Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 21

Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 21 undanförnu, og er það bæði ánægjulegt og skemmtilegt. Þessi listgrein hefur sætt nokkr- um misskilningi á undanförnum árum hér hjá okkur, en verið í miklum blóma hjá grönnum okkar og raunverulega um víða veröld. Það er því gleðilegt í hvert sinn er listamenn okkar efna til slíkra sýninga sem þeirrar, er hér er fjallað um. Það hefur og verið snar þáttur í starfsemi Norræna hússins að kynna grafík með sýningum í anddyri og á göngum. Þannig höfum við séð margar ágætar erlendar sýningar að undan- förnu, og vonandi verður fram- haldið þeirri pólitík að kynna sem mest af þessari listgrein þarna á staðnum. Grafík fellur yfirleitt mjög vel að þessu hús- næði, og ég persónulega sakna þess, að ekki skuli fleiri íslenskir listamenn sýna verk sín þarna. það er þegar orðinn stór hópur grafík-fólks hér á landi, og Sigrid Valtingojer fer hér rétta leið með að kynna þessi verk sín, sem er henni til sóma. Biennale de Paris Þrír listamenn frá hinu kalda tslandi voru þátttakendur í Bi- ennale de Paris 1980. Nú hefur Nýlistasafnið efnt til sýningar á verkum eftir þessa frægu menn. Ekki eru það samt sömu verk og sýnd voru í París, nema eitt af verkum Níelsar Hafsteins, sem er byggt um fjármerkingu á íslandi og fylgir því útskýr- ingartexti á frönsku. Verkið er unnið til stuðnings og trausts meðferðar dýra og mætti flokk- ast sem húmanistískt. Þessir listamenn, sem hér eiga í hlut eru: Árni Ingólfsson, Helgi Þ. Friðjónsson og Níels Haf- stein. Þeir eru nokkuð ólíkir í verkum sínum, og gefur það hugmynd um hve mikil breidd er að færast í þá listgrein, er þeir stunda. Árni Ingólfsson er ábyrgur fyrir endaveggnum í sýningarplássinu. Hann á þar málverk og einnig upphleyptar kvenlappir, og síðan notar hann sjálfan vegginn til að teikna á bát og suðræn tré. Þarna ríkir hið margumtalaða frelsi til tján- ingar, og málverkið leist mér vel á. Helgi Þ. Friðjónsson sýnir þrjú málverk, sem bera þess vitni, að hann hefur sterkar kenndir fyrir lit, um teikningu hans fer ég ekki mörgum orðum, hún er svolítið þunn í mínum augum og virðist ekki í sama flokki og litameðferð hans. Hann er nú að halla sér að expression- isma, ef dæma má eftir því, er þarna er til sýnis. Níels Hafstein á þarna, eins og áður segir, myndröð, bæði teikningar og Ijósmyndir, sem hann kallar á frönsku Pardon, mon petit og Dessinez-moi un mouton. Það er að ég held einasta verkið, sem var á hinum merkilega Biennale. Sýningu þessari fylgir svolítið rit, sem gerir grein fyrir lista- mönnunum og er ágætlega úr garði gert. Margar myndir og Verk eftir Árna Ingólfsson prentað á góðan pappír. Það er einnig áberandi skemmtilegur svipur yfir þessari sýningu í hinu ágæta sýningarhúsnæði, sem nýtur sín afar vel, þegar ekki er fyllt upp í það um of. Þeir eru nokkuð ólíkir í verkum sínum, og gefur það hugmynd um hve mikil breidd er að færast í þá listgrein, er þeir stunda. Samt verður því ekki neitað, að þarna eru misjöfn verk á ferð, og ekki er mér kunnugt um, hvort dómnefnd hefur valið þessa listamenn til þátttökunnar í Biennalen eða hvort þeir hafa valið þetta sjálfir. Það finnst mér líklegast, því að það kemur heim og saman við það frelsi, er þeir tileinka sér svo áberandi í þessum myndverkum. Ég hafði skemmtun af innliti á Vatnsstíginn að þessu sinni, það er ætíð hressandi að sjá, hvað þessir ungu menn eru að dunda. En ég er ekki viss um að mér hafi þótt þessi verk eins merkileg og til er ætlast, en það er auðvitað mín sök. Erlendar _________bækur_________ Jóhanna Kristjónsdóttir Bhutto-Trial and Execution eftir Victoriu Schofield Zulifikar Ali Bhutto var valdamaður Pakistan um nokk- urra ára skeið og þá mikið í sviðsljósinu. En gengi stjórn- málamanna í mörgum heims- hlutum er fallvalt, það er stöð- ugt að koma í ljós. Sá sem situr í hásætinu í dag verður kannski kominn í dýflissuna á morgun. Það gerðist kannski ekki alveg svona snöggt með Bhutto, en þó var aðdragandinn að falli hans ekki langur, þótt sögur um spillingu og svínarí sem hann léti viðgangast og misbeitti valdi óspart hefðu verið um hrið á kreiki. Svo að Zia U1 Haaq velti honum úr sessi og það er spurn- ing hvort Pakistanar eru sælli með hann sem stjórnanda, harð- ræði og kúgun er að mínum dómi eitt helzta einkenni stjórnar hans. Zia gerði þau afdrifaríku mistök að láta taka Bhutto af lífi og var þó lagt hart að honum af öllum helztu framámönnum í heimi að þyrma lífi hans. Eftir lát hans varð fljótlega sýnt að fjölskylda Bhutto var staðráðin í að halda merki hans hátt á loft og ekkja hans og dóttirin Benaz- ir hafa hvað eftir annað verið fangelsaðar eða mátt sæta ákveðnu ófrelsi vegna þess að þær vilja halda áfram starfsemi flokks Bhutto. Það var í apríl 1979 að Bhutto var hengdur í Rawalpindi. Vic- toria Schofield sem skrifar bók- ina „Bhutto - Trial and Execut- ion“ virðist hafa lagt sig í líma að setja sig vel inn í málin. Hún var í Pakistan allt það ár sem unnið var að því úr öllum áttum að reyna að fá Hflátsdómi yfir Bhutto breytt. Hún kynntist vel og varð vinur Benazir, dóttur BHUTT0 Bhutto, og það setur vissulega svip sinn á frásögnina, það fer ekkert á milli mála, hvar samúð hennar er. En einhvern veginn hefur höfundi þó tekizt að þræða gullinn meðalveg svo að hvergi er ofboðið. Miklu frekar að hún dragi upp afar áhrifaríka mynd af því hversu lánið sé fallvalt og hún hefur reynt að viða að sér miklum upplýsingum um stjórn Bhuttos. Á endanum var Pakist- anlögreglan farin að hafa á henni gætur allan sólarhringinn, en engu að síður tókst henni að viða að sér þeim upplýsingum sem hún safnar síðan saman í þessa mjög svo skipulega og læsilegu bók. Fyrir þá sem hafa áhuga á alþjóðastjórnmálum er þetta upplýsandi bók og aðgengileg og varpar ljósi á margt sem hugur- inn hafði kannski ekki hvarflað til. Jóhanna Kristjónsdóttir. Þessx 'iri/nscel/u, le ÖursöJ cl se 11 7vvL ccft'u/r fcLcLnleg PANTANIR ÓSKAST STAÐFESTAR vörukynning ss í SS búóinni Austurveri í dag kl 2-6 Komið og bragðið á

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.