Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 32

Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 Lóðaúthlutun í Fossvogi og Suðurhlíðum: Um 1130 aðilar sóttu um 19 ein- býlishúsalóðir Alls bárust 1650 lóðaumsóknir „ÞAÐ hárust 1650 lóða- umsóknir þegar Suður- hlíðarnar og Fossvogur- inn voru auglýst til úthlut- unar,“ sagði Hjörleifur Kvaran hjá borgarverk- fræðingi í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var spurður um hversu margir þeirra sem sóttu um lóð á dögunum í þessum hverfum, hefðu ekki fengið úthlutun. Hjörleifur sagði að hægt væri að nálgast það dæmi á nokkra vegu, en ef Suðurhlíðarnar væru teknar, kæmi það í ljós að í upphafi hefðu lóðirnar verið þrettán fyrir einbýlishús, tvær fóru vegna uppgjörs á landi, síðan hefðu fimm lóðir farið til aðila sem fengu úthlutað sam- kvæmt sérstakri undanþágu, „þannig að það voru sex lóðir eftir til venjulegra einstaklinga, en um þær lóðir sóttu 496 aðilar," sagði Hjörleifur. Hjör- leifur gat þess að þarna væri um að ræða fólk sem aðallega hefði sótt um einbýlishús. í Fossvogi sagði Hjörleifur að einbýlishúsalóðirnar hefðu verið 18. Fjórar hefðu farið í erfða- festuuppgjör og ein í sérstaka úthlutun, því hefðu staðið eftir þrettán lóðir til úthlutunar. Um þessar lóðir hefðu sótt 634 aðilar. Hjörleifur sagðist ekki hafa nákvæmar tölur um raðhúsin, því margir þeirra sem um ein- býli sóttu hefðu sótt til vara um raðhúsalóð. Ennfremur kvaðst hann ekki hafa alla umsækjend- urna á skrá, því þeir sem voru með undir 88 punktum komu aldrei inn í dæmið og aldrei verið dregið úr þeim umsóknum. En hinsvegar væri það Ijóst að 1130 aðilar hefðu sótt um 19 einbýlishúsalóðir. Þá kom það fram hjá Hjörleifi að í Suðurhlíðum hefðu 60 raðhús verið til úthlutunar, 28 umsækjendur hefðu fengið 90 punkta eða fleiri og því hefði ekki verið dregið úr þeirra nöfnum. í Fossvoginum hefðu raðhúsin verið 42 og þar hefðu einnig verið 28 aðilar sem lóð fengu án útdráttar. Því hefði verið dregið um 46 lóðir, en þar komu til álita 124 aðilar, þ.e. þeir sem voru með 88 punkta. Akranes: Dýpkunarframkvæmd- ir í Lambhúsasundi Akranosi. 4. júní. NÚ NÝVERIÐ hófust dýpkunar- framkvæmdir í Lambhúsasundi við skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi. Dýpkunina framkvæmir dýpk- unarskipið Grettir. Eru þessar framkvæmdir vegna fyrirhugaðs stálþilsbakka sem allt að 60 m löng skip eiga að geta legið við. Viðlegunni er ætlað að bæta verulega úr aðstöðu skipasmíða- stöðvarinnar til viðgerða og þjón- ustu. Til framkvæmdanna í ár eru ætlaðar um 2,0 m kr. en heildar- kostnaður fyrir utan steyptan kant og þekju er áætlaður 3,5 m kr. Jólíiis Atriði úr leikritinu „Sterkari en Súpermann“ Fatlaðir með úti- fund á Lækjartorgi DAGANA 13. og 14. júní næstkomandi verður haldið aukaþing Sjálfsbjargar. landssambands fatlaðra. Aðalumræðuefnið verður réttur fatlaðra til vinnu undir kjörorðinu „Fullkomin þátttaka og jafnrétti“. Er þetta gert, að sögn Theodórs A. Guðmundssonar, formanns Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra. til þess að vekja athygli á atvinnumálum og lífeyrismálum fatlaðra. I þinghléi á laugardag verður efnt til útifundar á Lækjartorgi og hefst hann kl. 13.30. Á fundin- um flytja Björn Þórhallsson, varaforseti ASÍ, Hulda Steins- dóttir og Sigursveinn D. Krist- insson stutt ávörp. Þá mun Lúðra- sveit Árbæjar og Breiðholts leika áður en fundur hefst. I lok fundarins mun Alþýðu- leikhúsið flytja atriði úr nýju leikriti sem heitir „Sterkari en Súpermann" eftir Roy Klift. Þýð- inguna gerði Magnús Kjartans- son. Leikritið sem fjallar um fatlaðan dreng verður tekið til sýningar hjá Aiþýðuleikhúsinu í haust. Að sögn Theodórs A. Guð- mundssonar hefur allstór hópur fóiks, þar á meðal nokkrir fatlaðir séð æfingar hjá AL á verkinu fyrir skömmu. „Voru allir sam- mála um að Alþýðuleikhúsið hefði ekki einungis valið afburðagott verk til sýningar heldur að það unga fólk sem að sýningunni stendur hefði náð ótrúlegum tök- um á hinu vandmeðfarna efni, sem þarna er fjallað um. Verkið er afar grípandi án þess nokkurs- staðar örli á þeirri viðkvæmni og stundum væmni, sem oft einkenn- ir slík verk. Leikverkið teygir tilfinningar áhorfandans og ber öll einkenni hinna fullkomnu ádeiluverka þegar gengið er fram á ystu nöf hvað mannleg sam- skipti varðar, en heldur ekki fetinu lengra," sagði Theodór ennfremur. Að lokum vildi Theodór benda fólki á að útvega sér aðstoðarfólk í tíma um flutning til og frá fundi. Ferðaþjónusta og aðstoð yrði í tengslum við fundinn og vildi Theodór hvetja alla sem aðstoðar þyrftu að hafa samband við skrifstofu Sjálfsbjargar sem allra fyrst. Kvikmynd um starísemina í frystihúsum Á AÐALFUNDI SH í síðastlið- inni viku var í fyrsta skipti sýnd 18 mínútna löng kvik- mynd um hraðfrystiiðnað hér- lendis. Að sögn Guðmundar H. Garðarssonar hjá SH er fyrir- hugað að sýna kvikmynd þessa innanlands og er ætlunin að kynna starfsemi i frystihúsum og framleiðsluna þar með kvikmyndinni. Myndin verður væntanlega tilbúin til sýn- ingar fyrir almenning i sumar. Þá er hafinn undirbúningur að kvikmynd um starfsemi SH og Coldwater Seafood Corpor- ation í Bandaríkjunum, sem vera á svipuð að lengd. Það er Sigurður Sverrir Pálsson, sem gerir þessar myndir, en þulur er Ólafur Ragnarsson. • • Orfáar sýning- ar ef tir á „Sölu- maður deyr“ FIMMTUDAGINN 11. júní verA ur sýning á Sölumaður deyr eftir Arthur Miller i Þjóðleikhúsinu eftir nokkurt hlé á sýningum og skal fólki bent á að nú eru einungis þrjár sýningar eftir á þessu vinsæla leikriti. Verkið var frumsýnt i febrúar sl. og hefur veríð sýnt yfir 30 sinnum við mjög góða aðsókn. í aðalhlutverkunum eru Gunnar Eyjólfsson, Margrét Guðmunds- dóttir, Hákon Waage, Andri Örn Clausen, Róbert Arnfinnsson, Bryndís Pétursdóttir, Árni Tryggvason og Randver Þorláks- son. — Dr. Jónas Kristjánsson þýddi leikinn, Þórhallur Sigurðs- son er leikstjóri. Taprekstur frystihúsa 8—10% af veltu á árinu — segir m.a. í ályktun aðalfundar SH AÐALFUNDI Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna lauk á fimmtudagskvöld. í lok fund- arins var samþykkt eftirfar- andi ályktun: „Aðalfundur SH haldinn í Reykjavík 3. og 4. júní 1981 lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri þróun, sem orðið hefur í framleiðslumál- um frystihúsanna á þessu ári. Þetta kemur fram í miklum samdrætti framleiðslu, sem er 15%, og einnig er afkoma fryst- ingar með eindæmum léleg, enda má áætla, að taprekstur það sem af er þessu ári hafi numið 8% til 10% af veltu. Kemur það til viðbótar taprekstri á sl. ári. Af þessu tapi hefur Verðjöfnunar- sjóður skuldbundið sig til að greiða um 4%. Nýlega hefur orðið umtalsverð hækkun á markaðsverði frystra fiskafurða í Bandaríkjunum, en þegar litið er til heildarfram- leiðslu, nemur þessi hækkun rétt rúmlega þeirri upphæð, sem Verð- jöfnunarsjóður hafði skuldbundið sig til að greiða á framleiðslu tímabilsins 1. janúar til 31. maí í ár. Þessi verðhækkun bætir því ekki afkomu frystihúsanna, held- ur losar hún Verðjöfnunarsjóð við greiðslur. Nýafstaðin gengisbreyting sem nam um 4%, hrekkur því ekki til að jafna það tap, sem frystingin hefur búið við undanfarið. 41. vormót Hraunbúa haldið um næstu helgi SKÁTAFÉLAGIÐ Hraunbúar í Ilafnarfirði heldur sitt 41. vor- mót i Krýsuvík dagana 12. til 14. júní. þ.e. um næstu helgi. Rammi mótsins er að þessu sinni „skát- un“, sem táknar að mútsgestir vinna að ýmsum skátastörfum, en markmið skáta er að þjálfa og þroska einstaklinginn til að mæta framtíðinni. Vormótið verður sett af félags- foringja Hraunbúa, Sigurði Bald- vinssyni kl. 22 föstudaginn 12. júní. Á mótinu verður flokkakeppni og einstaklingskeppni í ýmsum greinum sem tengjast skátastörf- um. Þá er á dagskrá gönguferð, gróðursetning trjáa en Hraunbú- ar hafa annast gróðursetningu í Krýsuvík og á síðasta vormóti voru gróðursettar þar um tvö þúsund plöntur og svæðið girt af. Tjaldbúðaverðlaun verða veitt fyrir hreinlegustu tjaldbúðirnar. Þá verða fjölskyldubúðir á mót- inu og þangað geta komið fjöl- skyldur og eldri skátar. Laugar- daginn 13. júní koma ljósálfar og ylfingar frá Hafnarfirði og dvelja þau á mótinu fram yfir kvöld- vöku. Mótinu verður slitið sunnu- daginn 14. júní kl. 13. Vonast skátarnir í Hraunbúum til að skátafélög notfæri sér þetta mót til að undirbúa skáta sína undir Landsmót skáta ’81, sem haldið verður í Kjarnaskógi við Akureyri dagana 26. júlí til 2. ágúst, segir í fréttatilkynningu um vormótið frá Hraunbúum. Mótsmerki 41. vormóts Ilraunhúa, sem haldið verður í Krýsuvik um næstu helgi. Nú er komin til framkvæmda 8% hækkun vinnulauna og nýtt fiskverð á að taka gildi frá 1. þ.m. Það er ljóst, að frystingin getur ekki tekið á sig hækkanir þessara kostnaðarliða, nema fá það bætt í auknum tekjum með rétt skráðu gengi. Að lokum vill fundurinn undir- strika mikilvægi þess, að við glötum ekki neinum þeim mark- aði, sem þegar hefur unnist fyrir framleiðslu frystihúsanna. Enn- fremur vekur fundurinn athygli á því mikilvæga hlutverki, sem frystihúsin gegna í atvinnulífi víðsvegar um landið. Mikill sam- dráttur, eða tilfærsla framleiðsl- unnar í aðrar verkunargreinar, hlýtur að leiða til samdráttar í atvinnu og margháttaðra erfið- leika í rekstri frystihúsanna."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.