Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 33

Morgunblaðið - 11.06.1981, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 33 Afmæliskveðja: Guðmundur J. Kristjánsson Nú þegar vinur minn, veiðifé- lagi og samstjórnarmaður, Guð- mundur J. Kristjánsson, leggur í áttunda áratuginn að árum, tel ég það skyldu mína að minnast hans nokkrum orðum við þessi tímamót hans. Það veit ég að fyrir munn margra mæli ég er ég lýsi Guð- mundi sem einstökum gæfumanni, hreinskiptum, sanngjörnum og réttsýnum. Hann vill allra manna vanda leysa á farsælan hátt, er trúr starfi sínu og samtíðar- mönnum, gengur sjaldan til rekkju fyrr en hans borð eru hrein af dagsins störfum, það þekkjum við samstjórnarmenn Guðmundar að á engan er hallað þó sagt sé að einstök reglusemi og snyrti- mennska hafi verið handbragð Guðmundar þar sem hann hefur verið valinn til starfa. Sem ritari Stangaveiðifélags Reykjavíkur um mörg árabil með föllnum vini sínum, Óla J. Ólasyni, stórkaupmanni, sem var formaður þann tíma, kom það aldrei fyrir að allir hlutir væru ekki á sínum stað, og minnist ég þess sérstak- lega þegar ákvörðun var tekin á stjórnarfundi SVFR eitt sinn að rita stjórn Landssambands stangaveiðifélaga bréf vegna ein- hvers er snerti hagsmuni stang- veiðimanna. Las óli formaður Guðmundi ritara bréfið, Guð- mundur ritaði því næst bréfið sem Óli undirritaði, og óskaði þess að hann kæmi því í réttar hendur, sem Guðmundur gerði, áritað og merkt. Það athyglisverða var að Guðmundur var þá formaður Landssambands stangaveiði- manna og tók hann og las bréfið félögum sínum í þeirri stjórn, en þarna var Guðmundi vel lýst að blanda ekki saman tveimur trún- aðarstörfum er honum var- þá trúað fyrir, heldur hélt hann forminu sem um tvo aðskilda Guðmundi væri að ræða, þannig veit ég að við erum margir sem þekkjum Guðmund að slíkum störfum, enda hefði hann ekki verið fenginn til jafn margra trúnaðarstarfa sem raun ber vitni væri ekki svo. Guðmundur J. Kristjánsson er fæddur að Sveinseyri við Dýra- fjörð 11. júní 1911. Foreldrar hans voru þau Guðmunda Ólöf Guð- mundsdóttir og Kristján Jóhann- esson sem þá bjuggu þar. Guðmundur vann við sjó- mennsku til að byrja með bæði á fiskiskipum og farskipum, þar til hann réðist til rannsóknarstofu Háskólans árið 1934 sem nemi í meinefnafræðum, sótti tíma í læknadeild háskólans, og var hann með þeim fyrstu sem hlutu viður- kenningu sem meinatæknir hér- lendis, og hefur hann unnið við þau störf síðan og nú seinni ár sem deildarstjóri í sýklaætisdeild Rannsóknarstofu háskólans. Veit ég að kostir hans sem áður er getið, nýtast deildinni vel, og hefur um mörg ár árvekni Guð- mundar og vinnusemi komið mörgum til góða. Guðmundur er kvæntur Guð- björgu Unni Guðjónsdóttur, sem fædd er í Reykjavík 9. apríl 1913 og eiga þau 4 börn, öll dugleg og mannkostafólk, og bera foreldrum sínum báðum góðan þokka, enda ekki við öðru að búast. Sem áður er getið átti Guð- mundur sæti í stjórn Stangaveiði- félags Reykjavíkur sem ritari mörg árabil, og formaður Lands- sambands stangaveiðimanna var hann og átti sæti í endurskoðun- Á Reykjavíkurborg að greiða gatnagerð- argjöld Seðlabankans? Á síðasta borgarstjórnar- íundi var samþykkt að fram færu makaskipti milli Reykjavíkurborgar og Seðla- banka íslands. Samkvæmt því leggur borgin fram Sænsk-íslenska frystihúsið og lóð þess auk innlausnar- verðs bílastæða vegna ófull- nægðrar bilastæðakvaðar en Seðíabankinn lóð sína að Sölvhólsgötu 2, auk fram- reiknaðs framkvæmdakostn- aðar vegna grunns. Mismunurinn, tæpar 6 milljónir króna, fer til greiðslu byggingaframlags borgarinnar til byggingar hílageymsluhúss á lóð að- liggjandi lóð Seðlabankans. Þetta bílageymsluhús byggir Seðlabankinn, en Reykjavíkurborg greiðir. Páll Gíslason (S) benti á að samningur þessi væri óhagstæð- ur borginni. Sérstaklega væri tekið fram að gatnagerðargjöld af væntanlegri byggingu Seðla- bankans við Ingólfsstræti séu meðtalin í makaskiptunum og þau séu því að fullu uppgerð. Gagnrýndi Páll þessa málsmeð- ferð þar sem hvergi kæmi fram í samkomulaginu á hvern hátt bankinn greiddi gatnagerðar- gjald eða hve mikil þau ættu að vera, ef reiknuð hefðu verið. Kom ekki fram í svari borgar- stjóra á hvern hátt þetta ákvæði hefur orðið til. arnefnd Lax- og silungsveiðilög- gjafarinnar auk fjölmargra trún- aðarstarfa sem á hann hafa hlað- ist, enda skilja félagar hans að betri maður verður vart fundinn til slíkra starfa. Svo sem áður má sjá hefur tómstundagaman Guðmundar verið veiðiskapur og eru þeir ófáir dagarnir sem hann hefur staðið á bökkum fallegra laxveiðivatna þar sem umgangur hans er sem ann- ars staðar öðrum til eftirbreytni. Þegar þú leggur að baki einn áratuginn, vinur minn, óska ég þess að þú megir um ókomin ár, skelfa laxana með komu þinni og við hinir yngri megum af þér læra sem áður. Minnist ég þess sér- staklega þegar við sem stjórnar- menn vorum við veiðar í Norðurá í Borgarfirði við opnun laxveiði- tímabilsins þegar þú varst kominn í gang með fluguna á „Brotið" við Laxfoss. Var kappið og köstin í góðu samhengi við pípureykinn sem lagði til himins, og var manni oft í huga að þarna væri á ferðinni kolakyntur veiðimaður enda var ekki veiðivon væri pípan ekki á sínum stað. Hinn góðkunni frétta- maður og skemmtikraftur, Ómar Ragnarsson, gerði eitt sinn um þig vísu svohljóðandi: (■uðimindur or Rarpur snjall onn icáta or það flostum. Að sa*t or um þonnan kraftakarl krankur vorði af postum. Erfltt starf or á hann lagt «K oðliloict það sýnist mér. Að sýklana moð pomp ok praKt profi hann á sjálfum HÓr. Sitt sýnist hverjum, og látum við hann um það, en eitt er þó víst að sem betur fer hafa sýklarnir ekki náð á þér tökum, enda þótt þú hafir áratugi búið í sambýli við þá, og er það vel. Nú þegar þú gerir okkur vinun- um dagamun í heimili Stanga- veiðifélags Reykjavíkur, svó sem vera ber, færum við þér og fjöl- skyldu þinni bestu árnaðaróskir, og megi við, laxarnir, sýklarnir og lömbin njóta handleiðslu þinnar um mörg ókomin ár. Innilegar hamingjuóskir. Axel Samkomulagið var samþykkt með tíu atkvæðum gegn atkvæði Páls Gíslasonar, sem gerði þá grein fyrir atkvæði sínu að hinum fyndist Seðlabankinn ætti að greiða gatnagerðargjald eins og aðrir sem byggja hús í borginni. KREBS MÁLNINGARSPRAUTUR Þegar ákvörðun er tekin um kaup á málningarsprautum þá er nauðsynlegt að athuga eftirfarandi: 1. Úr hvaða efni slithlutir sprautunnar eru gerðir. 2. Hver afköstin eru. 3. Verðið. Við bjóðum Krebs málningarsprautur til flestra nota úr bestu fáanlegum hráefnum og á mjög hagstæðu veröi. 30 og 40 Vatta fyrir lakk og olíu. Efni: hert stál, afköst 10—12 1. á klst. (Heppilegar fyrir föndur). 60 Vatta fyrir olíu og lakk. Efni: hert stál, afköst 15 1. á klst. 100 Vatta fyrir olíu, lakk og vatnsmálningu. Efni: mangan Carbide, afköst 21 1 á klst. 120 Vatta fyrir olíu, lakk og vatnsmálningu. Efni: Mangan Carbide, afköst 28.8 1. á klst. Útsölustaðir: Sveinn Egilsson, hf. Skeifunni 17, Rvík. Liturinn, Síðumúla 15, Rvík. Ingþór Haraldsson, Ármúla 1, Rvík. Haukur og Ólafur, Raftækjaverslun, Ármúla 32, Rvík. Atlabúðin, Glerárgötu 34, Akureyri. Kjarni sf„ Skólavegi 1, Vestmannaeyjum. KREBS svissnesk gæðaframleiösla. SVEINN EGILSS0N HF Skeifunni 17. S: 85150. SVEFNHERBERGISHUSGOGN í geysimiklu úrvali Einnig geysigott úrval af alls konar húsgögn- um af ýmsum geröum. husgögn, Langholtsvegi 111, sími 37010 — 37144.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.