Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 34

Morgunblaðið - 11.06.1981, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚNÍ1981 Aukinn áhugi fyrir nor- rænni kvikmyndagerð f Menntaskólanum við Hamra- hlíð hefur staðið yfir solusýning sjónvarpsstöðva á Norðurlöndum. Nordic screeninK. »K lauk henni i K»t. Þetta er i sjöunda sinn, sem sýninK þessi er haldin ok er hún nú i fyrsta sinn á íslandi. Á sýninK- unni eru myndir frá Norðurlönd- um sýndar kaupendum utan Skandinavíu. Kaupendur frá tutt- uku löndum sækja þessa sýninKU i ár ok á boðstólum eru 110 sjón- varpsþættir ok myndaflokkar frá öllum Nurðurlöndunum. Á sýningunni eru fimm nýjar myndir frá íslandi, auk mynda frá fyrri árum. Það eru Snorri Sturlu- son, Flæðarmál, Dagur í lífi forseta, Vandarhögg og Óðurinn um afa. Að sögn Eilínborgar Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sýningarinnar, er erfitt að segja til um hvaða undirtektir islensku myndirnir hafi fengið, því yfirleitt séu ekki gerðar Ljósm. Kristján Sölumenn frá Norrænum sjónvarpsstöðvum ásamt framkvæmdastjóra sýningarinnar, Elinborgu Stefánsdóttur (t.h.). pantanir fyrr en fulltrúarnir hafa ráðfært sig við stjórnendur stöðv- anna heimafyrir. Þó mátti heyra að Flæðarmál eftir Ágúst Guðmunds- son hafði verið vel tekið og Dagur í lífi forseta sem er unnin upp úr Fréttaspegli, hafði einnig vakið at- hygli. , Fulltrúar frá norrænu sjón- varpsstöðvunum sátu fyrir svörum blaðamanna og töldu þeir að löngun eftir tilbreytingu væri aðalástæðan fyrir því að erlendar sjónvarps- stöðvar sæktust eftir kvikmyndum frá Skandinavíu nú í auknum mæli. Myndir frá Norðurlöndum hefðu á sér annað yfirbragð en t.d. dæmi- gerðar bandarískar eða breskar kvikmyndir. Helst væri myndunum þó fundið til foráttu að þær væru langdregnar. Blm. spjallaði við William Har- pur, frá sjónvarpsstöð í Dublin, Irlandi, hann sagðist mjög hrifinn af kvikmyndunum Saga úr stríðinu og Flæðarmál eftir Ágúst Guð- mundsson. Hann átti eftir að sjá myndina um Snorra Sturluson eftir Þráin Bertelsson. Sérstakan áhuga hfði hann á heimildarmyndum, m.a. um þjóðdansa og náttúru tslands. Einnig spuröist hann fyrir um hvort til væru upptökur með Sinfóníu- hljómsveit íslands. Þessar myndir væru nauðsynlegar til mótvægis við Kojak-myndir og Dallas-myndir. Veitingin sizt til að hvetja konur til að sækja um ábyrgðarstöður HÉR FER á eftir greinargerð Jafnréttisráðs um veitingu menntamálaráðherra í i prófess- orsembætti í ónæmisfræði við Iláskóla íslands; en eins og kom- ið hefur fram í frétt Mbl. átclur ráðið ráðherra fyrir það hvernig staðið var að máli þessu: „Jafnréttisráði barst ósk frá Kvenréttindafélagi íslands, um að ráðið kannaði veitingu mennta- málaráðherra í prófessorsembætti í ónæmisfræði við Háskóla íslands með tilliti til Iaga nr. 78/1976 um jafnrétti kvenna og karla. Samkvæmt 10. gr. jafnréttislag- anna, 6. tölulið, á ráðið að „taka við ábendingum um brot á ákvæð- um laga þessara og rannsaka málið af því tilefni og senda að rannsókn lokinni málskjöl til þeirra aðila, sem málið varðar." Jafnréttisráð óskaði eftir grein- argerð frá menntamálaráðherra um málið og barst hún ráðinu 24. apríl sl. Einnig leitaði ráðið upp- lýsinga hjá forseta læknadeildar Víkingi H. Arnórssyni. Þá leitaði ráðið álits Helgu M. Ógmundsdóttur á þessu máli og Keflavík- urganga í sumar SAMTÖK herstöðvaandstæðinKa hafa ákvcðið að efna til „friðar- göngu 1981“ hinn 20. júní næst- komandi og verður gengið frá Keflavik til Reykjavikur. Daginn eftir verður farin ganga, sem hefst í Kaupmannahöfn og lýkur í París með fundahöldum 6. til 9. ágúst. Meginkrafa þeirrar göngu verður „kjarnorkuvopna- laus Evrópa frá Póllandi til Portú- gal. Megininntak Keflavíkurgöng- unnar verður hins vegar krafan um brottför hersins af Islandi og úrsögn úr Atlantshafsbandalag- inu. — segir m.a. í greinar- gerÖ Jafnréttisráðs um veitingu mennta- málaráöherra í stöðu prófessors við HÍ sendi henni greinargerð mennta- málaráðherra. I svari Helgu kom m.a. eftirfar- andi fram: „Það hafði ekki hvarflað að mér, að fram hjá mér hefði verið gengið við þessa embættisveitingu vegna þess, að ég er kona. Ég tel, að Helgi Valdimarsson hefði verið vel að embættinu kominn, ef ekki hefði komið til sá leiði forleikur að veitingu þess, sem ég hef vikið að. Af ofanskráðu er ljóst, að ég álít ekki, að jafnréttissjónarmið séu aðalatriðið í þessari embættisveit- ingu. Ég óska því ekki eftir frekari aðgerðum af hálfu Jafnréttisráðs en þakka ráðinu þann áhuga sem það hefur sýnt þessu rnáli." Jafnréttisráð mun vegna af- stöðu Helgu ekki hafast frekar að í þessu máli. Jafnréttisráð átelur ráðherra fyrir að leita ekki álits ráðsins áður en hann veitti prófessors- embættið, en samkvæmt jafnrétt- islögunum er það m.a. hlutverk Jafnréttisráðs að vera ráðgefandi gagnvart stjórnvöldum við stöðu- veitingar. Jafnréttisráð leggur sérstaka áherslu á, að stjórnvöld gangi á undan með góðu fordæmi, fari að lögum og gæti jafnréttissjónar- miða kynjanna. Þá vill Jafnréttisráð benda á, að þessi veiting verður síst til að hvetja konur til að sækja um ábyrgðarstöður. Virðingarfyllst, f.h. Jafnréttisráðs Bergþóra Sigmundsdóttir, framkv.stj.“ Frímerkjasýn- ing í Garðabæ í SAMBANDI við 14. landsþing L.Í.F., sem haldið verður næst- komandi laugardag i Flataskóla i Garðabæ. verður efnt til frí- merkjasýningar í skólahúsinu. Ilefur hún hlotið nafnið Garðar '81. Um 60 rammar verða á sýning- unni og efni allmargbreytilegt. Áf íslenzku efni má nefna umslög frá Þjóðminjasafni Islands í sex römmum og notuð bréfspjöld úr safni Hálfdanar Helgasonar í jafnmörgum römmum. Þessi söfn bæði eru verðlaunasöfn. Þá sýnir Guðmundur Ingimundarson í 12 römmum frímerkjaefni, sem tengt er Vestmannaeyjum. Er þar bæði um margvíslega stimpla að ræða á stökum merkjum og heilum bréf- um með réttu burðargjaldi. Jón Halldórsson sýnir stimplasafn sitt á 20 aura frímerki frá 1925 (Safnahúsið). Jón Aðalsteinn Jónsson sýnir dönsk frímerki frá 1851—1904 í fjórum römraum, en þetta safn hlaut silfrað brons á NORDIA 1981. Margt annað áhugavert verður sýnt þarna, t.d. margs konar mótífsöfn. Gefin verður út sýningarblokk til ágóða fyrir sýninguna og eins umslög með merki sýningarinnar. Sýningin er opin föstudag nk. kl. 18—22 og laugardag og sunnu- dag kl. 14—20. Aðgangur er ókeypis. Sérstakt pósthús verður starf- rækt í tengslum við GARÐAR ’81 og opið alla þrjá daga sýningar- innar. Sérstimpill hefur verið gerður, og eru í honum auk staðarnafns og dagsetningar bæði merki L.Í.F. og hins unga Garða- bæjar. Póst- og símamálastofnun- in hefur sent út tilkynningu um þetta pósthús. Rétt er að vekja athygli á því, að menn verða að nota lágmarksburðargjald undir sendingar sínar til þess að fá þær stimplaðar. Hyggjast standa straum af kostnaði við endnr- bætur Fríkirkjunnar FÖSTUDAGINN 12. júní mun Kvenfélag Fríkirkjusafnaðarins I Reykjavík vera með útimarkað á Rit Milton Friedmans Margir hafa spurt eftir sjón- varpsþa-tti Milton Friedmans og umræðurnar um kenningar hans í blöðum. hvar rit eftir hann sé að finna. Morgunblaðið sneri sér til Skafta Ilarðarsonar, umsjónar- manns Pontunarþjónustu Félags frjálshyKKÍumanna. ok spurði hann þess. „Ég held, að flestar bókaverzlanir hafi á boðstólum það rit Friedmans, sem samið er upp úr sjón- varpsþáttunum, bókina Frec to Ch<H)se. En Pöntunarþjónusta Fé- lags frjálshyggjumanna útvegar mönnum ýmsa bæklinga eftir hann, sem Institute of Economic Affairs í Lundúnum gefur út, en Pöntunar- þjónustan hefur einkaumboð á ís- landi fyrir þá stofnun," sagði Skafti. „Þessir bæklingar eru fjórir: From Galhraith to Economic Free- dom, sem eru tveir fyrirlestrar, annar gagnrýni á hagfræðikenning- ar Johns Kenneths Galbraiths, sem er einn kunnasti kennimaður sósí- aiista á okkar dögum, hinn lýsing á þeim leiðum, sem Fricdman hefði farið til að endurreisa brezka hag- kerfið. Monetary Corrcction, þar sem Friedman sýnir, hvernig lag- færa megi stjórn peningamála. In- flation and Unemployment. The New Dimension in Politics, sem er nóbelsræða Friedmans, en þar leið- ir hann rök að því, að verðbólga afstýri síður en svo atvinnuleysi, en Milton Friedman margir stjórnmálamenn, ekki sízt íslenzkir, hafa haldið það. The Counter-Revolution in Monetary Theory, þar sem Friedman segir frá því, hvernig reynslan hefur hrakið kenningar Keyness lávarðar um það, að ríkið gæti og ætti að stjórna atvinnulífinu, og færir rök fyrir peningamagnskenningu sinni, en þeim hagfræðingum fjölgar í sífellu, sem taka undir hana.“ Skafti sagði að lokum: „Þessir bæklingar eru mjög ódýrir og auðlæsilegir, enda ætlaðir þeim, sem hafa ekki tíma til að lesa dögum saman löng fræðirit, en vilja gjarnan kynnast kenningum Fried- mans. Við getum útvegað mönnum þessi rit, enda er nýkomin sending af þeim til okkar. Auðveldast er að skrifa okkur í pósthólf 1334, 121 Reykjavík og panta þannig ritin. Þess má geta, að Geir Haarde hagfræðingur er að þýða bókina Capitalism and Freedom eftir Friedman, sem er að verða sígilt rit í stjórnspeki, og kemur sú bók væntanlega út í haust á vegum Félags frjálshyggjumanna og Al- menna bókaféiagsins.“ La-kjartorgi. „Er hér með skorað á alla meðlimi og velunnara Fri- kirkjunnar að styrkja þessa fram- kvæmd með gjöfum og framlögum ok með því að nota sér það, sem þar verður á boðstólum,“ segir i fréttatilkynninKU frá stjórn kven- félags Frikirkjusafnaðarins. Gjöfum og munum til markaðs- ins verður veitt móttaka að Garða- stræti 36 í dag, fimmtudag 11. júní, og fyrir hádegi á morgun 12. júní. Ýmsar fjárfrekar framkvæmdir eru nú á döfinni í Fríkirkjunni, og má þar nefna nýja hitalögn í kirkjuna, lagfæringar á skrúðhúsi og skrifstofu prestsins, og auk þess þarf að mála turn kirkjunnar. Mun kvenfélagið að verulegu leyti standa straum af þessum fram- kvæmdum og er því fjárþörf þess mikil um þessar mundir. Er það einlæg von kvenfélagsins, að Reykvíkingar bregðist vel við að þessu sinni eins og ávallt áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.