Morgunblaðið - 30.05.1981, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. MAÍ 1981
Víkintfur á æíingu: frá vinstri, Gunnar örn Kristjánsson, Lárus | Agnarsson, öskar Tómasson, Heimir Karlsson, Jóhann Þorvarðarson,
Guðmundsson, Þórður Marelsson. Aðalsteinn Aðalsteinsson, Ragnar Helgi Helgason, Magnús Þorvaldsson og Youri Sedov.
Gislason, Gunnlaugur Kristfinnsson, Jóhannes Bárðarson, Róbert I Myndir Mbl. Emiiia.
„Víkingur mun leika betur en í fyrra“
- segir Youri Sedov, þjálfari Víkings
„ÉG VEIT, að VikinKur mun leika betur en á síðasta keppnistímabili
Eiegar strákarnir komust í UEFA-keppnina. En hvort það færir okkur
slandsmeistaratign er annað mál; um það er of snemmt að spá því
hugsanlegt er. að önnur lið hafi tekið meiri framförum en við,“ sa«ði
Youri Sedov, þjálfari 1. deildarliðs Víkings þetfar blaðamaður hitti
hann að máli á æfingu á Krasvelli Vfkings við Hæðargarð.
Youri og strákarnir hans voru
nýbúnir að koma upp miklu neti,
sem var vel strengt og strákarnir
æfðu sig að skjóta i netið, boltinn
kastaðist til þeirra og þá var að ná
að skjóta aftur. Annars staðar
léku ieikmenn innan lítils fer-
hyrnings en þar gilti að spila
knettinum; ná upp spili. Það var
mikið kapp í strákunum og Youri
stjórnaði æfingunni eins og her-
foringi.
Youri Sedov er með Víkingsliðið
annað árið í röð. Hann er í
fremstu röð meðal þjálfara í
heimalandi sínu og sjálfsagt þó
víðar væri leitað. Hann var meðal
fremstu knattspyrnumanna í Sov-
étríkjunum og lék um árahil með
Spartak Moskvu. Eftir að hann
lagði skóna á hilluna, tók hann að
þjálfa 1. deildarlið í Sovétríkjun-
um og 1973-75 var Youri Sedov
með sovéska landsliðið. Hann varð
síðan yfirmaður þeirrar stofnunar
í Sovétríkjunum, sem hefur með
samræmingu tækniþjálfunar að
gera.
Youri Sedov tók við af landa
sínum, Youri Ilitchev, hjá Víkingi
og margra mál er, að með þessum
tveimur snjöllu þjálfurum hafi
knattspyrna Víkinga gjörbreyst
til hins betra.
Víkingar náðu góðum árangri á
síðastliðnu sumri. Þeir urðu
Reykjavikurmeistarar, sigruðu
Þrótt í úrslitaleik á Laugardals-
velli 2-1. Þá hafnaði Víkingur í 3.
sæti 1. deildar og þátttaka í
UEFA-keppninni var tryggð. Á
ársþingi KSI var Víkingi afhent
Drago-styttan fyrir prúðastu
framkomu 1. deildarliða. Og í
vetur klykktu strákarnir hans
Youri út með því að verða ís-
landsmeistarar innanhúss. Fjórir
góðir; góður árangur.
Dagblöðin hafa spurt bæði
áhugamenn og leikmenn 1. deildar
hvaða lið þeir telji líklegust til að
blanda sér í toppbaráttuna.
Margra mál var, að Víkingur verði
eitt þeirra. Blaðamaður bar þessa
spurningu undir Youri. „Við mun-
um reyna að gera okkar besta og
hver veit, kannski verður hægt að
óska Víkingum til hamingju með
Youri Sedov
meistaratitilinn eftir áratuga bið.
Þessar spár gera okkur erfiðara
fyrir, andstæðingarnir munu
leggja harðar að sér gegn okkur.
En það er dulítið skrítið, finnst
mér, að almenningur skuli hafa
fengið trú á Víkingi. Við höfum
misst leikmenn. Það er mjög erfitt
að sigra í 1. deild. En sjálfsagt
hafa menn séð eitthvað í leik
Víkings, scm gerir það að verkum,
að þeir spá félaginu velgegni.
Það er vissulega rétt, að strák-
arnir hafa lagt hart að sér. í
upphafi keppnistímabilsins í fyrra
var ég óánægður með leik Víkings
en smám saman batnaði leikur
liðsins og því tókst að tryggja sér
UEFA-sæti. Strákarnir hafa lært
frá í fyrra. I liðinu eru ungir og
efnilegir leikmenn, ég nefni
Heimi, Lárus, Aðalstein og Jó-
hann. Þeir hafa fengið meiri
reynslu, einkum í liðssamvinnu.
Þá eru traustir leikmenn með
reynslu og leikmenn á borð við
Róbert Agnarsson, Ragnar Gísla-
son og Óskar Tómasson eru óðum
að ná sér af meiðslum, en okkur
vantar tilfinnanlega meiri breidd.
Nú þarf ég að leggja áherzlu á
að fá liðið til að leika á fullu allan
leikinn. Það gefur okkur aukna
möguleika á að skora og eins að
koma í veg fyrir að andstæð-
ingarnir skori. Strákarnir þurfa
að vera „aggressívari" og ná meiri
festu í leik liðsins.
Liðið í dag er óþekkjanlegt frá
því sem var á sama tíma í fyrra og
við erum á réttri leið. Spurningin
er bara þessi; hve miklum fram-
förum hafa önnur félög tekið. Þú
spyrð hvaða lið verði í baráttunni
um titilinn. Valsmenn eru sterkir,
hafa á að skipa sterkum og
stæðilegum einstaklingum. Þá
verða Framarar sterkir, einnig
Skagamenn og hugsanlega Breiða-
blik.“ H.Halls.
„Ánægjan meiri"
- segir Jóhannes Bárðarson, miðvörður Víkingsliðsins
Jóhannes Bárðarson
„VID KOMUM til íslands-
mótsins þokkalega vel undir-
búnir. en ég held að ekki verði
að marka gengi liðanna fyrr
en eftir 5 umferðir. Þá fara
línurnar að skýrast,“ sagði
Jóhannes Bárðarson, mið-
vörðurinn sterki i liði Vikings
í spjalli við blaðamann. Hann
var þá á æfingu ásamt félög-
um sinum. Jóhannes Bárðar-
son er gamall i hettunni.
Hann hóf að leika með meist-
araflukki Vikings sumarið
1969; hefur því verið í 12 ár í
eldlínunni.
„Gengi Víkings í sumar fer
eftir byrjuninni og hvernig
ungu strákunum í framlínunni
tekst upp. Við höfum farið illa
með marktækifæri en ég hef
trú á, að það lagist. Leikmenn
eru í mikilli framför og fyrr en
varir held ég að Lárus Guð-
mundsson fari að nýta mark-
tækifæri sín betur en hingað
til. Nú svo hefur Ómar Torfa-
son sýnt miklar framfarir eftir
að hann kom til Víkings."
En hvað um þig sjálfan.
Margra mál er, að þú hafir
gjörbreyst sem knattspyrnu-
maður eftir að sovésku þjálf-
ararnir tóku við Víkingi. „Já,
þeir hafa fundið mína réttu
stöðu, haffsent. Áður hafði ég
spilað tengilið eða stöðu
frammi.
Með sovésku þjálfurunum
hefur knattspyrna okkar gjör-
breyst. Menn hafa meira gam-
an af hlutunum heldur en í
djöflaganginum hjá ensku
þjálfurunum sem hjá okkur
voru, og það sama á við um
mig. Ég veit ekki hvernig
hlutirnir æxlast í sumar en ég
er sannfæður um, að ef Youri
verður áfram hjá okkur, þá
mun liðið blómgast, að því
tilskildu að við verðum með
sama mannskap. Þá er það
mikill bónus fyrir okkur, að
vera í UEFA-keppninni.
Áhuginn er meiri."
Hvaða lið telur þú, að komi
til með að berjast um ís-
landsmeistaratign? „Ég held
að það verði Reykjavíkurfélög-
in. Þau virðast sterk í sumar.
Þá nefni ég Breiðablik. Þeir
hafa sýnt skemmtilega takta
en spurning hve lengi þeir
halda þetta út. Þeir eru svipað-
ir og við áður fyrr. Við vorum
mjög sterkir á vorin en þegar í
alvöru 1. deildar kom datt
botninn úr þessu." H.Halls.
„Setjum
markið
hátt“
- segir Lárus
Guömundsson
„Ég HEF þá trú, að við getum
náð langt I sumar. Mórallinn
er í gftðu lagi, allir eru
staðráðnir í að gera sitt bezta
í sumar.“ sagði Lárus Guð-
mundsson, miðherjinn ungi
hjá Víkingi þegar blaðamað-
ur hitti hann á æfingu á
grasvelli Vikings við Hæðar-
garð.
Lárus Guðmundsson er
kornungur, aðeins tvítgur og
hefur þegar vakið mikla at-
hygli fyrir leikni sína og út-
sjónarsemi. Þrátt fyrir ungan
aidur, hefur hann skipað sér í
röð beztu leikmanna íslands.
Blaðamaður spurði hvort hann
hefði orðið fyrir vonbrigðum
að komast ekki til Tékkóslóv-
akíu. „Það er ánægjulegt að
vera kominn í hópinn. Ég
reiknaði ekki með að komast
með til Tékkóslóvakíu."
Nú er Víkingsliðið ungt að
árum. Kemur það til með að há
ykkur í sumar? „Það má ekki
gleyma því, að Víkingsiiðið er
góð bianda ungra og reyndra
leikmanna. Við eigum ekki
minni möguleika en aðrir; og
ef ekki í sumar, þá næsta
sumar. En við ætlum okkur að
ná langt, og því setjum við
markið hátt. Árangur næst
ekki nema metnaður sé fyrir
hendi. Þann metnað höfum við
Víkingar.
Við erum nú í UEFA-
keppninni og það hefur aukið
áhugann um allan helming. Þá
höfum við frábæran þjálfara,
Youri Sedov. Hann hefur hald-
ið áfram starfi landa síns,
Youri Ilitschev, fyrrum þjálf-
ara okkar og mér finnst ég
hafa haft mjög gott af að vera
undir leiðsögn slíkra manna;
frábærra þjálfara."
Hvaða lið telur þú að komi
til með að berjast um meist-
aratign í ár? „Ég held að Valur
og Fram verði sterk í sumar.
Nú einnig Akranes en síðustu
árin höfum við átt góðu gengi
að fagna gegn þeim,“ sagði
Lárus Guðmundsson.
H.Halls.
Lárus Guðmundsson
Víkingur