Morgunblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 11.06.1981, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 25 Tómas Þorvaldsson fráíarandi formaður SÍF setur aðalfund samtak- anna í gærmorgun. <Lj«Hm. Guðjón) Nýkjörin stjórn og varastjórn SÍF ásamt framkvæmdastjórunum. Framleiðslan jókst um 17% á síðustu vertíð og afskipanir ganga vel - Sagt frá ræðum Tómasar Þorvaldssonar og Friðriks Pálssonar á aðalfundi SÍF AÐALFUNDUR Sölusamhands islenzkra fiskframleiðenda var hald- inn að Hótel Sögu í jjær. Tómas Þorvaldsson, formaður SÍF, setti fundinn og minntist hann i upphafi félaga i samtökunum, sem létust á siðastliðnu starfsári og sjómanna, sem farizt hafa á hafi úti frá siðasta aðalfundi. I setningarræðu sinni fjallaði Tómas nokkuð um stöðu mark- aðsmála í helztu viðskiptálöndum, og sagði hann að menn gætu leyft sér að vera bjartsýnir á framtíð- ina. Spánverjar og Portúgalir hefðu á árum áður verið með flota veiðiskipa hér við land og aflinn hefði verið saltaður um borð. Með árunum hefði mikil breyting orðið á og hin síðari ár hefði þróunin orðið sú að margar þjóðir hefðu fært landhelgi sína út í 200 sjómílur. Stöðugt hefði verið þrengt að þjóðum eins og Spán- verjum og Portúgölum á úthafinu og við það hefði orðið mikil breyting á mörkuðum í þessum löndum. Hann sagði, að ef metta ætti alla þá munna, sem áhuga hefðu á neyzlu saltfisks þá væri óhætt að horfa með bjartsýni til komandi ára. Sagði Tómas, að Islendingar hefðu nokkuð forskot á t.d. Norðmenn og Kanada í þessum löndum, en við þyrftum að gæta okkar mjög. Tómas fjallaði síðan um stöð- una í helztu markaðslöndum og sagði, að misgengi dollars hefði valdið miklum erfiðleikum. Líkti hann því við er ákveðið var að hætta að styðjast við sterlings- pund í saltfisksölusamningum fyrir allmörgum árum, en viðmið- un við dollar var tekin upp. Friðrik Pálsson, framkvæmd- astjóri SÍF, fjallaði einnig um þetta mál í skýrslu sinni og benti hann á, að tveir helztu keppinaut- ar íslendinga á þessum mörkuð- um, Norðmenn og Færeyingar, miða við sinn eigin gjaldmiðil, en íslendingar við Bandaríkjadollar eins og áður sagði. Með styrkingu dollars undanfarna mánuði hefur saltfiskur hækkað mjög í innkaup- um í viðskiptalöndunum frá því að samningar hafa verið gerðir. Nefndi Friðrik Ítalíumarkaðinn sem dæmi, en frá því að samning- ar um sölu á saltfiski voru gerðir við ítali á síðasta ári hefur líran fallið um rúmlega 42% gagnvart dollar. í máli þeirra Tómasar og Frið- riks kom fram, að í ár hafa engir samningar verið gerðir við ítaliu, en á síðasta ári voru seld þangað rösklega 8.200 tonn af söltuðum fiski og þorskflökum, sem var meira heldur en þangað hafði verið selt um langt skeið. Miklar birgðir af saltfiski söfnuðust upp á Ítalíu á síðasta ári og fór svo að fyrir milligöngu SIF voru 1250 tonn seld frá Italíu til Portúgal og flutti Eldvík þennan farm i marzmánuði sl. Ástæða þess, að samningar hafa enn ekki náðst er veik staða lírunnar gagnvart dollarnum, framboð frá keppinautum, sem bjóða saltfisk á lægra verði en Islendingar, og einnig má nefna mikil kaup á síðasta ári, náttúru- hamfarir á Ítalíu á síðasta ári, minni gæði fiskjarins frá íslandi en áður, að sögn kaupenda, og heitt veður, sem hefur samdrátt á neyzlu í för með sér. Sagði Tómas, að samningaviðræðum við ítali hefði nú verið frestað um sinn. Á síðasta ári voru seld 4.627 tonn af saltfiski til Grikklands og er það með því mesta, sem þangað hefur verið selt á einu ári. I ár hafa hafa verið flutt út 1400 tonn af saltfiski til Grikklands og 500 tonn fara á næstu vikum. Þar hafa komið upp vandamál vegna hring- orms í saltfiskinum og hafa heil- brigðisyfirvöld í Grikklandi tvisv- ar sinnum stöðvað innflutning á saltfiski frá íslandi á síðustu mánuðum. Grísk yfirvöld hafa hert matvælaeftirlit verulega á síðustu misserum og nýlega voru 5 kaupmenn dæmdir í fjögurra ára fangelsi óskilorðsbundið fyrir að selja fisk, sem ekki var hæfur til manneldis. Þessi fiskur var ekki frá íslandi. Keppinautar Islendinga á þess- um markaði hafa notað sér þessi ormamái í fiski frá íslandi og hefur þessi galli veikt stöðu ís- lenzka fiskjarins. Hringormur í saltfiski hefur ekki verið vanda- mál í útflutningi fram til þessa, en er hins vegar mikið vandamál í frystingu. Benti Friðrik Pálsson á hversu brýnt það er að vanda verkun salfisksins svo sem frekast er kostur og einnig á hversu alvarlegt mál er þarna á ferðinni fyrir íslenzkan fiskiðnað í heild. Á síðasta ári gerðu Portúgalir samning um kaup á 20 þúsund tonnum af saltfiski frá Islandi. Reyndist það of lítið fyrir markað- inn í Portúgal og hafði það ýmsa erfiðleika í för með sér fyrir stjórnvöld. I ár hefur hins vegar verið samið um sölu á um 45 þúsund tonnum. Búið er að af- skipa þangað um 16 þúsund tonn- um, sem er tvöfalt meira en í fyrra og sagði Friðrik Pálsson, að 4 skip lestuðu saltfisk í þessari viku. Er Tómas Þorvaldsson ræddi um portúgalska markaðinn gat hann þess, að á síðasta ári hefðu Portúgalir gert samning við Kanadamenn um veiðiréttindi í lögsögu Kanada. Hefði samning- urinn verið þannig, að 85% af farmi skips mátti vera eigin afli, en minnst 15% skyldi kaupa af Kanadamönnum. Þessi hlutföll hefðu þó oft snúist við og mikill meirihluti hefði verið keyptur af Kanadamönmnum, en síðan hefði öllu verið landað sem eigin afla í Portúgal og fiskurinn verið lítt verkaður. Tengdi Tómas þetta hugmyndum ákveðinna íslend- inga, sem mjög voru til umræðu á síðasta ári, þ.e. að flytja út óunninn eða nætursaltaðan fisk til Portúgal, og sömu öfl hefðu staðið að málum við Kanada og hefðu ætlað sér að fá hlutdeild í fiski frá Islandi. Friðrik Pálsson sagði, að siðan 1974 hefði ríkisfyrirtækið Regula- dora eitt haft leyfi til að flytja inn saltfisk til Portúgals. Um nokkurt skeið hefðu verið uppi raddir um að gefa þennan innflutning frjáls- an, en svo hefði enn þá ekki orðið. Hann sagði, að þó væri enn talið líklegt að sú breyting yrði gerð á innan tíðar. Nýlega var greint frá stöðu markaðsmála á Spáni í Morgun- blaðinu, en þar kom fram að SÍF tók á sig verðtoll á saltfiski, sem settur hefur verið á. Þá hefur staða peseta veikzt mjög gagnvart dollar. Samið hefur verið um 10 þúsund tonn af saltfiski til Spánar í ár og hefur um 4 þúsund tonnum verið afskipað. Síðari hluta síðasta árs komu upp erfiðleikar við sölu á söltuðum þorskflökum. Nokkrar birgðir eru enn á þorskflökum í viðskipta- löndunum og verð er lægra en áður. Markaðurinn fyrir söltuð flök virðist þó vera að rétta úr kútnum að því er kom fram í máli Friðriks Pálssonar. Framleiðslan á vetrarvertíðinni nam 44 þúsund tonnum af flöttum fiski og er það 17% aukning frá síðustu vetrarvertíð. Afskipanir hafa gengið vel og hafa um 22 þúsund tonn verið flutt út. Eru þeir að fá 'ann -? ■ Laxá í Þing.: Fylltu kvótann fyrir hádegi! ÓHÆTT er að segja, að laxveiði- vertíðin hafi byrjað með glæsibrag í Laxá í Þingeyjarsýslu, en þar hófst veiði í gærmorgun. Á hádegi í gær höfðu veiðst 30 laxar á 3 stangir, en þar sem aðeins má veiða 10 laxa á stöng á dag, urðu veiðimenn að láta af frekari veið- um þann daginn! Er óhætt að fullyrða, að sjaldan ef nokkurn tíman hafi veiði byrjað af slíkum krafti í Laxá þó menn séu þaðan ýmsu vanir. Laxarnir voru flestir á bilinu 10—12 pund. Þokkleg byrjun í Miðfjarðará „ÞETTA hefur byrjað alveg þokkalega, veiðin byrjaði eftir há- degið á þriðjudaginn og veiddust þá 7 laxar, en síðan átta til viðbótar í morgun," sagði Ragnar örn Pétursson veiðimaður við Miðfjarðará í samtali við Morgun- blaðið í gærdag. Þar er veitt á átta stangir framan af og 15 fiskar á fyrstu 12 stundunum því bærilegt. „Þetta er yfirleitt vænn lax, 7—13 punda og það merkilega er, að fyrstu laxarnir sem veiddust voru ekki lúsugir. Það er talsverð- ur lax í Miðfjarðará og Vesturá, en dauft enn sem komið er í Núpsá og Austurá. Best hefur veiðst til þessa í kistunum og Arndísarhyl í Vest- urá og hafa laxarnir veiðst ein- göngu á maðk og spún,“ bætti Ragnar við áður en hann hljóp aftur í veiðiskapinn. Um 150 úr Þverá „FYRSTI hópurinn fékk 30 laxa á tveimur og hálfum degi, en nú eru bændadagar og veiðin hérna á neðra svæðinu er nú líklega komin í 50 laxa. Hins vegar voru 100 laxar komnir á land á Fjallinu í gær, þannig að heildarveiðin telur nú um 150 fiska," sagði Halldór í veiðihúsinu við Þverá í Borgarfirði í spjalli við blaðið í gær. Halldór sagði enn fremur að flestir laxarn- ir væru milli 10—12 pund, en sá stærsti væri 17 pund. „En þeir eru líka allt niður í 5 pund,“ sagði Halldór ennfremur og bætti við, að • Laxveiði hófst i Elliðaánum í gærmorgun og urðu m.a. fyrst- ir til að renna þeir Egill Skúli Ingibergsson borgarstjóri, Sig- urjón Pétursson íorseti borgar- stjórnar og Aðalsteinn Guð- johnsen rafveitustjóri. Þeir öfl- uðu vel, til dæmis mokaði Sigur- jón 5 löxum upp úr Fossinum á fyrsta klukkutimanum. Egill nældi einnig i lax og mikið líf var að sjá í ánni. Lofar þessi byrjun góðu fvrir framhaldið. Á myndinni þreytir Sigurjón einn af löxum sinum. áin væri fremur vatnsmikil um þessar mundir, en þó ekki skoluð. Veitt er á sjö stangir á neðra svæðinu í Þverá, en sex á Fjallinu. Þetta hefur farið vægast sagt mjög vel af stað hjá okkur, yfir 30 laxar komu á land á 10 stangir fyrir hádegið og það er allt fullt af laxi. Þetta held ég að slái öll met hér í Kjósinni og ef við lítum til dæmis á síðasta sumar, þá veidd- ust aðeins 13 laxar allan fyrsta daginn,“ sagði Jón Pálsson í veiði- húsinu við Laxá í Kjós í gær, er Mbl. sló á þráðinn. Þetta hefur veiðst næstum allt á svæðinu frá brúnni og upp í Klingenberg (Laxfoss, Breiðan, Holan og Kvíslafoss), en Jón tjáði Mbl. enn fremur, að tveir fiskar hefðu veiðst fram í Pokafossi, sem er spöl fyrir innan Vindáshlíð. „Það er frekar óvenjulegt að þeir veiðist þar svona snemma, þó kemur það fyrir. Þá er einnig óvenjulegt að lax veiðist snemma sumars í Meðalfellsvatni, en þar hafa fengist að minnsta kosti fjórir síðustu dagana," sagði Jór Jón sagði að lokum, að meðalþyngdin væri um 12 pund stærstu laxarnir í kring um 15 pund og þeir minnstu um 10 punú — KK-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.