Morgunblaðið - 11.06.1981, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981
Áróðursspjald
úr síðustu
kosnintfum
þar sem
höfðað
er til
ættjarðarástar
Schmidt ræðir við Rea«an:
Hvers vegna
Schmidt á í
erfiðleikum
ÁÐUR en Ilelmut Schmidt
kanzlari fór í heimsókn sina til
WashinKton á döKunum hótaði
hann tvíveKÍs að sejfja af sér ef
flokkur hans, Sósialdemókrata-
flokkurinn (SDP) styddi ekki
þá stefnu hans að leyfa stað-
setninjfu 572 PershinK II ok
stýriseídflauKa. Um leið kvaðst
hann mundu „standa eða falla"
með áranKri i viðræðum Banda-
rikjamanna ok Rússa um eld-
flauKatakmarkanir i Evrópu.
Kanzlarinn sá sig fljótt um
hönd þegar hann sá að pólitískt
líf hans yrði í höndum banda-
rískra og sovézkra samninga-
manna ef hótunin yrði tekin
alvarlega og fékk talsmann sinn
til að túlka hótunina þannig að
hann hefði viljað knýja fram
árangur í viðræðunum.
Þegar Schmidt kom til Wash-
ington sagði hann að hótunin
hefði verið til þess ætluð að
hræða vinstrisinna í flokknum
til hlýðni. Árangurinn varð líka
sá að þingmenn SDP þorðu ekki
að greiða atkvæði gegn tillögu
stjórnarinnar um staðsetningu
eldflauganna, og aðeins sex
vinstrisinnar í flokknum greiddu
atkvæði gegn henni en fjórir
sátu hjá. Tillagan fékk 20 at-
kvæða meirihluta, en nokkrir
þeirra sem greiddu henni at-
kvæði lýstu efasemdum sinum
vegna staðsetningar eldflaug-
anna og umræður um hættu á
nýju vígbúnaðarkapphlaupi og
takmörkuðu kjarnorkustríði í
Vestur-Evrópu munu halda
áfram í Vestur-Þýzkalandi.
Schmidt fór til Washington til
að tryggja sér stuðning Banda-
rikjamanna i kjölfar dvínandi
vinsælda, aukinna efnahagserf-
iðleika og ósigurs Valery Gis-
card d’Estaings í frönsku for-
setakosningunum, náins sam-
herja hans um árabil í málefn-
um Evrópu. Reagan kom eins
mikið til móts við Schmidt og
hann gat til að verða honum að
liði. Báðir lögðu áherzlu á ein-
drægni, ekki sízt í yfirlýsingum
um varkárni gagnvart Rússum.
Schmidt benti einkum á gífur-
legan vígbúnað Rússa og íhlutun
þeirra i Afghanistan.
Schmidt lét aðallega í ljós
áhyggjur vegna þess að honum
fannst Reagan-stjórnin hafa í
frammi of mikið vopnaskak
gagnvart Rússum. Kanzlarinn
hefur í vaxandi mæli gagnrýnt
útþenslustefnu Rússa á síðustu
mánuðum, en óttast að Banda-
ríkin reyni ekki nógu mikið til
þess að hefja viðræður við Rússa
og draga þannig úr spennu
austurs og vesturs. Hann vildi fá
vissu fyrir því að stefna Banda-
ríkjamanna gagnvart Rússum
mótaðist ekki eingöngu af fjand-
skap.
Kanzlarinn kvartaði líka yfir
áhrifum efnahagsstefnu Banda-
ríkjanna í Vestur-Evrópu. Hann
taldi Bandaríkin ýta undir of
háa vexti er leiddi til verðhækk-
unar dollarans og hækkunar á
verði vestur-þýzks innflutnings.
Hann spáði því að efnahags-
stefna nýkjörins forseta Frakk-
lands, Francois Mitterands,
mundi fljótlega valda vandamál-
um. En hann lagði áherzlu á að
bjóða yrði hinn nýja leiðtoga
Frakka velkominn í bandalag
vestrænna ríkja og kom við í
París á heimleiðinni, eins og
hann lagði sjálfur til, til að færa
Mitterand kveðjur frá Reagan.
Schmidt varð gramur þegar
talið barst að vaxandi friðar-
stefnu í Vestur-Evrópu. Hann
benti á að svipaðra tilhneiginga
hefði áður gætt í Bandaríkjun-
um sjálfum, en Evrópa hefði
aldrei látið deigan síga í stuðn-
ingi sínum við Atlantshafs-
bandalagið. Schmidt benti Reag-
an á að herskráning væri ekki
lengur við lýði í Bandaríkjunum
eins og í Vestur-Þýzkalandi og
því væri meiri hætta á unglinga-
mótmælum í Bandaríkjunum en
í Vestur-Þýzkalandi.
I skálaræðum lá við að
Schmidt bæri Reagan oflofi, er
hann talaði um sjálfstraust og
öryggi bandaríska forsetans.
Þegar hann gaf þinginu skýrslu
um ferðina eftir heimkomuna
var þingmönnum skemmt þegar
hann lýsti viðhafnarveizlu í
Hvíta húsinu og margir gripu
fram í fyrir honum eins og
skólapiltar í kennslustund.
Helmut Kohl, leiðtogi stjórnar-
andstöðunnar, lét þess getið að
hann skildi vel að kanzlaranum
fyndist það mikill heiður að sitja
slíka veizlu og sagði að kanzlar-
inn hefði átt það skilið að lyfta
sér upp eftir allt erfiðið í
ferðinni.
Engin áþreifanleg ákvörðun
var tekin á fundunum, en báðir
leiðtogarnir töldu þennan fyrsta
opinbera fund sinn árangursrík-
an. Schmidt vonaði að hann gæti
afstýrt sams konar kala og kom
upp milli hans og Jimmy Carter
og komið á góðu sambandi við
Reagan, sem vildi greinilega
svara í sömu mynt. Öllum ber
saman um að vel hafi farið á
með þeim.
Schmidt gegnir mikilvægara
hlutverki en ella í augum Banda-
ríkjamanna vegna sigurs Mitter-
ands, sem er ennþá óþekkt stærð
í Washington og vegna aukinna
pólitískra erfiðleika Margaret
Thatchers í Bretlandi, en auk
þess er Vestur-Þýzkaland mesta
herveldi Vestur-Evrópu og burð-
arás varna meginlandsins. Þar
að auki telja margir bandarískir
ráðamenn að þrátt fyrir mót-
mæli Schmidts gangi alda frið-
arhyggju yfir Vestur-Evrópu.
Tímabili Schmidts og Giscards
er lokið í stjórnmálum Evrópu.
Þeir hafa í sameiningu ráðið
mestu í málefnum álfunnar með-
an bandarískir forsetar og evr-
ópskar rikisstjórnir hafa komið
og farið. Forsendurnar fyrir
samstarfinu voru raunar brostn-
ar áður en Giscard tapaði í
kosningunum. Ástæðan fyrir
velgengni þeirra var veik forysta
Bandaríkjamanna, efnahags-
vandi Breta, efnahagsvelgengni
Vestur-Þjóðverja og sjálfstæði
Frakka án De Gaulles. Heim-
sókn Schmidts til Washington
undirstrikaði þær breytingar
sem hafa orðið síðan samvinna
hans og Giscards var upp á sitt
bezta.
Heimsóknin virðist hafa
treyst stöðu Schmidts heima
fyrir, en hann er samt mjög
aðþrengdur. Það er ekki aðeins
kjarnorkumálið sem hefur vald-
ið Schmidt erfiðleikum. Þótt
Vestur-Þjóðverjar standi ennþá
traustari fótum efnahagslega en
aðrar þjóðir Evrópu, sýnir efna-
hagur þeirra veikleikamerki og
talið er að hagvöxtur verði
enginn á þessu ári. Atvinnuleysi
hefur aukizt úr 825.000 í 1,1
milljón á síðustu tólf mánuðum
og verðbólgan nemur 6%, sem er
lítið á vestrænan mælikvarða, en
mikið á vestur-þýzkan. Fylgi
kanzlarans samkvæmt skoðana-
könnunum hefur minnkað úr
62% í fyrra í 41,5% á þessu ári
og er minna en það fylgi sem
Willy Brandt naut áður en hann
lagði niður völd 1974.
Vegna vaxandi gagnrýni
vinstri armsins í kjarnorkumál-
inu er mesta vandaverk
Schmidts að halda ríkisstjórn-
inni saman. Schmidt varaði við
því nýlega á flokksfundi í Bæj-
aralandi að ef innbyrðis illdeil-
um linnti ekki kynni flokkur
frjálsra demókrata (FDP) að
segja sig úr stjórninni og ganga í
lið með kristilegum demókrötum
þannig að stjórnin mundi
hrökklast frá völdum. Þótt
stefna Schmidts í eldflaugamál-
inu væri samþykkt með miklum
meirihluta á flokksþinginu mun
málið halda áfram að valda
klofningi í flokknum og ógna
tilveru samsteypustjórnar
kanzlarans í marga mánuði.
Næsta þing Sósíaldemókrata-
flokksins verður í Múnchen í
apríl á næsta ári og það getur
skipt sköpum.
Þing FDP var nýlega haldið í
Köln og þótt það ætti upphaflega
að fjalla um umhverfismál og
eiturlyfjaneyzlu voru aðalmál
þingsins hvernig koma ætti í veg
fyrir kjarnorkustríð, fjármagna
fjárlög næsta árs (velferðarríkið
er á heljarþröm) og bjarga
flokknum úr alvarlegum ógöng-
um eftir kosningarnar í Berlín
fyrir skömmu. FDP í Berlín
hefur neitað að styðja minni-
hlutastjórn kristilegra demó-
krata, sem skortir aðeins tvö
sæti í borgarstjórn til að hafa
meirihluta. Vinstrisinnaðir um-
hverfisverndarmenn, sem buðu
fram svokallaða „valkostalista",
neita að vinna með gömlu flokk-
unum. FDP endurskoðar nú
hlutverk sitt sem oddaaðila í
vestur-þýzkum stjórnmálum í
ljósi kosningaloforða.
Niðurstaðan getur orðið sú að
FDP ákveði að styðja kristilega
demókrata í Berlín og halda
öllum leiðum opnum að öðru
leyti. En flokkurinn getur átt
það á hættu með hvers konar
stefnubreytingu að fá ekki þá
fimm af hundraði atkvæða sem
tryggir honum rétt til að eiga
fulltrúa á þingi. Stjórnarsam-
vinna SDP og FDP hefur greini-
lega orðið fyrir auknu álagi og
framtíð stjórnarsamvinnunnar
er óviss.