Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 Filipus prins sextugur Ivondon. 10. júni. AP. FILIPUS prins eigininaAiir BretadrottninKar varð sextUK- ur i gær. Ilann lét það ekki á sík fá, en eyddi deKÍnum líkt ok öðrum döKum ársins. Ilann sat fund KununKÍeKa landhúnaðar- félaKsins í Bath, en hann er forseti þess. Kona hans tók á móti landstjóra Ástralíu i Buck- inKham-höli ok börnin fóru sinu fram. Fréttir hermdu, að kátt yrði i hóllinni þeKar liða tæki á kvöldið ok önnum daKsins lok- ið. Brezk blöð hafa gert mikið úr afmæli hertogans af Edinborg. Mörgum Bretum þykir hann helzt til opinskár og aðeins 25% þeirra, sem tóku þátt í skoðana- könnun nýlega, nefndu hann sem vinsælasta meðlim konungs- fjölskyldunnar. Hann hefur í fleiru að snúast en nokkur annar meðlimur fjölskyldunnar og varð td. nýlega kjörinn forseti „World Wildlife Fund“. Filipus er einkasonur And- rews Grikklandsprins. Hann var borinn á borðstofuborði á eyj- unni Korfu, af því lækninum á Afmælismynd af Filipusi prins, hertoga af Edinborg. staðnum þótti það betur sam- boðið móður hans, Alice prins- essu af Battenburg, en rúmið í svefnherberginu. Foreldrar hans slitu samvistum, þegar hann var 11 ára, og hann stundaði nám í Bretlandi og Skotlandi. Hann varð brezkur þegn 28. febrúar 1947, níu mánuðum áður en hann gekk að eiga krónprinsessu Stóra-Bretlands, Elísabetu. Tilræðismaður páfans æfður í herbúðum PLO WashinKton. 10. júlí. AP. UNGI TYRKINN Mehmet Ali Agca, sem er sakaður um tilraun til að ráða Jóhannes Pál páfa II af dögum, var þjálfaður í palest- inskri herstöð i Sýrlandi að sögn handariskra og erlcndra dipló- mata i dag. Með þessari uppljóstrun er Agca í fyrsta skipti bendlaður við Palestínumenn, þótt vitað væri að hann héldi því fram eftir handtök- una að hann hefði samúð með „palestínskum víkingasveitum". Samkvæmt heimildunum var Agca þjálfaður í Hamuriyya- herbúðunum, sem reknar eru af Al-Saiqa, hreyfingu sem Sýrlend- ingar ráða yfir og klauf sig úr Frelsissamtökum Palestínu (PLO). Samkvæmt erlendum heimildum hlaut Agca einnig þjálfun í PLO-herstöðinni Al- Hilal í Líbýu. „Við vitum ekki hvort þeir sögðu honum að fara og skjóta páfann," sagði starfsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins. „En svona manngerð er þjálfuð í þessum búðum.“ Bandaríkjastjórn hefur lýst því yfir að Sýrlendingar og Líbýu- menn styðji hryðjuverk og geti því ekki fengið bandarísk vopn. Ron- ald Reagan forseti hefur opinber- lega fordæmt PLO fyrir að vera hryðjuverkasamtök. Sérfræðingar bandaríska utan- ríkisráðuneytisins í hryðjuverkum hafa vitað um nokkurt skeið að tyrkneskir öfgasinnar fái þjálfun í búðum PLO í Líbanon. Þeir halda því fram að Rússar, sem Reagan og Alexander M. Haig utanríkis- ráðherra hafa sakað um að ýta undir hryðjuverk, útvegi palest- ínskum hryðjuverkamönnum hergögn og veiti þeim þjálfun. Síðan 1978 munu um 200 Tyrkir hafa verið þjálfaðirá ári í Baalbec og öðrum búðum PLO í Líbanon og síðan hefur þeim verið smyglað inn í Tyrkland um Sýrland. Marg- ir þeirra eru sagðir félagar í neðanjarðar-hreyfingunni Asala, eða Leynihernum til frelsunar Armeníu. Ákærður fyrir tilræðið í Genf Dauðarefsingar lagðar til í Bandaríska þinginu W'ashinKton. PaintHVÍIIo. 10. júni. — AP. DÓMSMÁLANEFND bandaríska þingsins samþykkti með 13 at- kvæðum gegn 5 á þriðjudag tillögu um að taka á ný upp dauðarefsingu i Bandarikjunum við alvarlegri glæpum. Liklegt Skotbardagi í Alþýðuhöll Nýju Delhi. 10. júní. AP. SKOTBARDAGI brauzt út milli andstæðra fylkinga úr stjórnar- flokki marxista i Afghanistan i „Alþýðuhöllinni“ i Kabul i siðustu viku að sögn vestrænna diplómata í dag. Að minnsta kosti einn maður beið bana, ef til vill lífvörður Babrak Karmal forseta, samkvæmt heimildunum. Til harðra átaka hefur komið öðru hverju í Alþýðu- höllinni milli afghanskra leiðtoga, til dæmis þegar Karmal og fyrir- rennarar hans brutust til valda. Karmal kann að hafa farið í ókunngerða ferð til Moskvu í síðari hluta síðari viku að sögn diplóm- ata, líklega til að hvetja sovézka leiðtoga til að binda endi á vær- ingar Parcham-arms stjórnar- flokksins undir forystu Karmals og Khalq-armsins. þykir að öldungadeild þingsins samþykki tillöguna, en langar umræður verða væntanlega um hana í fulltrúadeildinni. Tillagan um dauðarefsingu var samin til að koma til móts við reglur Hæstaréttar um borgara- réttindi glæpamanna. Hreyfingar, sem láta borgararéttindi til sín taka í Bandaríkjunum, segja, að tillagan brjóti í bága við stjórn- arskrána, og hún kynni að verða dæmd ólögleg fyrir dómsstólum, þótt þingið samþykki hana. Lögin myndu leyfa dauðarefs- ingu við njósnum og landráðum, við sprengiefnaflutningum yfir ríkjamæri, mannránum, flugrán- um og tilraunum til að drepa forseta landsins. 19 ára maður, sem hefur viður- kennt að hafa myrt leigubílsstjóra og þjáist af taugasiggi, fór fram á dauðarefsingu í Kentucky á þriðju- dag. Lögfræðingur hans sagði, að Charles Miracle vildi fremja sjálfsmorð og láta „ríkið hleypa af byssunni" fyrir sig. Lögfræðingur- inn var þó hlynntur bón Miracles og sækjandi einnig, en hann sagði að Miracle ætti langa sakasögu og hefði hótað að myrða klefafélaga sinn í fangelsinu. Ekki var vitað á þriðjudag, hvort Miracle fengi ósk sína uppfyllta. í Kentucky þarf kviðdómur að fara fram á dauðarefsingu eða hinn dæmdi getur gefið upp réttindi sín og leyft dómara að ákveða refs- ingu. Genf. 10. júni. AP. UNGUR maður, sem kveðst vera 22 ára en lítur út fyrir að vera ynKri, var ákærður i dag fyrir morðið á tyrkneska stjórnarerindrekanum í mið- borg Genfar í gær. Armenski leyniherinn lýsti sig ábyrgan fyrir morðárásinni á Mehmet Yergoz, sem var starfs- maður tyrknesku ræðis- mannsskrifstofunnar. Hann er 18. Tyrkinn sem grunaðir, arm- enskir hryðjuverkamenn hafa vegið síðan 1973. „Þið munuð heyra meira frá okkur mjög fljótlega, í heimin- um og Sviss," sagði maður sem hringdi í fréttastofuna AFP í París. Tilræðismaðurinn kvaðst hafa myrt Yergoz til að hefna morða á 1,5 milljónum Armena í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann segist vera Armeni og talar armensku, ensku og dálítið í frönsku. Lögreglan trúir ekki öllu sem tilræðismaðurinn segir. Talið er að hann hafi verið einn að verki. Eigandi Times hótar stöðvun I»ndon. 10. júni. AP. FRAMTÍÐ The Times og Sunday Times er aftur i óvissu þar sem hinn nýi eigandi blaðanna, Rupert Murdoch. hefur hótað að hætta útgáfu þeirra ef vinnsla Sunday Times verður trufluð með verk- fallsaðgerðum um næstu helgi. Um 400.000 eintök síðasta tölu- blaðs Sunday Times munu hafa farið forgörðum þegar 300 prentar- ar lögðu niður vinnu vegna launa- deilu. Murdoch sagði á fundi stjórnar fyrirtækisins að ef aftur kæmi til vinnustöðvunar mundi hann loka báðum blöðunum, Gerald Long, framkvæmdastjóri, hefur sagt á fundi með leiðtogum grafíska sveinafélagsins aö hann vilji að deilan verði leyst meðan unnið sé með fullum afköstum. Lettar dæmdir fyrir njósnir Moskvu. 10. júnf. AP. Bumeister fékk 15 ára fangelsi TVEIR LETTAR hafa verið og Lismanis 10 ára fangelsi. dæmdir í 10 og 15 ára fangelsi Jóhannes Páll páfi II blessar mannfjöldann á Péturstorginu sl. sunnudag úr glugga ibúðar sinnar. Þetta var i fyrsta sinn sem páfi kom fram npinberlega frá þvi reynt var að myrða hann 13. mai sl. fyrir njósnastarfsemi sam- kvæmt sovézkum blaðafrcttum. Annar Lettinn er ákærður fyrir að hafa staðið í sambandi við útsendara CIA er hafi verið í ferðum milli Svíþjóðar og Lett- lands. Blaðið „Sovetskaya Latvia" segir að sakborningarnir, „land- ráðamennirnir Y. K. Bumeister og D. A. Lismanis", hafi „stund- að njósnir og sent erlendum leyniþjónustustofnunum upp- lýsingar af hernaðarlegu, póli- tísku og efnahagslegu tagi.“ Báðir mennirnir eru sagðir hafa játað sekt sína í réttar- höldum 25. maí til 5. júní. Kosið á írlandi Dublin. 10. júni. AP. SÍÐUSTU skoðanakannanir fyrir kosningarnar á írlandi, sem fara fram á fimmtudag, sýndu, að baráttan milli flokka Charles llaughcys for- sætisráðherra, Fianna fail, og kosninKabandalags stjórnar- andstöðuflokkanna, Fine k»c1 og Verkamannaflokksins. er mjöK hörð. Fianna fail hlaut 44% fylKÍs í könnuninni en kosningabandalaKÍð 43%. Óháðir kunna þvi að lenda i oddastöðu eftir kosningarnar. Fianna fail hefur setið í stjórn í 39 ár af síðustu 49 árum. Þetta er fyrsta kosn- ingabarátta Haugheys sem formanns flokksins. Flokkur- inn hefur nú 17 þingsæta meirihluta, en búist er við, að hann missi 15—16 þeirra í kosningunum. Fine gael og Verkamannaflokkurinn unnu saman í stjórn 1973—1977 og ætla að endurtaka það, ef þeir hljóta meirihluta í kosningun- um. íriand á við mikil efnahags- vandræði að etja, atvinnuleysi er meira en í nokkru öðru aðildarlandi Efnahagsbanda- lagsins og glæpum hefur fjölg- að mjög undanfarið. Deilurnar í Norður-írlandi hafa ekki haft mikið áhrif á kosningabarátt- una, en meðal frambjóðenda til þings eru 9 dæmdir hryðju- verkamenn, sem sitja í fangels- um í Norður-írlandi. 4 þeirra eru í hungurverkfalli og mót- mæla stefnu Haugheys, sem er, að líta á hryðjuverkamenn sem venjulega glæpamenn en ekki pólitíska fanga. Systur stóðu að íkveikjunni Aþenu. 10. júni. AP. TVÆR SYSTUR, 20 og 23 ára, hafa gefið sig fram við lögreglu vegna eldsvoða i tveimur stór- verzlunum í Aþenu i siðustu viku og verið ákærðar fyrir íkveikju. Systurnar, Evangelia og Aikat- erini Tsangaraki, voru einnig ákærðar fyrir þátttöku í ónafn- greindum hryðjuverkasamtökum og fyrir ólöglega framleiðslu og dreifingu sprengiefnis. Karlmaður hefur einnig verið ákærður að honum fjarstöddum. Engin skýring hefur fengizt á ástæðunum fyrir hinum grunaða verknaði. Faðir systranna segir að þær hafi „lent í slæmum félags- skap“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.