina hiilu, sem ég hafði setti öfuga í. Sigurður sá það strax og fannst mér örla fyrir vott af brosi í svipnum. Eg var þess aðnjótandi að fá að rétta Sigurði hjálparhönd, þegar hann var að tæma sumarbústað þeirra hjóna við Gleraugnavatn. Veðrið var fagurt og höfuðborgin sást í fjarska, en hávaðinn var horfinn, allur ysinn og þysinn. Þá kynntist ég Sigurði meir en fyrr og síðar. Fannst mér ég kynnast betur en áður hinni föstu mótun Sigurðar til lífsins og um leið fegurð mannlífsins, sem ég tel að Sigurður hafi verið samnefnari fyrir. Fyrir rétt tæpu ári fluttust þau hjónin, Sigurður og Hanna, að Selfossi í grennd við afkomendur sína þar og yfirgáfu skarkala stórborgarinnar. Höfðu þau keypt þar fallegt einbýlishús á kyrrlát- um stað með litríkum garði um- hverfis, þaðan sem var innangengt í aðalstofuna og skyldi þetta verða sælureitur efri áranna. Húsinu fylgdi veglegur bílskúr, sem Sig- urður hafði breytt í verkstæði á haganlegan og hagnýtan hátt. Ef til vill koma skipulagshæfi- leikar Sigurðar þar skýrast fram. Hann gerði upp húsið og umhverf- ið, en gagnstætt öðrum byrjaði hann yst og endaði innst. Seinast af öllu sköpunarverkinu kom hin óaðfinnanlega aðalstofa og tókst Sigurði að ljúka öllu verkinu á svo skömmum tíma, sem hann átti ólifað þá. Leikmanni myndi sundla, sæi hann öll verkin, svo að því verður ekki lýst. Nýja heimilið þeirra er eitt meistaraverk, glæsi- íegur minnisvarði Sigurðar og eiginlega hans eigin upprisa, því að nú getur Hanna, ekkja hans, gengið um heimilið og út í garðinn áhyggjulaust, berandi sorg í hjarta, sem byggist á minningu um fegursta ævihjónaband, þar sem aldrei hallaðist á. Sagt er, að sú fegurð, sem maður hefur misst, þá fegurð eigi maður. Öllum ástvinum Sigurðar votta ég dýpstu samúð. Egill Sigurðsson Fæddur 21. október 1899. Dáinn 22. mai 1981. Þessa fögru vordaga gefur að líta í grænum túnum lágreist hús Garðahverfisins vestan Hafnar- fjarðar. Þessi sérstæða byggð hef- ur ennþá ekki horfið inn í bæj- arskipulagið, en þeir tímar nálg- ast óðum að hún hverfi inn í nágrannabæina og eftir lifi aðeins minningin ein. Þarna hefur þróast og haldist við lítið samfélag manna þar sem samheldni, hjálpsemi, heiðarleiki og trúmennska einkenndi líf fólks- ins. Það voru ekki hin veraldlegu auðæfi, glys og prjál, sem fólkið sóttist eftir, heldur aðeins það að vera sjálfbjarga, eigi öðrum háður og fá að vinna. Við sem áttum því láni að fagna að kynnast þessu litla samfélagi fyrir og um miðja þessa öld og tengjast því á ýmsa vegu megum nú horfa upp á það, að einn eftir annan, sem setti svip sinn á daglegt líf fólksins, hverfi nú yfir móðuna miklu. Einn þessara manna verður til moldar borinn í Garðakirkjugarði í dag, það er Vilmundur Gislason, bóndi í Króki. Hann var fæddur í Kjarnholt- um í Biskupstungum 21. október 1899, sonur hjónanna Gisla Guð- mundssonar og Guðrúnar Sveins- dóttur er þar bjuggu sína búskap- artíð alla. Hann var elstur af 9 börnum þeirra og einn af 4 er komust til fullorðinsára. Þau er upp komust auk hans voru Dóró- Fæddur 5. júlí 1953. Dáinn 20. maí 1981. **GUÐ ícefi mér æAruleysi til aö sætta mi>c vift þaö sem éK ía* ekki breytt. KJAKK til aö breyta því sem é« »cet breytt ok VIT til ad Kreina þar á milli “ Hann er dáinn hann Beggi vinur minn. Það er erfitt að sætta sig við þegar dauðinn knýr dyra hjá ungu fólki í blóma lífsins. Ég átti erfitt með að trúa þessu, en þetta er staðreynd sem ekki verður haggað. Það kemur margt upp í huga minn, þegar ég hugsa til baka þetta rúma ár sem ég átti því láni að fagna að kynnast honum Begga. Við áttum margt sameigin- legt og höfðum alltaf mikið að tala um. Alltaf var hann bjartsýnn á alla hluti alveg sama hve illa gekk. Hann var harður af sér og einn af þeim mönnum sem maður heyrði aldrei kvarta yfir sínum hag. Það var mörg þrautin sem hann hafði farið í gegnum, en alltaf hélt hann bjartsýninni. Annað sem mér fannst stórkost- legt í fari hans var hvað hann átti auðvelt með að umgangast börn. Hann hafði sérstakt lag á að laða til sín börnin og gátu mestu óþægðarbelgir orðið sem lömb, væri hann nálægur. Hann gaf sér mikinn tíma til að tala við mitt barn meðan hann var allt að því heimagangur hjá okkur hjónun- um. Sólskinsskapið og brosið hans Begga mun verða sterkt í minn- ingunni. Ég gæti haldið áfram að telja upp hans jákvæðu hliðar til eilífðarnóns, því mér fannst gallar hans vega smátt á móti kostunum. Með þessum fáu orðum vil ég þakka kærum vini fyrir allt sem hann gaf mér og minni fjölskyldu, þó sérstaklega fyrir kynnin. Við sendum öllum hans ástvin- um, móður og systkinum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi almáttugur Guð gefa ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Hvíl í friði góðj vinur. Hermann Ástvaldsson og f jölsk. þea, húsfrú á Hofsá í Svarfaðar- dal, Sveinborg, húsfrú á Dalvík, báðar látnar, og Einar bóndi í Kjarnholtum, sem einn lifir nú systkini sín. Einnig lifir þau fóstursystirin, Úlfhildur Krist- jánsdóttir, húsfrú á Dysjum í Garðahverfi. Vilmundur stundaði ekki lang- skólanám þó hann væri góðum gáfum gæddur. Barnafræðsla þeirra tíma var farskóli sem fluttur var milli bæja í sveitinni, þeim skóla lauk hann, það varð að nægja að sinni. Lífsbaráttan var hörð á stórri og erfiðri jörð, meðan manns- höndin og hestarnir voru aflið sem nota varð til allra verka. Vilmund- ur vann á búi foreldra sinna fram að tvítugsaldri, en fór þá til náms í Reykjavík einn vetur og hugði á áframhaldandi nám. Örlögin gripu inn í, faðir hans andaðist á miðju sumri 1921. Vilmundur varð stoð móður sinnar við búskapinn, uns hann árið 1925 kvæntist eftirlifandi konu sinni Þorbjörgu Guðjónsdóttur, og þau tóku við. Bjuggu þau í Kjarnholtum til ársins 1934, að þau létu af búskap þar vegna sjúkleika Vilmundar, en hann hafði þá dvalið á sjúkrahúsi á annað ár. Við jörðinni allri tók Einar, bróðir hans, sem þá hafði um nokkurt skeið búið á hálfri jörðinni. Börn Þorbjargar og Vilmundar voru þá öll fædd, þau eru: Ragn- heiður Sigríður, gift Bergi Magn- ússyni, Gísli, kvæntur Sigríði Ástvinir og skyldfólk Þorbergs Magnússonar, Þinghólsbraut 20, Kópavogi, munu á morgun fylgja honum til grafar og kveðja hinstu kveðju. Þorbergur lést 20. maí sl., aðeins 27 ára gamall, en hann var fæddur 5. júlí 1953. Beggi var sonur hjónanna Magnúsar Kristjánssonar og Bergþóru Þorbergsdóttur, fæddur og uppalinn í Kópavogi, þar sem hann átti viðburðaríka og ham- ingjusama æsku ásamt átta systk- inum sínum. Beggi var í miðju systkinahópsins, naut umönnunar fjögurra eldri systkina og fann til ábyrgðartilfinningar gagnvart þeim sem yngri voru. Skugga bar á líf þessarar stóru og samheldnu fjölskyldu er heim- ilisfaðirinn lést árið 1968, en þá var Beggi 15 ára gamall. Bergþóra tók áfallinu af æðruleysi og stýrði heimilinu á eigin spýtur af mynd- arskap, en sorgin var mikil og lagðist e.t.v. hvað þyngst á óharðnaðan og viðkvæman ungl- inginn, sem tók að kenna eirðar- leysis og óþreyju. Leiðir okkar Begga lágu fyrst saman á knattspyrnuvellinum er við æfðum og lékum með yngri flokkum Breiðabliks. Eins og bræðurnir allir var Beggi með íþróttahæfileikana meðfædda og hann var afburðamaður í hverjum þeim leik þar sem bolti kom á einhvern hátt við sögu. Um það bil sem skólanámi Begga lauk lagði hann ásamt flestum félögum sínum alla íþróttaiðkun á hilluna. Forvitni og lífsgleði unglingsáranna var sval- að í stórum kunningjahópi og síðan tók við trúlofun og sambúð, sem gat af sér eitt barn, dótturina Unni Maríu, sem nú er 9 ára gömul og búsett hjá móður sinni. Lífshlaup Þorbergs hafði verið heilbrigt og eðlilegt. Samband hans við unnustu og dóttur rofn- aði eins og oft vill verða þegar snemma er stofnað til sambúðar, en Beggi var nú orðinn fullorðinn maður og leitaði lífshamingjunnar eins og allir aðrir. Upp úr tvítugs- Stefánsóttur, Magnea Elin, gift Stefáni Ólafi Jónssyni og Vilborg, gift Þorsteini Gíslasyni. Barna- börnin eru 11 og barnabarnabörn- in 3. Fjölskyldan fluttist að Króki í Garðahverfi. Með þeim fluttist Guðrún, móðir Vilmundar. Var hún hjá þeim r.ieðan ævin entist en hún andaðist 1958, tæpra 89 ára. Átti hún stóran þátt í uppeldi barnanna og var heimilinu mikil stoð. Þorbjörg vann um árabil að fiskverkun á Langeyrarmölum vestan Hafnarfjarðar og er vand- séð hvernig hún hefði komist frá börnunum, hefði Guðrúnar ekki notið við. Nú voru þau komin í átthafa Þorbjargar, í nágrenni við frændur hennar í Pálshúsum, sem þá og æ síðan hafa reynst sannir vinir og hjálparhellur. Til fjölskyldu sinnar komst Vilmundur á hið nýja heimili aldrinum yar þó ljóst að hann glímdi við alltof algengan sjúk- dóm, sem hefur það leiða eðli að sækja einna fastast á þá sem ístöðuleysi hrjáir mest. Tækifæri komu og tækifæri fóru, en langur tími leið þar til Beggi viðurkenndi.. vandamál sitt fyrir sjálfum sér og hóf fyrir alvöru baráttu gegn því, studdur af fjölskyldu sinni og vinum. Hann fór í meðferð og sótti fundi, en batinn var langsóttur og baráttan átti eftir að verða bæði löng og erfið. Það skiptust á skin og skúrir í lífi Begga síðustu árin, hann fann sjálfur hvernig stöðugt hallaði undan fæti og af vaxandi þunga spyrnti hann við fótum. Síðustu mánuðina rofaði þó enn til á nýjan leik. Beggi tók sjálfum sér tak, sýndi gamalkunna karl- mennsku og náði undirtökunum í glímunni við áreitinn og óvæginn kvilla sinn. Þessa siðustu orrustu háði Beggi á heimili móður sinnar og systkina og einnig hjá góðri og tryggri vinkonu sinni, þar sem erfiðleikar hans mættu þolinmæði og skilningi. Þessir dagar voru Begga e.t.v. ekki auðveldir, en þeir voru bjart- ir og veittu honum og fjölskyldu hans gleði og bjartsýni. Gömul skíði voru dregin fram í dagsljósið og Beggi hélt með okkur hinum upp í fjöllin og tók á ný þátt í vorið 1935, þá fatlaður maður sem hann var upp frá því. Þrátt fyrir það var hafist handa. Hvert verk sem hann vann var unnið af slíkri vandvirkni að óvenjulegt varð að teljast. Náði hann allgóðri heilsu um tíma. Vann hann þá auk búskapar í Króki við róðra á trillubáti frá Pálshúsum, vegavinnu og fleira. Samheldni þeirra hjóna var slík að börn þeirra heyrðu þau aldrei verða sundurorða, jafnlyndi og glaðværð Þorbjargar er einstök, ríkti alla tíð með þeim gagnkvæm ást og umhyggja. Með sameinuð- um kröftum tókst þeim að sjá heimili sínu vel farborða. Börnin hlutu öll framhalds- menntun. Er líða tók á ævi Vilmundar fór heilsu hans aftur að hraka og eru nú 9 ár frá því hann varð að fara á sjúkrahús. Heim átti hann ekki afturkvæmt. Síðustu árin dvaldi hann á Hrafnistu í Reykjavík og andaðist þar 22. þ.m. Vilmundur var dulur maður að eðlisfari. Hann flíkaði ekki til- finningum sínum en handtakið var hlýtt og traust. Dómgreind hans var góð og minnið trútt. Hann hafði yndi af lestri góðra bóka og þegar auraráð leyfðu á efri árum safnaði hann nokkru af úrvals bókum, íslenskum, sem veittu honum gleði meðan heilsa entist til bóklestrar. Söngur veitti honum gleði og hann tók hraustlega undir þegar íslensku ættjarðarlögin ómuðu, því hann hafði söngrödd góða. Samferðamönnum sem í dag kveðja Vilmund verður hann minnisstæður sem íslenskur al- þýðumaður, búinn kostum sem hvern mann prýða. Blessuð sé minning hans. Við þökkum samfylgdina. Tengdaborn leikjum og störfum systkina sinna. Öllum var þó ljóst að enginn fullnaðarsigur er í höfn. Slíkur sigur var heldur ekki í sjónmáli. Beggi glímdi við sjúkdóm sem einungis einbeiting og sjálfsagi getur haldið niðri, einn dag í einu, og ekkert fær grandað áreitni hans að fullu. En einmitt þegar Beggi hafði enn sannað baráttuþrek sitt var óvænt gripið í taumana. Algengt banamein eldra fólks sótti hann heim kornungan, líklegast án þess að hann kenndi sér nokkurs meins, og dauðinn hrifsaði hann til sín á meðan hann svaf værum svefni og hvíldist fyrir fyrsta vinnudaginn á nýjum vinnustað. Dauðinn gerði engin boð á undan sér, hann kom hljóðlega og flutti Begga á milli án þess að gera honum viðvart. Hvorki sársauki né ótti kom þar við sögu. Stór fjölskylda syrgir nú Þor- berg Magnússon. Það er huggun harmi gegn að Beggi hefur öðlast langþráðan frið og fullkomið jafn- vægi. Iæit hans að hamingjunni er lokið, hann átti hvorki sökótt við guð né menn og víst er að honum verður vel tekið í ljóssins heimi. Við útför hans á morgun verða sungnir sálmar sem Begga voru einkar hjartfólgnir síðustu mán- uðina, sálmar sem veittu honum í senn gleði og kjark. Um leið og ég votta móður hans, systkinum, dóttur og öðrum ást- vinum samúð mína kveð ég Begga með kærri jjökk fyrir góða við- kynningu. Ég rifja upp í lokin hluta af sálmi sem ég veit að Beggi las oft og leitaði huggunar í. „I>oKar freistinK móKnuð mætir. ma*lir flátt í eyra þér. hrosun svo )>ík hendir. brodir. háóunK ad þér sækja íer. vinir flýja. — a^rast ekki. einn er sá er tildróK sér. Drottinn skilur. — Drottinn vakir daKa ok nætur yfir þér. ÞeKar a'virodull rennur. rokkvar fyrir sjónum þér. hra'óstu eÍKÍ. hel er fortjald hinum meKÍn hirta er. Ilondin. sem þÍK hinKaó leiddi. himins til þÍK aftur ber. Drottinn elskar. — Drottinn vakir da^a ok na'tur yfir þér." (S. Kr. Pétursson) Gunnar Steinn Pálsson VaKKa hórnum ok blómum borKÍn hjá voKunum tveimur risinn einn árdaK úr evói — heill undrunarheimur: ok hlikió í bernskum auKum er bros KOKnum tár soKunnar. sem oss fa^ddi t»K sÍKnir oss þurrar brár. (^orsteinn Valdimarsson) I borginni hjá vogunum tveimur — Kópavogi — stóð vagga Þor- bergs. Foreldrar hans höfðu fest kaup á litlum sumarbústað við Kópavogsbraut og fluttu þangað með börnin sín fjögur, þá fæddist Beggi, lítill glókollur, sem boðinn var velkominn í heiminn af geisl- um sumarsólarinnar og fagnandi foreldrum. Byggt var við litla sumarbú- staðinn og barnahópurinn stækk- aði. Þau urðu níu talsins, fjórar dætur og 5 synir. Beggi ólst upp í gjörvilegum og glöðum systkina- hópi, i umsjá góðra og stoltra foreldra. Kópavogur — bær æsk- unnar — átti góða og dugmikla fulltrúa, þar sem systkinin voru. En árið 1968 dró ský fyrir sólu og syrti að, þar sem heimilisfaðirinn var kallaður burtu frá barnahópn- um sínum, þá var Beggi bara fimmtán ára, yngsti drengurina skírður við kistu föður síns, hóp- urinn stóð hnípinn, en hlutverki móðurinnar var ekki lokið. Róleg og æðrulaus hefur hún leitt hóp- inn sinn fram á þennan dag. — Og nú er Beggi dáinn. Móðir og s.vstkini syrgja og sakna. Geislar vorsólarinnar, vermandi og hugg- andi blika á „vogunum tveimur" og signa kistuna hans Begga. Frændfólk og vinir kveðja góö- an dreng og biðja honum blessun- ar um alla eilífð og senda móður hans og systkinum dýpstu samúð- arkveðjur. S.J.Þ. Vilmundur Gísla- son Minningarord

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.