Morgunblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 1
48 SÍÐUR 128. tbl. 68. árjj. FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjórir menn fórust með TF-ROM á Arnarvatnsheiði Flak TF-ROM fannst um kvöldmatarleytið í gærkvöldi á ís á vatni á I vélinni. Myndin var tekin á slysstað í gærkvöldi. er menn frá Loftferðaeftiriitinu Arnarvatnsheiði; í austurátt frá Fornahvammi. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni I voru þangað komnir með TF-RÁN, þyrlu Landhelgisgæzlunnar. Sjá frétt á baksíðu. fóru á slysstað i gærkvöldi til að sækja iík mannanna f jögurra, sem fórust með | Ljósmynd MorKunblaðiA. Atkvæðagreiðslum um traustsyf irlýsingar hafnað Varsjá. 10. júní. AP. MIÐSTJÓRN pólska kommúnistaflokksins hafnaði í kvöld að greiða atkvæði um traustsyfirlýs- ingu á framkvæmdanefnd flokksins, sem skipuð er 11 mönnum. Stanislaw Kania flokksleiðtogi lagði til á miðstjórnarfundi að greidd yrðu atkvæði um traustsyfirlýsingu á hvern framkvæmdanefndar- Bani-Sadr settur af Nikósiu. 10. júni. AP. UIN OPINBERA fréttastofa íran skýrði frá þvi i dag, að Abolhass- an Bani-Sadr forseti hefði verið sviptur starfi forseta herráðsins, að kröfu Khomeinis erkiklerks. Skömmu fyrir þessa tilkynningu tiikynnti herráðið, að Khomeini hefði tekið við æðstu stjórn land-, sjó- og loftherja landsins. mann, og að þeir segðu af sér er ekki hlytu stuðning 50 af hundraði miðstjórn- armanna, sem eru 140 tals- ins. Ekki var skýrt frá því með hve miklum mun tillagan var felld. Framkvæmdanefndin óskaði eftir atkvæðagreiðslu um traustsyfirlýsingu eftir að harð- línumenn í miðstjórninni kröfð- ust þess að Kania yrði settur af, ásamt nokkrum öðrum áhrifamönnum. Á miðstjórnarfundinum lýstu ýmsir fulltrúar trausti við Kania og Wojciech Jaruzelski forsætis- ráðherra. Urðu miklar umræður um forystuna og mönnum heitt í hamsi, en sú skoðun helzt ríkj- andi, að flokksþingið í næsta mánuði ætti frekar að skera úr um ágæti flokksforystunnar, því þar yrðu fleiri fulltrúar er endur- spegluðu betur viðhorf þjóðarinn- ar til forystunnar. Við umræð- urnar kom í ljós að hörð átök eiga sér stað um völd í flokknum. Háttsettir embættismenn vör- uðu við því að afstaða miðstjórn- arinnar til atkvæðagreiðslunnar yrði skoðuð sem traust við Kania og félaga hans, þótt líf flokksfor- ystunnar hefði verið framlengt með þessu móti. Tadeuz Grabski fulltrúi í fram- kvæmdanefnd flokksins lýsti því yfir við umræður í dag, að nefndin væri ófær um að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem hún væri í, meðan Kania stýrði störfum hennar. Aðrir harðlínumenn stöppuðu fótum og gripu frammí fyrir ræðumönnum er héldu uppi vörn- um fyrir Kania, einkum er Miecz- yslaw Rakowski aðstoðarforsæt- isráðherra taiaði. Boðað var til fundarins vegna viðvörunarbréfs frá Rússum, þar sem því var m.a. haldið fram, að „andbyltingaröfl“ réðu ferðinni innan Samstöðu og að tilveru Póllands væri ógnað af þeim sökum. Víða í ríkjum hins vest- ræna heims voru í dag látnar í ljósi áhyggjur af þróun mála í Póllandi síðustu daga og viðvör- unarbréfi Rússa. Stanislaw Kania aðalritari pólska kommúnistafiokksins flytur ra'ðu á fundi miðstjórnar flokksins. sem stóð yfir í Varsjá í gær og fyrradag. Simamynd AP. Hætta við að selja ísraelum þotur WashinKton, 10. júní. AP. BANDARÍKJASTJÓRN hefur hætt við sölu á fjórum háþróuð- um orrustuþotum til Israels vegna árásarinnar á kjarnorku- verið í írak, sem yfirvöld í Hvita húsinu segja hafa brotið í bága við samkomulag rikjanna frá 1952 um vopnakaup. I bréfi sem Alexander Haig utanríkisráðherra reit Charles Percy formanni utanríkisnefndar Öldungadeildarinnar, og birt var í kvöld, segir ráðherra „að meiri- háttar brot hafi að öllum líkindum verið framið á samkomulaginu frá 1952“, og að vopnasölumálin séu nú í „gagngerri" endurskoðun. Talsmaður Hvíta hússins, Larry Speakes, sagði að Ronald Reagan forseti væri persónulega sam- þykkur hljóðan bréfsins. Haig sagði í bréfinu, að gengið yrði vandlega úr skugga um hvort þær skýringar ísraela að árásin hefði verið gerð í sjálfsvörn, væru réttlætanlegar. Sjá nánar frétt á bls. 26 og fréttir á bls. 22—23.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.